Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐH 23 JMwgtmMfiMfe Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Smáfiskadráp o g fiskveiðistj órnun Fiski hefur alla tíð verið hent fyrir borð fiskiskipa, en í mismiklum mæli. Að henda fiski, sem var ónýtur eða engin not voru fyrir, þótti ekkert tiltökumál áður fyrr. Umræðunni hefur hins vegar vaxið fiskur um hrygg, eftir að far- ið var að takmarka aflaheimildir og þegar menn fara að hugsa betur um að nýta það, sem úr sjónum fæst. Auðvitað þjónar það enn litl- um tilgangi fyrir sjómenn og útgerð að koma að landi með verðlausan fisk. Það eykur vinnu þeirra og getur, sé um kvótaskyldar tegundir að ræða, dregið úr mögulegum launum þeirra. Hvað fiskifræðina varðar og um leið þá stjórnun fisk- veiða, sem á henni byggist, er hins vegar nauðsynlegt að fá upplýs- ingar um allan afla, eigi að marka niðurstöður hennar. Því vaknar nú sú spuming með hvaða hætti sé hægt að koma í veg fyrir að fiski sé hent. í lögum um stjórn fiskveiða segir að koma skuli með allan afla að landi og ætti ekki að þurfa neinn sérstakan hvata til að fara að lög- um. Raunin er hins vegar önnur. Umræðan á þessu sviði snýst fyrst og fremst um smáfiskadráp og er því haldið fram að smáfiskinum sé hent vegna þess að ekkert fáist fyrir hann í landi annað en arm- æða. Þarna er um snúið mál að ræða. Um leið og hærra verð fyrir smáfisk verður notað sem hvatning fyrir sjómenn að koma með hann að landi, verður hvatningin til að auka veiðar á smáfiskinum. Sama útkoma verður, sé farin sú leið, að smáfiskurinn verði ekki reiknaður allur inn í kvótann. Það þarf að fá allan aflann að landi, bæði vannýtt- ar tegundir og smáfiskinn, en jafn- framt þarf að sneiða hjá veiðum á of smáum fiski. Líklega næst aldrei viðunandi árangur nema með já- kvæðu hugarfari þeirra, sem sjóinn stunda. Smáfiskveiðar hafa til þessa ekki verið taldar heppilegar, þó fiskifræðinga greini reyndar á um það. Það er skipstjórinn, sem er yfir- valdið um borð í skipi sínu. Hann ákveður hvernig vinnu um borð skuli háttað og honum skal hlýtt. Hann getur ákveðið hvort fiski skuli hent eða ekki. Þarna er kannski komið að kjarna málsins. Það verð- ur aldrei vitað með vissu hve miklu af fiski er hent, sé upplýsingum um það ekki haldið saman á hveiju skipi fyrir sig. Sjómenn þurfa þarna að meta þá stöðu, hvað komi þeim bezt sem heild og þjóðinni um leið. Þeir mega ekki falla í þá gryfju að láta hagsmuni líðandi stundar hafa yfirhöndina með þeim hugsanlegu afleiðingum að um leið grafi þeir undan framtíð sinni með slæmri umgengni um auðlindina. Það er ekki hægt að taka mark á upphróp- unum skipstjóra um það hve miklu aðrir hendi, segi hann ekki frá því hve miklu hann hendir sjálfur. Það er mikið talað um möguleika okkar á nýtingu fisktegunda, sem til þessa hafa ekki verið taldar til nytjafiska. Ein fisktegund af þessu tagi hefur skilað okkur miklum árangri. Það er djúpkarfinn svokall- aði, en veiðar á honum hafa gjör- breytt afkomumöguleikum frysti- togaranna, sem þar hafa náð ár- angri. Það tók okkur hins vegar ótrúlega langan tíma að koma okk- ur að þessum vejðum, sem ýmsar aðrar þjóðir höfðu stundað með ágætum árangri árum saman. Allt tal um bætta nýtingu auðlindarinn- ar verður hégómi og eftirsókn eftir vindi, sé það