Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 BORGARFJORÐUR BARNAFOSSBRU eftir Matthías Á. Mathiesen Aþessu sumri eru liðin 100 ár frá því fyrsta brúin á Hvítá í Borgarfirði — Barnafossbrú — var byggð. Þegar Barnafossbrú var byggð og tekin í notkun var ekki mikið um hátíðarhöld eða frásagnir í blöðum. Önnur og stærri samgöngumann- virki höfðu athygli manna þá. Vikublaðið Pjallkonan getur þó þessa atburðar í eftirfarandi frásögn '11. ágúst 1891: „Brú á Hvítá er fyrir skömmu alsmíðuð hjá Barna- fossi. Yfirsmiður Einar B. Guð- mundsson á Hraunum íFljótum. Hún er 29 álna löng. Áætlaður kostnaður 1500 kr.“ Þá segir sr. Pétur Guð- mundsson frá þessum atbur^i í ann- álum 19. aldar þár sem getið er vega- bóta 1891: „Af vegabótum sem ein- stök sveitarfélög létu gera var mest mannvirki brú á Hvítá í Borgarfírði, hjá Barnafossi, sem íbúar sveitarinn- arþar umhverfís, einkum íReykhóla- hrepp og Hálsasveit, kostuðu að mestu leyti. Brúin er 29 álnir á lengd og 3-4 á breidd og vel geng klyfja- hestum. Einkum er hún þó gerð fyr- ir fjárrekstra, sem miklir eru yfír ána þar um slóðir vor og haust. Brú þessi kostaði um 2000 krónur.“ Vel má vera að einhvers staðar sé að finna í vikublöðum frá þessum tíma frekari frásagnir af þessari brú- arsmíði, en fræðimaðurinn Kristleif- ur Þorsteinsson, bóndi á Stóra- Kroppi, er sá sem varðveitir best söguna af þessum merka atburði í ritverkum sínum „Ur Byggðum Borgarfjarðar". Segir hann frá þess- ari djörfu framkvæmd og þýðingar- miklu samgöngubót, sem þarna var gerð svo og aðdraganda hennar. y Hann forðar frá gleymsku með frá- sögn sinni, afar merkilegum hluta af sögu samgöngumála Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, upphafi brúar- gerðar á Hvítá í Borgarfirði. Er stuðst við frásögn Kristleifs að veru- legu leyti í því sem hér er ritað. Skömmu eftir 1880, þegar bændur í Hálsasveit og Reykholtsdal höfðu eignast verulegan hluta Arnarvatns- heiðar til upprekstrar, kom Þorsteinn bóndi Magnússon á Húsafelli fram með þá hugmynd að Hvítá yrði brú- uð á Bamafossi. Þar rennur Hvítá í djúpu gljúfri þar sem liggja að ánni 100 ARA Barnafossbrúin sem byggð var 1891. Ljósmyndina tók W.G. Coll- ingwood 1897. VESTFROST FRAB/tRU VERÐI VERÐFRÁ: 2?^ Frystikistur í mörgum stœrðum Yfir 25 ára reynsla á íslandi. Niðurfall í botni fyrir afþíðingu Öryggisrofar v/hitabreytinga og barna Sparnaðarstiliing - djúpfrystirofi Ljós í loki Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð ppi Urval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur í sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstrl opnun • Djúpfrystirofi - öryggisrofi • Danfoss kerfi adko • FAXAFEN 12 • S(MI 38000 • ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, K/ELI - OG FRYSTISKÁPAR* '. í ' -a ri: ■ .. lönd Hraunsáss í Hálsasveit að sunn- an, og Gilsbakka í Hvítársíðu að norðan. Með því að fá þar brú var ekki lengur ástæða fyrir menn að tefla lífi sínu í hættu á illfærum vöð- um til þess að komast yfir Hvítá. Auk þess miklu auðveldara fyrir bændur að koma fénaði sínum til afréttar á vorin og heim á haustin, því að þá væri ekki lengur yfir fjög- ur vatnsföll að fara, þ.e. Kaldá, Geitá, Hvítá og Norðlingafljót. Þegar hugmynd Þorsteins Magnússonar var til um- ræðu var henni að sjálf- sögðu misjafnlega tekið. Nokkrir bændur studdu strax hug- mynd hans, þeirra á meðal Þorsteinn Árnason, bóndi á Hofsstöðum, og Jón Magnússon, bóndi í Stóra-Ási, en hann var bróðir Þorsteins. Öruggt má telja að auk Þorsteins á Hofsstöðum og Jóns í Stóra-Ási hafi þeim bræðrum Þorsteins á Húsa- felli, sem bændur urðu í Reykholtsd- al, þeim Einari á Steindórsstöðum, Sigurði á Vilmundarstöðum og Hannesi í Deildartungu, einnig litist vel á hugmyndina, en þeir bræður allir, synir Magnúsar Jónssonar og Hildar Magnúsdóttur á Vilmundar- stöðum, urðu miklir áhrifamenn í Hálsasveit og Reykholtsdal og for- ystumenn þar í flestum framfaramál- um um og eftir síðustu aldamót. Eins og svo oft þegar fram eru settar djarfar hugmyndir þarf nokk- urn tíma til þess að vinna þeim fylg- is. Svo var einmitt hér. Við brúarmál- ið voru gerðar ýmsar athugasemdir og sumum „þótti þetta mesta gjör- ræði“, eins og Kristleifur orðar það og spáðu því að slíkt gengi ekki slysalaust fyrir sig. Hugmynd Þorsteins þótti snjöll, en menn sáu ótal ljón á veginum. Sumir trúðu á gömul álög, sem segðu svo fyrir, — að um aldur og ævi skyldi enginn yfir Hvítá hjá Barna- fossi komast lífs af. — Álög þessi voru tengd þjóðsögunni um börnin, í i : r; tvSóiv ■ vm wfgTi (n ':f.6sÖ!rna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.