Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
17
Einar Bjarnason
ember sl. boðaði Félagsmálastofnun
móður barnsins og hennar mann á
sinn fund.
Úrskurður
Umræðuefnið var að nefndin væri
búin að úrskurða að barnið yrði tek-
ið og það væri búið að koma því
fyrir. Þau mótmæltu þessum aðför-
um harðlega og sagðist móðirin sjálf
taka barnið, hún hefði ein rétt yfir
því. Nefndin hlustaði ekki á óskir
móðurinnar og sagði að þetta væri
búið og gert. Móðirin og hennar
maður eiga 10 mánaða gamlan son,
þau búa núorðið í góðri íbúð og
hafa bæði mjög góða atvinnu. Móðir-
in tilkynnti nefndinni að hún ætlaði
að hætta að vinna og taka dótturina
til sín. Á það var ekki hlustað. Hún
er búin að vinna á sama stað í nokk-
ur ár, hún er mjög eftirsóttur starfs-
kraftur, hún er 22ja ára mjög reglu-
söm og strangheiðarleg.
Þau hafa búið í mjög lítilli íbúð
og þar af leiðandi voru þau ekki
búin að taka barnið til sín. Nú eru
þau komin í góða íbúð og ætluðu
að taka barnið en þá dundu þessi
ósköp yfir.
Þegar fundinum lauk komu þau
beint til okkar og sögðu okkur hvað
hefði gerst en þau voru vart búin
að skýra okkur frá þessu þegar dyra-
bjöllunni var hringt. Ég fór til dyra
og opnaði. Fyrir utan stóðu karlmað-
ur og kona. Konan kvaðst vera frá
Félagsmálastofnun og vera hingað
komin til að sækja bamið. Félags-
málastofnun var búin að gefa út
úrskurð um það og honum yrði að
framfylgja.
Það var ekki að orðlengja að við
rifumst í að minnsta kosti klukku-
tíma en þá var dyrabjöllunni hringt.
Fyrir utan stóð kona, hún sagðist
vera komin með úrskurð Félagsmál-
astofnunar og ætlaði að lesa hann
fyrir okkur. Við fórum inn í stofu
og hún gerði sig líklega til að byija
lesturinn. Ég geng að henni og sagði,
þú lest hvorki eitt né neitt hér upp
í mínum húsum og hlýddi hún því.
Ég horfði á hana og sagði, það varst
þú, sem ætlaðir að þröngva móður
barnsins til að skrifa undir plaggið
þar sem hún átti að afsala sér
móðurréttinum. Það var aldeilis
frægt fólk í stofunni hjá okkur. Rifr-
iidið hélt áfram, ég sagði að barnið
færi ekki héðan út. Þá risu þær á
fætur og sögðust þá láta lögregluna
sækja það. (Þessi orð vildi ég heyra
frá þeim.) Ég hálfsé eftir að hafa
ekki látið þær senda lögregluna. Ég
trúi ekki öðru en bæjarfógeti he'fði
þurft að gefa út úrskurð en það
hefði hann ekki gert nema að vel
athugðu máli. Þá hefði barnið
kannski aldrei verið tekið.
Sorgarstund
Nú hófst sorglegasta stundin í
þessari illvígu árás Félagsmálastofn-
unar. Móðirin, langamman og barnið
fóru inn í svefnherbergi og læstu
þar að sér. Nú held ég að fínu frún-
um hafi ekki verið farið að standa
á sama, þær voru órólegar. Móðirin
og amman voru að reyna að róa
barnið og fá það til þess að fara
með afa sínum, sem kom hingað
með ömmunum. Hann hefur verið
alla tíð mjög góður við telpuna enda
hið mesta ljúfmenni. Ég vorkenndi
honum að horfa upp á þetta.
Um síðir féllst barnið á að fara
með honum en það kom hágrátandi
fram á ganginn og kallaði: „Mamma,
mamma, láttu þær ekki taka mig!”
Þetta eru áhrifamikil orð. Engin
svipbrigði sáust á fínu frúnum. En
það voru aðrir sem grétu.