aðeins notað á tyllidög- um, en í raun sé enginn vilji fyt'ir hendi. Það á bæði við útgerðina, sem hefur verið með eindæmum treg til að bjarga sér á annan hátt en með vaxandi sókn í ofnýtta fiski- stofna og útflutningsfyrirtækin, sem ekki hafa sinnt markaðssetn- ingu nýrra afurða og nýrra fiskiteg- unda. í senn ógnvekjandi og einkennandi fyrir kerfið. Og þótt ástæða sé til að hafa af þeim miklar áhyggjur er ekki fráleitt að ætla að hér sé um að ræða óheillavænleg óttaviðbrögð ráðalausra manna sem einnig eru tákngervingar sögulegrar þróunar — og þá einkum úrelts harðstjórnarkerfis sem á ekkert erindi við samtímann en er einungis eftirstöðvar af kenningum sem aldrei hafa virkað í neinu þjóðfélagi. Það mætti því með fullum rétti ætla að Við séum nú að upplifa fjörbrot þessar- ar fortíðar. Og nátttröllin kunna ekki einu sinni að gera byltingu eins og gömlu harðjaxlarnir.“ Valdaklíkan reiknaði þannig ekki með fólkinu sem hafði fengið frelsi sitt vegna þróunar og nýrra viðhorfa og skilaði því svo aftur í hendur for- seta sem hafði fengið vald sitt að lög- formlegum hætti. Sú þróun stríðir gegn öllum fordæmum. Sagan er ávallt fordæmalaus þótt hún sé aug- ljóslega sífelld endurtekning í ein- hverri mynd og hver áfangi útaffyrir sig sé sérstakt tilfelli innan fastra og augljósra lögmála einsog við þekkjum úr náttúrunni. Gorbatsjov hefur hlaðið vörður en Jeltsín ryður brautina. Hann er á upp- hleyptri mynd á fótstalli Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli. Hin ósýnilega hönd sögunnar stjómar þessari ferð; eða eigum við heldur að tala um hina ósýnilegu hönd örlaganna einsog heiðnir forfeður okkar hefðu gert? Eitt er þó nokkurn veginn víst: sagan hefur skraddarasaumað Jeltsín handa þeirri byltingu sem nú hefur rutt kommúnismanum úr vegi, veitt fólkinu frelsi og Eystrasaltsríkjunum sjálf- stæði. En það er óvissa í loftinu og engin von lil þess nein pólitísk sígaunakerling geti lesið inní framtíð- ina. Hardy, forseti Bandaríkjanna, sagði hann gæti ráðið við andstæðinga sína, en vinir sínir héldu fyrir sér vöku. Stjórnmálamönnum er hoílt að hafa þessi orð í huga. Ég gæti ímyndað mér Gorbatsjov hugsi nú til þeirra. Annar forseti Bandaríkjanna, Cool- idge, sagði ríkið ætti að skipta sér af sem fæstu. Afskipti rikisins af þegn- unum væri sjaldnast tii góðs og afleið- ingin oftast ófyrirsjáanleg. Rússar eru að uppgötva þetta. Og kannski lærum við það einnig; ein- hverntíma. M. (meira næsta sunnudag.) SÁ SEM HYGGST flýta fyrir þroska ávaxtarins og telur sér jafnvel trú um það sé hægt með handafli, hann á ekki mikið erindi við náttúrana eða um- hverfi sitt. Hann er í raun stjórnleys- ingi sem telur sér trú um hann geti haft í öllum höndum við umhverfið án tillits til þess hvernig það er í stakk búið að veita honum viðtöku. Hann ætlar sér hlutverk sólarinnar. Bylting- arnar í Frakklandi vora söguleg nauð- syn á sínum tíma. Þær voru í sam- ræmi við langa þróun, niðurstaða mik- illa hugsjóna. Og ekki sízt mikilla bókmennta. En þar var ekki gert ráð fyrir því dauðinn leysti vandamálin. Dauðinn getur ekki leyst vandamál lífsins. Á því flöskuðu einnig þeir jakobínar sem þvinguðu kommúnisma uppá fólk og umhverfi sem hafði meiri áhuga á frelsi en fallexi. Og á því flaskaði einnig áttmenningaklíkan undir