Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 31
-itfORGUNBLAÐIÐ IWI1 nlnillvGAR? •U8 aiöAjawdoaoM SUNNUDAGUR T'SEPTEMBEK 1991 0£ Jóhanna Péturs- dóttir — Minning Fædd 6. mars 1953 Dáin 9. ágúst 1991 Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson) Okkur langar að minnast æsku- vinkonu okkar, Jóhönnu Pétursdótt- ur, með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust strax í barnæsku og fylgdumst við að öll skólaárin. Og þó að leiðir skildu þá eins og geng- ur hélst ævinlega náin vinátta á milli okkar þriggja. í minningunni eigum við mjög skýra mynd af bjartri bamæsku þar sem Jóhanna vinkona okkar lék lykilhlutverk. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum að banka upp á hver hjá annarri og leika okkur saman öllum stundum. I Melgerðinu, þar sem við ólumst upp, var stór barnaskari á þeim árum. Þar var mikið líf og fjör og mikið um að vera, ýmislegt brallað. Alltaf sóttumst við eftir að hafa Jóhönnu með í öllum leikjum, hún var svo lífleg og skemmtileg og auk þess úrræðagóð og sáttfús. Strax í bamæskunni komu fram þeir eiginleikar vinkonu okkar sem áttu eftir að setja sterkan svip á vináttu okkar og líf hennar allt, en það vom hreinlyndi, tryggð og umburðarlyndi Jóhönnu sem við nutum ævinlega góðs af. Glettnin var þó það sem gerði hana að þeim skemmtilega félaga sem hún var alla tíð. Alltaf sá hún skoplegu hlið- arnar á lífinu og tilverunni og gat slegið á léttu strengina og þannig létt sér og öðrum erfiðu stundirnar. Vináttan við Jóhönnu öll þessi ár var okkur vinkonunum ómetan- lega mikils virði. Þó að hún sé dáin vitum við að við eigum eftir að halda áfram að trúa henni fyrir okkar hjartans málum og hlæja með henni að Hinu broslega í tilver- unni sem hún hafði svo gott auga fyrir. Síðustu árin átti Jóhanna við al- varleg veikindi að stríða og var sú barátta hörð og erfið. Oft fundum við vinkonurnar fyrir vanmætti okkar, við hefðum viljað gera eitt- hvað meira en við gátum til að létta undir með henni. En jafnvel þá hélt Jóhanna áfram að vera gefandi gagnvart okkur. Gott var að tala við hana þegar vandræði steðjuðu að hjá okkur, hún sýndi okkar málum skilning og áhuga og lagði jafnan eitthvað jákvætt til málanna. Við þökkum henni yndislegar sam- verustundir. Gulla og Anna Lára. GuðlaugErla Sigurð- ardóttir — Minning Fædd 12. maí 1928 Dáin 22. ágúst 1991 Með örfáum orðum langar okkur að kveðja Erlu móðursystur okkar sem við ólumst upp með í Stórholt- inu. Hún var fædd og uppalin í Reykjavík og var dóttir hjónanna Súsönnu Guðjónsdóttur frá Eyrar- bakka og Sigurðar Þórðarsonar. Hún Erla var svo heppin að eiga þá bestu mömmu sem nokkur gat átt og var mjög náið samband milli þeirra. Ainma sá um að Erla fengi notið alls þess besta sem hún var fær um að njóta og var það mikið áfall fyrir hana þegar amma dó. Þá setti Erla allt sitt traust á ömmu okkar,' „Siggu systur", eins og hún kallaði hana. Mamma brást ekki trausti hennar og hlúði að henni eins vel og hún gat. - Erla var frekar smávaxin, glað- lynd, afskaplega trygg og mikil fjöl- skyldumanneskja. Hún var þroska- heft, en hafði þó svo mikið til brunns að bera. Hún lærði að lesa, gerði ýmsa handavinnu, vann heimilisstörf af mikilli kostgæfni, og var oft glatt á hjalla á laugardögum er við skipt- um með okkur verkum. Hún var afskaplega blíð og góð við okkur systkinin. Hún gaf okkur alla sína elsku og erum við miklu ríkari að hafa fengið að alast upp og vera samvistum við hana. En nú þegar hún er horfin héðan, mun minning hennar ávallt lifa með okk- ur. Sússý, Aníta og Gréta Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. J BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Blómmtofa FriÓfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Þú svalar lestrarþörf dagsins á síóum Moggans! J BMW 5 línan er fyrir kröfuharöa Fyrir þá sem eiga BMW er sérhver bílferð tilhlökkunarefni Hjá BMW er allt lagt í sölurnaMil að fuIInægja kröfum þeirra sem ekkert Iáta sér nægja nema það fullkomnasta á maFkaðnum hverju sinni. Við látum aðra hafa orðið: LMJ Bíllinn "90: "BMW520i verkartraustur, mjög hljóðlátur og mjúkur. Þetta er stór, efnismikill og vandaður bíll, -glæsilegt tæki sem gaman er að eiga." ÞJ Mbl. 20/1 "90: "Fimman, einn best heppnaði bíll síðari ára." GS Mbl. 5/5 "90: "Aksturseiginleikarþessa bíis eru stórkostlegir. Það er tilfinning, sem verður að telja sér á parti að aka honum." SH DV 30/6 "90: "Bíll í háum gæðaflokki; þetta er einn af þeim bílum sem hafa persónuleika og virðuleika. Góð og notaleg öryggiskennd að sitja í bílnum." Þyngdarhlutfall er jafnt á fram- og afturás, sem skilar betri aksturseíginleikum við íslenskar BMW 520i er með 6 strokka, 24 ventla, 150 hestafla vél sent búin er tölvustýringu aðstæður. Reynsiuakstur færir þig í allan sannleikann um það sem þig hefur alltaf grunað: BMW er engum líkur. Bílaumboðið hf 75 ára Krókhálsi I - 110 Reykjavík - Sími: 686633 1916-1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.