Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNULAÐ.LE) SUNNUDAGUR/ U-SEKIEMBíHMft91/ eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur Myndir: Rúnar Þór Bjömsson „Agnar, manninn minn, dreymdi alla tíð um að verða bóndi og svo fréttum ví af því að það vantaði prest að Miklabæ. Það eru ekki svo mörg prestsseti núorðið sem hafa kvóta og mér fannst svo dapurlegt ef þessi lífsdraumi hans gæti ekki ræst,“ segir Dalla þegar ég spyr um aðdragandann að því s hún borgarbarnið sóttist eftir því að vera prestur í sveit. Þau hjón hafa bú í Skagafirði í fimm ár og líkar afar vel. Þau eru komin til að vera. Til Miklabæjar pre- stakalls heyra fjórar kirkjur. Auk kirkj- unnar á Miklabæ eru kirkjur á Silfra- stöðum, Flugumýri og Hofstöðum. I Silfrastaðasókn eru einungis þijátíu manns en hinar þijár eru til muna stærri. Messutíðni fer eftir ákveðnum kvóta sem reiknað- ur er út frá höfðatölu sóknarbama og í stærri kirkjunum er messað mánaðarlega. Er Dalla ánægð með kirkjusóknina?„Já, yfirleitt er hún ljómandi góð. Ef kirkjan er borin saman við önnur félög þá má maður vera himinlifandi yfir þátt- tökunni. Ég held að við séum orð- in föst í þessum áróðri sem rekinn hefur verið síðustu árin um hálf- tómar kirkjur sem bergmálar í við messur. Ég tel að þessi slaka kirkj- usókn sé orðum aukin en það hef- ur verið hamrað svo á þessu að þetta er nánast viðtekin skoðun." Dalla húsvitjar að gömlum sið og segir hún að það hafi hjálpað sér mikið til þess að kynnast sókn- arbörnum sínum. Einnig hefur það færst í vöxt að fólk komi og heim- sæki prestinn ef það á leið fram- hjá prestssetrinu og er greinilegt að Dalla er ánægð með það. Oftar en ekki er fólk bara að líta inn í jcaffi og ræða sveitarmálin og Dalla segir að búskapurinn hafí án efa hjálpað henni að komast í samband við sveitunga sína. „Ég er algjört borgarbarn og hafði aldrei snert á kind áður en ég kom hingað, þannig að ég held að það sé voða gott fyrir mig að stunda svéítastörf annars hefði ég ekkert hugboð um það hvernig stæði á hjá hinum eða hvernig lífí sóknar- börnin mín lifðu.“ Ekki vinsælt að messa í maí, júlí eða september Prestur í sveit lærir til dæmis fljótlega að það er ekki vinsælt meðal sóknarbarna að messa í maí á meðan á sauðburðinum stendur, í júlí þegar heyskapur er í hám- arki og í september eru menn uppteknir í göngum og sláturtíð. Dalla viðurkennir að hún vildi gjarnan messa oftar en hún ber mikla virðingu fyrir sveitastörfun- um og ætlar ekkert að breyta út af vananum. Dalla,,iþy^t1uL-/I)f9j)<,-j gjaman til þess að taka virkan þátt í messunni og segir hún það yfírleitt vera tilbúið til þess en hún þvingi engan „fólk fer í kirkju til þess að njóta þessarar stundar og því á að líða vel.“ Prestsstarfíð er þess eðlis að vinnunni lýkur aldrei og segir Dalla að hún sé í raun ekki persón- an Dalla heldur er hún alltaf prest- urinn Dalla hvort sem hún er á balli, í búð eða í kirkju. Fólk kem- ur lítið til prestsins til þess að ræða formlega einhver vandamál, það er frekar að þau fljóti með þegar sest er niður í veislu. Það þýðir ekkert að hafa einhvern formlegan viðtalstíma í sveitinni. Dalla þarf ekki að kvarta yfír aðgerðarleysi og reyndar er frekar fátt um frídaga. Fjölskyldan var í sumarbústað austur við Sog fyrr í sumar og það var fyrsta sum- arfríið sem þau hjónin hafa tekið sér í tíu ár. „Maður er hálf óhepp- in að því leyti að öll þessi störf sem maður gegnir, prestskapur- inn, bústörfín og húsmóðurstörfin, eru þannig störf sem hafa engan sérstakan tíma. Þau ná öll yfir allan sólarhringinn og maður er aldrei búinn