Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 ERLENT IIMNLENT Islendingar brutu ísinn Utanríkisráðherrar Eystrasalts- ríkjanna komu hingað til lands sl. sunnudag og undirrituðu, ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni ut- anríkisráðherra, yfirlýsingar um stjórnmálasamband við Island. Is- lendingar urðu þar með fyrstir þjóða til að koma á stjómmálasam- bandi við þessi ríki en ijöldi ann- arra vestrænna þjóða fylgdi fast á eftir. Sögðu ráðherramir eftir fund sinn með Jóni Baldvini Hannibals- syni í Höfða í Reykjavík að ísland hefði brotið ísinn á þessum vett- vangi. Jafnframt yfirlýsingunni um stjórnmálasamband var skrifað undir viðskiptasamning við Lett- land og Eistland. Stoðkennsla í íslensku í háskólann Háskólakennarar hafa nú vax- andi áhyggjur af hrakandi íslenskukunnáttu framhaldsskóla- nema og hefur Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor sent skólameisturum og rektomm framhaldsskóla bréf þar sem þeir eru hvattir til að standa vörð um íslenskukennslu í skólum sínum. Jafnframt hafa komið fram hug- myndir um að komið verði á fót stoðkennslu í íslensku fyrir stúd- enta við háskólann. Perlan framúr áætlun Kostnaður við Perluna, útsýnis- hús hitaveitunnar, fer verulega fram úr áætlunum eða um 23%. Þetta kom fram í greinargerð frá ERLENT Æðsta ráðið bannar starf- semi kommún- istaflokksins Æðsta ráð Sovétríkjanna sam- þykkti á fimmtudag tillögu um að starfsemi kommúnistaflokks landsins yrði bönnuð um óákveð- inn tíma en áður höfðu sams kon- ar aðgerðir verið samþykktar í mörgum lýðveldanna, þ. á m. Rússlandi og Úkraínu. Einnig samþykkti ráðið að tilskipanavald Míkhaíls S. Gorbatjsovs Sovét- forseta yrði afnumið og var borið við ótta um að nýir valdaráns- menn myndu notfæra sér þessi völd tækist þeim ætlunarverk sitt. Gorbatsjov hafði áður sagt af sér embætti aðalritara flokksins og fyrirskipað að eignir hans yrðu gerðar upptækar. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, bannaði um síðustu helgi útgáfu málgagns flokksins, Prövdu, um hríð. Á þriðjudag ávarpaði Gorbatsjov Æðsta ráðið og hótaði afsögn ef ekki yrði komið í veg fyrir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Hann hvatti til þess að strax yrði undir- ritaður nýr sambandsáttmáli ríkisins. Alexander Rútskoj, varaforseti Rússlands, hefur tekið undir áskorun Gorbatsjovs og seg- ir jafnframt að Jeltsín hafi ekki hug á embætti Sovétforseta. Er ljóst var fyrir síðustu helgi að valdarán harðlínuaflanna hafði mistekist fetuðu mörg lýðveld- anna í fótspor Eystrasaltsríkjanna og lýstu yfír fullu sjálfstæði. Mestu skipti yfirlýsing Úkraínu- þings er ákvað að þjóðaratkvæði færi fram um málið í desember. Yfírlýsing talsmanns Jeltsín for- seta á mánudag þar sem sagði að Rússar myndu áskilja sér rétt til að endurskoða landamæri að þeim nágrannalýðveldunum er minnihlutahópar Rússa þyggðu olli miklum áhyggjum í Úkraínu og Kazakhstan. Samkomulag náðist á fimmtudag milli Rússa og Úkraínumanna um að engar Utanríkisráðherrar Eystra- saltsríkjanna ásamt Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni, ut- anríkisráðherra. hitaveitustjóra sem kynnt var í borgarráði á þriðjudag. í máli hans kom fram að verulegan hluta þessa umframkostnaðar, tæpar 300 milljónir, mætti m.a. rekja til þess að veitingarekstur í húsinu hefði orðið umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir. Skólagjöld hækkuð Meðal þeirra tillagna sem þing- lið ríkisstjórnarinnar fjallar nú um í fjárlagatillögum er hækkun skólagjalda á háskólastigi úr átta þúsund krónum í 20 til 30 þúsund krónur og hækkun skólagjalda í framhaldsskólum úr fimm þúsund krónum í 15 þúsund. Stórinnbrot Eitt stærsta innbrot hérlendis var framið aðfaranótt fímmtu- dagsins er brotist var inn í skart- gripaverslun Jóns Sigmundssonar við Laugaveg og þaðan