Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUIUI SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 39 ARGENTINA Farandspilarar leika óskalög- fyrir matargesti Veitingameanirnir í steikhúsinu Argentinu hafa verið með athyglisverða nýjun í fullum gangi á hverju sunnudagskvöldi um all nokkurt skeið. Tveir þrautreyndir hljómlistormemi, Simon Kuran fiðluleikari og Reynir Jóhannsson harmonikkuleikari ganga á milli borða og leika af fingrum fram. Vart liafa þeir lengi spilað kvöld hvert heldur en að gestir steinhússins fara að ýta við þeim og fá þá til að leika óskalög. Þannig berst leikurinn frá einu borði til annars og iðulega lenda þeir nokkrum siimum við sömu borðin. ■ Oskar Finnsson matreiðslumað- ur á Argentínu sagði að uppá- tæki þetta hefði byijað síðasta vet- ur, er fyrirtækið hefði gengist fyrir Argentínskri Viku. Þeir Símon og Reynir voru fengnir til að sjá um tónlistarflutning ásamt öðrum og svo vel tókst til með framlag þeirra, að þeir hafa verið viðloðandi Agent- ínu síðan. Óskar sagði, að Símon léki fyrstu fiðlu í Sinfóníunni og Reynir væri þar að auki þrautrendur músíkant um áratugaskeið. „Það er því varla til það lag sem þeir ekki þekkja og geta leikið af fingrum fram. Vera þessara kappa á hveiju sunnudags- kvöldi hefur leitt til þess að á þeim kvöldum hefur skapast mikil og góð stemming, sérstök stemming, því það er annað fólk sem þá stundar staðinn. Það er gjaman tónlistará- hugafólk og fleiri sem láta sig varða alls kyns menningu. Það er mjög skemmtilegt að geta verið með breytilega stemmingu af þessu tagi því þar með eykst fjölbreytnin í því sem við höfum fram að færa sem veitingastaður. Þetta eru ljómandi skemmtileg kvöld, fólk er sífellt að pikka f strákana og biðja um óska- lög og klappa þeim ríkulega lof í lófa,“ sagði Óskar. íslensku víkingarnir á leið út á lífið... FERÐALOG Bókin var bjargvættur Fyrir skömmu fór hópur islenskra snyrtifræðinga til Parísar á námskeið sem haldið var á vegum franska snyrtivörufyrirtækisins Academie. Hópur frá Noregi var einnig úti í sömu erindagjörðum. Námskeiðið var haldið í þekktum skóla fyrir snyrtifræðinga. Þarna ar sýnikennsla og kynning á notkun þess varnings sem fyrirtækið hefur á boðstólum. F ranska fyrirtækið gerði vel við gesti sína, bauð þeim til dæm- is á þekkt veitingahús í París flest kvöldin og lokakvöld námskeiðsins var settur punktur yfir i-ið á hinum þekkta skemmtistað Parísar, Lídó. Síðasta kvöldið voru íslensku stúlkurnar á eigin vegum og leit- uðu þær þá meðal annars uppi djasskjallara sem Jónas Kristjáns- son greinir frá og mælir með í leið- beingabók sinni um París. Er stúlk-t^ urnar komu að kjallaranum var þar troðfullt af fólki og þeim vísað frá. Drógu þær þá upp umrædda bók, sýndu stúlku við dyravörsluna og rak hún upp óp mikið, hrifsaði bókina til sín og hljóp með hana inn til að sýna eigandanum. Þetta varð til þess að fólkið inni var beðið um að þjappa sér aðeins betur saman, því úti stæðu sex afkomendur norrænna víkinga sem höfðu komið alla leið frá Islandi til þess að komast inn í kjallarann og hlýða á djassinn. Gekk það eftir. Orri Vigfússon. SAMNINGAR Orri Yigfússon ætlar að bjarga málum í Bretlandi Orri Vigfússon hefur haslað sér völl serti mikill samningamaður. Síðustu árin hefur hann leitt svokallaða Kvótakaupanefnd, sem eru alþjóðleg samtök um að kaupa laxveiðikvóta Færeyinga og Grænlendinga. Árangur sá sem Orri hefur náð er slíkur að eftir er tekið. í höfn eru samingar við Færeyinga þannig að þeir moka ekki lengur laxi upp á beitarslóðum laxins. Það er sagt frá Orra og framtaki hans í blöðum og tímaritum um gervalla Evrópu og Bandaríkin og má nefna blöð á borð við New York Times og The Economist, auk fjölmargra fagtímarita um stangaveiði. Orri er nú á förum til Bretlands- eyja þar sem hann hefur ver- ið fenginn til að liðka fyrir sman- ingum á milli hagsmunahópum áreigenda og stangaveiðimanna annars vegar og reknetaveiði- mönnum hins vegar. Morgunblaðið hafði tal af Orra og spurði hann hvernig þetta væri tilkomið. Það var einfaldlega allt komið í strand og ég var beðinn um að ræða við formann samtaka reknet- amannanna. Það gat ekki sakað neitt, það er um að gera í þessu stússi að heyra hliðar allra sem hlut eiga að máli. Ég hringdi því í þennan mann og við ræddum málið frá öllum hliðum. Þegar við höfðum látið gamminn geysa um stund sagði maðurinn að það væru mikil viðbrigði að hitta fyrir og ræða við andstæðing netaveiða sem eyddi ekki öllu sínu púðri og orku í að tala illa um netaveiði- menn og draga lífsviðurværi þeirra niður í svæðið. Hann sagði að í áraraðir hefði umræða um rek- netaveiðina í fagritum um veiði- skap í Bretlandi einkennst af skítkasti og dylgjum. Hann sagði að engum hefði fyrr dottið í hug þá einföldu lausn að bjóða neta- veiðimönnum sanngjarna greiðslu fyrir að hætta sínum löglegu veið- um. Loks spurði hann hvort að ég vildi ekki koma út til skrafs og ráðagerða og þá spurði ég á móti hvort að hann teldi að við gætum komist að einhveiju samkomulagi og þá svaraði stutt og laggott með jái. Svo er annað að í byijun vilja þeir meira en hinir borga minna, en það er örugglega hægt að lempa þessa menn saman,“ sagði Orri Vigfússon. Metsölublað á hverjum degi! STEINAR Hljómplötur — kasettur KARNABÆR Tískufatnaður herra og dömu SONJA Tískufataverslun VINNUFATABUÐIN ÍO ; Opnunartími ; l l i _________ i | Föstudaga \ : ki. 13-19 ; Laugardaga : ki. w-16 : : Aðra daga ! : ki. 13-18 : Fatnaður Tískuvörur Barnafatnaður STRIKIÐ Skór á alla fjölskylduna KJALLARINN/KOKO Alhliða tískufatnaður STUDIO FRÍTT KAFFI — VÍDEÓHORN FYRIR BÖRNIN - DTRÚLEGT VERB Fatnaður AWJikli Allskonar efni Tískufataverslun ARBLIK Coral peysur OG MARGIR FLEIRI Fjöldi fyrirtækja — gífurlegt vöruúrval Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtœkja hefur stórútsölumarkaðurinn svo sannarlega slegið ígegn og stendur undir nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.