Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUMBLA©IÐ SUNNUDAGUR >1. SEPTEMBER 1991 Útivera í fallegu umhverfi er mikilvægur hluti golfiðkunarinnar. Texti og myndir: Guðmundur Löve GOLFÍÞRÓTTIN á sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Um 4.500 manns leggja stund á golf, og klúbbarnir eru 36 tals- ins. Þessar tölur gera okkur að golfkóngum Evrópu miðað við hina sívinsælu höfðatölu, bæði hvað varðar fjölda valla og kylf- inga. að sem gerir golf- íþróttina dálítið sér- staka er að hún veit- ir tilefni til útiveru og hreyfingar við flestra hæfi auk þess að vera þeirri nátt- úru gædd að hún er jafn aðgengileg öllum, óháð getu og færni - íþrótt- in er bæði stunduð af atvinnumönn- um, helgaspilurum og öllu þar á milli. Vegur golfs hefur verið mikill á íslandi og alltaf eru nýir leikmenn að bætast í hóp áhugasamra kylf- inga á fagurlega hæðóttum og grasi vöxnum völlum víða um land. Golf er einhvern veginn þannig að unnt er að ánetjast því eftir örfá eða jafnvel eitt skipti, og þá er eins ,£ott að kunna að fóta sig í þeim - 'Tíeimi sem opnast byijandanum. Golfsambandið Golfsamband íslands er elsta sér- samband á landinu. Það sér um að senda kylfinga í keppnir erlendis, og sér að mestu leyti um erlend samskipti yfírleitt. Golfsambandið heldur einnig öll landsmót í íþrótt- inni og eru þau haldin á nokkrum völlum samtímis, því mikil aðsókn er að þeim. Aðsókninni fylgir þörf fyrir nokkra fjöldatakmörkun, og á landsmótum mega því þeir einir ■Mjjeppa sem komnir eru upp úr þriðja flokki. Golfþing er haldið á vori hveiju með fulltrúum frá Golfsambandi íslands og golfklúbbum víða um land. Á ráðstefnunni er samræmd skrá Golfsambandsins yfir allar opnar keppnir tímabilsins og því komið þannig fyrir að þær rekist Þegar boltinn lendir í glompu er oft illt í efni. sem minnst á. Þegar sú skrá liggur fyrir geta klúbbarnir farið að vinna við skipulag heimamóta sinna. Félögin Á íslandi eru starfandi 36 golf- klúbbar. Langflestir eiga þeir velli, en með mismunandi mörgum hol- um. Alls staðar er því hægt að spila eitthvað þó auðvitað sé öll aðstaða mjög mismunandi milli staða. Byijendum er ráðlagt að hafa samband við næsta klúbb, sem get- ur komið þeim í samband við'golf- kennara. Hópnámskeið kostar kringum 3.000 krónur og stendur gjarna yfír í klukkustund í senn, fimm sinnum. Oftast er hægt að fá lánaðar kylfur hjá kennaranum, svo það er hægt að fara varlega af stað án mikilla ijárútláta. Þegar menn hafa gert upp við sig hvort áhugi á frekari iðkun er fyrir hendi er annað hvort hægt að gerast meðlimur í klúbbnum eða koma og spila stund og stund gegn gjaldi, oft í kringum 2.000 krónur, sem greitt er hverju sinni. Félags- gjald er mismunandi milli klúbba og fer að miklu leyti eftir því hvaða þjónusta er veitt á hveijum stað. Meðalárgjald í stærstu klúbbunum er um 30.000 krónur fyrir karla en 20.000 fyrir konur. Árgjald ungl- inga er mun lægra, og einnig er veittur allt að helmingsafsláttur fyrir ellilífeyrisþega. Sérstakt ný- liðagjald er oft tekið af öllum sem skrá sig í fyrsta sinn og getur það numið hálfu árgjaldi. Innifalið í félagsgjaldi er til dæm- is réttur til að taka þátt í kappleikj- um (þó ekki þátttökugjald), trygg- ingar, golfkennsla, afnot af hús- næði og allri aðstöðu auk hvers þess sem viðkomandi klúbbur hefur uppá að bjóða. Þess ber þó að geta að sumir klúbbar krefjast meðmæl- enda með hveijum umsækjanda, en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir sem eins konar guðfeður byijand- ans og hjálp til að kynnast innviðum starfseminnar og siðvenjum. Golflþróttin hefur breyst úr sum- aríþrótt í heilsársiðkun. Gallharðir kylfíngar láta engin veður á sig fá, og ef ekki er allt of mikið fann- fergi er spilað allan veturinn. Til er saga um félaga í Golfklúbbi Reykjavíkur sem einn snjóþungan vetur ætlaði að fara á gönguskíðum um völlinn á Korpúlfsstöðum í blíð- viðrinu. Þegar þangað var komið uppgötvaði hann að skíðaskórnir höfðu gleymst heima, svo vinurinn snaraði í staðinn golfsettinu út úr skottinu og spilaði heilan hring á snævi þöktum vellinum. Aðspurður hvernig hann hefði farið að þessu kvaðst hann einungis hafa þurft að fylgjast vel með hvar boltinn kom niður og fara svo að leita að hol- unni. Þá gróf hann frá boltanum og skaut honum áfram. Græjurnar Þegar komið er að því að fjár- festa í fyrsta golfsettinu stendur margt mismunandi til boða. Eins og áður kom fram er ekki nauðsyn- legt að eiga kylfur til að geta farið á byijendanámskeið, en þegar kom- ið er af því stigi verða menn að hugsa sér til hreyfings. Flestir eru sammála um að það borgi sig að byija með gæðavörur, hvort sem þær eru notaðar eða nýjar. Mikið framboð er af ódýrum golfsettum sem eru ágæt til síns brúks, en sá sem iðkar íþróttina af áhuga finnur fljótt fyrir göllunum. Oþarfi er að kaupa heilt sett af kylfum strax í upphafi. Það nægir að verða sér úti um nokkrar notað- ar kylfur fyrst í stað eða kaupa hálft notað golfsett. Þeim sem vilja kaupa nýtt býðst ijöldinn allur af kylfum í mjög mismunandi verð- og gæðaflokkum. Hér gildir sama reglan og svo oft áður, að ef mikill sláttur er á mönnum og þeir telja sig hafa nægilegan áhuga til að iðka golf í einhveijum mæli, er allt eins gott að fara vel af stað og kaupa sér góðar kylfur strax í upp- hafi. Hér er að sjálfsögðu ekki átt við dýrustu og bestu gerð, en hæg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.