Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 26
-&6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚpAGUR 3..DESEMBER, 1991
Svíar kaupa si g út úr Ewos
Fóðurblandan hf. yfirtekur fóðurverksmiðjuna í Sunda-
höfn og heldur framleiðslunni áfram
FÓÐURBLANDAN hf. hefur yfirtekið fóðurverksmiðju Ewos hf.
í Sundahöfn. Ewos hf. var í eigu Fóðurblöndunnar og sænska
fyrirtækisins Ewos a/b og hefur framleitt fiskafóður. Vegna erfið-
leika fiskeldis vildi sænska fyrirtækið losa sig út úr fyrirtækinu
og hefur nú náðst um það samkomulag á milli eigendanna. Fóður-
blandan mun áfram framleiða fiskafóður undir vörumerkjum
Ewos eftir því sem markaðurinn leyfir, að sögn Arna Gunnarsson-
ar framkvæmdastjóra.
Ewos hf. var stofnað af Fóður-
blöndunni hf. og sænska fyrirtæk-
inu Ewos a/b árið 1985 og keypti
nýbyggða fóðurblöndunarstöð
Fóðurblöndunnar hf. í Sundahöfn.
Eigendur Fóðurblöndunnar eiga
51% fyrirtækisins en Ewos a/b
49%. Ewos hf. byggði upp full-
komna fiskifóðurverksmiðju auk
Jón Kr. ísfeld, sóknarprestur
og rithöfundur, lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði á sunnudag, á 84.
aldursári.
Jón fæddist þann 5. september
árið 1908 að Haga í Mjóafírði,
sonur hjónanna Jens Kristjáns
Guðmundssonar, bónda og út-
gerðarmanns í Neskaupstað og
konu hans Júlíu Sigríðar Steins-
dóttur. Hann lauk kennaraprófi
árið 1934 og guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands árið 1942 og varð
sóknarprestur að Hrafnseyri sama
ár. Árið 1955 varð Jón prófastur
í Barðastrandarprófastsdæmi og
gegndi því embætti til 1961. Frá
þeim tíma og allt til ársins 1977
þjónaði hann Æsustaðaprestakalli
þess sem það blandaði fóðurblönd-
ur fyrir Fóðurblönduna hf. Ewos
hf. sá um sölu á fiskifóðri á Fær-
eyjamarkað en nýlega tók sænska
fyrirtækið þann markað aftur yfir.
Árni Gunnarsson segir að ís-
lensku eignaraðilarnir hefðu verið
tilbúnir til að reka Ewos hf. í
óbreyttu formi þó fyrirsjáanlegur
í Austur-Húnavatnssýslu, Hjarð-
arholtsprestakalli í Dölum, var
prófastur í Snæfellsnes- og Dala-
prófastsdæmi og prestur í Norð-
fjarðarprestakalli.
Auk hinna ýmsu embætta á
vegum kirkjunnar starfaði Jón að
skólamálum og stundaði kennslu
við bama- og unglingaskóla allt
frá árinu 1932. Þá tók hann virk-
an þátt í félagsmálum og átti sæti
í ýmsum nefndum og stjómum
félaga.
Eftir Jón liggur fjöldi skáld-
sagna, einkum barna- og ungl-
ingabækur. Einnig tók hann sam-
an nokkur ritsöfn og ritstýrði
ýmsum ritum, t.d. Seyðfirðingi,
Árbók Barðastrandarsýslu og
Geisla.
væri halli á rekstrinum á næstu
árum vegna stöðunnar í fiskeldi á
íslandi. Sænsku meðeigendumir
hefðu ekki verið tilbúnir til þess
og viljað losa sig út úr fyrirtæk-
inu. Nú hefði verið gert samkomu-
lag um að Fóðurblandan yfirtæki
verksmiðjuna og hluta af skuldum
og Svíamir tækju yfir hluta af
skuldunum og greiddu sig þannig
út úr fyrirtækinu. Jafnframt hefði
verið gerður samstarfssamningur
þannig að Fóðurblandan fram-
leiddi áfram fiskifóður undir vöm-
merkjum Ewos og yrðu viðskipta-
vinir fyrirtækisins lítið varir við
þessa breytingu.
Jón Kr. ísfeld
Eftirlifandi eiginkona Jóns Kr.
ísfeld er Auður H. ísfeld. Þau
eignuðust einn son, Hauk ísfeld
og ólu auk þess upp fósturdóttur-
ina Auði Björnsdóttur.
