Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 38

Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Minning: Snæbjöm Sigurðs- son, Grund íEyjafirði Fæddur 21. ágúst 1908 Dáinn 17. nóvember 1991 Með Snæbirni Sigurðssyni á Grund er genginn litríkur og eftir- minnilegur maður, sem vafalaust verður öllum þeim er kynntust hon- um ógleymanlegur. Snæbjörn var mikill athafna- og atorkumaður, en samhliða miklum önnum gaf hann sér þó meiri tíma en flestir aðrir til að huga að menningu þjóðar sinnar og í öllu því sem laut að fornmenningu íslendinga var hann mjög vel heima. Snæbjörn leit á það sem grafalvarlegt starf að vera bóndi og hann taldi hin gömlu sann- indi síst of oft kveðin, að „bóndi er bústólpi, og bú landstólpi”. Snæ- björn nefndi það oft, að fyrr á öld- um var orðið „bóndi” virðingar- heiti, og þannig ætti það að vera enn, þótt víða væri sótt að bændum í firringu samtímans. Þessi mál voru Snæbirni alvörumál, en marg- ir munu ekki síður minnast hans sem gleðimanns og sem manns sem bjó yfir ríkri kímnigáfu. Allt þetta sameinaðist með sérstökum hætti í Snæbimi, og í jákvæðri merkingu þess orðs má vissulega telja að Snæbjöm ,á Gmnd hafi verið kyn- legur kvistur á lífstrénu, en einmitt slíkir kvistir vekja oft meiri athygli 6g verða minnisstæðari en þeir, sem falla óaðfinnanlega inn í umhverfið. Foreldrar Snæbjamar voru hjón- in Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurð- ur Bjamason bóndi og fræðimaður á Snæbjamarstöðum í Fnjóskadal. Snæbjöm var yngstur níu systkina, . en þau fæddust öll á Snæbjarnar- stöðum. Sjálfur fæddist Snæbjöm á Garðsá í Eyjafirði nokkm eftir að foreldrar hans fluttu þangað, og var hann því „getinn Þingeyingur en fæddur Eyfírðingur” eins og hann sagði oft brosandi á svip, þeg- ar uppmna hans bar á góma. Þegar Snæ.bjöm var sextán ára fluttist hann að Grund í Eyjafirði ásamt foreldmm sínum, en þar bjó þá systir Snæbjarnar, Margrét, sem var gift Magnúsi Sigurðssyni bónda á Gmnd. Magnús lést árið 1925, og tvítugur að aldri varð Snæbjöm ráðsmaður á Grund hjá systur sinni. Árið 1932 hóf Snæbjörn hins vegar búskap sjálfur á Hólshúsum, næsta bæ við Grund, og þá jörð keypti hann síðar. Frá Hólshúsum sést vel yfir Gmndarpláss, og ekki þarf að efast um að 'oft hefur Snæbjörn lit- ið yfir hið gjöfula Grundarland ofan af hólnum, en árið 1947 keypti hann hálfa Grund og bjó þar allt til ársins 1976, er hann lét búið í hendur börnum sínum. Snæbjörn var um skeið einn stærsti kúabóndi landsins, og að auki bjó hann með sauðfé og hross. Snæbjörn hafði kjark til að byggja búið upp af miklum myndarskap, og hann hafði metnað til að- reka það af sama myndarskap, og mátti með sanni segja að hann væri vel. verðugur þess að búa á hinu forna höfðingja- setri. Snæbjörn hæfði Grund vel og Gmnd mátti vel við una að hafa hann sem bónda þar, einhvem veg- inn hæfir kotungsháttur ekki þess- ari miklu jörð. Snæbjöm kvæntist árið 1933 Pálínu Jónsdóttur úr Ólafsfirði, og var hún ekki síður en Snæbjöm metnaðarfull fyrir hönd heimilis þeirra og bús á Grund. Pálína var komin af sterkum eyfirskum stofn- um, því foreldrar hennar voru hjón- in Þorgerður Jömndsdóttir og Jón Bergsson í Ólafsfirði. Jón var kunn- ur hagleiksmaður og listamaður, ættaður úr Svarfaðardal, en Þor- gerður var alin upp í Hrísey, dóttir Hákarla-Jömndar. Snæbjöm og Pálína eignuðust sex böm: Sigurð bónda á Höskulds- stöðum í Eyjafirði, Hólmfríði lög- fræðing í Reykjavík, Sighvat lækni í Reykjavík, Jón Torfa kennara og útvegsbónda í Lónkoti í Skagafirði og tvíburana Ormarr og Sturlu, sem báðir hafa verið kennarar á Akur- eyri. Bamaböm þeirra Pálínu em fjölmörg, og eitt þeirra, Þórð