Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
NÚMER TÍU
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Teningur. Vettvangur fyrir list-
ir og bókmenntir. 10. hefti.
Sextán höfundar skrifa í þetta
hefti Tenings, ýmist greinar, viðt-
öl, ljóð, smásögur eða ritdóma.
Óvenjulegt viðtal
Heftið byijar á viðtali, bráð-
frumlegu, sem Sigfús Bjartmars-
son tekur við Þórunni Valdimars-
dóttur. Spyijandinn og spurning-
arnar eru alveg horfnar, aðeins
viðmælandinn stendur á sviðinu,
baðaður skæru ljósi. Viðtalið er
opinskátt án þess þó a ð vera
„opinskátt”. Það er nærgöngult
en viðmælandinn missir samt ekki
snefil af sjálfsvirðingunni. Og
Þórunn hefur sem betur fer ýmis-
iegt að gefa lesendum án þess að
hrapa niður á eitthvert hallæris-
plan. Hún drepur á ýmislegt. Kynj-
akvóti, sagnaritun, ’68, Cohen og
Berlínarmúrinn koma öll við sögu
án þess að vera endurtekning af
endurtekningu.
Er íslenska skáldsagan komin
þrot?
Ferðasaga frá Afríku
ÚT ER komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Guðirnir eru geggjað-
ir - Ferðasaga frá Afríku eftir
Stefán Jón Hafstein útvarps-
mann.
í kynningu útgefanda segir:
„Höfundur starfaði fyrir Rauða
krossinn í Eþíópíu. Þetta er þó ekki
bók um hungur og örbirgð heldur
segir Stefán sögu manns sem legg-
ur af stað fullur af barnatrú húman-
istans, en allt reynist öðruvísi en
hann hugði, og að iokum verður
hann að fara lengstu ferðina inn í
sjálfan sig. Útkoman er afar óvenju-
leg saga, ferðasaga, þjóðarlýsing,
saga um hörmungar, gleði, glæsi-
leik og stolt, en þó öðru fremur
persónuleg frásögn.”
Bókin er 158 blaðsíður auk 32
síðna af litmyndum eftir höfundinn.
Teikningar gerði Guðrún Kristín
Sigurðardóttir. Bókin var unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf.
Stefán Jón Hafstein
120fm íbúðirtil sölu
Á veðursælum stað í Grafarvogi eru til sölu vel skipu-
lagðar íbúðir. Góðar suðursvalir. Stórar stofur og
þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast
tilbúnar og sameign fullfrágengin. íbúðirnar verða til
sýnis, fullbúnar, á næstu dögum.
Örn Isebarn, húsasmíðameistari,
sími31104.
1 Kn 0*í 97H LARUS Þ’ VALDIMARSS0W framkvæmdastjóri
Ll Iv/V”ul0/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasal.
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Reisulegt steinhús í Langholtshverfi
tvær íbúðir 3ja herb. af meðalstærð á 1. og 2. hæð. Ennfremur kj.
og verkstæði 45 fm. Gott verð.
Einbhús - hagkvæm skipti
Norðarmegin á Nesinu nýl. steinhús hæð og ris m/5 herb. íb. um 135
fm. Ennfremur góður bílsk. 31,5 fm. Laust nú þegar. Ýmis konar eigna-
skipti mögul.
Á góðu verði við Hraunbæ
3ja herb. íb. ekki stór en vel skipul. Nýtt bað. Sérinng. (b. er á neðri
hæð i tveggja hæða húsi. Ágæt nýsprunguþétt og mál. sameign utan-
húss. Laus strax.
„Stúdíó”íb. í lyftuhúsi
v/Tryggvagötu nýendurbyggð eins herb. íb. m/stórum suðursv.
Ódýr íbúð skammt frá Hlemmi
2ja herb. á 3. hæð rúmir 50 fm auk geymslu og sameignar í reisul.
steinhúsi. Snyrtingu þarf að lagfæra. Svalir. Laus strax.
