Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 22
<>22
■ 'MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR' 3/ DESEMBER 1991
Sameining spítala
-Hvers vegna?
eftir Sigurgeir
Kjartansson
Undanfamar vikur hefur mikið
verið ritað og rætt um sameiningar-
mál spítala. Sitt sýníst hveijum, en
það er athygli vert að hljótt hefur
verið um þá kyrrlátu í landinu þeirra
er spyija sjálfa sig og aðra hveijar
nauður reki til svo róttækrar breyt-
ingar á sjúkraþjónustu, sem til
þessa dags hefur verið rekin með
þolanlegum árangri.
Spurningar vakna
★ Hver er nauðsyn sameiningar
spítalanna, gilda hér sömu reglur
og um sameiningu hraðfrystihúsa,
baiika og tryggingastofnana?
★ Eru sjúkrahúsin í dag svo
óheppilegar rekstrareiningar að
beinlínis hrópi á sameiningu?
★ Valda sjúkrahúsin eins og þau
eru rekin ekki hlutverki sínu og
myndi sameining bæta hér úr?
★ Hver er stjómskipulegur, fjár-
hagslegur eða faglegur ávinningur
af sameiningu?
Þáttur Landakots
Ein er sú stofnun sem ávallt hef-
ur verið þymir í augum stjómvalda
og virðist hér gilda einu hvort við
stjómvöl stendur hægri- eða vinstri-
sinnuð stjóm. Stjómvöld og fjöl-
miðlar hafa reynt að koma höggi á
og gera málstað hennar í alla staði
tortryggilegan svo langt sem elstu
menn muna og eru endurminningar
dr. Bjarna Jónssonar staðgóð heim-
ild um þann skæmhernað sem geis-
að hefur í samskiptum spítalans við
ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála.
Spítalinn var alltaf rekinn fyrir brot
af því fjármagni, sem þurfti til dag-
legs rekstrar sambærilegra stofn-
ana og kastaði þá fyrst tólfunum
þegar St. Jósefssystur hættu rekstri
og Sjálfseignarstofnun Landa-
kotsspítala tók við. Nú þurfti 3-6
starfsmenn úr hinum ýmsu stéttum
þjónustugreina til að gegna störfum
hverrar systur.
Flestum þeim sem lagt hafa eym
við er í fersku minni þær alvarlegu
sakir, sem ráðamönnum og stjóm-
sýslu spítalans vom bomar á brýn
að hallandi sumri ársins 1988, en
í kjölfar þeirrar herferðar var Ríkis-
endurskoðun att á hinar ýmsu deild-
ir spítalans, einkum fjármálastjórn.
Dagleg stjórn og sýslan var falin
þriggja manna ráði: framkvæmda-
stjóra Landakotsspítala, fulltrúa frá
heilbrigðisráðuneyti og Ríkisspít-
ölum.
Engar þeirra ásakana reyndust
eiga við rök að styðjast, en sú niður-
staða Ríkisendurskoðunar að gætt
væri hagsýni í hvívetna og rekstur
spítalans væri í samræmi við hlut-
verk hans, - úrskurður sem aldrei
fyllti slúðurdálka á forsíðum dag-
blaða með leturstærð stríðsfrétta.
Rekstrarfé spítalans var á föstum
fjárlögum, þó svo knöppum að þau
hmkku engan veginn til að hann
gæti gegnt hlutverki sínu við bráða-
vaktir að þriðjungi á móti Borgar-
og Ríkisspítölum nema skera niður
aðra þætti þjónustu innan spítalans.
Komið var til móts við spamaðar-
hugmyndir stjórnvalda þannig að
göngudeildarþjónusta var aukin en
innlögnum af biðlistum fækkaði.
Bráðavaktþjónusta hefur þó
haldið velli og með tilkomu fimm
daga deilda (frá mánudegi til föstu-
dags) sem upp var tekin á síðasta
hausti hefur starfsemi spítalans
færst í fyrra horf og með tilkomu
hátækni við rannsóknir og meðferð
sjúklinga hafa afköst þessara deilda
verið undraverð.
Spítalinn er nú búinn tækjum,
fýllilega sambærilegum við stofnan-
ir sömu stærðar erlendis, sem öll
stuðla að skilvirkri þjónustu við
sjúklinga, hvort heldur er utan eða
innan bráðavakta.