forystu Janajevs sem hugðist steypa Gorbatsjov og þoldi ekki aukið frelsi eða fullveldi sovézku lýðveld- anna en gafst svo upp eftir 60 klukku- stunda ógn og ísöld 21. ágúst, eða sama dag og við minnumst innrásar Rauða hersins í Tékkóslóvakíu, ’68. Hún reiknaði ekki með sögulegri þró- un; hún reiknaði hvorki með tákn- gervingi hennar og fjöldans, Boris Jeltsín, né þeim þáttum í opnunar- og umbótastefnu Gorbatsjovs sem höfðu síazt inní fóikið. Um þetta fjölluðum við í forystugrein Morgunblaðsins á örlagastund, en þar segir m.a.: „Það hefur einatt sýnt sig að sagan kallar einn mann til vitnis og ábyrgðar þeg- ar miklir atburðir gerast og virðist hann þá vera látinn gegna einstæðu sögulegu hlutverki sem tákngervingur þeirra atburða sem rísa einsog öldurót úr samtímanum. Við þekkjum mörg slík dæmi þótt við vitum aftur á móti mæta vel að sagan er fyrst og síðast einskonar hreyfing fjöldans sem ber fram óskir um nýjan tíma, byggðar á nýjum viðhorfum sem valda kafla- skiptum í sögulegri þróun. Fjöldinn velur sér tákngervinga á örlagastund- um og má augljóst vera að sá maður sem mestar vonir hafa verið bundnar við í ölduróti Sovétríkjanna, Jeltsín forseti Rússlands, hefur verið kallaður i það hlutverk, sem athygli heimsins beinist að á skrifandi stundu. Fáir menn hafa breytt samtímanum með jafn áþreifanlegum hætti og annar Rússi, sem nú er fallinn í ónáð samstarfsmanna sinna í Kreml, en var þó kall- aður til ábyrgðar á mik- ilvægum tímamótum án þess fjöldinn kæmi þar við sögu held- ur var hann kosinn af fámennri komm- únískri valdaklíku, að hefðbundnum hætti. Atburðarásin hefur samt leitt hann fram á sjónarsviðið sem fulltrúa mikilla breytinga og raunar má full- yrða að kalda stríðinu hafi linnt á þeim hálfa áratug sem hann hefur setið að völdum í þessu víðlenda heimsveldi, sem við köllum Sovétríkin, en það er eins og kunnugt er saman- sett af mörgum og ólíkum lýðveldum sem hafa haft nokkra sjálfstjórn en krefjast þess nú sum hver að fá fullt sjálfstæði og má þar nefna Eystra- saltsríkin, Georgíu, Armeníu og Moldovu. Það er á þessum punkti sem hnífurinn stendur í kúnni og ljóst er að valdaklíkan innan Kremlarmúra hefur ekki látið sér lynda þá þróun sem augljós var og átti að leiða til þess að í gær yrði undirritaður nýr stjórnskipunarsáttmáli lýðveldanna og staðfest í verki harla mikil og óvenju- leg sjálfstjóm þeirra þótt reynt væri að halda ríkinu saman eins og kostur væri. Hlutverk Gorbatsjovs hefur verið mikið og merkilegt og verður ávallt í minnum haft, hvað sem líðúr ólíkum skoðunum á því sem hann áorkaði og erfiðleikunum sem orðið hafa í kjölfar þeirrar þróunar sem spratt úr opnun- arstefnu hans. Má ólíklegt þykja að frá henni verði horfið og þá einungis um skeið því að augljóst er að almenn- ingur í Sovétríkjunum unir ekki lengur því alræðisbrölti sem einkennt hefur stjórn kommúnista f lýðveldunum svo ekki sé talað um miðstjórnarvaldið innan Kremlarveggja. Þó að menn eigi um eitthvert skeið eftir að verða varir við gamla vofu Stalíns innan þessara veggja er harla ólíklegt að nokkrum manni takist að stilla klukkuna eins og hún var fyrir opnunarstefnu Gorb- atsjovs eða slökkva ljós lýðræðislegrar hugsjónar og nýrra viðhorfa í þessu víðfeðma og mikla veldi.