Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991
21
og alvarlegt atvinnuástand víða,
þannig að það sé ekki eftir neinu
að bíða.
Guðmundur sagði að megin-
markmið næstu samninga ættu að
vera þau sömu og þjóðarsáttar-
samninganna, trygging stöðug-
leika, næg atvinna og lægri vextir,
aukinn kaupmáttur og kaupmáttar-
trygging. Þjóðarsáttin hefði tekist
mjög vel í öllum aðalatriðum. Það
hefði verið lagt upp með það að
halda sjó og það hefði tekist. Hins
vegar hefði verið rætt um að kaup-
máttaraukning gæti komið í kjölfar-
ið. Hann ætlaði ekki að gera lítið
úr því ástandi sem nú væri og þeirri
breytingu sem hefði orðið á síðustu
mánuðum í efnahagsmálum en það
væri alveg ljóst að það þyrfti að
auka kaupmátt þess fólks sem væri
með laun á bilinu 43-57 þúsund
krónur. Það lifði enginn á þeim
launum og þar yrði að koma til
kaupmáttaraukning. Stórir hópar
hefðu það ágætt hér á landi og það
þyrftu ekki allir að fá kjarabætur
að hans mati. Hins vegar þyrfti að
bæta kjör þeirra sem minnst hefðu,
láglaunafólks, öryrkja og ellilífeyr-
isþega samtímis því sem stöðugleik-
anum væri viðhaldið. í því sam-
bandi væri mjög mikilvægt að ná
niður vöxtunum. Það sem hefði
bjargað okkur að verulegn leyti í
gegnum þjóðarsáttina hefði verið
það að greiðslubyrði ungs fólks sem
væri að koma sér upp heimilum og
væri með miklar skuldir hefði
minnkað. „Það skiptir miklu fyrst
og síðast að menn standi saman.
Ég held að þó ekki séu nema 20
mánuðir frá því þjóðarsáttin var
gerð þá hafi viðhorf fólks breyst
með þeim hætti að það er engan
sem fýsir þess að fara aftur á verð-
bólgubálið og í þær kollsteypur sem
henni fylgja. Það er því nauðsynlegt
að ná víðtækri samstöðu um að
viðhalda stöðugleikanum um leið
og við reynum að bæta kaupmátt-
inn,” sagði Guðmundur að lokum.
Lægstu laun skelfilega lág
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður starfsmannafélagsins Sókn-
ar, ,sagði að félagið hefði fengið
sömu skilaboð frá ríkinu, sem væri
einn helsti viðsemjandi þess, og
félögopinberra starfsmaftna að það
væri ákaflega lítið til skiptanna.
Sama gilti um önnur félög innan
ASÍ. Ef kröfurnar kostuðu eitthvað
þá væri ekkert til. Henni sýndist
að samningarnir drægjust á lang-
Loðlððraðar kuldaúlpur með
skinnhettu, stórar, síðar peys-
ur, silki- og ullardragtir.
Mikið úrval og gæði.
Hagstæðir greiðsluskilmólar.
Opið virka dago fró kl. 12-18
og fró kl. 12-16 laugardago.
Pósthússtræti 13 - sími 23050
inn, því við-
ræðurnar
færu svo hægt
af stað.
Þórunn
sagði að það
hefði marg-
sinnis verið
farið yfir stöð-
una í kjara-
málum og lín-
ur í komandi
samningum
og það væri ljóst að fólk hefði upp-
lifað stöðugleikann sem eitthvað
sem það vildi halda í. Vandamálið
væri hins vegar það að lægstu laun
væru svo skelfilega lág að það
væri engin Ieið að framfleyta sér
á þeim. Því yrði tekjujöfnun með
einhveijum hætti að koma til. Ein
af meginkröfum Sóknar væri sam-
anburður á sjúkrahússamningum
vítt og breitt um landið, því nú
Þórunn Sveinbjörns-
dóttir
væri ríkið einn viðsemjandi en hefði
ekki verið það áður en lög um verk-
askiptingu ríkis og sveitarfélaga
tóku gildi fyrir tveimur árum. Þá
hefði ríkið komið inn í samninga,
en sveitarfélögin bætt við í mörgum
tilfellum. Það hefði enn ekki tekist
að búa til einn samning fyrir ófag-
lærða á sjúkrahúsum um allt land.
Það væri ekki vilji Sóknar að fólk
úti á landi lækkaði i launum beinlín-
is vegna þessa, en þau sæju það
jafnframt sem mjög ósanngjarnan
hlut að sami vinnuveitandi borgaði
fólki mismunandi laun eftir búsetu.
Sókn vildi fá athugun á þessu
máli og síðan samræmingu sem
gæti tekið einhvern tíma. Það þyrfti
ekki annað en að fara með Akra-
borginni upp á Akranes til að vera
hærra launuð sem starfsstúlka þar
en í Reykjavík.
& JFolaéillboá' &
Stóri<ostlegt úrval af
svefnsófum og fallegum
áldæðum!
15% staðgreiðsluafsláttur á svefnsófum og hornsófum.
LYSTADUN-SNÆLAND
SKÚTUVOGI 11 124 REYKJAVÍK SÍMI 81 46 55
SMELLUR ,SVEFNSÓFI
2ja manna
kr. 38.250-
Komdu og líttu á úrvalið!
Opið alla virka daga frá kl. 9 -18. Laugardaga frá kl. 10 -16 og Sunnudaga frá kl. 13 -16.