Séra Jón Kr. Isfeld
rithöfundur látinn
Morgunblaðið/KGA
Hárgreiðslumeistarafélag
Islands 60 ára
Hárgreiðslumeistarafélag íslands minntist 60 ára afmælis félagsins
með hárgreiðslusýningu í íslensku Óperunni síðastliðinn laugardag.
Sýnd var hárgreiðsla frá hverjum áratug allt frá árinu 1930 um leið
og rakin var saga félagsins. Lokaatriði sýningarinnar var brúðar-
greiðsla fyrr og nú. Að sögn Sólveigar Leifsdóttur varaformanns
félagsins, tóku félagsmenn víða að af landinu þátt í sýningunni.
Skoðanakönnun DV:
Ríkisslj ómarflokk-
amir tapa fylgi
SAMKVÆMT skoðanakönnun DV
tapa ríkisstjórnarflokkarnir og
Kvennalisti fylgi en Framsóknar-
flokkur og Alþýðubandalag vinna
á. Þetta er niðurstaða kosninga-
spár sem blaðið hefur unnið á
grundvelli skoðanakönnunar sem
náði til 600 manna.
Samkvæmt kosningaspánni fengi
Alþýðuflokkur 10,7% fylgi, Fram-
sókn 28,7%, Sjálfstæðisflokkur 32%,
Alþýðubandalag 20,9% og Kvenna-
listi 6,5%. Aðrir fengju innan við 1%
fyigí-
Af úrtakinu í skoðanakönnuninni
fengi Alþýðuflokkur 6,2%, Framsókn
16,5%, Sjálfstæðisflokkur 23,7%,
Alþýðubandalag 11,2% og Kvenna-
Iisti 3,8%. Óákveðnir eru um þriðj-
ungur aðspurða og tæp 5% vildu
ekki svara spurningunni. Ef aðeins
eru teknir.þeir sem afstöðu taka í
könnuninni fengi Alþýðuflokkur
9,9%, Framsóknarflokkurinn 26,5%,
Sjálfstæðisflokkurinn 38,1%, Al-
þýðubandalag 18% og Kvennalisti
6,2%.
VOGUN VINNUR
Kvikmyndir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Strax frá fyrstu myndskeiðun-
um í sjónvarpsmyndinni „Sjóarinn,
spákonan, blómasalinn, skóarinn,
málarinn og Sveinn” er Ijóst að
hér er á ferðinni verk sem gerir
verulegar kröfur til áhorfandans.
Þessi kvikmynd Hilmars Oddsson-
ar eftir handriti Matthíasar Jo-
hannessen færir áhorfendum sín-
um lítið af því sem sjónvarpsleik-
verk styðjast venjulega við; sögu-
þráður er þannig torsýnilegur,
spenna varla nokkur og átök milli
persóna ekki í forgrunni frásagn-
arinnar. Verkið býr hins vegar
yfír Ijóðrænum seið og skáldle^um
töfrum sem sjaldan sjást í sjón-
varpi og varla nokkurn tíma fyrr
í íslensku sjónvarpsleikriti.
Leikritið lýsir einum sólarhring
í lífi sex persóna sem eru utan
garðs í samfélaginu og greint er
frá einstökum atburðum í fortíð
sumra þeirra, atburðum sem varpa
nokkru ljósi á hlutskipti þessa
fólks. Svipmyridirnar úr fortíðinni
skýra ekkert til fulls og vekja oft
fremur fleiri spumingar en að veita
svör. Áhorfandinn verður sjálfur
að leggja það á sig að finna hin
endanlegu svör eða lifa með spurn-
ingunum, rétt eins og í lífinu sjálfu.
Heimur verksins er ekki sá
heimur sem við blasir út um glugga
samtímans. Persónur þess líka
eldri og skáldlegri en útigangsfólk
okkar tíina. Hér er á ferðinni heim-
ur Ijóðræns innsæis í mannlegan
breyskleika og miskunnarlausa
framrás tímans og persónur sem
eru andlega skyldar okkur öllum,
hver með sínum hætti.