“ Þessi orð eru skrifuð þegar flestir töldu áttmenningaklíka marxista og harðlínumanna hefði tögl og hagldir í Sovétríkjunum — og enn var bætt við: „ Atburðirnir í Sovétríkjunum eru HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF IREYKJAVÍKURBRÉFI MORG- unblaðsins 2. júní sl. var m.a. íjallað um hugsanlegar greiðslur vegna skólavistar. Þar sagði m.a.: „Það hefur verið okkur Is- lendingum metnaðarmál að byggja upp fullkomið skólakerfi, sem tryggi öllu æskufólki jafnan aðgang að menntun, hvort sem það býr við mikil eða lítil efni. Og þetta höfum við gert með myndarbrag. En nú er tímabært að spurt sé, hvort þjóðin í heild sé tilbúin til að fórna því, sem til þarf til þess að halda þessu kerfi uppi í óbreyttri mynd til fram- búðar ... í öðru lagi hafa erfiðleikar Há- skóla íslands með að ráða til sín hæfustu kennara vakið upp þessar spurningar. Þeir erfiðleikar eru einfaldlega fólgnir í því að laun háskólakennara eru svo lág, að til eru þeir, sem hafa menntun og hæfni til þess að kenna við háskóla en leita. annað til þess að afla sér lífsviðurværis, þótt þeir vildu gjarnan kenna við Háskóla íslands, bæði til útlanda en þó einkum í einkageirann ... Fyrir einum eða tveimur misserum birtust fréttir í brezkum blöðum um að hinir viður- kenndu brezku háskólar, Oxford og Cam- bridge, væru neyddir til að breyta launa- stefnu sinni vegna þess, að kennarar við þá skóla sæktu til bandarískra háskóla, sem væru tilbúnir til að borga þeim margföld laun og eru þó há skólagjöld við brezku skólana. Hvers vegna eru bandarískir háskólar til- búnir til þessa og hvers vegna geta þeir það? Svarið er einfalt: Þeir taka sumir hveij- ir mjög há skólagjöld. Og íslenzkir háskóla- nemendur leita meira og meira til þessara dýru erlendu háskóla í framhaldsnám vegna þess, að þeir hafa kynnzt því, hve frábæra kennslu er þar að fá - og fá lán fyrir skóla- gjöldunum í Lánasjóði íslenzkra náms- manna! Er tímabært að við horfumst í augu við sjálf okkur í þessum efnum?“ Þegar þessi orð voru ritúð í byrjun júní- mánaðar sl. höfðu engar tillögur komið fram um skólagjöld við Háskóla íslands eða aðra skóla hér á landi. Nú fyrir nokkrum dögum skýrði Morgunblaðið hins vegar frá því, að slíkar tillögur hefðu verið settar fram við undirbúning fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Eins og við mátti búast hafa þegar kom- ið fram hörð andmæli gegn þessum hug- myndum, bæði frá námsmönnum og öðrum og þá ekki sízt stjórnarandstæðingum. Kjarninn í gagnrýni á þessar hugmyndir er fyrst og fremst sá, að með því að taka upp skólagjöld sé gengið þvert á það grundvall- aratriði í íslenzkri menntamálastefnu að allir eigi jafnan rétt til náms, ríkir sem fá- tækir. Með því að taka upp skólagjöld sé þeirri hættu boðið heim, að hinir efnaminni sækist síður eftir því að stunda nám við Háskóla Islands. Þá hefur sú röksemd einn- ig verið sett fram, að ef skólagjöld yrðu tekin upp við háskólann yrði hann ekki sam- keppnisfær við þá háskóla á meginlandi Evrópu, sem ekki hafi tekið upp skólagjöld. Þetta eru hvorar tveggja gildar röksemdir, sem eðlilegt er að tjalla um. Rökinfyrir skólagjöld- um ÚTGANGSPUNKT- urinn í þessum um- ræðum hlýtur að vera sá, að lands- menn hafa að óbreyttu ekki efni á því að halda útgjöldum rikissjóðs í sama farvegi og verið hefur. Skólakerfið kostar