Sturluson, ættleiddu þau og ólu upp. Þórður er við háskólanám í Bandaríkjunum. Pálína lést árið 1982, en bæði hún og Snæbjörn áttu við töluverða vanheilsu að stríða síðustu æviár sín. Sem fyrr segir hafði Snæbjörn mikinn áhuga á sögu þjóðarinnar, og íslendingasögur og fom fræði vom honum ofarlega í huga. Eink- um hafði hann dálæti á Njálssögu og Sturlungu, og Sturlungu hygg ég að hann hafí lesið nær árlega áratugum saman, auk þess sem hann gluggaði oft í rítið. Hann hafði gaman af að ræða efni Sturl- ungu og hafði oft á hraðbergi til- vitnanir úr henni, og fannst mér raunar oft sem honum fyndist sögu- persónur og atburðir Sturlungaald- ar miklum mun merkilegri og mikil- vægari en ýmislegt það, sem fram fór í samtímanum. Hann lifði sig inn í heim Sturlungu og honum fannst sem hann hefði ákveðnum skyldum að gegna við hinar fomu hetjur, þar sem hann sjálfur sat á einu helsta höfuðbóli Sturlungaætt- arinnar, bæ Sighvats Sturlusonar. Þess má meðal annars sjá merki í nafngiftum barna hans, og hann var stoltur af því er sum barnaböm- in voru aftur látin heita í höfuðið á Sturlungum. Ég minnist þess að sem barn þótti mér mikið til Snæbjamar á Grund koma, og þegar hugsað var norður að Grund kom í hugann nokkurs konar ævintýraheimur, enda voru þær ófáar sögurnar, sem fjölskyldan öll hafði að segja af Grundarheimilinu. Þar bar hæst aðalsöguhetjuna Snæbjörn, en einn- ig komu við sögu Pálína kona hans og svo öll bömin, og enn koma sögur frá Gmnd, sannar, ýktar og lognar, að góðu haldi í fjölskyldu- boðum, þegar létta þarf geð við- staddra. Þegar ég svo fluttist norð- ur til Akureyrar haustið 1972 kom það af sjálfu sér, að ég tók að venja komur mínar að Grund, og þar var mér vissulega vel tekið, en svo hátt- áði til að Snæbjöm var þar enn um hríð, eftir að ég kom norður. Þá var mikil tilhlökkun í því fólgin að fara fram í Grund um helgar og hitta Snæbjörn bónda, og oftar en ekki var setið fram eftir nóttu og rætt um Sturlungu. Ekki spillti fyr- ir ef guðaveigar voru hafðar í far- teskinu, og sló Snæbjöm þá oft upp veislu fyrir komumenn og var borið fram feitt hangikjöt eins og hver gat í sig látið. Snæbjörn hafði gam- an af að taka á móti gestum, og hann var í essinu sínu þegar húsið var fullt af fjölskyldu hans, verka- fólki og gestum. Snæbjöm hafði gaman af að fá sér neðan í því, og hann var kátur með víni. Hann hafði hins vegar fyrirlitningu á drykkjuskap, og hvers kyns óregla og ómennska sem af neyslu áfengis stafaði var honum ekki að skapi. Hann var þrátt fyrir allt of mikill alvörumaður til að láta sér detta í hug að taka skemmtanir fram yfír alvöru lífsins, og eins var honum búreksturinn alltaf efstur í huga, þótt hann leyfði sér um leið að láta hugann reika í frelsi tíma og rúms. Kynni mín af Snæbimi voru ekki löng, en mér verður hann þó alltaf ógleymanlegur, sem og allt um- hverfið á Grund í tíð hans og Pálínu móðursystur minnar þar. Það var gott að koma að Gmnd og það er gott að minnast Snæbjarnar. Mér mun jafnan koma hann í hug, þá er ég heyri góðra manna getið. Anders Hansen Rússneski ritgæðingurinn Leo Tolstoj var þeirrar skoðunar að fyr- ir siðmenntaða menn væri dauðinn marklaus. Rök hans voru á þá leið, að um leið og líf þeirra tengdist framförunum tæki það stefnu út í hið óendanlega. Sá sem valið hefði veg framfaranna tryggði sér því jafnframt miða á fyrsta farrými inn í eilífðina. Leiðarlokum yrði m.