Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 1

Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 268. tbl. 79, árg. LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eldhamar GK 13 strandaði í gærkvöldi: Fimm sjómenn fórust við Grindavík, einn bjargaðist FIMM skipverjar á vélbátnum Eldhamri GK 13 fórust er báturinn strandaði við Hóps- nestá um klukkan 20 í gær- kvöldi. Sjötta skipverjanum skolaði upp í fjöru og komst lífs af. Hann var fluttur í heilsugæslustöðina í Keflavík og er ekki í lífshættu, að sögn læknis. Skipverjar á Eldhamri hringdu í Slysvarnafélagið og báðu um aðstoð um klukkan 20 og sjö mín- útum síðar strandaði báturinn á Hópsnestá. Björgunarmennirnir skutu línu út í skipið og skipveijarnir komu einnig skotlínu í land. Brotsjór reið yfir skipið áður en tókst að koma líflínu á milli og færðist báturinn við það austar og lenti framendi skipsins í gjótu. Skip- veijar voru þá komnir aftur á skut, að sögn Gunnars Tómasson- ar, formanns slysavarnadeildar- innar í Grindavík. Er annað brot gekk yfir bátinn fóru þrír skipveijar fyrir borð og rak þá upp í fjöruna. Einn þeirra komst lífs af. Þyrla varnarliðsins fann síðar hina þrjá skipveijana og voru þeir þá látnir. Skipveijar voru allir í björgunarflotgöllum og er talið að það hafi bjargað lífi mannsins sem komst af. Tveir uppblásnir gúmbjörgunarbátar fundust við skipshliðina í gær- kvöldi. Björgunarsveitarmenn voru í símasambandi við skipveija á Eld- hamri frá því um klukkan 20, Landhelgisgæslunni barst til- kynning frá Tiikynningaskyldunni í Grindavík klukkan 20.03. Klukk- an 20.20 hringdi Tilkynninga- skyldan aftur í Landhelgisgæsl- una og greindi frá því að ekki þýddi að reyna björgun af sjó, en skipveijar ætluðu að reyna að yfirgefa skipið. Klukkan 20.39 hafði Landhelgisgæslan samband við björgunarsveitina í Grindavík og bað um að haft yrði samband við varnarliðið. Þyrla Gæslunnar var biluð á Isafirði, en þyrla varn- arliðsins fór í loftið klukkan 21.30 og var komin á slysstað klukkan 21.48. Eldhamar GK var 50 tonna stálbátur, smíðaður í Svíþjóð 1988, báturinn var síðar lengdur í Póllandi. Eldhamar var á trolli og var að koma úr róðri er slysið varð í gærkvöldi. A þessum sama stað strandaði Hrafn Sveinbjarnarson III fyrir nokkrum árum er manbjörg varð. Einnig varð mannbjörg er Þor- katla strandaði á þessum slóðum en mannskaði varð er Grindvík- ingur fórst við Hópsnestá. Sjá einnig baksíðu. Israelum og aröbum boðið til frekari friðarviðræðna í Washington 4. desember: Björgunarmenn í fjörunni við Hópsnes í gærkvöldi. Eldhamar marar í hálfu kafi á strandstað skammt frá landi. Morgu nblaðið/Þorkell Shamir ljær máls á að ræða framtíð hemumdu svæðanna Washington. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti bauð í gær ísraelum og aröbum tii frekari viðræðna um frið i Miðausturlöndum í Washington 4. desem- ber. Þetta gerði hann án þess að hafa tryggt samþykki Yitzhaks Sham- irs, forsætisráðherra ísraels. Fyrr um daginn hafði Shamir rætt við forsetann og sagt að fundi þeirra loknum að til greina kæmi að ræða framtíð hertekinna svæða ísraela í viðræðunum. Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að formlegt boð hefði þegar verið sent til sendinefnda þjóðánna - Israela, Sýrlendinga, Líbana, Pal- estínumanna og Jórdana. „Við höf- um lagt til að viðræðurnar hefjist hér í Washington 4. desember eftir að hafa beðið í þijár vikur eftir því að aðilar Miðausturlandaviðræðn- anna semdu um hvar framhaldsvið- ræðurnar skyldu fara fram,” sagði Tutwiler á blaðamannafundi í Was- hington. Ekki kom fram.á fundinum hversu lengi viðræðurnar eiga að standa. Fréttaskýrendur sögðu að Bush væri að reyna að binda enda á deilu ísraela og araba um fundarstaðinn með því að þröngva upp á þá eigin lausn. ísraelar höfðu krafist þess að viðræðurnar færu fram í Miðaustur- löndum. Shamir sagði fyrir skömmu að Washington væri of langt frá þessum heimshluta og lagði til að viðræðurnar yrðu haldnar á Kýpur. Aðeins tveimur klukkustundum áður en skýrt var frá ákvörðuninni í Washington hafði Shamir sagt að loknum fundinum með Bush að ræða þyrfti þetta mál frekar. Bandaríkja- menn höfðu skýrt fulltrúum Palest- ínumanna frá ákvörðuninni nokkrum klukkustundum fyrir fund Bush og Shamirs og í ísrael var litið þannig á að með þessu væri verið að snupra forsætisráðherrann. Shamir sagði einnig eftir fundinn með Bush að Israelar væru reiðu- búnir að ræða framtíð herteknu svæðanna við araba. „Landnám gyð- inga [á hernumdu svæðunum] er hluti af landakröfuvandamálinu og um það verður fjallað og samið í viðræðunum,” sagði hann. Jórdanir tóku þegar boði Bush en Shamir kvaðst þurfa að ræða það við ráðherra sína. Hanan Ashrawi, talsmaður palestínsku fulltrúanna í viðræðunum, sagði að Palestínu- menn gætu ekki tekið því fyrr en þeir fengju svör Bandaríkjastjórnar við nokkrum spurningum. Fyrr um daginn höfðu ísraelsk yfirvöld sagt að þau myndu ekki verða við kröfum um að Ashrawi yrði ákærð fyrir tengsl við Frelsissamtök Palestínu (PLO).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.