Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 37
reer gigÁHavinoHOM MORGUNBLAÐIÐ IVIIIMIMIIuuAK SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 Hallvarður Val- geirsson — Minning Eignuðust þau Rannveig fimm bráðmyndarleg börn sem hafa stað- ið sig vel í lífsbaráttunni, Valgeir, Evu, Herdísi, Rannveigu og Tryggva. Barnabömin eru samtals fjórtán. Hefur Halvor reynst börn- um sínum og barnabörnum frábær- lega vel. Seinni kona Halvors er Ásta Baldvinsdóttir Halldórssonar, skip- stjóra í Hafnarfirði og konu hans Helgu Jónsdóttur. Búnaðist þeim ágætlega og áttu fagurt heimili við Hrauntungu í Kópavogi. Hún syrg- ir bónda sinn sárt en af dugnaði. Ég flyt kveðjur, hlýjar og góðar, frá félögunum sem nú sjá á bak hinum ágætasta vini. Halvor bless- aður hefur fengið hvíldina, sá þriðji í röðinni. Hann var þó yngstur í hópnum. Blessuð sé hans minning. Ég veit, að hans verður sárt saknað af fjölskyldu og sérstaklega af börn- um og barnabörnum, en minningin um hann er góð og hlý. Björn Tryggvason Okkur langar að kveðja elsku afa okkar og þakka honum fyrir um-- hyggjuna, hvatningarorðin og allar " gleðistundirnar. Við vitum að honum líður vel núna, vegna þess að hann er hjá Guði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. hafðu þar sess og sæti signaður Jesús mæti. •w Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, _ síðast' þegar ég sofna fer t sitji Guðs englar yfír mér. « (Haiigr. Pétursson) ^ Við þökkum elsku afa fyrir allt. * í Dagný, Björg og Kristín. í Fæddur 11. nóvember 1926 Dáinn 24. ágúst 1991 Æskufélagi og vinur í yfir fimm áratugi er fallinn frá. Hann hafði verið hrjáður af æðaþrengslum og fleiru í mörg ár en mótlætinu mætti hann af stakri karlmennsku og ein- urð og kvartaði aldrei. Hann vann fullan vinnudag til hins síðasta. Eitthvað átti hann von á að lokin væru í nánd og hafði, eins og hon- um var líkt, komið fjármálum sínum á traustan grundvöll til hags fyrir sína nánustu. Endalokin bar að fyrri laugardag er hann missti meðvitund við akstur hér í bæ á bifreið sinni. Hans síðasta verk var að leggja bifreiðinni svo að engan sakaði. Meðvitund náði hann ekki aftur, hjartað hafði brostið, og andlátið bar að eftir að komið var á slysa- . deild. Hann var af merkum stofni. Fað- ir hans Valgeir Björnsson verkfræð- ingur og hafnarstjóri í Reykjavík, sonur séra Björns Þorlákssonar að Dvergasteini á Seyðisfirði og konu hans Bjargar Einarsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Móð- urætt Halivarðs var norsk. |Eva móðir hans var dóttir Thomasar Borgens læknis í Osló og konu hans Dagný f. Holter.& Afi hans Björn a.^Dvergasteini skírði hann Hallvarð á íslenska vísu, þó ætlunin muni hafa verið að skíra hann norsku nafni, Halvor, en und- ir því nafni gekk hann alltaf í vina- hópnum. Hann var með myndarleg- ustu mönnum, hár.og stæðilegur, og snemma mikill fyrir 'sérJ^Hann var vinfastur, tryggur og raungóður með afbrigðum en var svo sem eng- ' inn engill og hafði margt reynt, stundaði sjómennsku og plla al- _genga vinnu, en gekk jafnframt menntaveginn ogfvarð viðskipta- fræðingur árið 1954. Hann var stál- heiðarlegur og traustur ^jármála- maður og öruggur^starfsmaður að hveiju sem hann gekk. Hann starf- aði hjá Reykjavíkurhöfn samfellt Þegar haustkulið var að byija frá árinu 1957. «að læðast að eftir eitt sólríkasta Bernskuheimili hans stóð við sumar í manna minnum, kvaddi Laufásveginn sunnanverðan, þar hann skyndilega lífið, maðurinn, sem vel stætt fólk ’reisti sér vönduð sem í senn var afi okkar og kær einbýlishús um 1930. Félagsskapur. ^vinur. Margar sólskinsstundir góður myndaðist með krökkunum'* bernskunnar eru honum tengdar: í götunni, barnaskólahald í Miðbæj- Fjöruferðir, sund á hveijum sunnu- arskóla eða að Landakoti. Síðan tók degi og ótal