Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER I991 13 Ottast ofsóknir eins og 1941 Serbneskar sveitir eru á verði um bæinn og ég fékk ekki að ganga um hann nema í fylgd með tveimur vígbúnum mönnum. Þeir voru í búningi sambandsríkjahersins en sögðust vera í varaliði hans. For- ingi sveitanna heldur til í höfuð- stöðvum varaliðsins og virtist hafa frjálsan aðgang að aðbúnaði hers- ins. Kaffihússeigandi í bænum gaf sömu ástæðu fyrir vopnaátökunum þar og aðrir Serbar á ófriðarsvæð- um í Slavóníu og Krajina hafa gef- ið mér. Málið snýst alltaf um völd í lögregluliði bæjanna og ráð- stöfunarrétt yfir vopnum. Serbar höfðu stjórnað og verið í meirihluta í lögregluliði Glina í áratugi þangað til Króati var skipaður lögreglufor- ingi í vor og lögreglumönnum skip- að að svetja stjórnvöldum Króatíu hollustueið. Fæstir vildu það og misstu vinnuna. Serbum bættist vopnaður liðsauki frá Krajina áður en Króatía lýsti yfir sjálfstæði. „Við vildum vera við öllu þúnir,“ sagði kaffihússeigandinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Við vild- um ekki að sömu hlutirnir endur- tækju sig og 1941.“ Hann sagði að Serbar hefðu staðið vörð um bæinn og fylgst með ferðum en aldrei skotið nema það væri fyrst skotið á þá. „Vopnaðar lögreglu- sveitir Króata komu til bæjarins á flutningabílum 26. júní. Þær óku um göturnar og skutu látlaust. Einn vegfarendi var skotinn til bana.“ Skemmdir eftir skotárás sjást enn á menningar- og bóka- safni Serba við minnismerki þeirra um gömlu rétttrúnaðarkirkjuna. Liðið hreiðraði um sig í lögreglu- stöðinni og íþróttahúsi við hana í útjaðri bæjarins og eftir það ríkti ófriður í Glina þangað til Serbar tóku lögreglustöðina 27. júlí. Stöð- in er mjög illa farin eftir skotbar- daga og hroðalega sóðaleg. Slagorð um sigur Ustasha eru krotuð á veggi og Chetnics eru minntir á „drápsverksmiðjuna“ í Jasenovac. Rammlegar skotgrafir eru fyrir utan stöðina og íþróttahúsið verður vart notað á næstunni. Trúa öllu illu hver um annan Kaffíhússeigandinn missti fram- an af tveimur fingrum í bardagan- um. Hann vildi ekkert um það tala en Stuhne sagði að sagan segði að hann hefði slasast þegar hann lagði hönd á öxl Króata sem merki til serbneskrar leyniskyttu um að það ætti að skjóta hann. Skyttan tók framan af fingrunum um leið og hún myrti manninn. „Við höfum sigrað," sagði kaffihússeigandinn ánægður en gaf lítið út á hugmynd- ir um Stór-Serbíu. „Við vitum bara fyrir víst að við viljum ekkert með stjórnina í Zagi'eb hafa. Hún talar eins og notar sömu tákn og merki og Ustasha. Stjórnmálamennirnir hafa móðgað okkur og við látum ekki bjóða okkur það. Þingmenn fögnuðu þegar einn sagði í ræðu að við værum svo vitlausir að við værum í hægri skó á vinstri fæti og enginn mótmælti þegar Stipe Mesic (Króati sem nú er forseti Júgóslavíu) sagði að Serbar gætu yfirgefið Króatíu með eins mikið land og þeir gætu borið á bakinu.“ Traust milli Króata og Serba er fullkomlega þrotið. Þeir trúa öllu illu hver um annan og rekja raunir sínar langt aftur í tímann, ekki bara til síðustu heimsstyijaldar heldur aftur til daga Tyrkjaveldis og Habsborgarakeisaradæmisins. Það er erfitt að ímynda sér að allt eigi eftir að falla í ljúfa löð milli þeirra fyrir tilstilli erlendra áhrifa- manna eða samkomulags stjórn- málamanna. Serbar í ríkinu eru staðráðnir í að láta stjórnvöld í Zagreb ekki segja sér fyrir verkum og Króatar sætta sig ekki við að hafa misst svæði í hendur Serba. Þeir eiga eftir að deila, ef ekki beijast, lengi enn. Gamla Júgóslav- ía er úr sögunni og spurningin snýst nú um hversu stór sú Króat- ía verður sem erlend ríki hljóta að viðurkenna á næstunni. SPÁNÝIR CAMP-LET TJALDVAGNAR AUKAFERÐIR TIL DUBLIN ÁVERÐI FRÁ 22.705 kr.1 Eins og okkur grunaði seldust ferðirnar til Dublin upp á örskömmum tíma. Okkur hefur þó tekist að útvega þrjár aukaferðir dagana 10., 17. og 24. nóvember. Ferðirnar eru 4daga/3 nátta og gist verður á glæsihótelinu Burlington. Verðið er ótrúlegt! ’lnnifalið I verðinu er flug, gisting, aksfur til og frá flugvelli erlendis, írskur morgunverður og íslensk fararstjórn. Verð miðast við staðgreiðslu og gengi 16.8. '91. Flugvallar- skattur og forfallagjald er ekki innifalið. Seljum á næstu dögum nokkra Camp-let tjald- vagna (nýja og sýninga- vagna) með umtalsverð- um afslætti. Munið um- boðsmenn okkar, BSA á Akureyri og Bilasalan Fell á Egilstöðum. Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686644 HAUSTINU SLEGIÐ A FREST MEÐ SAMVINNUFERÐUM - LANDSÝN! MALLORCA 0G BENIDORM Við getum nú boðið góðar SL-íbúðir á frábæru verði á Benidorm og St. Ponsa í nokkrar ferðir í sept- ember. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að njóta sólargeislanna á suðurströnd og jafnvel líta í búðir í leiðinni. Verðið er ekki sambærilegt við neitt annað. Verðdæmi: 4 í íbúð í 3 vikur = 38.570 kr. * R I M I N l Örtá laus sæti til Rimini 9. og 16. sept.! GOLF A MALLORCA Við efnum til aukagolfferðar til Mallorca dagana 1. - 8. október því golfferðin 8.-16. október seldist upp. Búið verður í íbúðum í Cala d'Or og spilað á Vall d'Or, gullfallegum og viðráðanlegum velli skammt þar frá. Fararstjóri verður Kjartan L. Pálsson. VINSMOKKUNA R F ERÐ Ógleymanleg vínsmökkunarferð til Þýskalands 13. sept. Fararstjóri verður Sigrún Aspelund og gist verður í sumarhúsum. Við leggjum Rínardalinn undir okkur og dreypum á uppskeru ársins. EGYPTALAND Ævintýraferðir til Egyptalands 28. sept., 19. okt. og 16. nóv. - lands leyndardóma og stórbrotinnar sögu. Samvinnuferðir - Landsýn minna á: Við viljum vekja athygli á leik Fram og Víkings sunnu- daginn 1. sept. kl. 16. Allir á Laugardalsvöllinn og hvetjum okkar menn! *Verð miðast við staðgreiðslu og gengi 16. 8. '91. Flugvallarskattur og forfallatrygging er ekki innifalið. Samvlniiiilerúir-Laiidsi/ii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir. S. 91 - 69 10 70 Simbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 39 8 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195 — HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.