Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 21
, ,MOa&WNBiAÐIÐ ,SUNWmGUR >1fíBI/TKMBEJi ,1Ö91 Stjórnarsetur: Frúnze. Flatarmál: 198.500 km2. Fólksfjöldi: 4,37 milljónir. Kirgizar 52,4%, Rússar 21,5%, Úzbekar 12,9%, Úkraínumenn 2,5%, tatarar 1,6%, aðrir9,1%. Kirgizía liggur aðallega í Tienfjöll- um. Aðaiatvinnuvegir eru akur- yrkja, kvikfjárrækt, námugröftur og iðnaður. Kirgízar eru múslímskir hirðingj- ar af túrkman-mongólskum upp- runa sem fluttust til landsins á 16. öld. Þeir komust undir yfirráð Rússa á miðri 19. öld þegar Rússar og Kínveijar sömdu um landamæri. Kirgízar gerðu fyrst misheppnaða uppreisn gegn Rússum 1898, aðra og alvarlegri 1916 þegar um 150.000 manns létu lífið. Fyrstu árin eftir rússnesku byltinguna hafði enginn fullkomin yfírráð yfír Kirgizíu og nokkuð var um skæru- hernað á hendur Rússum. 1924 varð Kirgizía sjálfstætt hérað í Rússneska sambandsríkinu og 1926 var landið lýst sjálfstætt lýðveldi i sovéska ríkjasambandinu. Kirgizía var síðust sovétlýðveld- anna til að lýsa yfir efnahagslegu sjálfstæði. Alvarlegar þjóðernisdeil- ur urðu í landinu í júní í fyrra þeg- ar yfir 300 voru drepnir. Lettland Stjórnarsetur: Ríga. Flatarmál: 64.589 km2 Fólksfjöldi: 2,68 milljónir. Lettar 51,8%, Rússar 33,8%, Hví- trússar4,5%, Pólverjar2,3%, Úkraínumenn 3,4%, aðrir4,2%. Lettland er láglent og votlent, skógur þekur um 40%. Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður og iðnaður, aðallega véla- og málmiðn- aður. Fyrir 1200 var Lettland byggt baltneskum og finnskum þjóðflokk- um en á 13. öld lögðu þýskar ridd- arareglur landið undir sig og kristn- uðu íbúaná, sem eru nú mótmæl- endatrúar. Árið 1561 var Lettland innlimað í Pólland. Svíar lögðu und- ir sig norð'urhluta landsins 1629 en árið 1721 misstu þeir hann til Rússa sem síðan innlimuðu aðra hluta þess 1772 og 1795. Lettland var lýst sjálfstætt lýð- veldi 1918 og seinna sama ár ráku Lettar hersveitir Þjóðveija og rúss- neskra bolsévíka úr landi. Okyrrð í stjórnmálum og ótti við fasista- hreyfingar leiddi til valdaráns og einræðis Ulmanis forsætisráðherra 1934. Sovétmenn innlimuðu Lett- land 1940 og herleiddu um 35.000 Letta til Rússlands. Lettland var hersetið af Þjóðveijum 1941-44 en Sovétmenn endurheimtu landið í lok seinni heimsstyijaldarinnar. Frá stríðslokum hefur fjöldi Rússa flust til landsins svo Lettar eru tæpur helmingur landsmanna. 1985 fór að bera á kröfum um sjálf- stjórn. Lettar lýstu yfir sjálfstæði 21. ágúst 1991. Litháen Stjórnarsetur: Vilnius. Flatarmál: 65.200 km2. Fólksfjöldi: 3,69 milljónir. Litháar: 80,1%, Rússar: 8,6%, Pólverjar: 7,7%, Hvítrússar: 1,5%, aðrir: 2,1%. Helstu atvinnuvegir í þessu lág- lenda nki eru landbúnaður og iðnaður. Meðal helstu iðnaðarvara eru rafeinda- og rafvélaiðnaður og verkfæraframleiðsla. Stórfurstadæmið Litháen varð til við sameiningu baltneskra þjóð- flokka til að stemma stigu við ágengni hinnar þýsku Riddarareglu sverðsins upp úr miðri 13. öld. Litháar lögðu undir sig stór land- svæði frá Rússlandi á 14. og 15. öld og Vilnius var gerð að höfuð- borg. En 1386 komust Pólland og Litháen undir sömu Stjórn með hjónabandi stórhertogans af Lithá- en og prinsessu Pólveija og runnu að fullu saman 1569. Litháen var aftur á móti innlimað