Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 6

Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 Hækkun leikskölagjalda á höfuðborgarsvæðinu (almennt gjald) 4 stundir úr -* í 5 stundir úr -♦ í 6 stundir úr -♦ í 8 stundir úr -* i 9 stundir úr -* i Garðabæra 5.400 6.000 6.700 7.500 8.100 9.000 12.000 15.0001 Kópavogurb 5.900 6.400 7.400 8.100 9.000 9.800 12.000 13.100 13.500 14.700 Hafnarfjörðurc 5.300 6.800 12.300 Mosfellsbærd 5.300 5.800 6.700 7.300 13.200 14.400 Reykjavíke 5.300 5.800 6.700 7.300 8.100 8.800 13.200 14.400 Seltjarnarnesf '8.020 10.0302 12.0303 16.740 a) Hækkaði um 10% 1. sept.. Hækkaði síðast í sept. 1989 b) Hækkaði að jafnaði um 9%. Hækkaði síðast í sept. 1989. c) Hækkaði síðast 12. feb. 1991 d) Hækkaðium9% l.sept.. Hækkaði síðast l.nóv. 1989. e)Hækkaðium tæplega9% 1. sept. Hækkaði síðast 1. nóv 1989. Sérstakt matargjald fyrir aðra en forgangshópa leikskóla 4 til 5 stunda 2.600 kr á mánuði. f) Hækkaði siðast 1. mars 1991 um 12,28 %. 1) 8-9 tímar. 10% hækkun, en tekið upp sérstakt 2.600 kr. matargjald 2) Með fæði 13.030 kr. 3) Með fæði 15.030 kr. Dagvistargjöld á höfuðborgarsvæðimi: Hækkun um 9 til 10% um síðustu mánaðamót LEIKSKÓLA- eða dagvistar- gjöld í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, að Hafnarfirði og Seltjamamesi undanskildu, hækkuðu 1. sept- ember um 9 til 10%. í Hafnarfirði hækkuðu gjöldin síðast í febrúar og á Seltjarnar- nesi í mars, en í hinum bæjunum voru gjöldin síðast hækkuð haus- tið 1989. Hækkanirnar nú eru skýrðar með almennum verðlagshækkun- um á þessu tímabili. Almenningsvagnar bs.: Sjö aðilar buðu í akstur stræt- isvagna á höfuðborgarsvæðinu TILBOÐ í akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fyrir Al- menningsvagna bs. voru opnuð í fyrradag. Sjö aðilar skiluðu inn tilboðum og buðu þeir i eina til fjórar verkeiningar af fimm, sem boðnar voru út. Öra Pálsson, framkvæmdastjóri Almennings- vagna segir að tilboðin séu bind- andi til 21. október en reynt verði að taka afstöðu til þeirra fyrir næstu mánaðamót. Verkeiningamar fimm, sem Al- menningsvagnar buðu út, eru í fyrsta lagi hraðleiðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut, í öðru lagi hverf- aleiðir í Hafnarfirði, í þriðja lagi hverfaleiðir í Garðabæ og Bessa- staðahreppi, í fjórða lagi hverfaleiðir í Kópavogi og í fímmta og síðasta lagi hraðleið frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur og hverfaleiðir í Mos- fellsbæ og Mosfellsdal. bauð sami aðili mest í 4 leiðir. Ekki væri á þessu stigi hægt að bera sam- an verð í tilboðunum, þar sem menn væru að bjóða í mismunandi verkein- ingar, en reynt yrði að vinna úr til- boðunum fyrir næstu mánaðamót. Tilboðin væru hins vegar bindandi allt til 21. október. NU DREGUR að lokum lax- veiðitímans. Undarlegs veiðis- umrars. Skilyrðin hafa sett óvenju sterkan svip á gang mála á árbökkunum. Langvar- andi hlýindi og úrkomuleysi ollu því að víðast hvar var veiðin afar lítil fram eftir sumri. Er líða tók á ágúst gerðist það hins vegar sem flestir veiðimenn vonuðu, það fór að rigna og bæta í árnar. Víða fór að veiðast, því í mörg- um ám var talsvert af laxi og við hann bættist úr hafinu er vatn jókst í ánum. Þegar upp verður staðið, verður sumarið 1991 vart betra en slakt meðalsumar. Veiði er nýlokið í Þverá og Kjarrá. Óstaðfest lokatala þaðan er um 1.900 laxar. Ljóst er að áin er efst í sumar. Síðasta vet- ur urðu bæði völva og tölva til