stolið skartgripum að verðmæti um 4 milljónir króna. Þjófamir aftengdu þjófavamakerfi og brutu upp tvær hurðir til að komast að góssinu. Gorbatsjov Jeltsín landakröfur yrðu gerðar og rúss- nesk sendinefnd fór einnig til við- ræðna um málið í Kazakhstan. Gorbatsjov rak á miðvikudag alla yfirstjórn öryggislögreglunnar KGB og sagði nýr yfirmaður hennar, Vadím Bakatín, að hann hygðist gerbreyta stofnuninni, m.a. banna öll afskipti hennar af ijölmiðlum og listum. Eystrasaltsþjóðir eygja sjálfstæði Gorbatsjov Sovétforseti gaf í skyn á mánudag að samningar hæfust við Eystrasaltsríkin um sjálfstæði þeirra jafnskjótt og búið væri að undirrita nýjan sambandsáttmála Sovétríkjanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að Banda- ríkin væru „mjög nálægt“ því að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna þriggja þ.e. Eistlands, Lettlands og Litháens. Á aukafundi utanrík- isráðherra Evrópubandalagsríkja á þriðjudag samþykktu þeir að taka þegar upp stjórnmálasam- band við Eystrasaltsríkin og í vikulok höfðu um 30 lönd viður- kennt þau. Mannfall í Króatíu Tugir manna féllu í Króatíu í byrj- un vikunnar er sambandsher Júgóslavíu gerði sprengjuárás úr lofti á smáborgina Vukovar. Sátt- atilraunir í deiium Serba og Kró- ata báru ekki árangur og leiðtog- ar Króata sögðust gera sér vonir um að nokkur Evrópuríki, einkum Austurríki og Sviss, myndu viður- kenna sjálfstæði landsins á næstu dögum. Þjóðveijar og Bandaríkja- menn gagnrýndu leiðtoga Serba fyrir óbilgirni og hvöttu til vopna- hlés. Verður síðasta ósk Leníns uppfyllt? JARÐNESKAR leifar Vladímírs Leníns, stofnanda Sovétríkjanna, verða ef til vill fjarlægðar úr grafhýsinu fræga við Rauða torgið í Moskvu og jarðsettar á ný við hliðina á gröf móður kommúnistaforingjans í borginni Úljanovsk. Danska blaðið Jyllandsposten hefur eftir Gavríl Popov, umbótasinnuðum borgarstjóra Moskvu, að Lenín hafi beðið um það í erfðaskrá sinni að hljóta legstað við hlið móður sinnar. Deilur um grafhýsi Leníns hófust fyrir þrem árum í Sovétríkjunum og vöktu tillögur um brottflutning smurðlingsins mikla hneykslun sann- trúaðra kommúnista. Lenín dó árið 1924 og hefur líkið, sem varðveit er undir glerloki og vandlega varðveitt fyrir tímans tönn með ýmsum leynd- ardómsfullum efnum, hefur verið til sýnis fyrir almenning frá því á Ijórða áratugnum. Er leppríkin í Austur- Evrópu hlutu frelsi var styttum af leiðtoganum víðast steypt af stóli og sama hefur verið uppi á teningnum í Eystrasaltsríkjunum og víðar í Sov- étríkjunum undanfarna daga. Talið er að eina styttan af Lenín á opinberum stað í Vestur-Evrópu sé við Isterod í Horsholm á Norður- Sjálandi. Styttan vegur rúm þrjú tonn og er í eigu Tidens-skólans á staðnum. Mogens Fredriksen, emb- ættismaður hja danska sjómanna- sambandinu, er rekur skólann, segir ,að ekki komi til mála að fíarlægja hana. „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá var Lenín einn af mestu hugsuðum aldarinnar. Hann gerði út af við keisaraveldið í Rúss- landi og það er ekki hægt að kenna honum um slæma mistúlkun Stalíns á hugmyndunum." Reuter Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur hér klifrað upp á skriðdreka fyrir framan þinghús Rússa valdaránsdaginn 19. ágúst og ávarpar nokkur hundruð manns sem safnast höfðu þar saman. Frétt- ir af andófi Jeltsíns bárust sem eldur í sinu um borgina og brátt voru tugir þúsunda komnir á vettvang til að verja þinghúsið. Valdaránið í Moskvu; Launráð brngguð á laumufundi í Kreml sagði fundarmönnum af því að mannsöfnuður hefði einnig safnast saman fyrir framan Kreml, höfuð- stöðvar KGB og fleiri staði. Hann sagði að menn sínir hefðu einnig náð tveimur sambærilegum listum frá mannij'öldanum. Plekhanov fór ásamt Boldin til Krímskagans að hitta Gorbatsjov, og sagði Gorb- atsjov í ræðu sinni í rússneska þinginu