bíltúrar, þar sem við við Menntaskólinn í Reykjavík og vorum frædd og upplýst og rætt Verslunarskólinn þar sem *Halvor r*við okkur eins og áhugavert fólk lauk stúdentsprófi 1948. yið höfurn *\en ekki óvitakrakka. síðan haldið hópinn að talsverðu leyti langleiðis fram eftir öldinni. Við Halvor áttum margra ára samleið á yngri árum í sumarstörf- um með bekkjarbræðrum og vinum, t.d. við hitaveituleiðsluna frá Reykj- um í Mosfellssveit niður fyrir Graf- arholt sólarsumarið 1943. Síðan tók við vinna hjá Reykjavíkurhöfn við uppfyllinguna út í Örfirisey. Val- geir hafnarstjóri hafði af mikilli framsýni beislað helstu þuhga- vinnutæki í gijótvinnslu og hafnar- gerð, er Bandaríkjamenn skildu eft- ir að loknum stórverkum, þ.á m. við Keflavíkurflugvöll. Stóð Valgeir að tæknibyltingu á þessu sviði. Unnum við Halvor hvor á sínum Mack- trukknum nokkur sumur. Eftir stríðslok hélt Halvor strax til Noregs í sögulegri ferð sem há- seti á norska línuveiðaranum Rund- erhom. Hann stundaði nám í Berg- en árin 1948 og 1949. Félagarnir hafa haldið hópinn með Halvor alveg fram til sl. vet- urs. Sumarferðum, þ.á m. veiðitúr- um, hafði fækkað eftir að félagarn- ir festu ráð sitt og fóru að koma upp heimilum með eiginkonum og börnum. En spilaklúbbur var við lýði samfellt frá 1960 og er enn í sveitakeppni í bridge á tveimur borðum alla vetur. Fyrra hjónaband Halvors var með Rannveigu Tryggvadóttur Ofeigssonar skipstjóra og útgerðar- manns og Herdísar Ásgeirsdóttur konu hans, árin 1951 til 1963. Hallvarður Valgeirsson var seinni maðurinn hennar ömmu, Ástu Baldvinsdóttur. Hann var glæsilegur maður, hlýr, fordóma- laus og áhugasamur um málefni líðandi stundar. Hann hafði yndi af tónlist, hvers kyns tónlist, og var mjög vel að sér í þeim efnum. Hann hafði yndi af börnum og dáði takmarkalaust sín eigin börn frá fyrra hjónabandi, hvert og eitt, og hafði gaman af að segja sögur af þeim. Hann var alltaf mjög áhugasam- ur um allt sem við tókum okkur fyrir hendur. Hringdi um leið og við fengum einkunnirnar til að vita hvernig hefði gengið, kom strax þegar við vorum að koma úr sveit- inni til að vita hvað við hefðum stækkað og talaði við okkur eins og jafningja í fjölskylduboðum. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að og fyrir hvað hann var örlátur á sjálfan sig. Ömmu sendum við hlýjar samúð- arkveðju og óskum afa Hallvarði guðs blessunar. Mikael, Gunnhildur Ásta og Linda Rós. Hallvarður Valgeirsson við- skiptafræðingur hjá Reykjavíkur- höfn varð bráðkvaddur laugardag- inn 24. ágúst sl. Andlát hans kom okkur sam- starfsmönnum hans mjög á óvart því hann var við starf sitt í vikunni sem hann lést. Okkur var samt öll- um ljóst að hann hefur í mörg ár , átt við mikil veikindi að stríða. ^ Hallvarður var fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1926, son-^ ur Valgeirs Björnssonar borgar- \ verkfræðings og seinna hafnar- stjóra og konu hans Evu Björnsson og hefði því orðið 65 ára 11. nóvem- ber nk. Þau hjón eignuðust fjögur börn, dæturnar Dagnýju og Björgu og synina Hallvarð og Björn og var hann þriðji í röðinni. Öll búa systk- inin hér í borg. Eftir að barnaskólagöngu lauk* gekk Hallvarður í Verslunarskóla Islands og lauk þaðan stúdentsprófi 1948. Eitt ár var hann við nám í Noregi, en prófí lauk hann frá Háskóla íslands sem viðskiptafræð- ingur 1954. Eftir að hann lauk prófi réðst hann til Sameinaðra verktaka sem innkaupastjóri og vann við það fyrirtæki þar til í byijun árs 1957, en þá réð hann sig til Reykjavíkur- hafnar og starfaði þar samfleytt síðan. Það eru því 34 ár sem hann hefur verið hér fastur starfsmaður, en starfstími hans er lengri hjá höfninni því ég man hann sem bílstjóra á vörubílum hafnarinnar á námsárunum í mennta- og háskóla og má því segja að lífsstarf hans hafi verið hjá