Góð íbúð við Álftamýri
3ja herb. á 3. hæð 80,2 fm. Rúmg. stofa, sólsvalir. Góð sameign nýl.
endurbætt. Bílsk. í smíðum.
Skammt frá „Fjölbraut”
í Breiðholti nokkrar góðar 4ra og 5 herb. íb. á sanngjörnu verði.
Á vinsælum stað í Vogunum
steinhús ein hæð 165 fm auk bilsk. 2 stofur, rúmg. hol, stór sólverönd,
■5 svefnherb. Glæsil. lóð. Eignaskipti mögul.
Suðuríbúð við Fellsmúla
4ra herb. á 3. hæð um 100 fm. Laus strax. Vinsæll staður. Góð
greiðslukjör.
• • •
Opiðídag kl. 10.00-16.00.
Almenna fasteignasalan sf. ___________________________
varstofnuð 12. júh'1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ALMENNA
FASTEIGHASALAN
í Blekkingu og þekkingu, grein
um íslenska skáldsagnagerð, ræðir
Matthías Viðar um innihaldsleysi
íslenskra skáldsagna um þessar
mundir. Hann tekur þijár skáld-
sögur sem dæmi um þessa stöðn-
un, Hversdagshöllina, Svefn-
hjólið, Nautnastuld og Rauða
daga. í íslenskum skáldsögum
telur Mathhías lítið um vitræna
nýsköpun eða þekkingarleit. Þetta
sjáist í undarlegu áreynsluleysi
höfundanna bæði við tungumál og
hugmyndir. Flest sé pakkað inn í
„ævintýri ’nversdagsleikans” eða
„ævintýri ímyndunaraflsins”. Of-
beldi og kynlíf séu bannvara. Og
Matthías segir: „Það heyrir til
undantekninga að hreyft sé við
sjálfsvitund okkar á róttækan
hátt, að glímt sé við sögu og menn-
ingu af vitsmunalegri ástríðu.”
Saman við þessar vangaveltur
spinnur Matthías orðum Milan
Kundera um skáldsöguna. Sam-
kvæmt Kundera er lífið gildra en
skáldsagan hugleiðing um tilvist.
Endursögn Matthíasar á kenning-
um Kundera er fróðleg en honum
tekst illa að tengja hana að öðru
leyti við umræðuna um stöðu ís-
lenskra skáldsagna.
Ofbeldi og súrrealismi
Smásaga Böðvars Björnssonar,
Pyntingameistarinn, kemur eins
og framhald af ósk Matthíasar um
ofbeldi og kynlíf. Þetta er einföld
saga, kannski siðræn, sem sýnir
m.a. að hver uppsker eins og hann
sáir.
Þijú ljóð eftir Jón Egil sýna fjöl-
breytilega meðferð skáldsins á
tungunni. í Dýrmætum engli er
Hluti listaverks eftir William
Hall.
það endurtekning tempraðra, ryk-
ugra lita sem ljær ljóðinu sterkast-
an blæ. Tvennt klýfur samt þessa
mjúku áferð og ljóðið verður áhrif-
ameira fyrir vikið: Postulínsengill-
inn brotnar og þessi „ég” sér sjálf-
an sig ”í speglinum”. í Morgun-
stund og Stopp eru súrrealískir
drættir sterkir. Það er veröld á
bak við veröld á bak við veröld...
og allt fram þýtur endalaust.
í Teningi er myndlistarhorn.
Þar eru ljósmyndir af nokkrum
ólíkum verkum Guðrúnar Hrannar
Agnarsdóttur. Myndirnar eni
daufar og kontrastlausar og draga
töluvert úr því að forvitnileg verk-
in njóti sín.
Bernard Marcadé
Laufey Helgadóttir og Sigurður
Árni Sigurðsson hittu að máli
franska listfræðinginn Bernard
Marcadé. Þetta er fróðlegt viðtal
en dálítið losaralegt í heildina.
