Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 43
18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Um daginn og veginn. KVOLDUTVARP KL. 20.00 - 01.00 20.00 Sumartónleikar i Skálholti 1991. Rósakrans- sónötur eftir Heinrich Iganz Franz von Biber. Ann Wallström leikur á fiðlu, Dean Ferrell á bassa, Helga Ingólfsdóttir á sembal og Hilmar örn Agn- arsson á orgel. 21.00 Sumarvaka. a. Fyrsta Borðeyrarverslun. Frá- söguþáttur eftir Jónadab Guðmundsson á Efra- Núpi. (Frásögnin birtist fyrst í alþýðutímaritinu Vanadísi árið 1915.) b. Fréttabréf úr Ámeshreppi 1901 (Frásögnin birtist fyrst í ísafold 1901.) c. Þjóðsögur iþjóðbraut Þáttur af Kolbeini og kölska á Þúfubergi. Umsjón: Jón R. Hjálmarsson. Um- sjón: Pétur Bjamason.fFrá ísafiröi.) 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. (Endurtekinn þátturfrá kl. 18.18.) 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Sumarsagan: „Drekar og smáfuglar". eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson les. (5) 23.10 Stundarkorn i dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudags- kvöld kl. 00.10.) 24.00 Fréttir. 0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur úr Árdegisút- varpi.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eirikur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 9 - fjögur. Úrvals dægurtónlist i allan dag. Umsjón: Eva Ásrún Albertsdóttir, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9 - fjögur. Úrvals dægurtónlist, i vinnu, heima og á ferð. Umsjón: Margrét Blöndal, Magnús R. Einarsson og Eva Ásrún Albertsdótt- ir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins, Bergljót Baldurs- dóttir, Katrín Baldursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálms- son, og fréttaritarar heima og eriendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá-heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin — Þjóðfundur I beinni útsend- ingu. þjóðin hlustar á sjálfa sig Sigurður G. Tóm- asson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann. sem er 91 - 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Rokk og rúll. Umsjón: Lisa Páls. 21.00 Gullskifan: „Gold mother* með James. - Kvöldtónar. 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 í háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00. 16.00. 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Samlesn- ar auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11700, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 19.30, og 22.30. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. - Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 í dagsins önn — Innflytjendur á Italíu. Um- sjón: Halldóra Friðjónsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Morgunútvarp. Umsjón ÓlafurTr. Þórðarson. Kl. 7.30 Morgunorð. Séra Cecil Haraldsson. 9.00 Fram að hádegi. Umsjón Þuriður Sigurðar- dóttir. Kl. 9.20 Heiðar, heilsan og hamingjan. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.15 Hver er þetta? Verðlaunagetraun. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 í hádeginu. Létt lög. Óskalagasíminn er 626060. 13.00 Á sumarnótum. Umsjón Ásgeir Tómasson. 16.00 Á heimleið með Erlu Friðgeirsdóttur. 18.00 Á heimamiðum. islensk dægurlög að ósk hlustenda. Óskalagasiminn er 626060. 19.30 Kvöldmatartónlist. 20.00 Rokkað og rólað með Bjarna Ara. 22.00 Blár mánudagur. Blúsþáttur Aðalstöðvasr- innar I umsjón Péturs Tyrfingssonar. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson ALFA FM 102,9 7.00 Morgunþáttur. Erlingur Nielsson vekur hlust- _ endur með tónlist, fréttum og veðurfregnum. 9.00 Jódis Konráðsdóttir 13.00 Kristbjörg Jónsdóttir og Ólafur Jón Asgeirs- son sjá um tónlistina. Veðurfréttir ásamt fleiri upplýsingum. 24.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunþáttur. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra næringarráðgjafi. Fréftir á heila og hálfa timanum. 9.00 Bjarni Dagur Jónsson. Veðurfregnir kl. 10. Iþróttafréttir kl. 11. Valtýr Björn Valtýsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Haraldur Gislason á vaktinni. Iþróttafréttir kl. 14 og fréttir kl. 15. 