of mikið. Heilbrigðiskerfið kostar of mikið. Almannatryggingakerfið kostar of mikið. Þetta eru stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs. Það nást engin tök á ríkisíjármálum, nema takist að hemja þessa útgjaldaliði. Auðvit- að er sá kostur fyrir hendi að hækka skatta til þess að standa undir þessum útgjöldum. Það er hins vegar ljóst, að skattheimtan er nú þegar komin á það stig, að ekki er við því að búast að öllu lengra verði gengið í þeim efnum. Hver eru rökin fyrir því að taka upp skólagjöld víð þessar aðstæður - og er þá ekki átt við þau innritunargjöld sem nú þegar tíðkast við Háskóla Islands og eru nokkur þúsund á hvern nemanda? Það skal tekið fram, að hér verður einungis rætt um hugsanleg skólagjöld við Háskóla íslands. Hugmyndir munu vera uppi um skólagjöld við framhaldsskóla en um þær verður ekki fjallað hér. Rökin fyrir því að taka upp skólagjöld við Háskóla íslands eru í fyrsta lagi þau, að skólinn þarf á auknum tekjum að halda til þess að halda uppi starfsemi sinni með reisn. Það er ekki hægt að búast við því, að þær auknu tekjur komi frá ríkissjóði á næstu árum. Háskólanemendur, sem gi'eiða umtals- verð skólagjöld, geta um leið gert aðrar og meiri kröfur til skólans um gæði þeirr- ar menntunar, sem þar er veitt. Eftir að skólagjöld hafa verið tekin upp kemst skóli ekki upp með að bjóða upp á annað en hina hæfustu kennara og vel undirbúna kennslu. Tekjur af skólagjöldum gera skól- anum kleift að laða til sín hina hæfustu menn. Nemendur eru fljótir að finna mun á kennslu. Þá er vel hugsanlegt, að skólagjöld yrðu til þess að fækka eitthvað nemendum við háskólann, þ.e. að þangað færa einungis þeir, sem væru ákveðnir í að stunda alvar- legt nám. Þetta getur vel verið til bóta hjá menntastofnun, þar sem nemendum fjölgar ár frá ári. Þá er spurningin sú, hvort hugsanlegt sé, að hæfileikamiklii' nemendur myndu hverfa frá námi vegna skólagjaldanna. í Bandaríkjunum hefur verið byggt upp rhjög öflugt kerfi við dýrustu háskólana þar til þess að tryggja, að efnalitlir nem- endur eigi greiðan aðgang að þeim skólum, ekki síður en hinir efnameiri. Þetta er gert með ýmsum hætti. í sumum tilvikum fá þessir nemendur beina styrki. í öðrum tilvikum fá þeir styrki og ijárframlag, sem byggir á ákveðinni vinnuskyldu við ýmis störf á vegum skólans. í enn öðrum tilvik- um eru skólagjöldin einfaldlega felld niður. Verði skólagjöld tekin upp við Háskóla íslands þarf að sjálfsögðu að gera sérstak- ar ráðstafanir í þessum efnum. Miðað við reynslu háskóla erlendis er engin ástæða til að ætla annað en auðvelt verði að tryggja aðgang efnalítilla nemenda að skólanum, jafnvel þótt einhver skólagjöld verði tekin upp. Þá er sú spurning, hvort Háskóli íslands missi nemendur til skóla á meginlandi Evrópu, þar sem engin skólagjöld eru inn- heimt. Það má vel vera. En þá er þess að gæta, að háskólarektor hefur upplýst, að það verði stöðugt erfiðara fyrir íslenzka háskólanema að fá aðgang að háskólum í Evrópubandalagsríkjum, þar sem þegnar meðlimaríkjanna séu látnir ganga fyrir. Ennfremur er auðvitað spurning, hvort nokkuð sé við það að athuga, að fleiri nemendur sæki nám til útlanda. Nemenda- fjöldi við Háskóla íslands sé hvort sem er orðinn svo mikill, að skólinn þurfi ekkert að kvarta undan því, þótt