Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 52
VOLVO
PENTA
Besti vinur sjómannsins!
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Háskóli íslands í
fjársvelti:
Ein milljón
nemanda í
Tromso en 310
þúsund í HÍ
FJÁRVEITINGAR til nemenda í
Háskóla íslands er oftast tvisvar
sinnum lægri og í sumum tilfellum
þrisvar sinnum lægri en fjárveit-
ingar til nemenda í háskólum á
Norðurlöndum. Fjárveiting til
hvers nemanda í háskólanum á
Akureyri er meira en tvöfalt
hærri en til nemanda í háskól-
anum í Reykjavík og ncmendur í
Kennaraháskólanum fá hátt í
þriðjungi hærri fjárveitingu en
nemendur I HÍ í Reykjavík. Þetta
kemur fram í grein Þórðar Harð-
arsonar, prófessors í lyflæknis-
fræði, og Símonar Steingrímsson-
ar, verkfræðings á skrifstofu Rík-
isspítala, í Morgunblaðinu í dag.
I greininni segir að þrátt fyrir stór-
aukin umsvif háskólans hafi rekstr-
aifjárveiting á nemanda minnkað
jafnt og þétt og muni enn minnka
stórlega samkvæmt fjárlagafrum-
varpi fyrir 1992. Árið 1988 var fjár-
—-veiting á nemanda við Háskóla ís-
1ands um 350 þúsund kr. á ári en
1991 er hún rúmar 310 þúsund kr.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir
1992 sé ráðgert að lækka fjárveiting-
una niður í 290 þúsund kr. en Há-
skóli íslands hefur gert tillögu um
að fjárveiting það ár verði rúmar 320
þúsund kr.
Á meðan fjárveiting á nemanda í
Háskóla íslands er 310 þúsund kr.
1991 er þessi upphæð rúm ein millj-
ón kr. í Háskólanum í Tromso í Nor-
egi, rúmar 800 þúsund kr. í háskó-
lanum í Uppsölum, rúmar 700 þús-
und kr. í háskólanum í Stokkhólmi
og einnig rúmar 700 þúsund kr. í
háskólanum á Akureyri. Fjárveiting
á hvern nemanda í háskólanum á
• ^vkureyri er hærri en meðaltalsfjár-
veiting í öllum háskólum í Svíþjóð,
Noregi og Danmörku.
Sjá „Eru stofnanir velferðar-
kerfisins of dýrar?” á miðopnu.
------» ♦ ♦------
Skólabúðir í
skátabúðum
SKÓLAMÁLARÁÐ hefur sam-
þykkt að gera tilraun með rekstur
skólabúða að Úlfljótsvatni í sam-
starfi við skátahrcyfinguna á vor-
__ önn 1992. Til verkefnisins verða
væntanlega veittar tíu milljónir
króna á fjárhagsáætlun borgar-
innar fyrir næsta ár.
Að sögn Ragnars Júlíussonar, for-
stöðumanns kennslumáladeildar
Skólamálaráðs, verða búðirnar rekn-
ar í tengslum við Lions-quest, sem
kallað hefur verið Tilveran. Það er
• sérsök áætlun til vamar fíkniefna-
neyslu unglinga. Áætlunin er nú
kennd í sjöundu bekkjum grunnskóla
borgarinnar og verður væntanlega
kennd í sjöunda og áttunda bekk
næsta skólaárs, ef vel tekst til.
Reykjavíkurborg hyggst bjóða
nemendum sjöunda bekkjar grunn-
skólanna í tvo daga í senn að Úlfljóts-
vatni og verður megintilgangurinn
að brýna fyrir nemendunum hætt-
urnar samfara neyslu vímuefna.
Einnig verður lögð áhersla á útiveru
og nemendum verður kynnt starf-
semi Nesjavallavirkjunar.
. Fyrirhugað er að 64 bekkjardeild-
um, tveimur í senn, verði boðið að
Úlfljótsvatni á vorönn 1992, þeim
fyrstu í byijun janúar.
Þyrla varnarliðsins yfir Eldhamri GK 13 í briminu við Hópsnes í gærkvöldi. Morgunbiaðið/Þorkell
Beðið uin aðstoð er skip-
ið rak stjórnlítið að landi
Báturinn kastaðist upp í stórgrýtið o g skorðaðist síðan í gjótu
ALLT tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang er hjálparbeiðni
barst frá vélbátnum Eldhamri GK 13 í gærkvöldi. Þá aðstoðaði
þyrla varnarliðsins við björgunarstörf. Þungur sjór og mjög erfið-
ar aðstæður voru á slysstað. Fimm menn fórust með bátnum en
einn komst lífs af og voru þeir allir frá Grindavík nema einn.
Svo virðist sem þung alda hafi fleytt skipinu upp í fjöruna þar
sem það skorðaðist í gjótu og gengu miklir sjóir yfir það.
Um kl. 20 hringdi skipveiji af
Eldhamri, í formann björgunar-
sveitarinnar Þorbjarnar og sagði
að bátinn ræki stjórnlítið að landi
og væri að stranda. Skömmu síð-
ar talaði Tilkynningaskyldan við
stýrimanninn á Eldhamri og sagði
hann að báturinn hefði látið illa,
en virtist vera að festast. Þá sagð-
ist stýrimaðurinn sjá til björgun-
arbátsins Odds V. Gíslasonar, sem
var á leið frá landi. Að sögn Gunn-
ars Tómassonar, formanns slysa-.
varnadeildarinnar í Grindavík, var
björgunarsveitin þegar kölluð út
og óskað eftir aðstoð þyrlu. Kann-
að var hvaða skip væru í nánd til
aðstoðar. Að sögn björgunarsveit-
armanna virðist hafa komið brot
á bátinn við Hópsnestána, sem
er rétt fyrir utan innsiglinguna í
Grindavík og báturinn kastast upp
í stórgrýtta Ijöruna. Þar skorðað-
ist hann í gjótu og vísaði gálginn
upp. Þrátt fyrir að brim gengi
yfir bátinn haggaðist hann lítið.
Björgunarbáturinn Oddur V.
Gíslason var kominn á móts við
skipið kl. 20.04 til að reyna björg-
un af sjó, en gat ekkert aðhafst
vegna sjógangs. Þá hafði stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar einnig
verið látin vita af slysinu. Þremur
mínútum síðar strandaði skipið.
Björgunarþyrla vamarliðsins
lýsti upp fjöruna meðan björgun-
armenn fóm um svæðið. Einnig
notuðu bandarísku björgunar-
mennirnir „infra-rautt” ljós sem
nemur hita við leitina.
Eldhamar GK 13 var 53 tonna stálskip, smíðað í Svíþjóð árið
1988. Það var í eigu samnefnds útgerðarfyrirta.kis í Grindavík.
20.00 Bjöfgunarsveitin Þorbiöm hefur
Hér fórst Eldhamar
20.03 Tilkyrmingaskyldan lætur Land-
Þetgisgæsluna vita af strandinu.
20.04 Björgunarsveitarbátur kominn út.
20.07 Skipið strandar.
20.20 Tílkynningaskyldansegirgæslunní
að bjðrgun af sjó sé úr sögunni, mennirnir ætli
aðreynaaðyfirgefeskipið.
20.39 Landhelgisgæslan hefur samband við Þorbjöm
sem táur rétt að setjabjörgunarsveii vamartiðsins i viðbragðsstöðu.
21.48 Þyrla bjorgunarsveitar vamarliósins kemur á staðinn.
metrar