þess að spá ánni efsta sætinu og hafði hvor sínar forsendur fyrir spánni. Nú hefur þetta gengið eftir. Trúlega tekur Laxá í Kjós annað sætið. Þar lýkur veiði á mánudag og voru taldar líkur á því að áin gæti náð 1.500 laxa heildarveiði. Mikil veiði hefur hins vegar verið í Laxá í Dölum, hún er komin hátt í 1.100 laxa og þar er veitt nokkrum dögum lengur en í Kjósinni. Úr Laxá í Aðaldal eru komnir um 1.350 laxar og menn vonuðust eftir því að hún næði 1.400 löxum, tölu sem gæti tryggt henni þriðja sætið. Þó er allt á huldu, því Grímsá var fyrir skömmu komin hátt í 1.100 laxa, þar er mikill lax og veitt til 20. september. I Norðurá lauk veiðinni um mánaðamótin. Þar veiddust um 1.270 laxar. Það gekk mikill lax í ána, en hún var mörgum erfið í sumar vegna hita og þurrka. Morgunblaðið/SAM Jón Einarsson kaupmaður með þijá laxa sem hann náði nýlega úr Elliðaánum. Þar hefur veiði verið þolanleg. Laxinn dreifði sér þá og lá jafn- vel í torfum þar sem enginn reiknaði með honum. Fyrir vikið gekk mörgum illa. En þegar kunnugir menn komu inn á milli komu jafnan aflahrotur. Þetta er mun betri veiði en í fyrra. Á sama tíma lauk veiði í Laxá á Ásum. Óstaðfest tala þaðan er um 800 laxar. Ef rétt er, er það mun betri veiði en tvö síðustu sumur, en samt mun lakari veiði heldur en menn þekkja best og áin gaf um árabil, en sumar eft- ir sumar veiddust vart undir 1.000 laxar og allt að 1.800, þótt ótrúlegt sé, á tvær stangir. Miðfjarðará er einnig komin í fjögurra stafa tölu og þar hefur gengið eina best í Húnavatns- sýslum. Fyrir viku voru komnir um 1.000 laxar úr ánni og fram- undan voru dagar með harð- skeyttum þaulkunnugum mönn- um. Veiði lýkur á mánudagsmorgun. gg 100 ára vígsluafmæli Ölfusárbrúar: Hundasýning í frétt á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins í gær var mishermt að sýning yrði á English Springer Spaniel hundum í Kolaportinu þá eftir hádegið. Hið rétta er að sýn- ingin verður í Kolaportinu í dag, sunnudag, og hefst hún kl. 14. Beðist er velvirðingar mistökunum. Tilboð bárust í allar verkeining- amar. Bjóðendur voru 7 og skiluðu þeir inn 14 tilboðum. Þeir aðilar, sem skiluðu inn tilboðum voru: Hópferða- bílar Guðmundar Guðnasonar, Starfsmenn Strætisvagna Kópavogs, Teitur Jónasson hf., Allra handa hf., Jónatan Þórisson, Norðurleið-Land- leiðir hf. og Hagvirki-Klettur hf. Að sögn Amar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Almenningsvagna, Gunngeir Pétursson skrifstofusijórí látinn GUNNGEIR Pétursson, skrifstof- ustjóri hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík, lézt síðastliðinn fimmtudag, sjötugur að aldri. Gunngeir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1921, sonur hjónanna Péturs Zophoníassonar ættfræðings og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941 og stundaði eftir það verkfræðinám í HÍ í tvö ár. Hann var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík 1944-49, kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1947-55, stundakennari við Verzl- unarskólann 1956-75 og Meistara- skólann í Reykjavík 1969-83. Hann samdi lengi unglingapróf í reikningi og samdi ásamt Kristni Gíslasyni Kennslubók í reikningi, sem út kom 1963. Hann gegndi ýmsum störfum í bamastúkunni Unni til 1943 og sat í stjóm Bridgefélags Reykjavíkur um skeið. Hann keppti meðal annars nokkrum sinnum í bridge á alþjóða- vettvangi. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum í Lionsklúbbnum iFrey.