Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
21
12 árum eftir að Vilmundur Jóns-
son ritaði bréf sitt til bæjarstjórnar
Reykjavíkur samþykkti hún sam-
hljóða tillögu sjálfstæðismanna um
að kjósa nefnd, til að gera tiliögur
um stærð og fyrirkomulag fullkom-
innar heiluverndarstöðvar í Reykja-
vík og sumarið 1946 skilaði nefndin
tillögum, þar sem gert var ráð fyr-
ir starfrækslu 15 heilsuverndar-
greina og borgarlæknisembættisins
í væntanlegri heilsuverndarstöð.
Framkvæmdir hófust við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur árið 1949
og stöðin hóf starfsemi sína 4. des-
ember 1953 með opnun barnadeild-
ar, en stöðin var vígð 2. mars 1957.
Oraunhæfar tillögur heil-
brigðisyfirvalda á sl. ári
Ég ætla ekki að telja upp allar
þær deildir, sem starfræktar hafa
verið á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur á undanförnum áratugum en
meðal þeirra eru flestar af þeim
greinum, sem Vilmundur Jónsson
gat um í títtnefndu bréfi sínu fyrir
tæpum 58 árum. Hins vegar vil ég
geta, að á sl. ári lá fyrir Alþingi
Islendinga tillaga um, að starfsemi
stöðvarinnar iegðist niður eigi síðar
en 1. janúar 1992. í kjölfar þessa
efndi starfsfólk Heilsuverndar-
stöðvarinnar til fundar, sem efiaust
á eftir að verða skráður í sögu þess-
arar merku stofnunar. Á þessum
fjölmenna fundi, sem haldinn var í
aðalanddyri Heilsuverndarstöðvar-
inanr 30. apríl 1990 var áætlunum
um að leggja stofnunina niður harð-
lega mótmælt og bent á þá stað-
reynd, að meira en af skipu-
lagðri heilsuvernd og heimahjúkrun
í Reykjavík væru á vegum Heilsu-
verndarstöðvarinnar og að enginn
annar aðili hefði bolmagn til að
sinna þessari þjónustu. Lýstu fund-
armenn undrun sinni á því, að fram
kæmi tillaga um að leggja niður
stofnun sem sinnti svo viðamikilli
þjónustu, enda störfuðu um 240
manns við Heilsuverndarstöðina.
Skorað var á þingmenn Reykavík-
inga að vinna gegn þessum hug-
myndum.
Bráðabirgðastjórn um
framtíðarhlutverk
Eins og ljóst er af framansögðu
voru tillögur þáverandi heilbrigðis-
yfirvalda með öllu óraunhæfar, og
því var horfið frá þeim. í júlí 1990
voru skipuð þriggja manna bráða-
birgðastjórn fyrir Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur, sem var falið að
gera tillögur um framtíðarhlutverk
stofnunarinnar og ljúka störfum
fyrir árslok 1991. Guðjón Magnús-
son þáverandi aðstoðarlæknir, var
skipaður formaður stjórnar af heil-
brigðisráðherra, en auk hans tóku
sæti í stjórninni Guðrún Guðmunds-
dóttir læknir, tilnefnd af trygging-
arráði og undirritaður tilnefndur af
Reykj avíkurborg.
Núverandi stjórn Heilsuverndar-
stöðvarinnar hefur mikinn metnað
fyrir hönd stofnunarinnar, og telur
hana hafa mikilvægu hlutverki að
gegna í framtíðinni. Ekki verður
fjallað frekar um störf stjórnar í
þessari grein en skoðun undirritaðs
á framtíðarhlutverki Heilsuvemd-
arstöðvar Reykjavíkur mun koma
fram í grein í Morgunblaðinu á
morgun undir heitinu „Framtíð
Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur”.
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi í Reykjavík.
SÝNUM
ÞOLINMÆÐI
eftir Hinrik Fjeldsted
Ég get ekki staðist það að skrifa
um þessa miklu álversumræðu sem
algjörlega hefur ruglað menn í rím-
inu. Menn úr röðum stjómarand-
stöðunnar era óðum að lyfta sér á
kreik á kostnað iðnaðarráðherra.