í Rússland í þriðju skiptingu Pól- lands 1795, en lýsti yfir sjálfstæði sem lýðveldi árið 1918. Litháar sættu pólsku ofríki á þriðja og fjórða áratugnum og misstu þá meðal annars höfuðborgina Vilnius. Einræðisríki var stofnað í Lithá- en 1926 undir stjórn A. Smetona, forseta, en Sovétríkin innlimuðu það 1940. í síðari heimsstyijöldinni tóku Þjóðveijar Litháen og útrýmdu flestum gyðingunum þar. Er Sovét- menn endurheimtu landið 1944, sendu þeir 145.000 Litháa í útlegð til afskekktra héraða í Sovétríkjun- um. Litháar eru rómversk-kaþólsk þjóð með sterk bönd við Vestur-Evr- ópuþjóðir og Litháar trúa því að þeir geti lifað af utan ríkjasam- bandsins. Þeir voru fyrstir sovétlýð- velda til að lýsa yfír sjálfstæði, í mars 1990. Moldova Stjórnarsetur: Kíshínjov. Flatarmál: 33.700 km2. Fólksfjöldi: 4,34 milljónir. Moldovar: 63,9%, Úkraínumenn: 14,2%, Rússar: 12,8%, Gagaúzar: 3,5%, Gyðingar: 2,0%, Búlgarar: 2,0%, aðrir: 1,6% Moldova er að mestu fijósöm slétta og helstu atvinnuvegir eru landbúnaður og iðnaður. Stofnað sem sjálfsstjómarríki út úr Rúmeníu árið 1924, en var þröngvað inn 1 sovéska ríkjasam- bandið af Stalín 1940. Sovétríkin neyddu Rúmena til að láta Bess- arabíu af hendi og stofnuðu sovét- lýðveldið Moldovu í stærsta hluta hennar. Rúmenar náðu Bessarabíu aftur á sitt vald í síðari heimsstyij- öldinni er þeir börðust við hlið Þjóð- veija, en misstu hana aftur við stríðslok 1944. Þá voru landamæri Sovétríkjanna og Rúmeníu frá 1940 staðfest í París 1947, auk þess sem staðfest var að Moldova væri með réttu sovétlýðveldi. Trúlega munu sterk bönd mynd- ast á ný við Rúmeníu, en molda- víska er vart greinanleg frá rúm- ensku og sterk menningarleg og söguleg tengsl eru á milli ríkjanna. Rússland Stjórnarsetur: Moskva. Flatarmál: 17.075.400 km. Fólksfjöldi: 147 milijónir. Rússar: 82,6%, Tatarar: 3,6%, Úkraínumenn: 2,7%, aðrir (yfir 100 þjóðarbrot): 11,1%. Stærslu þjóðarbrotin í þessu lang- stærsta lýðveldi Sovétríkjanna búa í 16 sjálfsstjórnarlýðveldum, þau minni á 5 sjálfsstjórnarsvæðum og þau minnstu á 10 þjóðernissvæð- um. Helstu atvinnuvegir eru landbún- aður, námugröftur, orkuframleiðsla og véla-, efna-, timbur- ogvefíðnað- ur. Helstu iðnaðarsvæðin eru í ná- grenni Moskvu og Leníngrad. Evrópuhluti Rússlands, vestan Úralijalla, var að mestu leyti byggður slavneskum og finnskum þjóðum á 9. öld. Borgríkin Kænu- garður og Hólmgarður voru stofnuð af víkingum um 860 og auðguðust þau fljótt af verslun og útflutningi. I lok 9. aldar sameinuðust þau í Garðaríki sem í lok 10. aldar tók upp grísk-kaþólska trú, og náði yfir allt Mið-Rússland, Hvíta-Rúss- land og norðurhluta Úkraínu. Garðaríki liðaðist í sundur í mörg furstadæmi á síðari hluta 12. aldar, en Mongólar lögðu undir sig Rúss- land sunnanvert á 13. öld og stofn- uðu þar ríki og undirokuðu fursta- dæmin sem eftir voru í norðri. Drottnun tatara eins og Mongól- ar voru einnig kallaðir, varð til þess að Rússar einangruðust smátt og smátt frá Evrópu. Rússneska þjóðin er því til orðin í suðupotti finnskra, slavneskra, tyrkneskra og mongól- skra þjóðflokka. Sumir furstanna tóku harðstjórn tatara sér til fyrirmyndar, eins og til dæmis í stórfurstadæminu Moskvu á 14. öld. ívan 3. stór- fursti lýsti sig óháðan töturum 