ö.o. aldrei náð. í þessu sambandi taldi hann mörk lífs og dauða ekki á nokkurn hátt geta sett strik í reikn- inginn. í stað eins kæmi einfaldlega annað. Vissulega kunna menn að mót- mæla þessu en hlýtur kénning, sem felur í sér endalausa uppskeru mannsandans, ekki að vera þess Ingibjörg Eggertsdótt- ir, Sigurður Gunnlaugs- son — Hjónaminning Fædd 14. maí 1912 Dáin 11. mars 1969 Fæddur 5. október 1906 Dáinn 22. október 1991 Þegar ég var bam að alast upp á Siglufirði átti ég eins og flest önnur böm öruggt athvarf og leið- sjón hjá foreldrum mínum. En þeg- ar þeirra ráð nægðu ekki, að mínu mati, leitaði ég yfír götuna til nöfnu og Sigga, þó aðallega til nöfnu á þeim árum. Nafna leiðbeindi mér á sinn Ijúfa og glettna hátt en Siggi sá um agann. Nafna, sem ég hafði tekið nafn eftir, hét fullu nafni Ingibjörg Egg- ertsdóttir og var fædd 14. maí 1912. Foreldrar hennar voru Guð- laug Sigfúsdóttir og Eggert Einars- son er bjuggu á Akureyri. Hún var ung tekin í fóstur af Snjólaugu Þorláksdóttur og Jóni Gísiasyni sem bjuggu í Siglufírði. Þar ólst Ingi- björg upp og þar kynntist hún Sig- urði Gunnlaugssyni, verðandi mannsefni sínu, en of snemmt var þá að sjá fyrir að þeirra lífsþræðir ættu eftir að tvinnast saman. Sigurður var fæddur í Siglufírði 5. október 1906. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson og Margrét Meyvantbdóttir - sém þar bjuggu. Þessi ár vom mikil um- brota- og uppbyggingarár í Siglu- fírði. Bjartsýnin var að vinna bug á bölmóð aldamótaáranna og von um betri tíma fyllti ýmsa hugsjóna- eldmóði. Sigurður og Ingibjörg voru bæði góðum gáfum gædd. Hvort þeirra um sig átti líka eftir að hleypa heim- draganum til að afla sér þekkingar. Sigurður fór í Samvinnuskólann, vann við verslunarstörf í nokkur ár á Húsavík og í Siglufirði, en hélt síðan til Danmerkur og Þýska- lands í framhaldsnám. Þegar heim kom vann hann nokkur ár á Isafirði en 1934 kom hann til starfa hjá Siglufjarðarbæ og þar starfaði hann síðan óslitið í 42 ár. Ingibjörg sigldi til Kaupmannahafnar til að mennta sig. Þar nam hún hjúkrunarfræði og þegar hún svo sneri heim, gift- ust hún og Sigurður. í minningunni fannst mér þau fjarskalega ólík; nafna mjúk, glað- lynd og alltaf tilbúin til að bjarga málum fyrir alla. Á þeim árum var það ekki síst hún sem hvatti, laðaði og lokkaði og átti sinn stóra þátt í að skapa þá hlýju og þau notaleg- heit sem ævinlega fylgdi þeim hjón- um báðum. Sigurður virtist þá, ungu auga, strangur og ábyrgðar- fullur og ég umgekkst hann með viðeigandi lotningu. En það kom í Ijós þá eins og oft síðar að hann var vinur vina sinna og brást ekki þeim sem til hans leituðu. Seinna átti ég svo eftir að kynnast betur glaðlyndi hans og meðfæddri bjart- sýni. Um nokkurt skeið átti Sigurður við vanheilsu að stríða og þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. En með meðfæddri atorku sinni og dyggum stuðningi nöfnu tókst hon- um að ná allgóðum bata enda mátti Sigurður Gunnlaugsson ekkert vera að því að vera veikur. Honum fannst líka tímasóun að sofa of lengi. Sigurður var listamaður og það lán léð að flest lék í höndum hans. Hann reis árla úr rekkju, vann að sinni listsköpun áður en hann fór til vjnnu hjá Siglufjarðarbæ, síðan kom helgistundin þegar hann koni heim frá þeirri vinnu, þá settist hann við píanóið og spilaði og söng um hríð, eigin lög og annarra og þá mátti ekki trufla hann. Þá safn- aði hann orku fyrir síðari hluta dagsins, fyrir hin störfín og áhuga- málin sem á honum brunnu. í öllu þessu studdi nafna hann af lífi og sál. Hún fór hljóðar yfír og rækti sín störf í kyrrþey, hvort sem um var að ræða umönnun fjöl- skyldunnar, hjúkrunarstörf á sjúkrahúsinu eða sálgæslu vina og kunningja. Hún var listfeng eins og maður hennar og unnu þau sam- an ýmis verk, hann teiknaði, hún saumaði eða óf. Þau Sigurður eign- uðust tvo syni, Gunnlaug skóla- stjóra og Jón byggingameistara, sem báðir eru búsettir í Garðabæ. Oft