Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 28
 SKOPII Næstu stríð um vatnið JÖRÐIN er eina plánetan sem hefur nýtilegt vatn. Og það er ein- mitt vatnið sem gerir líf mögulegt. Tveir þriðju hlutar likama hvers manns eru vatn. Hingað til höfum við tekið vatn sem sjálf- sagðan hlut, en nú með auknum mannfjölda og stóraukinni vatn- snotkun á hvern mann dugir það vart Iengur fyrir alla. Fyrirsjáan- lega verða stríð framtíðarinnar í heiminum um vatnið. Einkum fara átökin vaxandi þar sem það er af skornum skammti. Vatnslít- il eyðimerkursvæði eru einmitt staðirnir þar sem við sjáum orðið árvisst hungursneyðir, svosem í Afríkulöndunum sunnan Sahara. Hvergi blasa komandi átök um vatnið þó betur við en á óróasvæðun- um í Mið-Austurlöndum. ísrael getur illa sleppt Gólanhæðum því að þaðan fær landið sitt vatn. Og það er nú þegar svo fulinýtt í áveitur og ræktun um allt landið að vatnslónið mikla Genesaret- vatn hefur þegar lækkað um þrjá metra. í rauninni kemur allt vatn sem þjóðirnar á þessu svæði nota norðan að. Stórfljótin Tigr- is og Efrat koma frá Tyrklandi og það síðarnefnda rennur í gegn um Sýrland áður en það heldur áfram inn í írak. írakar telja að Sýrlendingar séu að ræna dýrmætu vatni frá sér með Efratstífl- unni. Vatnsbyrgðir Miðausturlanda eiga sér engin landamæri. Tyrk- land, Irak og Sýrland verða að deila með sér vatninu úr Efrat- fljóti. Sýrland, Jórdanía og ísrael leggja sitt traust á árnar Jórdan og Yarmuk úr fjöllunum í Líbanon og Gólan. Vatnið í Níl rennur gegn um mörg og/ilík lönd inni í Afríku áður en það nær til Egypta. A svæðinu verða ísrael, Vesturbakkinn, Jórdania, Túnis og Yemen nú þegar að finna leið til að takmarka vatnsnotkun sína. eftir Elínu Pólmadóttur I ikilvægi vatnsins og afleiðingar vatnss- korts blasa við manni, þegar ferð- ast er um þessar slóðir. Upp frá botni Miðjarðarhafsins eru fjallgarðar sem vinda úr rakann frá sjónum og handan þeirra taka við þurrlendi og eyðimerkur með stöku vinjum. Mætti að vísu segja að nú þegar Sýrlendingar eru að komast að hafinu með töku Líbanons þá skipti rakinn þá ekki jafn miklu máli. En Sýrlendingar gætu lfka sveigt árnar úr fjöllunum þar fyrir norðan í austur og þá ratar það hvort eð er ekki niður til ísrael. Það er ekki nýtt að þessar þjóðir geri sér grein fyrir því að vatnið er það sem skiptir sköpum. Innflutningur gyðinga hófst um 1882 og um 1914 höfðu 70 þúsund gyðingar sest að á svæðinu, sem þá hafði um 400 þúsund múhameðstrúarmenn og kristna íbúa. Við friðarsamningana í París 1919 setti Zionistahreyfing- in fram sínar hugmyndir um heima- land fyrir gyðinga, sem tók mið af vatninu, þó ekki fengju þeir allar óskir uppfylltar. En þær voru:„Öll Palestína, suður Líbanon, upptök árinnar Jordan í Hermonfjalli og suðurhluti Litaniárinnar, Golan- hæðir í Sýrlandi, Yarmukáin, Al- Harieh hverasvæðið, allur dalurinn meðfram ánni Jórdan, Dauðahafið og landið niður að Aqabaflóa.“ Spá- dómar um að vatnsskortur mundi leiða til styijalda hafa lengi skotið upp kollinum, án þess að mikið hafi verið gert í málinu. Anwar heitinn Sadat Egyptalandsforseti sagði 1979 að það eina sem gæti þaðan af leitt Egypta út í styijöld væri vatnið. Núna hefur vatnið stóru hlutverki að gegna í hemámi Vesturbakkans. Margir neðanjarð- arbrunnar sem ísraelar treysta á til vatnsöflunar eru á hertekna svæðinu, sem gæti orðið hjarta Palestínu í framtíðinni. ísrael, Vest- urbakkinn og Jórdanía standa ásamt Túnis og Yemen þegar and- spænis þvílíkri vatnsþröng að þess- ar þjóðir eru nú neyddar út í átak, fjárfestingar, hömlur og stýringu á vatninu til þess eins að halda í við sívaxandi fólksfjölgun. Lækkar í Genesaretvatni ísraelar hafa komið sér upp áveitum um allt landið til ræktun- ar. Þegar ekið er um landið sér maður þessa giænu lundi og ávaxtaekrur samyrkjubúanna, sem standa upp úr svörtum sandinum með gróðurvana arabaþorpum. Þegar á árinu 1937 hófu Israelar vatnsáætlun sína til að leiða vatn um þetta þurra land. Árið 1964 var þar komið vatnslagnanet sem náði suður að Negeveyðimörkirini. Til suðurs, norðurs og austurs var net dælustöðva, skurða, undirganga, stýfla og lóna. Það flutti næringu til ótal búgarða, bæja og iðnaðar- svæða. Stærsta miðlunarlónið er Genesaretvatn, sem er 168 ferkíló- metrar og geymir 4000 milljón kúb- ikmetra af vatni. Þaðan er dælt vatni suður yfir landið. I vatnið bætast í meðalári 520 milljón kúbik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.