Nú verða kvikmyndir ekki sjálf-
krafa að listaverkum eða „mynd-
skáldskap” þótt hefðbundnum frá-
sagnaraðferðum þessarar list-
greinar sé ýtt til hliðar. Þvert á
móti þarf í staðinn að koma til
eitthvað annað byggingarefni sem
heldur verkinu saman og áhorfend-
um vakandi, t.d. meitluð persónu-
sköpun, innihaldsríkur texti og
kannski umfram allt, fölskvalaus
einlægni. Það eykur enn á vanda
þeirra sem ráðst í gerð verka af
þessu tagi að ýmsir ytri þættir,
eins og tæknivinna, útlit, klipping,
hljóðvinnsla og tónlist, verða í
þessum tilfellum ennþá meira
áberandi og berskjaldaðri en ella.
Það er því ljóst að Hilmar réðst
ekki í neitt smáverkefni er hann
ákvað að leikstýra þessu verki.
Hann hefur greinilega gert sér
grein fyrir þvi sjálfur og því feng-
ið til liðs við sig frábært hæfileika-
fólk.
Það er fyrrum heildsalinn
Sveinn (Róbert Arnfinnsson), sem
er í forgrunni myndarinnar. Hann
er hættur að drekka og lætur ekki
freistast á meðan við fylgjumst
með honum, eru þó pelar í ýmsum
litum stöðugt á lofti. Fljótlega ger-
ist sjóarinn (Gunnar Eyjólfsson)
plássfrekur í frásögninni er hann
tekur að rifja upp minningar sínar
um forna ást sem aldrei náði að
fullkomnast. Þétta verður til þess
að Sveinn fer líka að riija upp
brot úr sinni ævi. Dagurinn líður
svo við þessar upprifjanir og sam-
töl við hina utangarðsmennina,
skóarann umhyggjusama og
þyrsta (Gísli Halldórsson), gamla
listmálarann sem er ekki á heiðurs-
launum (Rúrik Haraldsson),
blómasalann, sem lifir á samvisku-
biti mannanna, sem verður æ sjald-
gæfara (Eyvindur Erlendsson) og
spákonuna viðkvæmu með stúd-
entsprófið (Bríet Héðinsdóttir).
Myndinni lýkur svo, rétt eins og
deginum, í ljúfsárum samhljómi
saknaðar og fyrirheits.
Skemmst er frá því að segja að
mér fannst allir hinir fyrrnefndu
þaulreyndu leikarar skila hlutverk-
um sínum ákaflega vel og sama
má segja um leikara í smærri hlut-
verkum. Ekki má heldur gleyma
stórgóðum flutningi Hjalta Rögn-
valdssonar á texta sögumanns.
Mest reyndi á þá Róbert og
Gunnar og tókst þeim báðum á
fallegan og algerlega áreynslu-
lausan hátt að laða fram straum-
sorfin sálardjúp þeirra Sveins og
Helga troll.
Sigur leikaranna er vitaskuld
sigur leikstjórans líka, sem hér
hefur tekist afbragðsvel að sneiða
hjá þeim leikrænu pyttum og vilp-
um sem hvarvetna leynast í metn-
aðarfullum skáldverkum sem leit-
ast við að fjalla um viðkvæma
þætti mannlegs lífs.
En það er annar sigur sem gleð-
ur augað þegar horft er á „Sjóar-
ann”. Það er sigur fagmennskunn-
ar og þá ekki síst myndatökunnar.
Sigurður Sverrir beitir vél og ljósi
af fágætri nákvæmni og alúð og
margar myndrænar lausnir hans
og Hilmars eru hreint augnayndi.
Reyndar eru alúð og kunnátta orð
sem oft komu upp í hugann eftir
að ég horfði á myndina, því útlit
hennar er óvenju vandað í alla
staði, bæði leikmynd, förðun, bún-
ingar og lýsingar. Sama má segja
um hljóðvinnsluna og alla tækni-
vinnu.
Tónlist Hróðmars Inga Sigur-
björnssonar hæfir verkinu vel, en
eins og oft er með fallega tónlist
í kvikmynd, þá hættir mönnum til
að ofnota hana. Mér fannst að á
stöku stað í byijun myndarinnar
hefði verið þakkarvert að láta
myndirnar tala sitt þögla mál
óáreittar. Eftir það samlagaðist
tónlistin verkinu algerlega.
Þegar upp er staðið er „Sjóar-
inn” vönduð, einlæg sjónvarps-
kvikmynd, sem tekst að koma til
skila næmri mannlegri sýn ljóð-
skáldsins sem skrifaði verkið, án
þess að detta í sundur sem kvik-
mynd. Slíkt krefst sjaldgæfrar
vogunar og enn sjaldgæfari sigurs.