Útsendarar Félagsmálastofnunar
stóðu við útidyrahurðina og biðu þar
eins og hræfuglar eftir því að bráðin
birtist. Barnið samþykkti að fara og
gekk til okkar og kvaddi okkur. Mér
varð litið á fulltrúa Félagsmálastofn-
unar. Sá ég ekki betur en bros léki
um munnvikin á þeim. Þær hafa
sjálfsagt haldið að þær væru að
vinna orrustuna. Við sjáum nú til.
Þetta er átakanleg saga ungrar
stúlku. Það má mikið vera ef-hún
líður ekki fyrir þetta um ókomna
framtíð. Það eru fleiri sem einnig
líða. Ég efast um að langamma
hennar nái sér nokkurn tíma eftir
þessa árús.
Nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir
síðan barnið vartekið. Hinn 15. þ.m.
móðir barnsins, amma þess og sam-
býlismaður hennar boðuð á fund
Félagsmálastofnunar Hafnarfj arðar.
Umræðuefnið var umgengnisréttur
og hljóðaði hann á þessa leið: Móðir-
in má heimsækja barnið einu sinni
fyrir áramót. Heimsóknartíminn má
vera þijár klukkustundir. Böggull
fylgir skammrifi. Tveir fulltrúar frá
barnaverndarnefnd Borgamess og
amman og afinn sem barnið er hjá
skulu vera viðstödd og fylgjast með
hveiju orði sem sagt er við bamið.
Sama gildir um ömmu bamsins og
hennar mann.
' Þetta minnir óneitanlega á gömlu
nasistaaðferðirnar. Við höfum þegar
fengið okkur góðan lögfræðing.
Eg skrifa þessar línur til þess að
hvetja fólk til að vera vel á verði
gagnvart fólki því, sem starfar hjá
Félagsmálastofnun og barnavernd-
arnefnd Hafnarfjarðar.
Höfundur er fyrrverandi
skipstjóri.
M LEÐUR VÖRUVERSL UNIN
Drangey hf., Laugavegi 58, er
55 ára um þessar mundir. í tilefni
afmælisins verður veittur 20% af-
sláttur af öllum vöram verslunar-
innar frá 23.-30. nóvember. Sérstök
tilboð verða á hveijum degi. Drang-
ey verður einnig í Jólaskeifunni
fyrir þessi jól og gildir aflátturinn
einnig þar þessa viku. Árið 1936
keyptu María S. Ammendrup og
Poul Ammendrup Drangey sem
þá var matvöraverslun á Grettis-
götu 7. Þau fluttu síðan verslunina
á Laugaveg 58 og versluðu með
vefnaðarvöru og gjafavörur, en síð-
an var opnuð hljómplötuverslun í
Drangey. Upp úr 1950 var byijað
að versla með leðurvörar og hefur
verslunin síðan sérhæft sig í sölu á
töskum, hönskum, seðlaveskjum og
öðrum gjafavörum. Árið 1975 tók
María M.. Ammendrup við rekstri
verslunarinnar og hefur rekið hana
síðan.
M ZION,félag vina ísraels, held-
ur fund í dag, laugardag, ki. 15 í
safnaðarheimili Laugarnes-
kirkju. Á dagskrá fundarins er
m.a. umfjöllun um Laufskálahátið
1991. Þá verður nýtt fréttabréf
kynnt. Fundurinn er öllum opinn.
■ / S ÝNINGA RSÖL UM Haf nar-
borgar stendur nú yfir málverka-
sýning Katrínar H. Ágústsdóttur.
Á sýningunni era 40 olíumálverk.
Myndefnið er sótt í íslenska nátt-
úra. Sýningin mun standatil sunnu-
dagsins 24. nóvember og verður
opin frá kl. 12-18.
Gullfallegar POLAR-FLEECE peysur
á dömur og herra.
Tilvalið í skólann og alla útivist.
/53 Jogging gallar,
'á 7 þykkir, þunnir.
Rúllukragapeysur
*“ ~ m/rennilás (bómull).
9(m
M0L EIGANl
við Umferðarmiðstöðina,
símar 19800 - 13072.
Jóla-Happó 26.DES.
26.NOV., ÍO.DES.,
7.JAN., 21.JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS ....
SPENhíANW!
-efpú óttmiða!
í beinni útsendingu ú Stöð 0onnm bvern þriðjudag.
ö~
r
$
oyORÆrr/ hAs'F'