Ég er ekki flokksbróðir Jóns, en
að sakast við hann hefur ekkert að
segja. Við verðum að reyna að halda
áfram að finna einhveija leið til að
koma raforku okkar í verð. En það
náum við ekki að gera ef menn eru
með ásakanir hvor á annan í tíma
og ótíma. Við viljum ávallt draga
einhvern fyrir rétt þegar illa geng-
ur. Hefur fólk í þessu landi hugsað
út í það hvernig það bregst við
þegar þjóðarhætta eða það ástand
skapast, þar sem við þurfum að
standa saman? Ekki er ástæða til
bölsýni þótt á móti blási, nauðsyn-
legt er að íslendingar nái víðtækri
samstöðu.
Eftir að hafa hlustað á iðnaðar-
ráðherra á spjallfundi með ungum
sjálfstæðismönnum er ég sannfærð-
ur um að hann er með réttar hug-
myndir í orkumálum, en það sem
er allra best er að hann er með
rétt hugarfar. Oft má gagnrýna
aðgerðir stjórnmálamanna en þetta
er ekki eitt af þeim skiptum. Ég
tel Jón Sigurðsson hafa staðið sig
vel sem iðnaðarráðherra og í við-
ræðunum um nýtt álver. Á fundin-
um með Jóni kom fram hjá nonum
að ríkisstjórnin er að kanna ýmsar
aðrar leiðir og möguleika á nýtingu
raforku til orkufreks iðnaðar. Það
er ekki eins og iðnaðarráðherra
hafi setið með hendur í skauti sér,
þvert á móti hefur hann staðið fyr-
ir framgangi þess. Hvað hefði fólk
sagt ef allt hefði staðist og álver
orðið að raunveruleika og fram-
kvæmdir hefðu hafist á réttum
tíma? Það er ég viss um að það
fólk sem gagnrýnir Jón Sigurðsson
núna hefði ekki staðið í biðröðum
til að þakka honum fyrir vel unnið
starf. Ég fylgi sjálfstæðismönnum
Hinrik Fjeldsted
að málum og er flokksbundinn þar,
en það eru menn eins og Jón Sig-
urðsson sem fá unga sjálfstæðis-
menn til þess að skoða hugmyndir
annarra flokka með opnu og já-
kvæðu hugafari. Hættum þessu
neikvæða tali og sameinumst um
stefnu þessarar ríkisstjórnar í að
skapa velferð og hagsæld í okkar
litla, en hlýlega landi, þar sem við
getum öll látið okkur líða vel.
Ég tel að ríkistjórn íslands sé
að gera rétta hluti með stefnu sinni
undir kjörorðinu „Velferð á varan-
legum grunni”. Það er nú þannig
að stundum þarf ástandið að versna
til þess að það skáni. Við sem byggj-
um þetta land viljum oftast að efna-
hagsástandið batni strax. Fjögur
ár fyrir ríkisstjórnina eru naumur
tími til þess að hún geti hrint áætl-
unum sínum í framkvæmd. Við
verðum að gefa okkur tíma og smá
skammt af þolinmæði og láta ríkis-
stjórnina vinna fyrir okkur að bætt-
um lífskjörum.
Frá 698.000.- stgr. á götuna
TILBOÐSPAKKI
Útvarp, segulband og mottur
AUt þetta á kr. l.OOO,- ef keyptur er nýr bíll
Innitalio
CHARADE '31
3ja eda S dyra
Sparneytinn bíll
fyrir ísienskar adstæður
3 ára ábyrgö
6 ára verksmi&juryövörn
Númerapíötur
Nýskráning
Loftnet
2 hátalarar
Tauklædd sæti
Hjólkoppar
Halogenljós
Rúllubelti í aftursæti
Skottlok/bensínlok
opnast innanfrá
Innifalib
CHARADE SEDAIU '91
Kraftmikill fjölskyldubíll
med vökvastýri, Sgíra
eda sjáifskiptur
Vökvastýri
Klukka
3 ára ábyrgö
6 ára verksmi&jury&vörn
Númeraplötur
Nýskráning
Loftnet
2 hátaiarar
Plussklædd sæti
Hjólkoppar
Halogenljós
Rúllubelti í aftursæti
Skottlok/bensínlok
opnast innanfrá
FAXAFENI8 • SIMI91-685870
Höfundur er sölumaður.