einhver hópur námsmanna fari í aðra háskóla á erlendri grund. Annars er kostnaðaraukinn við að fara í skóla til útlanda m.a. vegna far- gjalda það mikill, að hann mundi áreiðan- lega vega nokkuð upp á móti skólagjöld- um, ef ekki að fullu. Þegar rökin með og á móti þessari hug- mynd eru skoðuð er full ástæða til að hvetja þá, sem hafa lýst andstöðu við hug- myndina að skoða hug sinn betur. Skóla- gjöld við Háskóla íslands gætu orðið til þess að bæta kennslu skólans mjög og yrðu þannig nemendum til framdráttar. Ekki má gera of mikið úr því, að stórir hópar nemenda hafi ekki efni á þessum greiðslum. Sannleikurinn er auðvitað sá, að velmegun er það mikil hér og neyzla m.a. háskólastúdenta einnig, að þótt þeir yrðu að draga eitthvað úr öðrum kostnaði væri ómögulegt að segja, að með því að innheimta nokkur skólagjöld væri almennt dregið úr möguleikum ungs fólks til há- skólanáms. Nú er rætt um, að skólagjöld við Há- skóla íslands verði á bilinu 20-30 þúsund krónur. Það er raunsætt að gera sér grein fyrir því, að verði þau á annað borð tekin upp og náist meirihluti fyrir því á Al- þingi, eiga þau eftir að hækka eitthvað á næstu árum. Þá skiptir máli, að sú hækk- Laugardagur 31. ágúst Morgunblaðuð/Þorkell un verði ekki of mikil og að skólagjöldin verði innan skynsamlegra og hóflegra marka. Það er heldur ekkert vit í því, að Alþingi taki að sér að ákveða upphæð skólagjalda við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni. Sú ákvörðun .á að vera í höndum háskólayfii-valda sjálfra. Tekjuteng- ing HVORT SEM rætt er um skóla- gjöld, breytingar á almannatrygging- um eða auknár greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu er mikil- vægt, að grundvallarákvörðunin sé rétt. Morgunblaðinu er ekki kunnugt hveijar hugmyndir rætt er um við undirbúning fjárlagaframvarpsins að öðru leyti en því, sem fram hefur komið í fréttum blaðsins. Hins vegar er að mati blaðsins mikilvægt, að meginlínan í þessum efnum sé sú, að um tekjutengingu þessara gjalda verði að ræða. Þegar rætt er um skólagjöld verði þess vandlega gætt, að þeir nemendur, sem sannanlega hafa ekki efni á því að greiða þau vegna lítilla eigin tekna eða vegna þess, að foreldrar þeirra hafa ekki efni á að veita þeim aðstoð við nám, eigi eftir sem áður greiðan aðgang að háskólanámi. í umræðum um breytingar á greiðslum ellilífeyris er grundvallaratriði, að um tekjutengingu verði að ræða eins og raun- ar segja má, að sé nú varðandi tekjutrygg- inguna. Þannig er ekki fráleitt, að einhver hluti þeirra fjármuna, sem sparast verði notaður til þess að hækka tekjutrygging- una, sem nú er auðvitað í lágmarki, ef miðað er við möguleika fólks til þess að komast af án annarra tekna. Þegar fjallað er um auknar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, að þær greiðslur nái einungis til þeirra, sem sannanlega hafa efni á því auk þess, sem möguleikar verði skapaðir á auknu vali í heilbrigðisþjónustunni. Þeir, sem vilja fremur greiða umtalsverða upphæð fyrir einhvern ákveðinn þátt í heilbrigðisþjón- ustu til þess að fá þá þjónustu skjótar eða með öðrum hætti en hið almenna heil- brigðiskerfi býður upp á og vilja sleppa Spánarferð fyrir sjálfa sig og aðra fjöl- skyldumeðlimi í staðinn eigi þess kost. Tekjutengingin er lykilatriði. Hér skal dregið