______-___________________ Eftirlifandi eiginkona Gunngeirs er Sigurrós Guðbjörg Eyjólfsdóttir. Börn þeirra eru Herdís Björg og yiðar, guðfræðingur og bóndi að Asum-L Gnúpveijahreppi.. ----------- Forseti Islands heiðursgestur á hátíðarhöldum á Selfossi í daar ^olfnccí ^ FORSETI íslands verður heið- ursgestur bæjarsljórnar Selfoss í dag á hátíðardagskrá vegna 100 ára vígsluafmælis Ölfusár- brúar en fyrsta brúin yfir Ölf- usá var vigð 8. september 1891. Dagskráin hefst klukkan 13.00 með skrúðgöngu frá Hótel Sel- foss. Forseti íslands flytur Losaði sig við bílinn í lundinum BIFREIÐ fannst ein og yfírgefin í skógarlundi í Elliðaárdal á fimmtudag og kom í ljós að henni hafði verið stolið nóttina áður frá bifreiðaverkstæði í borginni. Bifreiðarinnar hafði ekki verið saknað frá verkstæðinu, enda hafði henni verið stolið eftir lokun þess. Hún var óskemmd þegar hún fannst og kveikjulyklamir stóðu í henni. Selfossi. SÉRSTAKUR póststimpill verð- ur í notkun á Selfossi í tilefni 100 ára vígsluafmælis Ölfusár- brúar í dag sunnudag. Póstur og sími verður með póst- afgreiðslu í Tryggvaskála í tilefni afmælisins. Þar- verða meðal-annars- - ávarp við Ölfusárbrú þar sem einn liður dagskrárinnar fer fram. Dagskráin við Ölfusárbrú hefst klukkan 13.30 með ávarpi forseta bæjarstjórnar, Bryndísar Brynjólfs- dóttur. Leikfélag Selfoss mun sýna stuttan þátt úr Brúarleikriti sínu sem verður aðalverkefni þess í vet- ur. Halldór Blöndal samgönguráð- herra flytur ávarp og Stórkór Sel- foss syngur. Að loknu ávarpi frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands verður gengið yfir Ölfusár- brú og áformað að frú Vigdís og fulltrúar vinabæja Selfoss gróður- setji tré í nýjum tijálund sem þar er. Safnahús við Austui-veg, sem unnið hefur verið að í sumar, verð- ur formlega afhent klukkan 15.00 og við það tækifæri mun Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra flytja ávarp. Skátar verða á sama tíma með barnadagskrá á leiksvæði stimpiuð bréf úr sérstakri póstferð hestamanna og frímerkjasafnara. Póstlestin fór af stað frá Reykjavík á föstudag og kemur á Selfoss í dag klukkan 13.30. - Sig. Jóns. sínu við Sigtún. Sérstök afmælisterta verður boð- in bæjarbúum og gestum klukkan 17.00 í nýbyggingu Sólvallaskóla sem verður til sýnis um leið. Þá verður hátíðarkvöldverður bæjar- stjórnar um kvöldið. Kvöldvaka með fjölbreyttri dag- skrá verður í íþróttahúsi Sólvalla- skóla klukkan 21.00. Hátíðarhöld- unum lýkur síðan með flugeldasýn- ingu við Ölfusárbrú klukkan 23.30. — Sig. Jóns. ------------------ Stálu gaskútum LÖGREGLAN á Selfossi handtók á fimmtudag þrjá menn með stolna kósangaskúta. Tveir þeirra, scm eru heimamenn, voru hand- teknir eftir að lögreglunni hafði borist vitneskja um grunsamlegar ferðir við hjólhýsi á Laugarvatni. Voru mennimir handteknir á bens- ínstöð á Selfossi með sex kúta sem þeir höfðu stolið úr hjólhýsum á Laugarvatni og víðar og reyndu þeir að koma kútunum, sem eru allt að 11 kg að þyngd, í verð á bensínstöð- inni. Alls viðurkenndu þeir að hafa stolið tíu kútum. Bensínstöðvar taka á móti gaskút- um og greiða 3 þúsund krónur fyrir stykkið, og sagði lögreglan á Sel- fossi að slík mál hefðu komið upp áður. Síðar um daginn höfðu starfsmenn bensínstöðvarinnar samband við lög- reglu og tilkynntu um mann sem -vildi-selja-þrjá-kúta-.-— —.. Sérstakur póststimpill í notkun á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.