er ég búin að sakna hennar rtöfnu minnar en húndóst 11. márs virði að henni sé gaumur gefínn. í það minnsta er það mín trú að þeg- ar líf einstaklinga (þ.e.a.s. í jarðleg- um skilningi) þjónar ekki nokkrum tilgangi lengur, sé öllum fyrir bestu að viðkomandi hverfi á fund óviss- unnar og þess sem hún kann að bera í skauti sér. Ekki get ég, með góðri sam- visku, sagt að ég hafí þekkt afa minn, Snæbjörn á Grund, vel. Þar vegur þungt sú staðreynd að ég var ekki ýkja gamall þegar ókunn öfl rændu hann lífsþróttinum og dæmdu, í framhaldi af því, nauðug- an til vistar í fangelsi fábreytileik- ans. Örlög þeirra sem þurfa að hýrast, um lengri eða skemmri tíma, í biðstofu dauðans eru grimm- ileg. Ekki síst þegar lífsglaðir og atorkusamir einstaklingar eru ann- arsvegar. Vafalítið fylgja því slíkir leiksoppar hins óþekkta ekki síðasta andardrættinum úr hlaði með mik- illi eftirsjá. En þó ég þekkti manninn sjálfan ekki vel, þekkti ég goðsögnina þeim mun betur. Því í litlum samfélögum eru litríkir persónuleikar jafnan á allra vörum. Og ég velkist ekki í nokkrum vafa um að Snæbjörn á Grund hafí verið einn slíkur. Hann setti sterkan svip á sína samtíð, það veit ég fyrir víst, enda vandfundinn sá Eyfírðingur, yfír fertugu, sem ekki hefur heyrt hans getið. Víða hafa sögurnar af honum flogið og ófáar þeirra tekið hús á mínum eyrum. Og oftar en ekki hafa þær ómað úr börkum fólks, mér alls- endis óskyldu. Fyrir vikið hefur mér alltaf þótt gamli maðurinn sveipað- ur einhveijum ævintýraljóma. Enda ósjaldan leitt hugann að því hvort hann hefði ekki tekið sig vel út í einhverri klassíkinni hans Laxness. Þá er því ekki að neita að nokkur brögð hafa verið að því, í gegnum tíðina, að manni hafi beinlínis verið talið til tekna að vera afkomandi Grundarbónda. Enda tel ég fullvíst að þeir sem af því státa séu ekkert að lúra á þeirri ánægjulegu stað- reynd. Ég játa mig því alfarið sekan um að renna kenningu Tolstojs hýru auga á forsendum óskhyggjunnar. Því standist hún opnast tvímæla- laust fyrir þann áhugaverða mögu- leika að við Snæbjörn á Grund gætum átt eftir að stilla saman strengi okkar og e.t.v. fá okkur saman í nefíð, einhvemtíma í fram- tíðinni á hinum voldugu víðáttum óendanleikans. Orri Páll Ormarsson 1969, aðeins 58 ára. Þá höfðu margir áhyggjur af Sigurði en hann sýndi og sannaði að hann gerði þær sömu kröfur til sín og annarra; að þeir stæðu sig. í 20 ár bjó hann áfram einn á Hlíð- arvegi 22 og sá um sig. Lengi vel vildi hann ekki frá Siglufírði fara en loks flutti hann suður, festi kaup á lítilli íbúð í nágrenni við syni sína og fjölskyldur þeirra. Þar átti hann eftir að una sér vel. Sigurður ferðaðist víða og hélt nákvæmar skrár yfír öll sín ferða- lög. í tengslum við ferðalögin og félagastörfín eignaðist hann fjölda vina og kunningja út um allan heim sem hann hélt sambandi við af sömu nákvæmni og natni og hann hafði áður sinnt störfum sínum fyrir Siglufjarðarkaupstað. I mínum huga varð Sigurður aldrei gamall þótt æviár hans yrðu 85. Hann var hress og kátur til hinsta dags og nýkominn úr mánað- arferð til Spánar þegar lífshlaupi hans lauk. Nú kemur Siggi ekki Iengur í heimsókn á jólunum, sest ekki oftar við píanóið og krefst þess að Atli taki lagið með sér. Við, fjölskyldan, eigum eftir að sakna þess og ótal margs annars. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt þessi góðu hjón að ráð- gjöfum og vinum. Sigurður hvílir nú við hlið Ingi- bjargar, konu sinnar, í Siglufjarðar- kirkjugarði. Blessuð sé minning þeirra. Jóni, Gunnlaugi og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg Símonardóttlr uj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.