1480, lagði undir sig Novgorod, og sameinaði þar með Rússland aftur í eitt ríki. Ivan 4., kallaður ívan grimmi, tók sér keisaranafn 1547 og lagði undir sig SA-Rússland að Kaspía- hafi. ívan grimmi var einráður og stjórnaði frá virkinu Kreml. Bænda- stéttin var ánauðug, en það leiddi til víðtækra uppreisna á 17. öld, en þær voru allar barðar niður með harðri hendi. f kjölfar landafundanna miklu hnignaði efnahag landsins. Því var mætt með stórfelldum landvinning- um á 16. og 17. öld, þegar Rússar lögðu undn- sig N-Rússland, Síberíu og hluta Úkraínu. Útþenslan kallaði á aukna mið- stýringu, og í tíð Péturs 1. mikla í upphafí 18. aldar komst Rússland í fremstu röð stórvelda í Evrópu og opnaði sér aðgang að Eystra- salti með landvinningum af Svíum. Evrópskra áhrifa tók að gæta í auknum mæli og stjórnsýsla var endurskipulögð að vestur-evrópskri fyrirmynd. Embættismannaaðall tók við af þeim gamla og hirðin tók upp vestræna siðu. Höfuðborgin var færð til Pétursborgar og þunga- miðja ríkisins þar með færð vestar, ög á síðari hluta 18. aldar lögðu Rússar undir sig mikinn hluta Pól- lands og löndin norðan Svartahafs. í Napóleons-stríðunum efldist enn staða Rússlands, þeir náðu meðal annars Finnlandi af Svíum árið 1809. Þrátt fyrir vestræn áhrif hertu valdhafar stöðugt tökin inn- anlands. Viðleitni til landvinninga umhverfis Svartahaf leiddi til Krím- stríðsins við Breta, Frakka og Tyrki 1853-56. Rússar biðu þar lægri hlut og næstu árin var stuðiað að upp- byggingu innanlands. Bændaánauðinni var aflétt 1861 en bændur voru áfram mjög háðir landeigendum og þjóðfélagsþróun var almennt mun skemmra á veg komin í Rússlandi en í Evrópu á þessum tíma. Á síðari hluta 19. aldar hófst iðnvæðing og með henni varð til verkamannastétt í borgum landsins. Þjóðfélagslegur ójöfnuður leiddi fljótlega til vaxandi ólgu í landinu og byltingarhreyfingum óx fiskur um hrygg. Útþenslustefnan hélt áfram á síð- ari hluta 19. aldar, og þá í aust- urátt. Rússar töpuðu í stríði við Japani 1904-5 og álitshnekkir sá er keisarastjórnin beið olli bylting- artilraun 1905. Hún var barin niður en dúman, þing sem engin völd hafði í raun, var stofnuð til að lægja óánægjuöldurnar. Rússar drógust inn ( fyrri heims- styijöldina vegna togstreitu við Austurríki-Ungveijaland um ítök á Balkanskaga. Þeim varð þó um megn að heyja styijöld á þessum mælikvarða til lengdar sökum van- þróunar á ýmsum sviðum og mála- lok urðu þau að í mars 1917 sagði keisarinn af sér og skammlíf bráða- birgðastjórn tók við og reyndi hún að heyja stríðið áfram. í október (nóvember skv. núgild- andi tímatali) árið 1917 tóku bolsé- víkar völdin með byltingu. Víðtækar umbætur voru innleiddar, meðal annars var lögboðinn átta stunda vinnudagur. Finnland fékk þá sjálf- stæði, og haldnar voru fijálsar kosningar. Bolsévíkar, sem verið höfðu aðal- hvatamenn byltingarinnar, fengu hins vegar aðeins um fjórðung at- kvæða í kosningunum. Þeir brugð- ust við með því að leysa þingið upp með hervaldi í janúar 1918. Kommúnistaflokkurinn varð til í mars 1918 upp úr flokki bolsévíka, og á 8. þingi hans árið 1919 voru hinar ýmsu stofnanir flokksins stofnaðar. Borgarastyijöld geisaði áfram fram til 1920, en árið 1922 urðu stjórnskipunarbreytingar, er ríkið var formlega gert að sam- bandi sovétlýðvelda. Tadjíkístan Stjórnarsetur: Dúshanbe. Flatarmál: 143.100 km2 Fólksfjöldi: 5,1 milljónir. Tadjíkar: 58,8%, Úzbekar: 22,9%, Rússar: 10,4%,Tatarar:2,1%, aðrir: 5,8%. Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður, námugröftur og iðnaður. Landið er allt mjög hálent og er hæsti tind- urinn Kommúnistatindur, 7.495 m. Tadjíkar eru af írönsku bergi brotnir en komust á 11. öld undir Tyrki og upp frá því fór tyrkneskra áhrifa að gæta æ meira. Undir lok 19. aldar tóku Afghanir hluta af landinu auk þess sem Bretar og Rússar sömdu um að landræma yrði notuð til aðgreiningar Indlands og Rússlands. Eftir borgarastyijöldina í Rúss- landi var Tadjíkístan innlimað í túr- kístanska lýðveldið, og þegar það gerðist sambandsríki (Túrkmeníst- an) 1925 fylgdi Tadjíkístan með. Formlega var gengið frá ríkjasátt- málanum 1929 og við það tækifæri var hluti Úzbekístan færður undir stjórn Tadjíka. Tadjíska lýðveldið var stofnað sem sjálfsstjórnarríki árið 1924 og var gert að sambandslýðveldi 1929. Múslímar eru fjölmennir í lýðveld- inu og eiga þeir í nokkrum eijum við Armena. Túrkmenístan Stjórnarsetur: Ashkhabad. Flatarmál: 488.100 km2. Fólksfjöldi: 3,62 milljónir. Túrkmenar: 68,4%, Rússar: 12,6%, Úzbekar: 8,5%, Kazakhar: 2,9%, aðrir: 7,6%. Flestir íbúanna búa á grónum land- svæðum, sem ekki er mikið af - aðeins um 2% landsins er í rækt. Kara-Kum eyðimörkin, hin stærsta í Mið-Asíu, nær yfir meira en 80% landsvæðisins. í seinni tíð hafa byggðir farið að skjóta upp kollinum víðs vegar um eyðimörkina þar sem fínna má mikilvæg hráefni til iðnað- arframleiðslu en Túrkmentístan er eitt helsta iðnaðarsvæðið í Sov- étríkjunum. Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður og olíuvinnsla. Túrkmenar komu frá Vestur- Tyrklandi á 11. öld en stofnuðu ekki ríki, heldur voru oftsinnis und- ir yfin-áðum grannríkjanna. Á 19. öld seildust Rússar eftir yfírráðum á landi Túrkmena og eftir margra ára bióðuga baráttu var rússneska Túrkístan myndað árið 1884. ítök Rússa voru ekki ýkja djúp- stæð meðal Túrkmena, því 1916 braust út bylting meðal þeirra þeg- ar Rússar reyndu að kveðja þá til herþjóriustu í fyrri heimsstyijöld- inni. Árið 1919 lýsti nefnd skipuð múslímskum kommúnistum í Túr- kístan því yfír að stefnt skyldi að sameiningu við Sovétríkin. Stalín lýsti því yfir 1923 að hann vildi gjarna stofna fímm lýðveldi innan Túrkístan skipt eftir þjóð- erni. Ekkert varð úr þeim fyrirætl- unum því sovétlýðveldið Túrkmen- ístan var stofnsett árið 1924 og formlega innvígt í ríkjasambandið ári síðar. Talið er að Túrkmenístan eigi enga möguleika á sjálfstæðu lífi utan Sovétríkjanna, enda hafa um- bætur þar verið hægar. Okraína Stjórnarsetur: Kíev. Flatarmál: 603.700 km2. Fólksfjöldi: 51,7 milljónir. Úkraínumenn: 70,6%, Rússar: 20,3%, Hvítrússar: 0,8%, Molda- var: 0,6%, Pólverjar: 0,5%, aðrir: 7,2%. Iðnaður er mikilvæg atvinnugrein, því bæði er þar að fínna kol og ýmisleg verðmæt jarðefni. Mikið er af fijósömum sléttum sem henta afbragðsvel til hveitiræktar. Sænskir víkingar lögðu hluta þess sem nú er Ukraína undir sig á 9. öld og stofnuðu borgríkið c\Ql Kænugarð (Kíev). Undir stjórn St. Vladímírs náði ríki það langt í norð- ur og vestur, uns útþensla þess var