Marcadé tekur mjög forvitnilega
afstöðu til listgagnrýni, vill tala
um listræna gagnrýnendur á svip-
aðan hátt og Nietszche talaði um
listræna heimspeki en hvorki um
heimspeki listarinnar né heim-
spekilega list. Marcadé hefur tölu-
verðar mætur á norrænum mynd-
listarmönnum og telur þá hafa sín
sérstöku einkenni. Á hinn bóginn
vill hann fara varlega í að tala um
umhverfisáhrif á listamenn, slíkt
geti auðveldlega leitt út í ógöngur
rasismans.
Ýmislegt annað efni er í Ten-
ingi en minnst hefur verið á. Þor-
steinn Gylfason ritar um Skáld-
skap og sannleika þar sem hann
kemst m.a. að þeirri niðurstöðu
að ekkert heimspekilegt svar sé
til við spurningunum „Hvað er
skáldskapur?” og „Hvað er list?”.
Sveinbjörn I. Baldvinsson er með
alllangt ljóð, Felustað tímans,
nokkurs konar ljúfa fortíð-
arrapsódíu. Helgi Þ. Friðjónsson
og Eggert Pétursson eiga viðtal
við Kristin G. Harðarson. Tvær
sögur eru þarna eftir Bruce
Chatwin í þýðingu Kristjáns
Kristjánssonar. Þoi-valdur Þor-
steinsson skrifar um íjóra amer-
íska listamenn. Tvö ljóð eru birt
eftir Bárð R. Jónsson og ritinu
lýkur á Þrem teningum, eins
konar prósaljóði eftir Harald Jóns-
son.
í lokin má hnykkja á því að
Teningur hefur með þesu hefti slit-
ið barnsskónum. Efnisval og frá-
gangur er í heildina til sóma.
_________________________ faffisíM giáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 616. þáttur
Víkur nú sögunni til Húna.
Ö-stofnar í beygingafræðinni
eru allir kvenkyns, og má svo
sem segja að þeir séu „kvengerð-
in” af a-stofnunum. Þeir enda
líka á -ar í fleirtölu eins og karl-
kyns a-stofnar. Ö-stofnar hafa
enn sömu undirflokkaskipan og
a-stofnar. Skal nú.fyrst hyggja
að hreinum ö-stofnum, og tök-
um ofurlítið breytileg dæmi.
Sameiginlegt megineinkenni er
fleirtölu-endingin ar, bæði í nf.
og þolf. Þó gat a-hljóðið fallið
þar niður, ef á undan fór á eða
ó, sjá síðar. Dæmi um ö-stofn
af venjulegasta tagi er nál, en
önnur dæmi um hreina ö-stofna
eru lifur, drottning, Ingibjörg,
á og tó. Orðið nál beygist þá í
eintölu: nál-nál-nál-nálar og í
fleirtölu: nálar-nálar-nálum-
nála. Þetta er ekki vandasöm
beyging, enda fer fjöldi orða
þessa slóð, svo sem ár, hlíð,
kinn, kvísl, kví, taug, vél og
æð. I fleirtölu eru jafnan höfð
orðin limar (á tré), meiðmar
(= dýrgripir), tálar (draga ein-
hvern á tálar), æsar (út í æsar)
og öfgar, - en síðast talda orð-
ið hef ég heyrt suma hafa í karl-
kyni.
Mörg kvennanöfn beygjast
eins og Ingibjörg, með u-end-
ingu bæði í þolf. og þágufalli,
svo sem Áslaug og Sigurveig.
I nútímamáli hefur u skotist
inn í endingar orðanna lifur,
gimbur, klömbur og vigur
(=spjót). Vigur er líka alþekkt
eyjarheiti, en kannski er það
vegna hvorugkynsorðsins ögur
(Ögur) að sumum finnst skrýtið
að segja Sigurður í Vigur eða
frá Vigur, en það er auðvitað
hárrétt mál.
Orð, sem enduðu á -ing og
-ung, eins og drottning og
verðung (= hirð), skáru sig'að
því leyti úr, að nefnifall og þol-
fall voru endingarlaus að fornu,
en u-ið kom fyrst í þágufalli. I
gömlu Maríukvæði segir:
hversu drósin dýra
drottning heiðrar þá.
