Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 VEÐUR Mikið tjón í eldsvoða Selfossi. MIKIÐ tjón varð í eldsvoða í Fiskbúð Suðurlands á Eyrarvegi 59 á Selfossi aðfaranótt föstudags. Miklar skemmdir urðu einnig af völd- um vatns og sóts lyá tveimur fyrirtækjum í sama húsi. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang logaði út-um glugga á vesturenda hússins, þar sem Fisk- búðin er til húsa. Mikill eldur var í húsinu, en slökkvistarf gekk greiðlega. Allt innanstokks í Fisk- búðinni er gjörónýtt, en þar inni var nokkurt magn af fiski, frosnum og ófrosnum. Guðmundur Hans- son, einn eigenda Fiskbúðarinnar, segir tjónið mikið. Vélaverkstæði Sigurðar Karls- sonar verktaka og byggingafyrir- tækið G-verk í austurenda hússins urðu fyrir töluverðu tjóni, einkum vegna vatns og reyks. Eldur komst yfír brunavegg eftir þaki hússins. Eldsupptök eru óljós en unnið var að rannsókn málsins í gær. - -Sig. Jóns. VEÐURHORFUR íDAG, 23. NÓVEMBER YFIRLIT: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.020 mb hæð en um 600 km suðvestur af íslandi er 974 mb grynnkandi lægð á leið norðaust- ur. Önnur lægð, álíka djúp, er um 1.200 km suðvestur af landinu og fer hún austur og síðar norður og fer dýpkandi. SPÁ: Allhvass og síðar hvass norðaustan með rigningu og síðar slyddu eða snjóéljum á Vestfjörðum, en hægari austlæg átt og rign- ing eða súld með köflum í öðrum landshlutum. Hiti verður 0-5 stig, svalast á Vestfjörðum, en hlýjast sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustan strekkingur og él á norðanverðum Vestfjörðum, en mun hægari austan- og suðaustanátt og skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Kóln- andi veður. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Morgunblaöið/biguröur Jónsson Allt innanstokks í Fiskbúð Suðurlands er gjörónýtt. V / DAG kl. 12.00 Tillaga fyrir ríkisstjórn í næstu viku, segir sjávarútvegsráðherra NEFND sú sem ríkisstjórnin skipaði að tillögu sjávarútvegsráðherra til að athuga ýmsa þætti varðandi hugsanlega úrsögn íslendinga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu hefur skilað áliti sínu í skýrslu til sjávarútvegs- ráðherra. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að íslandi beri að segja sig úr ráðinu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að álit nefndarinnar sé skýrt og samhljóma. Sjálfur hafi hann aldrei dregið dul á þá skoðun sína að það væri óeðlilegt fyrir íslendinga að vera aðilar að alþjóðastofnun sem hundsaði stofnsamning sinn með jafn- áþreifanlegum hætti og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gert. Hvað varðar hugsanleg áhrif úr- sagnar á viðskiptahagsmuni íslend- inga erlendis telur nefndin afar erf- itt að komast að einhlítri niðurstöðu um en hún ræddi við nokkra aðila hérlendis um þennan flöt á málinu. Fyrirtækið íslenskar sjávarafurðir hf. sem er næst stærsti útflytjandi á frystum físki mælir afdráttarlaust með því að Island segi sig úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Það er hins vegar Helmild: VeSurstola islands (Byggt á waðurspá kl. 16.15lgær) / VEÐUR 1/ÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 1 skýjað Reykjavík 4 rigning Björgvin vantar Helsinkl 4 skýjað Kaupmannahöfn 4 rigning og súld Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk +2 logn, heiðskírt Ósló 2 þokaígrennd Stokkhólmur 6 þokumóða Þórshöfn 10 rigning Algarve 15 léttskýjað Amsterdam 4 þokumóða Barcelona 9 hálfskýjað Beriín 2 mistur Chicago 2 léttskýjað Feneyjar 11 skýjað Frankfurt 4 skýjað Glasgow 10 mistur Hamborg 2 súld London 9 mistur LosAngeles 12 þokumóða Lúxemborg 2 léttskýjað Madríd 9 iéttskýjað Malaga 14 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Montreal 0 skýjað NewYork 14 rigning Orlando vantar París 5 léttskýjað Madeira 18 skýjað Róm logn, heiðskirt Vín 1 slydda Washington 16 skúr á síð. klst. Winnipeg +14 snjókoma álit Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna „að mjög varhugavert sé að ísland segi sig úr Alþjóðahvalveiðir- áðinu á þessu stigi”. Mat SH er að úrsögn hafi neikvæð áhrif á' mark- aðsstöðu íslenskra afurða þar sem litið yrði á hana sem fyrsta skrefíð í átt til veiða á ný. Sölustofnun lagmetis óttast einnig að úrsögn geti verið túlkuð sem skref í átt til veiða og.að áróður umhverfis- samtaka gegn íslendingum myndi einkum skaða rækjuframleiðendur. Fyrir liggur að tveir kaupendur ís- lensks lagmetis í Þýskalandi hafa þá fyrirvara í samningum að hefji Is- lendingar hvalveiðar að nýju séu samningar uppsejgjanlegir. Flugleiðir og Utflutningsráð voru sammála um að ákvörðun sem túlka mætti sem upphaf hvalveiða gæti leitt til þess að jákvæð ímynd íslands í umhverfísmálum biði hnekki og slíkt myndi valda skaða fyrir okkur sem útflutningsþjóð. Fulltrúi Ferða- málaráðs aftur á móti taldi að umtal í kjölfar