að lífverðir sínir hefðu aldrei hleypt mönnunum inn ef Plekhanov hefði ekki verið á meðal þeirra. Samkvæmt því sem Pavlov tjáði Tsjerbakov veifaði Kijútsjkov list- unum og krafðist þess að neyðará- standi yrði lýst yfir. Fundurinn leystist síðan upp eftir að ákveðið var að kalla saman Æðsta ráð Sovétríkjanna þann 26. ágúst til að staðfesta ákvörðun neyðar- nefndarinnar, sem Gennadíj Janajev, fyrrum varaforseti, var í forsæti fýrir, en sovéska stjórnar- skráin mælir fyrir um að þing skuli kallað saman innan ákveðins tíma eftir að ljóst er að forsetinn getur ekki gegnt starfi sfnu. Tsjerbakov var að eigin sögn hálfringlaður þegar hann kom út frá Pavlov um nóttina, eftir að Pavlov hafði rakið þessa atburði fyrir honum. Hann hafði ekki hlot- ið neinar sannanir fyrir því að Gorbatsjov væri óhæfur til að sinna skyldum sínum og hann skildi ekki hvers vegna menn sem væru svona nánir honum væru að steypa hon- um af stóli, að því er virtist. Það flaug að honum að sagan-væri að endurtaka sig og verið væri að reyna að losna við Gorbatsjov á svipaðan hátt og Nikíta Khrústsjov árið 1964. í frétt sem birtist í The Financial Times á miðvikudag kemur fram að þeir Anatólíj Lúkjanov, fyrrum forseti Æðsta ráðs Sovétríkj- anna, og Alexander Bessmertnykh, fyrrum utanríkisráðherra, hafi setið leynilegan fund í Kreml, sem stýrt var af yfirmanni öryggislög- reglunnar KGB, kvöldið fyrir valdaránið 19. ágúst. Vladímír Tsjer- bakov, aðstoðarforsætisráðherra í ríkisstjórninni sem Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti rak að mestu í síðustu viku, segir að Valentín Pavlov, fyrrum forsætisráðherra, hafi sagt sér að Lúkjanov og Bessmertnykh hafi rætt við foringja valdaránsins aðeins nokkrum klukkustundum áður en þeir létu til skarar skríða. Báðir hafa svar- ið af sér að vera viðriðnir valdaránið. Tsjerbakov sagði að sér og flest- Aðrir lykilmenn sem stóðu að baki um í ríkisstjóminni hefði ekki verið kunnugt um valdaránið fyrr en þeir fréttu af því í fjölmiðlum og það var ekki fyrr en Pavlov, sem er góðvinur Tsjerbakovs, hafði samband við hann að kvöldi fyrsta dags valdaránsins að hann fékk upplýsingar um það frá fyrstu hendi. Tsjerbakov fór þá heim til Pavlovs þar sem hinn síðamefndi sagði honum alla söguna á bak við valdaránið eins og hún kom honum fyrir sjónir. Pavlov segir að Vladímír Kijútsj- kov, yfirmaður KGB, hafi haft sam- band'við sig á heimili sínu á sunnu- dag og boðað til fundar í Kreml þar sem alvarlegt ástand hefði skapast. Pavlov sagðist einungis ætla að koma ef Lúkjanov yrði viðstaddur. í þeim hópi manna sem hitt- ist í Kreml um kvöldið voru sex meðlimir S manna neyðarnefndinni BAKSVIÐ eftir Stefán B. Mikaelsson átta svoköll- uðu. Þeir sem ekki vom viðstaddir vom Vasilíj Starodúbtsjev, sem þá var formaður bændasamtakanna, og Alexander Tísjakov, fyrmrn formaður ríkisrekinna fyrirtækja. valdaráninu að sögn Pavlovs voru þeir Oleg Shenín, ritari miðsjórnar kommúnistaflokksins, og Valeríj Boldín, starfsmannastjóri Gor- batsjovs og einn helsti ráðgjafí hans. Boldín var einn þeirra sem fóm til Gorbatsjovs á Krímskagann við upphaf valdaránsins til að fá hann til að afsala sér völdum. Forystumenn valdaránsins sögðu að þeir væru nýkomnir frá Krímskaganum þar sem þeir hefðu séð Gorbatsjov þar sem hann lægi rænulaus í rúmi sínu. Þeir sögðu að ljóst væri að hann gæti engan veginn sinnt skyldum sínum sem forseti. Síðan tilkynnti Kijútsjkov að vopnaður mann- fjöldi hefði safn- ast saman á ýms- um stöðum i Moskvu og að menn sínir hefðu komist yfir fjóra lista yfir menn sem ætti að koma fyrir kattarnef. Á einum þeirra væru nöfn manna í ríkisstjórninni sem uppræta ætti hið snarasta. Þarna var einnig staddur annar KGB-foringi, Júríj Plekhanov, yfir- maður lífvarðar KGB, og hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.