Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 1
72 SIÐUR B 276. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland, PóIIand og Kanada viðurkenna sjálfstæði Ukraínu; Hugmynd Gorbatsjovs um ríkjabandalag úr sögunni Leóníd Kravtsjúk, nýkjörinn for- seti Úkraínu (t.h.), tekur við heillaóskum frá stuðningsmönn- um í Kiev, höfuðborg landsins. Kravtsjúk fékk um 60% greiddra atkvæða. Hann hét því að mynda samsteypustjórn með fulltrúum sem flestra stjórnmálaafla í land- inu. - segir Leóníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu Kíev, Moskvu, Ottawa, Varsjá, Washington. Reuter. ÞORRI Úkraínumanna, sem eru um 52 milljónir, valdi fullt sjálfstæði í þjóðaratkvæði á sunnudag og meirihluti var því einnig fylgjandi á svæðum þar sem Rússar eru í meirihluta en þeir eru um fimmtungur íbúa landsins. Leóníd Kravtsjúk, sem jafnframt var kjörinn forseti lands- ins, sagði á fréttamannafundi í gær að í raun hefði verið bundinn endi á viðleitni Mikhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, til að mynda nýtt ríkjabandalag á rústum Sovétríkjanna. „Þetta þýðir að ... ferlið og þátttaka Úkraínumanna í því er nú úr sögunni,” sagði hann. Kanada og Pólland viðurkenndu þegar í gær sjálfstæöi Úkraínu, sem verið hefur hjálenda Rússa síðan á 17. öld. í rússneska sjónvarpinu sagði í gær að ríkisstjórn Borís Jeltsíns forseta Rússlands hefði ákveðið að viðurkenna Úkraínu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum fögnuðu því að Úkra- ínumenn hefðu fengið að „tjá vilja sinn með lýðræðislegum hætti” og sögðust vera að færast nær því að viðurkenna sjálfstæði landsins. f Reuter Króatía: Vilja sambandsherinn burt með komu friðargæsluliðs EB beitir aðeins Serbíu og Svartfjallaland viðskiptaþvingunum Pólveijar urðu fyrsta þjóðin sem viðurkenndi sjálfstæðisyfirlýsinguna og hafa ríkin áður lýst yfir því að þau geri engar landakröfur hvort á hendur öðru. Brian Mulroney, for- sætisráðherra Kanada, skýrði frá ákvörðun stjómvalda um viðurkenn- ingu. „Gífurleg þátttaka og ótvíræð úrslit sýna sterkan vilja þjóðar Úkra- ínu til að landið verði sjálfstætt”. Kanadamenn munu fljótlega hefja viðræður um stjórnmálatengsl ríkj- anna. í yfirlýsingu stjórnvalda sagði að þau vildu fá tryggingu fyrir því að kjamorkuvopn á landsvæði Úkra- ínumanna yrðu undir traustu eftir- liti, einnig að lýðveldið stæði við skuldbindingar í alþjóðlegum samn- ingum um afvopnun og mannrétt- indi. Kravtsjúk sagði í gær að hann vildi að komið yrði upp sameigin- legri stofnun Úkraínu og þriggja annarra Sovétlýðvelda, þar sem Noregur: Hrefnuveiðar í vísindaskyni NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa hrefnuveiðar í vísindaskyni næstu þrjú árin. Norðmenn ætla. að sækja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins á næsta ári en samskiptin við ráðið verða endurskoðuð verði þar haldið áfrain á þeirri braut að breyta samtökunum i hvalfriðunarfélag, eins og segir í fréttatilkynningu norska utanríkisráðuneytisins. I fréttatilkynningunni segir að leyft verði að veiða 110 hrefnur árið 1992, 136 árið 1993 og sama íjölda árið 1994 eða samtals 382 hrefnur. Tilgangurinn sé að rann- saka árstíða- og svæðisbundið fæðuval norsku hrefnunnar. Slík þekking muni bæta fiskveiðistjóm- un Norðmanna. í tilkynningunni segir ennfremur að Norðmenn ætli fram að ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Glasgow í júní á næsta ári að reyna að hafa þau áhrif á aðildarþjóðirnar að þau fylgi betur eftir ákvæðum stofn- skrár ráðsins. A síðasta ársfundi í Reykjavík hafi ekki verið hlustað á niðurstöður vísindanefndar ráðsins en á grundvelli þeirra hefði verið hægt að hefja hvalveiðar í ábata- skyni á ný á næsta ári. kjarnavopn eru staðsett, til að hafa stjórn þessara mála með höndum. Breskir