Nuverandi starfsemi auk
almennra sjúkradeilda:
★ Blóðrannsóknir.
★ Röntgendeild,
Röntgenrannsóknir
ómskoðun
Isotoparannsóknir
Sneiðmyndatæki
★ Rannsóknardeild til innspeglun-
ar meltingarfæra með fullkominni
skjátækni býr trúlega betur að
tækjakosti og húsrými en annars
staðar gerist hérlendis. í tengslum
við hana er
★ Dagdeild þar sem fram fer lyfja-
meðferð krabbameinssjúklinga.
Á skurðstofugangi (4. hæð) eru:
★ Vöknunardeild
★ Aðalskurðstofur, tvær að tölu
þar sem fram fara hoískurðir,
Sigurgeir Kjartansson
„Landakotsspítali, elsti
starfandi spítali á land-
inu, er vel búinn tækj-
um og samstilltu
starfsliði til að sinna
læknisþjónustu eins og
hingað til, miðað við
fulla nýtingu húsnæðis
og eðlilega endurnýjun
á tækjakosti. Hann er
af ákjósanlegri stærð
sem sjálfstæð stofnun
innan heilbrigðiskerfis-
ins samkvæmt erlend-
um staðli.”
beina-, æðaskurðlækningar og
kviðsjáraðgerðir.
★ Augnskurðstofa með fullkom-
inni smásjá og skjátækni.
Utan þess vemdaða svæðis eru
á skurðstofuhæð:
★ Skiptistofa með aðstöðu til háls-,
nef- og eyrnalækninga svo og
smærri aðgerða og skiptinga.
★ Aðgerðastofa til speglunarað-
gerða, blöðru- og þvagfærarann-
sókna.
★ Gjörgæsludeild (hin fyrsta á
landinu), þar eru 9 stofur þar sem
aðstaða er til skyndiþjónustu bráð-
veikra, sog og súrefni er á öllum
stofum og hjartarit með aðvörunar-
bjöllum og myndskjá á vaktherbergi
eru tengd þeim flestum.
Af annarri starfsemi ber að
nefna.
★ Augndeild, þar sem fram fara
sértækar rannsóknir göngu- og
spítalasjúklinga auk legudeildar, en
þar fer einnig fram lasermeðferð
vegna augnsjúkdóma.
★ Endurhæfíng.
í spítalanum er auk þess vel
búinn, virðulegur kennslu- og
★ fundarsalur sem nú eins og fyrr
gegnir hlutverki kapellu.
★ Bókasafn ásamt fundarherbergi
er í tumi spítalans, hvort tveggja
mun vistlegri og haganlegri að öll-
um búnaði en gengur og gerist á
sambærilegum stofnunum hér og
erlendis.
Landakotsspítali - sjálfstæð
eining
Hér höfum við fullbúið sjúkrahús
með tæknibúnað í samræmi við
kröfur tímans, tæki sem að veruleg-
um hluta em þegin að gjöf frá líkn-
arstofnunum og einstaklingum er
sýnt hafa þakklæti í formi fjárfram-
laga og er það til marks um hugar-
þel þeirra sjúklinga sem metið hafa
þjónustu spítalans að verðleikum.
Nýlegasta dæmi þessa er þriggja
milljóna framlag Kvennadeildar
Rauða kross íslands til kaupa kvið-
sjártækis, sem hefur nú þegar skil-
að andvirði sínu með spamaði á
sjúkrahúsvist á þeim þijátíu gall-
blöðruaðgerðum, sem þegar er lokið
á tveggja mánaða tímabili.
Af framanskráðu má það ljóst
Umboðsmenn um land allt.
B R Æ Ð U R N I R
D]C«MSSONHF
Lágmúla 8. Sími 38820
Hafóu málin hárrétt!
Vogimarfrá Tefal vigta upp á gramm, hvort sem er í eldhúsinu eða haðherberginu.
í matargerð og bakstri eru þcer mesta þatfaþing, gera allar ágiskanir óþarfar
og vinnuna þcegilegri. Baðvogimar sýna þér ávallt nákvæma þyngd
og hjálpa tilvið að fylgjast vel með línunum.Vigtaðu nákvæmt
með hjálp Tefal voganna!