Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 27

Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 3. DESEMBER 1991 27 Yfír 200 aldraðir einstaklingar bíða eftir plássum á hjúkrunarheimilum - segja þrír forsvarsmenn í öldrunarþjónustu á stofnunum í Reykjavík Á MILLI 200 og 300 aldraðir ein- staklingar í Reykjavík bíða í heimahúsum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og í mörgum tilfellum er gamalt fólk sent ósjálfbjarga heim af sjúkrahús- um. Ástandið í hjúkrunarmálum aldraðra er alls ekki nógu gott en fyrirhugaðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda, eins og breyt- ingar á Landakoti, eru injög dýr kostur. Þetta segja þrír forsvars- menn öldrunarþjónustu á stofn- unum á höfuborgarsvæðinu sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við, þær Arnheiður Ing- ólfsdóttir hjúkrunarforstjóri umönnunnar- og hjúkrunarheim- ilisins Skjóls, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir forstöðumaður á Droplaugarstöðum og Guðrún Karlsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans. sjúklingar, í heild um 50 sjúklingar sem flytjast myndu yfir á hjúkr- unarheimilið svo ekki yrði pláss nema fyrir 50 í viðbót,” sagði Hrafnhildur. Að sögn Arnheiðar væri það, að þeirra mati, mun betri kostur að flýta fyrir byggingu hjúkrunar- heimilisins Eirs í Grafarvogi, loka ekki Hafnarbúðum, opna dagspítala á Skjóli og sambýli á vegum Skjóls í Laugarási fyrir aldrað fólk með heilabilun en húsnæðið er fyrir hendi. Með því fengjust 179 pláss þ.e. 100 í Eir, 25 langlegupláss og 25 dagpláss í Hafnarbúðum, 20 á dagspítala Skjóls og 9 á sambýlinu. Þær bentu á að aldraðir þyrftu annars vegar sérhæfða sjúkrahús- þjónustu sem veitti þeim meðferð Þær segja að fyrirhuguð samein- ing Borgarspítala og Landakots, þar sem Landakot yrði lagt niður í núverandi mynd sem sjúkrahús en í staðinn kæmi hjúkrunarheimili fyrir aldraða sé óskynsamlegur og dýr kostur. „Það er óskynsamlegt hjá heil- brigðisyfirvöldum að ætla að gera Landakot að hjúkrunarheimili fyrir aldraða Reykvíkinga fyrst og fremst vegna þess að það mun hafa í för með sér ærinn tilkostnað og húsnæðið mun aldrei rýma fleiri en hundrað einstaklinga ef vel á að vera. Nú þegar eru 25-30% af sjúkl- ingunum á Landakoti langlegu- Morgunblaðið/Þorkell Arnheiður Ingólfsdóttir hjúkrunarforstjóri á Skjóli, Hrafnhildur Guðmundsdóttir forstöðumaður á Drop- laugarstöðum og Guðrún Karlsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri á öldrunarlækningadeild Landspítkl- ans. við sjúkdómum og tæki þá til rann- sóknar og endurhæfingar en hins vegar varanlegar ráðstafanir eins og hjúkrun ef ástand þeirra kallaði á það. Slík þjónusta þyrfti að fara fram á stofnunum fyrir þá sem verst væru haldnir. Þær lögðu áherslu á mikilvægi þess að aldrað fólk ætti sér heimili líkt og þeir sem yngri væru, þar sem slíkt væri sjálf- sögð mannréttindi. „í hugum margra virðist það vera sjálfsagt að loka gamalt fólk inni á sjúkrahúsum til æviloka. Það er íiins vegar engum boðlegt hvorki ungum né gömlum. Aldraðir sem lokið hafa sinni meðferð inni á sjúkrahúsi þurfa hjúkrun inni á heimilum sem oft á tíðum er svo mikil að það er ekki hægt að veita hana nema á hjúkrunarheimili,” sagði Guðrún. Hún sagðist vilja margundirstrika orðið heimili en með því ætti hún við að viðkom- andi gæti lokað að sér og öðrum bæri skylda til að banka á dyrnar en ekki að hver og einn gæti geng- ið inn og út eins og gert væri á sjúkrahúsum. „Þegar verið er að tala um að breyta Landakoti úr sjúkrahúsi í heimili fyrir þá sem „Eins og fólk er flest” eftir Ellert B. Schram FRJÁLS fjölmiðlun hf. hefur gefið út bókina „Eins og fólk er flest” eftir Ellert B. Scliram. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Efni bókarinnar er pistlar og smá- sögur, svipaðs efnis og Ellert hefur skrifað í helgarblað DV undanfarin ár. Þar er fjallað um hinar margvís- legu hliðar mannlífsins, æskuna og fjölskylduna, íþróttir, þingmennsku, dagdrauma og sjálfsímynd okkar ailra, einstæðinga ellinnar, ruglað fólk og óruglað og hvunndagslífíð hátt og lágt. Samtals eru 36 sjálf- stæðir kaflar í bókinni. Engum er hlíft í háði og skopi og allra síst höfundi sjálfum. En bak við glettn- ina er alvaran og veruleikinn og undirtónninn í bókinni er einlægni og hreinskilni.” Bókin er 176 síður og myndir í henni eru eftir Árna Elfar. Guðjón Ingi Hauksson sá um hönnun kápu, Fijáls fjölmiðlun hf. annaðist prent- un og Félagsbókbandið Bókfell bók- band. Ellert B. Schram þurfa hjúkrun þyrfti að útbúa að- stöðu þar sem hver og einn gæti átt sitt einkasvæði og það yrði án efa mjög dýrt að breyta þessu gamla sjúkrahúsi á þann veg svo boðlegt væri,” sagði Guðrún. Þær lögðu áherslu á að hvað eft- ir annað væri búið að lýsa því yfir að nú þegar að þrengdi ættu aldrað- ir að vera forgangshópur vegna þess hve illa hefði verið staðið að þeirra málum á undanförnum árum og áratugum. Aftur og aftur væri hins vegar hátækniþjónustan tekin fram yfir hjúkrunarþjónustu aldr- aðra. Undantekningalítið sögðu þær það jafnframt staðreynd að aldraðir fengju verri sjúkrahúsþjónustu en aðrir. Um leið og aldraður einstakl- ingur kæmi inn á bráðamóttöku sjúkrahúsanna væri bytjað að hugsa hvort hann ætti eftir að fest- ast á viðkomandi stað. Ef útlit væri fyrir það væri áhersla lögð á að leggja hann ekki inn heldur koma honum strax heim. Aldraðir ein- staklingar þyrftu því að vera miklu veikari en þeir sem yngri til að komast inn á sjúkrahús. Guðrún sagði að þetta vandamál kæmi ekki síst til af því að mikill hluti plássa á öldrunarlækninga- deildum væri tepptur af langlegu- sjúklingum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum og nefndi dæmi að af 63 rúmum á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans væru nú einungis 8 til ráðstöfunar fyrir fólk sem komast þyrfti í meðferð af ein- hveiju tagi. „Mikill fjöldi fólks ligg- ur veikur úti í bæ og bíður eftir meðferð á öldrunarlækningadeild- um. Ef við hefðum öll rúmin á deild- inni til ráðstöfunar myndi það þýða að við gætum tekið sjúklinga inn strax þegar þeir þyrftu á meðferð að halda sem þýddi að þeir svöruðu meðferð miklu betur. Við höfum horft á það aftur og aftur á undan- förnum árum að loksins þegar við getum tekið einstaklinginn inn er heimili hans annað hvort búið að gefast upp svo ekki er hægt að byggja það upp til að taka sjúkling- inn heim aftur eða að einstaklingur- inn er orðinn svo lélegur á þessum biðtíma að það ekkt er hægt að endurhæfa hann til að fara aftur heim, Þannig er t raun verið að skapa fleiri hjúkrunarsjúklinga,” sagði Guðrún. Hún sagðist telja að orsakir þessa hjúkrunarvandamáls aldraðs fólks mætti að stærstum hluta rekja til þeirra þjóðfélagsbreytinga sem orð- ið hefðu á- síðustu tuttugu árutn eftir að konur fóru út á vinnumark- aðinn. „Þau störf sem áður voru unnin fyrir ekki neitt þurfa nú að greiðast af landsmönnum sameigin- lega og við verðum að vera tilbúin til þess,” sagði Guðrún Karlsdóttir að lokum. SIEMENS Við opnum í dag heimilistækjaverslun okkar að nýju eftir gagngerar endur- bætur og stækkun. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.