Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 33
ieer aaaMaTqaa a auÐAQUMViua QiQAaaviuoflOM ££ MOKGUNBKAÐIU SUNNUDAGUR 1.' SEPrEMBEH 1991---------------------------------------------- sem áttu að hafa fallið af steinboga niður í fossinn og drukknað og stein- boginn þá brotinn. Ahugamenn um brúarmálið voru ekki af baki dottnir, þótt á móti blési í upphafi. Héldu þeir málinu vakandi og öfluðu því fyigis svo sem verða mátti. Auðvitað óx mönnum kostnað- urinn í augum en vaxandi þörf fyrir betri samgöngur yfir Hvítá fyrir bændur og búalið í Hálsasveit og Reykholtsdal til að nýta upprekstrar- land þeirra á Arnarvatnsheiði knúði á um aðgerðir. Árið 1885 höfðu þeir brauðaskipti séra Þórhallur Bjarnason síðar bisk- up, sem verið hafði í eitt ár prestur í Reykholti og fór hann til Akur- eyrar, en séra Guðmundur Helgason, sem þá var prestur á Akureyri, kom í Reykholt. Enginn vafl var á því að séra Þórhallur hafði áunnið sér mik- ið álit það eina ár sem hann þjónaði Reykholti og var hans saknað. Um séra Guðmund Helgason „voru flest- ir hér ófróðir á þeim árum“ skrifar Kristleifur. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til séra Guðmundur hafði verið skipaður prófastur í Borgarfjarðar- prófastsdæmi og hann gerðist foryst- umaður í sveitarstjórnar- og sýslu- málefnum. Eitt þeirra málefna sem séra Guðmundur lét til sín taka var brúarmálið. Hann hreifst af hug- mynd Þorsteins á Húsafelli og sjálf- sagt í samstarfi við þá Vilmundar- staðabræður og föður þeirra, Magn- ús Jónsson, blés hann nýju lífi í málið. Ijúní 1890 var á hreppsfundi í Reykholtsdal rætt um brúar- málið og borin upp tillaga, „að brú skuli gjöra á Hvítá hjá Barnafossi". Var tillagan samþykkt með 17 atkvæðum gegn 1. Varþessu næst samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til þess að hafa for- göngu um viðræður við nágranna- sveitarfélögin og hefja undirbúning að framkvæmdum. I nefndina voru kjömir Einar Magnússon, Steindórs- stöðum, séra Guðmundur Helgason, Reykholti, og Þórður Sigurðsson, Hæli í Flókadal. í hreppsbókum Hálsasveitar frá þessum tíma er ekki að finna hveijir voru kosnir í nefnd- ina frá Hálsasveit, en líklegast er, að þeir Þorsteinn Magnússon, Húsa- felli, Þorsteinn Árnason, Hoffstöðum og Jón Magnússon, Stóra-Ási, hafi verið í nefndinni. í hreppsbókum Hálsahrepps frá júní 1893 segir hins vegar að hreppsnefndin hafi tekið við reikningsuppgjöri frá nefnd þeirri er Reykdælir og Hálsasveitungar höfðu kosið til að annast brúargjörð- ina á Hvítá hjá Barnafossi. Þegar hrepparnir höfðu kosið framkvæmdanefnd leitaði séra Guð- mundur Helgason norður í land að Hraunum í Fljótum til Einars B. Guðmundssonar, sem þar bjó en hann var þá orðinn þekktur fyrir brúarsmíðar m.a. yfir árgljúfur þar nyrðra. Einar, sem fengið hafði í bréfi frá séra Guðmundi glöggar og góðar lýsingar á öllum aðstæðum við Barnafoss, leit svo á að verkið væri framkvæmanlegt. Bauð hann fram aðstoð sína með kostnaðaráætlun og smíði, þegar undirbúningi væri lokið. Þegar þetta góða boð Einars og Hraunum var fyrir hendi var hafínn undirbúningur að verkinu og efni fengið og því komið á staðinn við Barnafoss síðia vetrar og vorið 1891. Hvernig efninu var komið á stað- inn eru ekki til frásagnir. En ætla, má, að með timbrið í brúna hafi að einhverju leyti verið farið upp eftir Hvítá og síðan hafí það verið dregið af hestum á freðinni jörðinni fram að Barnafossi. Einar á Hraunum kom á slætti suður í Reykholt, til séra Guðmund- ar. Hann lét honum í té góða liðs- menn, ágæta smiði, þeirra á meðal Þorstein Ámason á Hofsstöðum og son hans, Árna, síðar bónda á Brenn- istöðum í Flókadal, en á Brennistöð- um eru enn varðveitt ýmis tæki, sem notuð voru við búarsmíðina. Fleiri hafa brúarsmiðirnir sjálfsagt verið þótt Kristleifur nefni þá feðga sérs- taklega. Brúin sem Einar smíðaði yfir Hvítá hjá Bamafossi var svokölluð „sperrubrú". Guðmundur Davíðsson á Hraunum segir í grein um Einar í Skagfirðingabók 1980, að hann muni hafa verið fyrstur manna hér á landi sem smíðaði brýr með því lagi. Eftir hans brúarlagi vom síðan | smíðaðar margar brýr víðsvegar um 4 Séra Guðmundur Helgason pró- fastur í Reykholti. Þorsteinn Magnússon bóndi á Húsafelli. Einar B. Guðmundsson bóndi og íilþm., Hraunum í Fljótum. Barnafossbrú byggð 1954. Viðgerð 1987. landið. Það liggur ljóst fyrir að hér var mikið afrek unnið við mjög erfiðar aðstæður. Verkið mun hafa gengið fljótt og vel og