Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 12
mmmw Mmmw eftir Önnu Bjarnadóttur KRÓATÍSK stjórnvöld hafa hótað stríðsyfirlýsingu á hendur Serbum nú um helg- ina ef þeir leggja ekki niður vopn og ,júgóslavneski“ herinn snýr ekki í herbúðir sínar. Það þykir heldur inn- antóm hótun þar sem Serbar eru mun betur vígbúnir og skipulagðir en Króatar. En stjórnvöld vonast til að draga athygli alheims að ófriðarástandinu í ríkinu með henni og ýta undir er- lend afskipti af því. Þau von- ast einnig til að flýta fyrir viðurkenningu erlendra ríkja á sjálfstæði Króatíu en júgóslavneska sambandsrík- ið lýsti yfir sjálfstæði 25. júní siðastliðinn. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, samdi um vopnahlé við leið- toga hersins nú í vikunni. Það dró úr átökum í hálfan sólarhring eftir það en síðan fór allt í sama horf og eftir samkomulag um vopnahlé í byrjun ágúst. Það rann út í sandinn á örskömmum tíma. Serbar hafa ráðist ótrauðir á þorp og borg- ir í Slavóníu, austur- hluta Króatíu, og Banija, svæði sunnan við Zagreb á landamær- unum við Bosníu- Herzegóvínu, undan- farnar vikur ogmánuði. „Júgóstavneski" herinn, sem nú er almennt kallaður serbneski herinn eða sambandsríkjaherinn, réðst á borgina Vukovar úr lofti og á landi í vikunni og getur ekki lengur þóst vera í Króatíu til að stilla til frið- ar. Þorpið Kijevo, sem var byggt Króötum og er skammt frá Knin, hjarta serbnesku sjálfstæðishreyf- ingarinnar í Krajina í suðurhluta Króatíu, féll í hendur Serbum eftir margra mánaða skæruhernað Serba og harða varnarbaráttu Kró- ata. Lögreglustjórinn í Knin hótaði að hafnarborgin Zadar við Adría- haf yrði tekin næst. „Hið nýja serbneska ríki þarf á höfn að halda,“ er haft eftir honum. Króat- ar óttast að Serbar séu að gera alvöru úr yfirlýsingum stóryrtra þjóðernissinna sem hótuðu að taka alla Króatíu sunnan við borgirnar Vukovar, Karlovac og Karlobag eftir að Króatía lýsti yfir sjálf- stæði. „Króatar munu sjá til Serbíu úr dómkirkjuturninum í Zagreb," lét einn hafa eftir sér. Herferðir hafa aukist í kringum Karlovac á undanförnum dögum og einnig í nágrenni við iðnaðarborgina Sisak, sem er nyrst í Banija og tæpa 60 km sunnan við Zagreb. Serbar halda áfram þegar vel gengur Herferðir boða ekkert gott. Skelfíngin skein úr svip eldri bóndakonu í þorpinu Komarevo fyrir sunnan Sisak fyrir nokkru þegar hún hljóp við fót til að segja bændunum að hún hefði séð til hermannajeppa á ferð úti á akri. „Guð minn góður. Hvað ætlast þeir fyrir?“ sagði hún með grátstaf- inn í kverkunum. Bændurnir voru á fundi í hrörlegu samkomuhúsi og ræddu af hita hvernig þeir ættu að veija Komarevo. Serbar voru í 3-5 km fjarlægð og höfðu skotið 10 sprengjum í átt að kaþólsku kirkjunni 90 mínútum áður. Víga- legur náungi sem var nýsnúinn heim í þorpið eftir að hafa starfað í frönsku útlendingahersveitinni í 7 ár var vondaufur um árangur nema aðstoð bærist frá Zagreb. „Við sitj- um hér og bíðum,“ sagði hann. Aðstoð hefur síðan borist og það verður hart barist um Komarevo ef Serbar reyna að taka það. Olíu- hreinsunarstöð og stálverksmiðja blasa við í Sisak á sléttunni fyrir neðan þorpið. „Sisak verður næst ef Komarevo fellur,“ sagði Miljenko Stuhne, sjálfskipaður upplýsinga- fulltrúi í Sisak. „Sagan sýnir að Serbar halda áfram þegar vel geng- ur.