Nú myndum við heiðra
drottningu. Þetta kallast
áhrifsbreyting frá þágufalli yfir
í þolfall. Eins og síðast ’töldu
orðin beygðust að fornu hlið,
ull og laug.
Hjötr bltr ofan,
en á hliðu fúnar,
segir um Ask Yggdrasils í fórn-
um fræðum. í mínu ungdæmi
sögðu menn enn að ær væru í
ullu, og í Sturlungu var Sturlá
Sighvatsson í laugu, þegar hon-
um bárust ótíðindin um Sauða-
fellsför.
Eins og á (= fljót) og með
fleirtöluendinguna -r, voru brá,
gjá, lá (= sjór), vá (= hætta),
skrá, slá, þrá og tó (mosató).
Ég býst reyndar við að lá og
vá séu lítt höfð orð í flt., en
menn voru votir um brárnar,
stukku yfir gjárnar og slárnar
og leituðu í tórnar.
Geymum svo undirflokka
ö-stofna um sinn.
★
Sértu þróttlaus
og kaldur
og við
aldur,
tryggt er
gagn til;
að gleypa
magnyl.
(Ólafur á Neðrabæ.)
★
Nafnið Gunnþórunn er 19:
aldar samsetning, til þess gerð
að skíra sama barnið eftir báðum
foreldrunum, sem þá var býsna
títt. Annars merkir Gunnur val-
kyija eða orusta og Þórunn „sú
sem Þór ann” eða „sú sem ann
Þór”, „vina Þórs”.
Árið 1845 hétein íslensk kona
Gunnþórunn og reyndar gott
betur. Gunnþórunn Ingibjörg
Ragnheiður Gunnlaugsdóttir
var 22 ára, dóttir Gunnlaugs
Odssonar, sem dómkirkjuprestur
var um hríð í Reykjavík, fædd
í Kaupmannahöfn, en móðir
hennar hét Þórunn. Alsystir
hennar og alnafna (eldri) dó á
fyrsta ári. Þær systur hétu sem
sagt eftir foreldrum sínum og
að því er virðist ömmum sínum
báðum.
Gunnþórunn Ingibjörg Ragn-
heiður Gunnlaugsdóttir átti sr.
Halldór Jónsson, sem alþingis-
maður var og prestur á Hofi í
Vopnafirði (faðir sr. Lárusar
föður Guðrúnar), og dóttir henn-
ar og sr. Ilalldórs var nafna
móður sinnar, og eftir henni var
leikkonan Gunnþórunn Hall-
dórsdóttir skírð, eftir því sem
ég best veit.
Samsetningin Gunnþórunn
varð ekki mjög fágæt um hríð.
Svo hétu 22 konur 1910, þar af
8 fæddar í Norður-Múlasýslu.
Árin 1921-50 voru 23 meyjar
skírðar þessu nafni, en hina síð-
ustu áratugi hefur það ekki ver-
ið í náðinni.
★
Orðið óráðsía heyrist stund-
um nú á dögum um eyðslusemi
eða glannalega ráðstöfun fjár-
muna. Orðið er þekkt í máli
okkár allar götur frá því á 17.
öld. Sjálfsagt setja menn þetta
í huga sér í samband við óráð,
en einhver kynni þá að spyija
um seinni hlutann.
Sennilega er hér þjóðskýring
á ferðinni. Jón Ólafsson frá
Grunnavík setti saman orðabók,
og þar hefur hann órássía í
merkingunni „orðaflaumur,
kjaftæði”. Hann hefur og orða-
sambandið „eitthvað verður í
órássíu” = lendir bara í orða-
vaðli, en engum framkvæmdum.
Stefán Ólafsson skáld í Valla-
nesi notaði latínuslettuna órats-
ía = ræða. Oratio í latínu er
ræða eða bæn. Skólapiltar og
aðrir lærðir menn hafa slett
þessari latínu og til orðið óráðs-
ía fyrir áhrif frá orðinu óráð
og breytt merkingu sinni úr
„málæði” í „bruðl og fyrir-
hyggjuleysi”.