Reykjavíkurhöfn. Hallvarður kvæntist Rannveigu Tryggvadóttur 15. desember 1951 og eignuðust þau 5 börn, allt mynd- arfólk. Þau slitu samvistir 1963. Hallvarður kvæntist Gunnhildi Ástu Baldvinsdóttur 7. desember 1973 og lifir hún mann sinn. Margs er að minnast þegar menn hafa unnið við sama fyrirtækið í meira en 30 ár. Hallvarður var maður þægilegur í umgengni og samstarfi og vildi hlut hafnarinnar sem mestan. Hann vann fyrirtæk- inu vel. Ég mun sakna þess að nú kemur hann ekki oftar til okkar hafnsögumannanna að sækja fylgi- skjöl, en það var oftast hans fyrsta verk þegar hann kom til vinnu. Það var siður áður fyrr að hafn- arstarfsmenn fóru í sumarferð og hafnarböll voru og eru haldin og tók hann þátt í þessu með okkur og var glaður á góðri stund. Við Þóra kona mín og samstarfs- menn hjá Reykjavíkurhöfn sendum Ástu, systkinum og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Þorgrímsson LEGSTEINAR # Groníl s/(? HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-15. Sigríður Einarsdóttir, Stóru-Þúfu - Minning Hún amma mín er dáin og lang- ar mig að minnast hennar með nokkruin fátæklegum orðum. Hún var alveg einstök kona hún amma og alltaf fer um mann gleði- tilfínning þegar hugsað er til henn- ar. Það ,er sárí að hugsa að hún sé farin en samt gleðilegt því hún varð 95 ára í júlí sl. Ég man ömmu ekki öðruvísi en hlæjandi og káta. Það var alltaf mikill gestagangur hjá henni og alltaf varð hún jafn glöð og sló á lærið þegai- einhver birtist. Og fyrr en varði var búið að hlaða borðið allskyns kræsingum fyrir litlu elskurnar. Blessunin sagði hún alltaf um alla. Það var svo henni líkt. Það er ansi margt sem hægt er að segja um ömmu, en ég ætla ekki að tíunda það nánar, þess þarf ekki. Kraftur hennar var ótrúlegur. Hún var látin hætta í frystihúsinu 80 ára gömul og var það ekki vegna elli heldur ára því hún var þá í fullu fjöri. Hana munaði nú ekki um að taka upp stóru kartöflupokana og annað erfiði á þessum árum. Já, hún amma var sko engri lík. Ef einhver vildi gera eitthvað fyrir ömmu, þá var viðkvæðið hjá henni: „Vertu ekki að hafa fyrir mér, það er nú alger óþarfi.“ Ög það sagði hún alveg fram á síðustu stund. Ég kveð elskulegu ömmu mína' með trega, en ég veit að henni líður vel og hún er komin til afa. Minn- ingjn um hana mun ylja okkur sem eftir erum. Hvíli hún í friði og bless- uð sé minning hennar. Linda Hreiðarsdóttir + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KARLSDÓTTIR frá Bjargi, Miðfirði, verður jarðsungin þriðjudaginn 3. september kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Arinbjörn Árnason, Anna Axelsdóttir, Sigriður Halldórsdóttir, Sigurgeir Axelsson, Jónina Guðmundsdóttir, Grettir Björnsson, Erna Geirsdóttir, Árni Arinbjarnarson, Dóra Lydía Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúfLog hlýhug við ^andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ’ömmu og langómmu, ELÍSABETAR ALBERTSDÓTTUR * frá Hesteyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða fyrir góðá og alúðlega umönnun. Sigurjón Ingi Hilaríusson, Kristín Þorsteinsdóttir, Hans G. Hilaríusson, Jónína Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + . Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför t^. GUÐMUNDARINGÓLFSSONAR l píanóleikara. r Sérstakar þakkir sendum við læknum og starfsfólki á deild 11 A á Landspítalanum. Oddfríður Sæmundsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Sigþór Örn Guðmundsson, Sighvatur Örn Sigþórsson, Sæmundur Ingólfsson. 4ͱ + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, HAUKS LOGASONAR. Lovísa Steinþórsdóttir, Logi Hauksson. * t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, KRISTJÁNS ÞORSTEINSSONAR Klettahrauni 2. Amanda Thorsteinsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.