Morgunblaðið - 13.09.1991, Page 16

Morgunblaðið - 13.09.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 Spenna magnast í Georgíu: Vopnaðir stuðningsmenn for- setans búast til að verja hann Tbilisi. Reuter. VOPNAÐIR stuðningsmenn Zviads Gamsakhurdia, forseta Georgíu, komu í gær saman í miðborg Tbilisi, höfuðborgar lýðveldisins, og sóru að veija hann fyrir stjórnarandstæðingum, sem saka hann um einræðistilburði. Stuðningsmenn og andstæðingar Gamsakhurdia stóðu í hópum í mið- borginni og hrópuðu vígorð. „Hann hefur sýnt undanfarna tíu mánuði að hann er engan veginn fær um að stjórna landinu, hvorki á pólit- íska sviðinu né því efnahagslega,“ sagði Irakly Tseretely, sem hefur setið í fangelsi fyrir andóf gegn Sovétstjórninni og var áður náinn bandamaður Gamsakhurdia. „Hann hefur valdið klofningi á meðal landsmanna. Hann hefur hindrað sjálfstæði Georgíu vegna þess að allar lýðræðisþjóðir heims líta hann hornauga." Handan götunnar voru stuðn- ingsmenn forsetans, sem höfðu lagt strætisvögnum til að stöðva umferð að þinghúsinu. „Skrifaðu þetta nið- ur,“ sagði einn þeirra, ungur og atvinnulaus maður. „Þeir hafa verið að mótmæla í tíu daga. Við erum reiðubúnir að veija forsetann í heilt ár ef þörf krefur,“ sagði hann. Þjóðvarðliðar, hollir forsetanum, stóðu í hópum við þinghúsið, nokkr- ir þeirra með byssur og hnífa. Spennan í höfuðborginni hefur farið sívaxandi frá því 2. september er öryggisverðir beittu skotvopnum til að dreifa stjórnarandstæðingum og særðu tuttugu þeirra. Mótmæla- fundir hafa verið haldnir í miðborg- inni á hverjum degi upp frá því. Gamsakhurdia vann yfirburða- sigur í forsetakosningum í maí og hefur lofað að fylgja sjálfstæðisyfir- lýsingu georgíska þingsins frá því í apríl eftir með því að stefna að algjörum aðskilnaði frá Sovétríkj- unum. Hann nýtur enn mikils stuðnings í lýðveldinu þótt stjórnar- andstæðingar saki hann um að stjórna eins og einræðisherra og taka hart á hvers konar gagnrýni. ■ MOSKVU - Sovéskir hers- höfðingjar, sem hliðhollir reyndust Míkhaíl Gorbatsjov forseta, ræddu möguleikann á því að gera sprengjuárás úr lofti á Kreml ef valdaræningjarnir létu verða af því að ráðast á rússneska þinghúsið þar sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti stjórnaði andófinu. Þetta kom fram í biaðaviðtali við nýjan vamarmála- ráðherra Sovétríkjanna, flughers- höfðingjann Jevgený' Sha- posníkov. Að sögn hans var talið óframkvæmanlegt að láta fallhlífa- hermenn taka Kreml vegna þess að hermenn öryggislögreglunnar KGB hlytu að hafa búið rammbygg- ilega um sig þar. ■ KAUPMANNAHÖFN - Stefnt er að því að laða erlenda Tvískiptir gallar, st. 3-6 kr. 5.795,- Drengjaúlpa, st. 6-14 kr. 4.995,- Síð úlpa, st. 8-16 kr. 4.995,- Mittisúlpa, st. 6-14 kr. 4.995,- Kuldabuxur, st. 6-14 kr. 2.960,- Drengjaúlpa, st. 8-16 kr. 6.495,- BARNAFATAVERSLUN Glæsibæ, sími 33830, Hamraborg, sími 45288. Þeir segja hann einnig hafa þaggað niður í fjölmiðlum. Sovésk dagblöð á borð við Ízvestíu og Prövdu komu ekki út í Georgíu í gær þar sem prentarar í lýðveldinu telja umfjöll- un þeirra um Gamsakhurdia hlut- dræga. í ráði er að þing lýðveldisins komi saman á mánudag til að ræða mótmælin og hvort gera eigi sov- éskar eignir upptækar. Andstæð- ingar forsetans hyggjast efna til fjöldamótmæla sama dag til að krefjast afsagnar hans. *&"> - swsig Króatískir lögreglumenn fjarlægja jarðsprengjur af vegi til að hleypa bílalest eftirlitsmanna á vegum EB framhjá. Þeir voru að koma frá samningaviðræðum við Serba í króatiska bænum Tenja. Rúmlega þriðjungur Króatíu á valdi Serba ferðamenn til Grænlands með því að bjóða þeim að veiða sauðnaut. Sveitarfélagið Ivigtut á nú 60 dýra hjörð og ætlar í samvinnu við danska ferðaskrifstofu að reyna að fá japanska, þýska, bandaríska og breska ferðamenn til að kynna sér tilboðið. ■ BUENOS AIRES - Peroni- staflokkur Carlosar Menems, for- seta Argentínu, vann sigur í kosn- ingum sem haldnar voru á miðju kjörtímabili forseta um síðustu helgi. Þegar ljóst var hver úrslitin myndu verða lofaði Menem að leggja aukna áherslu á að koma á fijálsum markaðsbúskap í landinu og hann sagði að^ úrslitin væru stuðningsyfirlýsing við ríkisstjóm- ina. Belgrad. Reuter. SERBNESKIR skæruliðar og sambandsher Júgóslavíu héldu árás- um á bæi og þorp í Króatíu áfram í gær og einangruðu meira en helming af strandlengju Króata við Adríahafið. Serbar hafa nú náð á sitt vald rúmlega þriðjungi Króatíu og yfir 400 manns hafa látið lífið í bardögum í Júgóslavíu frá því að Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði í júní. SKOLA ULPURNAR KOMNAR Að sögn króatískra fjölmiðla geisuðu bardagar víðs vegar um lýðveldið i gær, eftir að ein verstu átök stríðsins áttu sér- stað í fyrri- nótt. Útvarpið í Zagreb skýrði frá því að serbneskir skæruliðar hefðu varpað 144 sprengjum á borgina Osijek í austurhluta Króatíu á jafn mörgum mínútum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópubandalagsins (EB) neyddust til að leita sér skjóls vegna sprenginganna. Vestrænir stjórnarerindrekar telja að Serbar hafi áætlanir í burðarliðnum sem miði að því að ná valdi á landsvæði og þorpum við jaðar Krajina-héraðsins, á milli Zagreb og strandarinnar. Ef það gengur eftir verða Serbar búnir að ná valdi á því svæði sem þeir hafa ásett sér áður en friðarvið- ræður hefjast af alvöru, telja stjórnarei'indrekarnir. Skotið var á þyrlu Henri Wijna- endts, sérstaks sendimanns EB sem reyna á að stilla til friðar í Króatíu, á miðvikudag. Þyrlan þurfti að lenda hið snarasta en engan sakaði. Wijnaendts sagði í gær að vopnahléið væri brotið af öllum aðilum en EB yrði að halda ótrautt áfram friðarumleitunum sínum. I gær mættust fulltrúar stríðandi fylkinga í Haag og áttu viðræður við embættismenn EB. Varnarmálaráðherra Júgóslav- íu, hershöfðinginn Veljko Kadijevic, hunsaði fyrirskipun sem Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, gaf á miðvikudag um að herinn ætti að snúa til búða sinna og láta þjóð- erniseijumar afskiptalausar. Her- inn hefur barist við hlið serbne- skra skæruliða og á mikinn þátt í því að þeir hafa náð valdi á svo stórum hluta Króatíu sem raun ber vitni. Að sögn Tanjug-frétta- stofunnar sagði Kadijevic hreint út við Mesic að hann ætti ekkert með að skipa hemum fyrir verk- um, það væri einungis í verkahring forsætisráðsins. Mesic sagði í gær að herinn væri stjómlaus og um- heimurinn yrði e.t.v. að grípa í taumana til að hemja hann. ERLENT Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO; Skammdræg kjarnorkuvopn í Evrópu verða brátt upprætt Bonn, Brussel. Reuter. MANFRED Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- Iagsins (NATO), sagði í gær að Heimilistæki hf Tækmdeild. Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 i sawuKguM, bandalagið myndi bráðlega taka ákvörðun um að uppræta skammdræg kjarnorkuvopn í Evrópu. Wörner sagði að varnarmálaráð- herrar aðildarríkjanna sextán myndu að öllum líkindum taka formlega ákvörðun um þetta á fyrir- huguðum fundi þeirra í Róm í nóv- ember. „Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að skammdrægar kjarnorkueldflaugar á landi eiga eftir að heyra sögunni til í Evr- ópu,“ sagði Wömer í samtali við þýska útvarpsstöð. Framkvæmda- stjórinn sagði að spurningin væri aðeins sú hvort uppræta ætti eld- flaugarnar einhliða eða semja form- lega um það við stjómina í Moskvu. Flestar af skammdrægum eld- flaugum NATO eru í Þýskalandi og þýsk stjómvöld hafa ítrekað hvatt til þess að þær verði fluttar þaðan og sagt að vegna hmns Sov- étkommúnismans sé orðið tímabært að uppræta þær. Embættismenn NATO í Brussel sögðust fyrr í vikunni þeirrar skoð- ------------—---------- Tiutancu Hcílsuvörur nútímafólks unar að breytingamar í Sovétríkj- unum að undanfömu hefðu gert það að verkum að ekki væri nauðsyn- legt lengur að gera formlega af- vopnunarsamninga við Sovétmenn. Stjórnin í Moskvu skýrði frá því í síðustu viku að hún hefði látið flytja öll sovésk kjarnorkuvopn frá aust- urhluta Þýskalands. Áður höfðu slík vopn verið flutt frá Ungveijalandi og Tékkóslóvakíu. Skammdrægar kjarnorkueldflaugar NATO draga rúmlega 100 km, sem þýðir að að- eins væri hægt að skjóta þeim á landsvæði nýju lýðræðisríkjanna í Austur-Evrópu. Háttsettir embættismenn frá NATO-ríkjunum komu saman í Bmssel í gær I fyrsta sinn frá valda- ránstilraun sovéskra harðlínu- kommúnista í ágúst. Þeir hugðust ræða hugsanlegar breytingar á stefnu bandalagsins og undirbúa þannig fund varnarmálaráðherr- anna í nóvember. Að sögn heimild- armanna í Bmssel ríkir djúpstæður ágreiningur innan bandalagsins um hvernig breyta eigi stefnunni. Bandaríkjamenn vilji aðeins „fin- stilla“ stefnuyfirlýsingu bandalags- ins þar sem pólitísk og hernaðarleg markmið þess em tíunduð. Frakkar kreljast hins vegar stórfelldra breytinga og Þjóðveijar vilja sleppa þeim hluta yfírlýsingarinnar þar sem sagt er að Vesturlöndum stafi mest hætta af hernaðarmætti Sov- étmanna. í i 1 E l B I S 1 I \ ) I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.