í efa, að nægilegur pólitískur stuðn- ingur verði fyrir hendi á Alþingi til þess að koma fram svo róttækum bréytingum, sem nú er rætt um nema þær verði fram: kvæmdar á grundvelli tekjutengingar. í þeim efnum er athyglisvert að kynnast hugmyndum Nýsjálendinga, sem vikið var að hér í Reykjavíkurbréfi fyrir viku. AUÐVITAÐ EIGA PAli+ícLr stjórnarflokkarnir rUllllSK eftir að standa vandamál frammi fyrir margvíslegum vandamálum í eigin röðum, ef þeir era staðráðnir í að ná fram breytingum, sem þessum. Breytingar á velferðarkerfinu í heild eru sérstaklega viðkvæmt mál fyrir Alþýðuflokkinn vegna sögu hans og fyrri atbeina á þessum vettvangi. Töluverður hluti Sjálfstæðismanna þarf áreiðanlega að hugsa sig vel um áður en þeir sam- þykkja að standa að slíkum breytingum og styðja þær. Fyrstu merki þessara erfið- leika sjást nú þegar vegna ágreinings- mála, sem upp hafa komið meðal ráðherra Alþýðuflokksins við afgreiðslu málsins í ríkisstjórn. Ekki er ólíklegt, að einhveijar raddir eigi eftir að koma upp innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sem lýsi efa- semdum um réttmæti stefnubreytingar, sem þessarar. Slíkar umi'æður eru eðlilegur þáttur í vinnubrögðum lýðræðisins og menn þurfa ekki að kippa sér upp við þær eða telja, að stjórnarsamstarfið sé að rofna af þeim sökum. Sjálfsagt er að fram fari víðtækar málefnalegar umræður um slíka byltingu í hugsunarhætti okkar varðandi velferðar- kerfið og skólakerfið. En þeir, sem snúast gegn þessum breyt- ingum verða að gera meira en að lýsa andstöðu við þær. Þeir verða að upplýsa, hvernig ráða á við útgjaldavanda ríkisins. Þessi miklu útgjöld umfram tekjur halda niðri lífskjörum fólks. Við þekkjum þessa hringferð. Ríkissjóður er rekinn með stór- felldum halla. Ríkissjóður tekur stórfelld lán. Lántaka ríkissjóðs veldur því, að vext- ir hækka upp úr öllu valdi. Vaxtahækkun- in leiðir til þess, að fyrirtækin geta ekki borgað hærri laun. Vaxtahækkun leiðir til þess, að íbúðakaupendur verða fyrir um- talsverðri kjaraskerðingu. Þessi kjaraskerðing er áreiðanlega meiri en nemur þeim útgjöldum, sem t.d. ein- staklingar þurfa að standa undir vegna þessarar kerfisbreytingar. Minnkandi lánsfjárþörf ríkisins og þar með lækkandi vextir geta auðveldlega dregið meira úr útgjöldum þjóðarheildarinnar en viðbótar- greiðslur vegna skólakerfis og heilbrigðis- kerfis eða minni tekjur hinna efnameiri vegna skerts elíllífeyris. í þessum umræð- um verður að líta á málið í heild en ekki taka einstaka þætti út úr og segja að í þeim felist árás á velferðarkerfið. Svo er ekki. Þvert á móti má segja, að hugmynd- ir sem þessar, eins og þær hafa verið sett- ar fram hér í Morgunblaðinu, auki á jöfn- uð í þjóðfélaginu og dragi úr hróplegu ranglæti, sem nú er látið viðgangast og hefur verið gert árum og áratugum saman. „Háskólanemend- ur, sem greiða umtalsverð skóla- gjöld geta um leið gert aðrar og meiri kröfur til skólans um gæði þeirrar menntun- ar, sem þar er veitt. Eftir að skólagjöld hafa verið tekin upp kemst skóli ekki upp með að bjóða upp á annað en hina hæfustu kennara og vel undirbúna kennslu. Tebjur af skólagjöldum gera skólanum kleift að laða til sín hina hæfustu menn. Nemendur eru fljótir að finna mun á kennslu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.