slysalaust með öllu, — en slys höfðu menn óttast. Þegar smíði Bamafossbrúar var lokið var þeim sem að verkinu stóðu og forystu höfðu haft færðar miklar þakkir. Meðal þeirra, sem vitað er að heimsóttu Einar á Hraunum á meðan verkið stóð yfir, aðrir en heim- amenn, var sonur hans, Páll Einars- son, síðar borgarstjóri og hæstarétt- ardómari, sem hafði þá lokið námi í Danmörku. Fyrstu frásögnina af 'ferðamönn- um, sem fóru yfir Barnafossbrú, er að finna í einu af bréfum William G. Collingwood, bresks háskólakenn- ara sem ferðast um ísland 1897. Fór hann þá einmitt yfir Barnafossbrú og tók mynd af brúnni. í bréfí til dóttur sjnnar sem birtist í bókinni, Fegurð íslands og fomir sögustaðir, sem út kom 1988, segir Collingwood um ferð sína frá Gilsbakka í Reyk- holt: „Daginn eftir fylgdi klerkur (séra Magnús Andrésson á Gilsbakka) okkur um hraunið og yfir brú eina sem fólkið er mjög hreykið af sökum þess hversu brýr em sjaldgæfar á Islandi. Hestarnir okkar voru afar hræddir við brýrnar og mjög slakir á lögðum vegum. Við fórum því mjög varlega yfir og komum því næst að undurfögrum fossum sem kallaðir eru Barnafoss. Þar var áður fyrr klettabrú eins og í Dungongilinu heima.“ Barnafossbrú reyndist hin mesta samgöngubót, sér í lagi fyrir upp- sveitir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Hálsasveit, Reykholtsdal og Hvítár- síðu og var mikið notuð. Timburbrú við slíkar aðstæður og staðsetningu hlaut hins vegar að láta á sjá þegar tímar liðu. Um 1940 var ljóst orðið að brúin þurfti mikilla endurbóta við og vom uppi hugmyndir um nýja brú sem yrði stærra mannvirki, jafnvel öku- fært. Niðurstaðan var þó sú að end- urbæta gömlu brúna og var það gert 1944 undir forystu Sigurðar Björns- sonar brúarsmiðs en með honum starfaði m.a. ungur maður, Jónas Gíslason, síðar yfirbrúarsmiður Vegagerðar ríkisins. Þær endurbætur sem gerðar vom entust í áratug. Þá var tekin ákvörð- un um byggingu nýrrar Barnafoss- brúar og lagt af stað með hugmynd um ökufæra brú. Árið 1954 var ráð- ist í byggingu brúarinnar. Árni Páls- son, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, teiknaði og hannaði brúna, en Árni var sonarsonur Einars B. Guðmundssonar á Hraunum. Yfír- bmarsmiðurinn var nú heimamaður- inn Kristleifur Jóhannesson brúar- smiður frá Sturlu-Reykjum, nafni og dóttursonur Kristleifs á Stóra- - Kroppi. Hugmyndinni um að brúin yrði ökufær var vikið til hliðar og voru ýmis atvik þess valdandi. Byggð var ný brú, stálbitabrú, svipuð að stærð og til sömu nota og á sama stað og gamla bmin. Tvímælalaust hefur hér verið viturlega ráðið. Bílfær brú var síðan byggð á Hvítá milli Stóra-Áss og Bjarnastaða 1971. Auðvitað hlaut tímans tönn að segja til sín hvað snerti timburverkið í hinni nýju brú. Þótt stálið entist betur en timburbitarnir var svo kom- ið 1987 að nauðsynlegt var að end- urnýja allt timburverkið í brúnni. Beiðni, sem borin var fram af heima- mönnum, var vel tekið af vegamál- stjórninni. Enn var Einar á Hraunum nálæg- ur því sonarsonarsonur hans, Baldvin Einarsson verkfræðingur, vann nú að verkfræðilegum undirbúningi endurnýnunar Barnafossbníar. Sá sem vann að viðgerð eldri Bamafoss- bníar 1944, nú yfirbrúarsmiður Vegagerðar ríkisins, Jón Gíslason, stjórnaði síðan verkinu. Komu hann og hans menn brúnni í það mjög svo góða horf, sem hún er nú í 100 árum eftir að — Barnafossbrú — var fyrst byggð á Hvítá í Borgarfirði. I dag minnast íbúar Hálsasveitar, Reykholtsdals og Hvítársíðu þess að 100 ár eru liðin frá byggingu fyrstu Bamafossbrúarinnar. Verður sam- koma við brúna með sérstakri dag- skrá, þar sem m.a. samgönguráð- herra mun verða viðstaddur og mun flytja ávarp. V , STÍFT FITUBRENNSLU-NÁMSKEIÐ SEM SKILAR ÁRA HEF5T 5. SEPTEMBER • Fitumæling og vigtun. • Matarlistar og ráðgjöf. • Fyrirlestrar um megrun og mataræði. • Þjálfun og hreyfing 5 sinnum í viku. • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins með skráðum árangri. Sú sem missir flest kíló fær frítt mánaðarkort hjá Jónínu og Ágústu. Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkamsþyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði. Við hjálpum þér að brenna fitu og kennum hvernig á að halda henni frá fyrir fullt og allt. Okkar metnaður er þinn árangur. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX SIMI 68 98 68 TAKMARKAÐUR FJOLDI KEMST AÐ Skeifan 7. 108 Reykjavik, S 689868 GOTTFÓLVSlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.