15.00 Snorri Sturluson. Kl. 16 Veðurtréttir. 17.00 Reykjavík síðdegis. HallgrímurThorsteinsson og Sigurður Valgeirsson. Fréttir kl. 17.17. ti r/p morgunblaðið UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 19.30 Fréttir. 20.00 Ólöf Marín. 00.00 Heimir Jónasson. EFFEMM FM 95,7 7.00 A-Ö. Steingrímur Ólafsson I morgunsárið. Kl. 7.10 Almanak og spakmæli dagsins. Kl. 7.15 Islenskt tónlistarsumar. Kl. 7.20 Veður, flug og færð. Kl. 7.30 Slegið' á þráðinn. Kl. 7.45 Dagbók- in. Kl. 8.00 Fréttir. Kl. 8.15 Blöðin koma í heim- sókn. Kl. 8.30 Viðtal dagsins. Kl. 8.45 Slegið á þráðinn 9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt. Kl. 10 Frétt- ir. kl. 11.00 Fréttir frá fréttastofu. kl. 11.35 Há- degisverðarpotturinn. 12.00 Hádegisfréttir. Kl. 12.10 ívar Guðmundsson. kl. 12.30 Fyrsta staðreynd dagsins. Kl. 13.30 Staðreynd úr heimi stórstjarnanna. Kl. 14.00 Fréttir. Kl. 14.05 Tónlistin heldur áfram. Kl. 14.30 Þriðja og siðasta staðreynd dagsins kl. 14.40 43 Ivar á lokasprettinum. Siminn fyrir óskalög er 670-957. kl. 15.00 íþróttafréttir. KL 15.05 Jóhann Jóhanns- son . kl. 15.30 Óskalágalinan öllum opin. Simi 670-957. Kl. 16.00 Fréttir. Kl.17.00 Fréttayfirlit. Kl. 17.30 Þægileg siðdegistónlist. Kl. 18.00 Kvöldfréttir. Kl. 18.10 Gullsafnið. Tónlist frá árun- um 1955-1975. 19.00 Darri Ólafsson. 21.15 Pepsí-kippa kvöldsins. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. 01.00 Darri Ólason á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Axel Axelsson. Óskalög og afmælis- kveðjur I sima 27711. 17.00 ísland i dag. (Frá Bylgjunni). Kl. 17.17 Frétt- ir frá fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 18.30 Tónlist. Sjónvarpið: Simpson fjölskyklan kveður Það hryggir sjálfsagt marga, en Homer Simpson og fjöl- 20 — k.ve3)a * kvöld íslenska sjónvarpsáhorfendur. Sann- ” kallað Simpson-æði greip um sig í Bandaríkjunum fljótlega eftir að sýningar hófust á þessum þáttum og við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af því. Simpson-tyggjó, Simpson-bolir, Simpson- plaköt o. fl. - markaðsöflin voru fljót að taka við sér. Það sem er ef til vill livað merkilegast við vinsældir þáttanna er aldurshópurinn sem á horfir. Yngstu börnin njóta þess að horfa á litríkar teiknimyndafíg- úrurnar en þeir fullorðnu kafa dýprá í söguþráðinn og skemmta sér yfir hinni háðsku ádeilu sem kemur fram í þáttunum. Aðdáendur Simpsonfjölskyldunnar geta þó huggað sig við það að ijölskyldan er aðeins í fríi - þau eiga eftir að birtast á skjánum aftur. HIYRÐU! VIÐ DONSUM UM ALLAN BÆ BORN, UNGLINGAÍi, EINSTAKLINGAR, HJON JSfÝTT • Hip hop - funk - jazz • Barnadansar og leikir • Samkvæmis- og gömludansarnir • Salsa • Argentínskur tangó • Rokk - tjútt - bugý - jive • Leikfimi og eróbikk fyrir alla!!! Gestakennarar skólans: í fyrir unglinga ^ CARIDO R FUNK i EROBIKK i Vernon Kemp og Thomns Lopez Kennslusto&ir: Kópavogur: Smiðjuvegur l, studíó l og 2, dans og líkamsrækt, Ijósbaðstofa. Álftanes: Iþróttahús Seltjarnarnes: Sjólfstæðissalurinn Reykjavík: Tónabær ÝwA. INNRITUN ER HAFIN í SÍMUM 642535 OG 46635 KENNSLA HEFST MÁNUDAGINN 9. SEPTEMBER Fjölskylduaf sláttur! Með dansandi kvedju, 1 F V/SA* LKgtiafiiiia Dagný Björk danskennari Meðlimur í DSÍ., DÍ., ICBD. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Sagnaþulir án hlutverks Somerset Maugham kynnti sig gjarnan sem sagnaþul (a story teller). Hefur eflaust átt við að hann væri engan boðskap að flytja, heimspekilegan eða fagur- fræðilegan. Samkvæmt Maugham eru til tvenns konar sagnahöfund- ar, þeir sem segja sögu til þess að skrifa skáldsögu og hins vegar þeir sem skrifa skáldsögu til þess að segja sögu. Við getum sagt annars vegar aðferð Flauberts, hins vegar t.d. Maupassants.. Nú fer íslensk bókavertíð í hönd. Hvaða feng ætli hún færi lesendum? Þótt eitthvað sé til í fullyrðingu Washington Ir- vings um að lýðræði í bók- menntum sé eitthvert það deilusæknasta og klíkugjarn- asta í veröld- inni, þá er kannski óhætt að velta upp al- mennum hug- leiðingum um íslenska bó- kaútgáfu, áður en hægt er að bendla ummæl- in við einhvetjar ákveðnar bækur. Ekki síst þar sem tvö