úrsagnar íslands úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu gæti jafnvel eflt ferðaþjónustu hérlendis. Fjölgun ferðamanna á undanförnum árum benti til þess að umræða fyrri ára um hvalveiðimál hefði síst skaðað ísland sem ferðamannaland. Algjör einhugur var meðal hags- munasamtaka sjómanna og útgerð- armanna sem telja að ísland eigi afdráttarlaust að segja sig úr ráðinu og sömu skoðunar eru Fiskiþing 1991 og sextánda þing Verkamanna- sambands íslands. í máli Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra kemur fram að hann muni byggja tillögu sína til ríkis- stjórnarinnar á því áliti sem nefndin leggur fram í skýrslu sinni en hann vill ekki greina nánar frá því fyrr en um tillöguna hefur verið fjallað á þeim vettvangi. Meginástæður úrsagnar í skýrslu nefndarinnar kemur m.a. fram að á ársfundi ráðsins í Reykja- vík í vor lá fyrir tillaga um nýtt stjórnunarkerfi sem vísindanefndin hafði samþykkt nær samhljóða. Hvalveiðiríkin ísland, Noregur og Japan lögðu fram tillögu um að ráð- ið samþykkti þetta kerfí en meiri- hluti ráðsins hafnaði því. í staðinn var samþykkt tillaga um endurskoð- un á tillögu vísindanefndarinnar. í skýrslunni segir: „Reikna má með að þessi endurskoðun muni leiða til verulegrar seinkunar á allri af- greiðslu mála og jafnvel til algerrar friðunarreglu sem nái til flestra hvalastofna heims a.m.k. næsta ára- Óperusmiðjan: tuginn. Öllum tillögum um kvóta vegna veiða í atvinnuskyni var hafn- að með sömu röksemdum og áður.” í skýrslunni kemur fram að í Al- þjóðahvalveiðiráðinu séu aðeins 38 ríki og það sé Ijóst að fáein þeirra hafi í hendi sér að koma í veg fyrir endurupptöku veiða því það þarf 3/4 hiuta atkvæða til að breyta núll-kvót- anum sem samþykktur var á árs- fundinum 1982. í skýrslunni segir svo: „Hvalveiðiráðið hefur brugðist skyldu sinni. Það er misnotað af meirihlutanum, m.a. fúlltrúum ríkja sem h'afa aldrei nálægt hvalveiðum komið eða haft beinna hagsmuna að gæta á því sviði. Það er orðið að eins konar hvalfriðunarstofnun ... Af framangreindu má ljóst vera að hagsmunir íslenskrar þjóðar, sem byggir afkomu sína á skynsamlegri nýtingu lifandi auðlinda sjávar, eru engan veginn tryggðir með þátttöku í störfum Alþjóðahvalveiðiráðsins eins og starfsemi þess og skipan mála er háttað í dag. Því miður sýn- ist eina færa leiðin til að knýja fram breytingar þar á vera formleg úrsögn úr því. Úrsögn Istands gæti án efa stuðlað að umræðum um bætta starfshætti innan ráðsins þannig að innganga í ráðið á ný kynni síðar að verða fýsilegur kostur.” Nefndin telur ógeriegt að fullyrða hver viðbrögð annarra ríkja yrðu við úrsögn íslands úr Alþjóðahvalveiðir- áðinu en það sé skoðun nefndarinnar að ekki sé unnt að horfa framhjá þeim möguleika að gripið verðr af minnsta tilefni til áróðurs gegn ís- landi og íslenskum framleiðsluvörum af einstökum hvalfriðunar- eða þrýstihópum. íslensk stjómvöld yrðu að viðurkenna þann möguleika og taka með í reikninginn sem afleið- ingu af þeirri ákvörðun að segja sig úr ráðinu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að hann muni leggja sína tillögu í máli þessu fyrir ríkis- stjórnarfund í næstu viku en ákvörð- un um úrsögn íslendinga verður að liggja fyrir 1. janúar nk. svo úrsögn- in geti tekið gildi á næsta ári. Selfoss: Maðuriim kominn í leitirnar MAÐURINN, sem lýst var eftir á fimmtudag, kom fram heill á húfi aðfaranótt föstu- dags. Það voru leitarmenn björg- unarsveitarinnar á Selfossi sem gengu fram á manninn vestast í kaupstaðnum. Sig. Jóns. Sextíu mæta í prófsöng „VIÐ áttum alls ekki von á þessum fjölda. Við reiknuðum með 20 - 30 manns, en það eru hvorki fleiri né færri en sextíu söngvarar, sem ætla að mæta,” sagði Margrét Pálmadóttir, formaður Óperusmiðjunn- ar í samtidi við Morgunblaðið, en um helgina fer fram prófsöngur á vegum Óperusmiðjunnar vegna flutnings óperunnar La Bohéme eftir Puccini. Margrét sagði, að upphaflega hefði verið meiningin að prófsöng- urinn stæði einn dag, en vegna fjöldans færi öll helgin í þetta. Auk fjöldans sagði Margrét að það hefði komið henni mjög á óvart, hversu • margir söngvarar væru með góða 1 monntun. vVV * Y Prófsöngurinn fer fram í Borgar- leikhúsinu, þar sem óperan verður fiutt í vetur. Stjórnandinn Guð- mundur Óli Gunnarsson er nú við nám í Finnlandi, en kemur heim vegná prófsöngsins. Leikstjóri verð- ur Bríet Hóðinsdóttir. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstlg: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / r / r / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / j ■# ■* ■# * * * * Snjókoma f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E1 = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Í7 Þrumuveður r ■> * 1' ’ ■ ' i „Hvalveiðinefndin” skilar áliti: Island segi sig úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.