eftirlitsmenn með kosn- ingunum á sunnudag sögðu að þær hefðu farið einstaklega vel fram og engin brögð hefðu verið að misferli. Um 90% kjósenda vildu sjálfstæði. Gorbatsjov Sovétforseti hefur lýst því yfir að án Úkraínu sé nýtt ríkja- samband ekki mögulegt. A laugar- dag sagði hann að afleiðingar sjálf- stæðis Úkraínu gætu orðið skelfileg- ar fyrir alla heimsbyggðina. Stjórn-' málaskýrendur telja að staða Gorb- atsjovs hafi veikst svo mjög við úr- slitin að dagar hans í embætti séu senn taldir. Sjálfur gaf hann til kynna í síðustu viku að yrði sam- bandssáttmáli í samræmi við hug- myndir hans ekki að veruleika myndi hann segja af sér. SpásögnUm um að önnur tilraun harðlínuafla til að ræna völdum sé yfirvofandi vex nú ásmegin í Moskvu að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph. Meðal annars hefur vakið óhug að Alexander Rutskoj, varaforseti Rússlands, tók í ræðu sem hann hélt í Síberíu í síðustu viku undir gagnrýni harðlínumanna á Jeltsín. Sagði hann að frelsi í verð- lagsmálum sem boðað hefur verið myndi dæma Rússa til örbirgðar og þörf væri á aga og styrkri stjórn. Sjá fréttir á bls. 28. Belgrad, Brussel, Zagreb. Reuter. BARIST var hér og hvar í Króa- tíu í gær en þá hófust jafnframt viðræður Cyrusar Vance, sendi- manns Sameinuðu þjóðanna, við leiðtoga Serbíu um friðargæslu- lið í Júgóslavíu. Verður rætt við frammámenn í Króatíu næstu daga en Franjo Tudjman Króat- íuforseti segir, að sambandsher- inn verði að hverfa frá Króatíu um leið og friðargæsluliðið kemur. Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsríkjanna ákváðu í gær að hætta öllurn viðskiptaþvingunum gagnvart júgóslavnesku lýðveldunum öðrum en Serbíu og fylgiríki þess, Svartfjallalandi. Þetta er íjórða friðarför Vance til Júgóslavíu. Sagði hann eftir viðræður sínar við Slobodan Mi- losevic, forseta Serbíu, og Veljko Kadijevic varnarmálaáðherra, að nokkuð hefði miðað I áttina en um það er deilt hvar gæsluliðið skuli vera, á landamærum Króatíu og Serbíu, við núverandi víglínu eða hér og þar á átakasvæðunum. i gær hafði ekki verið ákveðinn fundur Vance með Tudjman, for- seta Króatíu, en forsetinn sagði á blaðamannafundi í Zagreb, að sambandsherinn yrði að fara frá Króatíu um leið og friðargæslulið- ið kæmi. Milosevic vill að liðið skipi sér á núverandi víglínu og sambandsherinn þoki hvergi. Króatíska útvarpið sagði í gær, að sambandsherinn hefði gert stórskotaliðsárásir á borgina Osij- ek í austurhluta landsins í fyrri- nótt og hefðu tveir menn fallið. Var víðar skipst á skotum en ekki virtist hafa verið um að ræða meiriháttar átök annars staðar. Utanríkisráðherrar EB ákváðu í gær á fundi í Brussel að afnema viðskiptaþvinganir gagnvart öðr- um lýðveldum Júgóslavíu en Serb- íu og Svartfjallalandi. Sagði Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, að með þessari ákvörðun væri alveg ljóst hverjir bæru ábyrgðina á ófriðnum í Júgóslavíu að mati EB-ríkjanna. Þá kom það fram hjá Mark Eysk- ens, utanríkisráðherra Belgíu, að lýðveldin fjögur, Slóvenía, Króatía, Bosnía-Herzegovína og Makedón- ía, fengju fjárhagsaðstoð, sem næmi 200 milljónum Ecu, 14,8 milljörðum ISK., nytu bestu við- skiptakjara og féllu undir áætlun EB um aðstoð við Austur-Evrópu- ríkin. Sagði Eyskens, að í raun væri um að ræða skref í átt til formlegrar viðurkenningar á sjálf- stæði lýðveldanna. Reuter Joseph Cicippio sleppt Mannræningjar í Líbanon létu í gær lausan Bandaríkjamanninn Joseph Cicippio eftir að hann hafði verið í gíslingu í hálft sjötta ár. í Damaskus í Sýrlandi hitti hann eiginkonu sína og tengdamóður. í gærkvöld til- kynntu mannræningjar að Bandaríkjamanninum Allann Steen yrði sleppt innan tveggja sólarhringa. Sjá „Vonast til að geta...” á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.