ár eru síðan maður var sjálfur í slagnum. Það var á árinu 1989 að Félag bókaútgefenda efndi með pomp og prakt til íslenskra bókmennta- verðiauna um útgáfubækurnar á því ári. Þegar það svo var endur- tekið á síðastliðnu ári var búið að skipta verðlaununum í tvennt, annars vegar skáldsögur og hins vegar handbækur, frásagnir, fræðirit. Enda höfðu einhveijir að sjálfsögu verið óánægðir, eðli málsins og samkeppninnar sam- kvæmt. Þá fór í verra. Hvernig á að flokka góða bók? Niðurstaðan sýnir að íslenskir bókaútgefendur stefna t.d. í þveröfuga átt við strauma í bókmenntum og sagn- fræðiritun í Evrópu. Annars vegar hefur sögulega skáldsagan, sem leggur út af sönnum atburðum eða persónum sem raunverulega voru uppi, sótt á. A hinn bóginn hefur verið viður- kennd nýja sagnfræðin svonefnd í Evrópu, sem ekki er aðeins stað- reyndatal með nákvæmum tilvitn- unum heldur dregin upp lýsing á atburðum, persónum og umhverfi þeirra í tíma og rúmi. Slíkir straumar hafa borist hingað líka - dálítið dræmt. Annað hvort væri. Við eigum einmitt slíka sagnahefð. Okkar íslendingasög- ur lýsa fólki og atburðum og löng- um verið hart deilt um hvort þær séu skáldskapur eða fræðilegar frásagnir af atburðum. Nú orðið virðist hafa orðið sæmileg sátt um að það skipti ekki öllu máli. Gæði frásagnarinnar sé það eina sem blívur. Er það þá ekki dulítið kúnstugt þegar bókaútgefendur ákveða að fræðibækur, þar með sagnfræðilegar bækur, skuli al- farið vera greindar frá og settar í flokk með handbókum og upp- flettibókum? Hvar ætla menn að draga mörkin? Hvar hefði Thor Vil- hjálmsson lent í flokki með Nátt- víg sitt 1989, sem byggt er í kring um nýlegt rán á öidruðum hjónum hér í nágrenninu? Eða Einar Kára- son með Eyjasögurnar sínar, sem er sköpuð heimildarsaga um íslen- skan veruleika. Og hvar hefði sagnfræðingurinn Þórunn Valdi- marsdóttir lent með Snorra á Húsafelli, þar sem hún reynir að draga upp mynd af umhverfi hans og lífi í stíl við nýju sagnfræðina? Ef Norðurlandaverðlaunin væru svona hólfuð, þá hefði Thorkill Hansen til dæmis ekki komið þar til greina 1971 fyrir sitt stórkostlega bókmenntaverk um þrælatíma Dana. Enginn dregur í efa að það eigi heima í hópi með skáldskap, þótt sagn- fræði sé. Eða Norðurlandaverð- launahafínn Thor Vilhjálms'son með Grámosinn glóir, sem byggð er á sögu af Einari Benedikts- syni. Hvað með Nóbelsverðlaunin? Ætli Halldór Laxess hefði ekki 1955 lent utan þess ramma t.d. með Ljósvíkinginn, sem byggður er á dagbókum Magnúsar Hjalta- sonar, sem allt eins getur talist umsköpuð sagnfræðileg persóna? Og hvað um allar frægu skáldsög- urnar, sem eiga rætur í eigin uppvexti, eins og bækur Péturs Gunnarssonar hér og í útlöndum Fjötrar Somersets Maughams, svo eitthvað sé nefnt? Eru þær horn- rekur í flokki fagurbókmennta? Eins og nærri má geta kom þetta klúður vel í ljós í fyrstu til- raun. Bókaútgefendur sem senda inn bókatitla til samkeppninnar, völdu í handbóka- og frásagna- flokkinn í fyrra mest handbækur og fallegar myndabækur, engar sagnfræðilegar bækur. Tóku sjálfir aðeins til 12 bækur sem dómnefndinni var ætlað að velja úr sjö. Úr hreinu spunaskáldsög- unum, sem voru eitthvað fleiri, átti að velja 8. Þar voru heldur ekki sagnfræðilegar skáldsögur eða söguleg sagnfræði af gerð Islendingasagna, nýju sagnfræð- innat' í Evrópu eða sögulegu skáldsögunnar, sem eru þarmeð landlausar. Ekki beint í takt við okkar tíma. Raunar ekki heldur okkar forna blómatíma í bók- menntum. Ef viðhorf bókaútgef- enda til slíkra bóka er á þennan* veg, gefa þeir vísast ekki slíkt út. Hvar er„bókaþjóðin“ þá stödd í straumi heimsbókmenntanna? Líklega mun hlutverk sögu- skáldsagnanna þá verða eins og ljóðabókarinnar hans Káins, sem hann var að reyna að koma á framfæri, að hún borgar ekki prentsvertuná: Þeir sem kaupa þetta kver, þeir geta heimsku kennt um. Aldrei hefur varið ver verið fimmtán sentum. 4 Maður fékk sér Kviðlings kver, kom ég þar ei nærri. Bar það saman við bækur hér, Biblían var stærri. Greppum fínum gleiðum hjá geng með hala sperrtan. Kviðling mínum enn er á ekki borguð svertan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.