Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 3. DESEMBeR Í99l
&5
Ljósmynd/Friðþór Kr. Eydal
Ný HH-60G Pave Hawk þyrla björgunarsveitar varnarliðsins á flugi
yfir Vatnsleysuströnd.
vélin hefði komið nauðstöddum til
hjálpar. Með þessari aðferð mátti
staðla flugvélakostinn og nýta
hann hvar í heiminum sem væri.
Horfið var frá þessari hugmynd
en í stað hennar þróuð önnur sam-
bærileg þar sem í stað lítillar flug-
vélar komu stórar þyrlu sem senda
mátti hvert sem var í fylgd með
Herkúles flugvélinni sem leiðbeindi
og gæfi þeim eldsneyti á flugi. Var
sérstök gerð Herkúles flugvélar-
innar, SC-130, þróuð í þessu skyni
ásamt þyrlum af gerðunum Sikor-
sky HH-53 og HH-3 „Jolly Green
Giant”.
Sem liður í þeirri endurskipu-
lagningu sem að ofan greinir voru
SC-54 björgunai-flugvélarnar flutt-
ar til Prestvíkur í Skotlandi árið
1960 þaðan sem þær þjónuðu sama
svæði og áður. SH-19 þyrlurnar
tvær voru starfræktar áfram á
Keflavíkurflugvelli fram til ársins
1963, fyrst af flughernum og síðar
af bandaríska flotanum sem tók
við þjónustuhlutverki á Keflavíkur-
flugvelli sumarið 1961. í septemb-
er árið 1963 leystu tvær nýjar
þyrlur flotans af gerðinni Sikorsky
SH-34J þær af hólmi og annaðist
flotastöðin á Keflavíkurflugvelli
rekstur þeirra til ársins 1971. Þess-
ar þyrlur voru svipuðum annmörk-
um háðar og þær eldri bæði hvað
varðaði flugdrægi og burðarþol og
nýttust því fyrst og fremst á suð-
vesturhorni landsins. Þess má geta
að tvær þyrlur af þessari gerð fór-
ust hér á landi, önnur nærri Kúa-
gerði á leið frá Hvalfirði og hin
undir Eyjafjöllum. Manntjón varð
í báðum þessum slysum og fórust
í því fyrra nokkrir háttsettir yfir-
menn varnarliðsins.
HC-130 leitar og björgunarflug-
vélar leystu SC-54 Rescuemaster
flugvélarnar af hólmi á sjöunda
áratugnum og naut varnarliðið
stuðnings slíkra flugvéla sem
höfðu aðsetur í Bretlandi. Farið
var að láta þessar flugvélar hafa
fasta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli
í viku í senn er HH-3E „Jolly Gre-
en Giant” þyrlur „Detachment 14”
tóku við björgunarstarfsemi á veg-
um varnarliðsins í október árið
1971.
„Detachment 14” var útibú frá
67. flugbjörgunarsveit bandaríska
flughersins sem aðsetur hafði í
Woodbridge í Bretlandi. „Jolly
Green Giant”, sem þýða mætti sem
„glaði græni risinn” er mun stærri
og öflugri en þær þyrlur sem fyrir
voru hér á landi. Þær eru tveggja
hreyfla og geta tekið eldsneyti á
flugi, en þar með takmarkaðist
þjónustusvæði björgunarþyrla
varnarliðsins ekki lengur við Kefla-
víkurflugvöll og næsta nágrenni
sem leiddi af sér stórbætt öryggi
á þessu sviði eins og kunnugt er.
Það svæði sem björgunarsveit
varnarliðsins er ætlað að sinna nær
gróflega að austurströnd Græn-
lands í vestri, 59. breiddarbaug
norðlægrar breiddar í suðri, lengd-
arbaug 0 í austri og allt að norð-
urpól. Sem betur fer hefur varnarl-
iðið sjálft ekki þurft að nota þessa
þjónustu mikið, en hún er ávallt
til reiðu fyrir hvern sem er og
kraftar björgunarsveitarinnar
samræmdir íslenskum björguna-
raðilum.
Á þeim tuttugu árum sem sveit-
in hefur starfað hér á landi hafa
starfsmenn hennar bjargað 250
mannslífum auk þess að aðstoða
við sjúkraflutninga, leiðbeina flug-
vélum sem átt hafa í erfiðleikum
og veita aðra aðstoð sem óskað
hefur verið í fjölmörgum tilvikum.
Starfsemi sveitarinnar hefur
verið mjög farsæl á þessum tutt-
ugu árum þrátt fyrir mjög erfiðar
aðstæður oft og tíðum. Þó missti
sveitin eina af þyrlum sínum við
: björgunarstörf á Mosfellsheiði, en
betur fór en á horfðist og mann-
björg varð. Ekki verða hér tíunduð
störf björgunarsveitarmanna varn-
arliðsins frekar, en bent á árbækur
Slysavarnafélagsins sem hafa að
geyma ítarlegan annál starfa
þeirra sem sum hver eru hrein
afrek.
Á síðari árum, með tikomu
björgunarþyrlu Landhelgisgæsl-
unnar og stórlega bættum tækja-
kosti innlendra björgunarsveita,
hefur þeim tilvikum sem aðstoð
varnarliðsins á þessu sviði hefur
verið þörf farið fækkandi. Er það
einkum í þeim tilvikum að um
lengri vegalengdir er að ræða en
þyrla Landhelgisgæslunnar ræður
við eða er óflughæf vegna viðhalds
sem til kasta varnarliðsins kemur.
Verður að teljást með ólíkindum
hversu vel Landhelgisgæslumönn-
um hefur tekist að uppfylla þær
kröfur sem til þeirra eru gerðar á
þessu sviði þrátt fyrir takmarkað-
an tækjakost.
Björgunarsveit varnarliðsins var
gerð að sjálfstæðri flugsveit árið
1988 og nefnist nú 56th Air Rescue
Squadron. Þetta þýðir að hún er
sjálfstæðari rekstrareining en áður
og fær fleiri flugáhafnir og meira
starfslið. Sveitin rekur nú þrjár
HH-3E þyrlur og hefur nýlega
fengið þá fyrstu af fjórum HH-60G
Pave Hawk þyrlum sem leysa
munu þær eldri af hólmi á næstu
mánuðum. Þessar þyrlur eru af
nýrri kynslóð, mun öflugri, hrað-
fleygari og nýtískulegri en þær
eldri. Þótt þær séu smærri en þær
eldri skoifir þær ekki afl til þess
að lyfta því sem í þeim rúmast
eins og er raunin með þær. eldri.
Björgunarsveitin fær fjórar slíkar
og væntanlega þá fimmtu til vara
er endurnýjun á björgunarþyrlu-
flota bandaríska flughersins er um
garð gengin að nokkrum árum
liðnum.
Höfundur liefur kynní sér umsvif
erlendra herja á Islandi.
Grafíkmappa
eftir Tryg'gva
DANSKA bókaforlagið BRÖNN-
UMs hefur gefið út möppu með
fjórum grafíkmyndum eftir
Tryggva Olafsson listmálara. Er
þetta gert í tilefni af afmæli for-
lagsins.
Þetta er fyrsta grafíkmappa
Tryggva. Hún er gefin út í litlu
upplagi. Nokkur eintök verða til
sölu til jóla í verslun og galleríi
Bókavörðunnar í Hafnarstræti 4.