“ • Króatar segja að Serbar beiti alltaf sömu aðferðinni í baráttu sinni. Þeir hvetja fyrst alla Serba til að hafa sig á brott úr þorpum byggðum Serbum og Króötum, hermenn úr sambandsríkjahernum fara síðan á stjá og athuga hvern- ig landið liggur og að lokum sjá sveitir Serba um vopnaátökin. Sambandsríkjaherinn blandar sér af og til í þau og það hefur komið fyrir að hann snúist gegn Serbum með sveitum Króata ef Serbar ganga of langt. Serbar vita því ekki alltaf hvar þeir hafa herinn og eru ekki alsælir með hann. Kró- atar treysta honum engan veginn. Þeir segja hann stjórnlausan ogþað fari eftir duttlungum einstakra liðs- foringja hvað hann tekur sér fyrir hendur hveiju sinni. Króatar segia að Serbar beiti alitaf sömu aðferðinni í bar- áttu sinni. Þeir hvetja tyrst alla Serba tll að hafa sig á brott ór borpum byggöum Serbum og Króötum, hermenn ór sambandsrikiahernum fara síöan á stjá og athuga bvern- ig landið liggur og að lokum sjá sveitir Serba um vopnaá- tökin. Serbar, sem Króatar kalla nú almennt „Chetniks“ eftir harð- skeyttum sveitum Serba sem börð- ust fyrir kongsríkið Júgóslavíu í heimsstyijöldinni síðari, hrekja Króatá á brott úr þorpum með skot- árásum á nóttunni áður en þeir halda innreið sína. Hroðalegar sög- ur eru sagðar af afdrifum þeirra sem þijóskast við og lenda í hönd- um Serba. Myndir af limlestum lík- um hafa verið sýndar í sjónvarpi og fólk trúir að Chetniks skeri tær, eyru og kynfæri af karlmönn- um ef þeir ná þeim lifandi. Kaþólsk- ur prestur, sem flúði þorpið Cuntic í byijun júlí áður en Serþar rændu og eyðilögðu 300 ára kirkju sem hann þjónaði í, ságðist hafa heyrt að vopnaðir Serbar hefðu nauðgað króatískri konu Serba í þorpinu á meðan eiginmaðurinn bar fram kaffi fyrir utan húsið. Foringi hóps- ins sagði piltana unga og kven- mannsþurfi þegar maðurinn mót- mælti og hótaði að skera hann á háls ef hann reyndi að hjálpa konu sinni. Glina skal nástaftur - á 5 dögum eða 5 öldum Kona á sjötugsaldri í Komarevo sagðist vera hræddari nú en í heimsstyijöldinni síðari. „Nágranni minn lenti í höndunum á Serbum þegar hann var á söluferð í bílnum sínum í sumar. Hann var rændur, berháttaður og klæddur í slitna larfa. Hann var barinn svo illa að við þekktum hann varla þegar hann komst til manna. „Lendið bara ekki lifandi í höndunum á þeim,“ hvísl- aði hann.“ Hryllingssögur af berserksgangi Serba útskýra ótta konunnar sem sá til hermannajeppans. Varnar- sveitir Króata hafa hvorki verið nógu vel vopnum búnar né skipu- lagðar til að takast á við sveitir Serba sem hafa sambandsríkjaher- inn að bakhjarli. Mest allur vopna- forði Króatíu var gerður upptækur þegar stefndi í aukið sjálfstæði sambandsríkisins eftir lýðræðislegu kosningarnar f fyrravor. Serbar, sem eru í meirihluta í hernum og voru í meirihluta í lögregluliði Króatíu, sáu vopnaáatök fyrir og gerðu sér leikinn léttari með að afvopna óvininn. Króatar reyna nú að verða sér úti um vopn hvar sem er og vopnaframleiðsla í ríkinu hefur aukist. Sagt er að vopn be- rist meðal annars frá Vestur-Evr- ópu. „Það er auðveldara að fájiau eftir að gæslan við landamæri Ital- íu og Austurríkis er alveg í höndum Slóvena," sagði Stuhne. Bærinn Glina, um 20 km sunnan við Sisak, er meðal staða sem hart var barist um í sumar. Hann er nú í höndum Serba en Ivan Bobetko, yfírforingi króatísku sveitanna í Banija, sagðist ætla að taka bæinn aftur „hvort sem það tekur 5 daga, 5 vikur, 5 mánuði, 5 ár eða 5 aldir.“ Glina er 8.500 manna bær. Um 80% íbúanna eru Serbar og 20% Króatar. Langflestir Króatanna eru farnir en Serbar eru að hefja eðli- legt líf á nýjan leik. Það er kaþólsk kirkja og rétttrúnaðarkirkja í bæn- um. Hin síðamefnda var byggð 1963. Gamla kirkjan var brennd eftir að Ustasha, grimmar sveitir Króata í heimsstyijöldinni síðari, slátruðu yfir 1.000 Serbum á hinn hroðalegasta hátt í henni árið 1941. Króatía var þá leppríki Þjóðveija. Stefna króatískra stjórnvalda var að þröngva þriðjungi Serba í Kró- atíu til að taka kaþólska trú, en þeir eru rétttrúnaðarmenn, hrekja þriðjung þeirra á brott og drepa þriðjung þeirra. Ustasha gekk skörulega til verks og þrælkunar- búðir þeirra í Jasenovac þóttu með þeim svakalegri í stríðinu — og er þá mikið sagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.