að lokum stöðvuð af tatörum í hinni miklu innrás þeirra 1237-41. Einnig þrengdu Pólland og Litháen að Úkraínu eftir sameininguna 1386 og landið minnkaði stöðugt úr þeirri átt. Á síðari hluta 17. aldar komst austurhluti Úkraínu aftur undir yf- irráð Rússa og eftir skiptingu Pól- lands 1772-95 náðu þeir mestu því sem eftir var af Úkraínu, en Aust- urríkismenn fengu Galisíu. Á tímabili síðla 18. aldar sundr- aðist Úkraína á ný en 1793 innlim- aði Rússland hana að nýju og jafn- vel nafn hennar hvarf. Um miðja næstu öld fór að bera á þjóðernis- ólgu í landinu og bar hún þann árangur að í byijun þessarar aldar var úkraínska leyfð að nýju. í júní 1917 var tilkynnt um stofn- un fullvalda úkraínska lýðveldisins og útnefnd ríkisstjórn, en kommún- istar í Rússlandi svöruðu því með því að stofna aðra ríkisstjórn úkr- aínska sovétlýðveldisins í annarri borg. Allt stóð í járnum meðan á fyrri heimsstyijöldinni stóð, en Lenín lagði það til í opnu bréfí „til bænda og verkamanna" 1919 að Rússland og Úkraína byndust tryggðabönd- um í ríkjasambandi. Það varð síðla árs 1920. Árið 1922 var svo gengið frá sambandssáttmála fjögurra lýð- velda, Rússlands, Hvíta-Rússlands, Úkraínu og kákasíska lýðveldisins, sem í voru Armenía, Azerbajdzhan og Georgía. Innlimunin var full- komnuð. En í síðari heimsstyijöld- inni barðist meira en ein milljón Úkraníumanna með Þjóðveijum gegn kommúnistaheijum Stalíns. Ukraína hefur verið sjálfstæður meðlimur hjá Sameinuðu þjóðunum síðan 1945. Ríkið er vel í stakk búið til að lifa sjálfstæðu lífi utan ríkjasam- bandsins þó ekki ríki um það ein- hugur meðal íbúanna. fizbekístan Stjórnarsetur: Tashkent. Flatarmál: 447.400 km2. Fólksfjöldi: 19,9 milljónir. Úzbekar: 68,7%, Rússar: 10,8%, Tatarar: 4,2%, Kazhakar: 4,0%, Tadjíkar: 3,9%, Kara-Kalpakar: 1,9%, aðrir: 6,5%. Landbúnaður, námugröftur og iðn- aður er meðal helstu atvinnu- vega. Landið er allauðugt af olíu, gasi, kolum, járni, kopar og gulli. Nokkuð er um málm- og vélaiðnað. Á síðari áratugum hafa verið unnin meiri umhverfisspjöll í Úzbekístan en í nokkru öðru Sovétlýðveldi og lífskjörum hefur hrakað mjög. Úzbekístan er land á krossgötum menningarstrauma og um það og í hafa verið háðar ófáar styijaldir. í byijun 16. aldar eftir miklar svipt- ingar í hartnær þúsund ár komu Úzbekar til skjalanna og lögðu landið undir sína stjóm en áfram var barist um valdataumana og margir mismunandi hópar fengu að spreyta sig. Pétur mikli sýndi áhuga á land- svæðinu snemma á 18. öld, en ekk- ert varð af áformum um innrás í bráð. Það var svo 1853 að Rússar hófu hernaðarbrölt sitt og á nokkr- um áratugum lutu allir hlutar Túr- kístan, þar á meðal Úzbekístan, rússneskri stjórn. Úzbekístan var stofnsett 1924. Sambandssáttmáli var gerður við Sovétríkin 1925, en Tadjíkístan, sem yar áður hluti af Úzbekístan, varð sjálfstæður aðili fjómm árum síðar. Sjálfsstjórnarsvæðið Kara- Kalpakíja (höfuðborg Nukus) er hluti úzbeska lýðveldisins. Hoimildir; Daily Telegraph. Encyclopædia Britannica, Chicago, London, Toronto, Geneva, Sydney, Tókýó, 1964 Islenska aifræðiordabókin, Reykjavik, 1990. The Europa World Year Book, Lon- don, 1990. The Colombia-Viking Desk Encyc- lopedia, New York, 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.