í vinnunni." Árleg vítamínsprauta Félagsmálin taka auk þess drjúgan tíma hjá þeim hjónum, Döllu og Agnari, og segir Dalla mikið félagslíf vera þarna í sveit- inni og nágrenninu. Hún hefur sungið með Rökkurkómum og svo er hún í kvenfélaginu. Agnar er meðal annars í hreppsnefnd og hestamannafélaginu en auk þess að sinna bústörfum hefur hann kennt í Grunnskóla Varmahlíðar. Þegar tóm gefst til segist Dalla gjarnan líta í bók eða hlust^ á góða tónlist, „mér finnst ákaflega heillandi tilhugsun að vakna upp að morgni og vita áð ég geti tekið mér góðan tíma í bókalestur.“ Dalla hefur tekið þátt í kirkju- legu starfi á alþjóðavettvangi en hún var í nefnd á vegum lútherska heimssambandsins og sótti eitt heimsþing á vegum þess til Brasil- íu. Hún fór einnig oftar út vegna nefndarstarfanna: „Þetta var al- veg ómetanlegt og nánast eins og árleg vítamínsprauta. Maður fékk þatn^sákveðna öryun og upplýs- „Fólki á að líða vel í kirkju.“ Dalla og synirnir Vilhjálmur og Trostan sem fræddi blaðamann samviskusamlega um búskapinn en Vilhjálmur sagði: „ég veit ekkert hvað ég á að segja í þessu viðtali." ingar um það hvað væri efst á baugi. Svo notaði ég tækifærið og fór í bókabúðir og skoðaði nýjar guðfræðibækur.“ Það má skilja það á Döllu að hún sakni þess helst að geta ekki fylgst eins mik- ið með í fræðunum og hún gæti gert ef hún byggi nær Reykjavík. Hún býr þó svo vel að eiginmaður hennar er guðfræðingur þannig að hann hefur inngrip í hennar heim og les til dæmis oftast stól- ræður hennar yfír. Dalla segir að sér finnist skemmtilegast að semja ræðurnar þó oft geti það reynst erfitt. Hún segir fólk vilja fá bitastæða predik- un sem fjalli um eitthvað sem skiptir máli í daglega lífinu „auð- vitað er það rétt annars fellur guðspjallið dautt og mér líður allt- af illa að koma í stólinn og flytja eitthvað sem ég er ekki ánægð meóJ- : ' • arflír-Ti^TífiWft- Hestar eru ekki taldir í Skagafirði Dalla og Agnar eiga tvo syni, þá Trostan sem er á tíunda árinu og Vilhjálm sem er sex ára. Dalla segir synina taka þátt í öllu þeirra starfi, fari með þeim á tónleika og auðvitað í flestar messur með móður sinni. Það er því ekki að undra að Vilhjálmur litli hafí tekið það sem sjálfsagðan hlut að til stæði að taka viðtal við hann um leið og móður hans. Eitthvað hefur sú vitneskja þó legið þungt á hon- um því hann stundi upp við móður sína „ég veit ekkert hvað.ég á að segja í þessu viðtali“. Málið leyst- ist því hann fór og heimsótti leikfé- laga sinn á næsta bæ skömmu áður en ég kom. Trostan var hins vegar á kafi í vinnu en gaf sér þó tíma til þess að skreppa í kaffi fræddi mig+tihP ■BúlskálþiHi<r í leiðinni. Búið telur um tvöhundruð kindur og þar af á Trostan fímm. Hestar eru eitthvað á fjórða tuginn en annars er það víst ekki lenska að telja hross í Skagafirði. Mjólk- urkvóta hafa þau hjón ekki en ala upp nokkra nautgripi í því skyni að nýta kjötið. Agnar segir að þau myndu gjarna vilja stækka búið en það þýði þó ekki annað en að fara hægt í sakirnar og þau væru löngu flutt til Reykjavíkur ef þau hefðu ijárfest á undan sér í upp- hafi. Hann segir að hann sé svo heppinn að hafa ekki véladellu og telur marga bændur falla um of fyrir auglýsingum. Trostan segir mér í kveðjuskyni að hann ætli í reiðtúr um kvöldið „niður á tún og niður að vötnum“. Hann á líka þijá hesta, reiðhjálm, reiðbuxur og reiðstígvél svo honum er ekkert að vanbúnaði. Prestur, bóndako og móðir „Störf sem sinna þarf allan sólarhringinn/* segir séra Dalla Þóröardóttir sóknarprestu ó Miklabæ í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.