Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
Joseph Cicippio laus úr höndum líbanskra mannræningja:
„Vonast til að geta farið
að lifa lífinu á nýjan leik”
Samkomulag sagt um lausn hinna fjögurra fyrir áramót
Beirut. Reuter.
Mannræningjar í Líbanon létu Bandaríkjamanninn Joseph Cicippio
lausan úr gíslingu í gær og var hann að því búnu fluttur til Damaskus
í Sýrlandi þar sem hann var afhentur bandaríska sendiherranum.
Virtist hann tekinn og þreyttur en brosti þó breitt við fréttamönnun-
um. Kom kona hans líbönsk til fundar við manna sinn í Damaskus
í gær en þau hjónin höfðu ekki sést í hálft sjötta ár. ísraelar létu
25 arabíska fanga lausa á sunnudag eða strax og mannræningjarnir
höfðu tilkynnt, að þeir ætluðu að sieppa Cicippio. I Líbanon eru enn
í haldi tveir Bandaríkjamenn og tveir Þjóðveijar.
Cicippio er sjöundi vestræni gísl-
inn, sem látinn er laus síðan í ág-
úst þegar Sameinuðu þjóðirnar hóf-
ust handa við að fá þá lausa gegn
því, að arabar í ísraelskum fangels-
um fengju frelsi. Hafa ísraelar nú
alls látið lausan 91 arabískan fanga.
írönsk stjórnvöld, sem vilja losna
úr þeirri pólitísku einangrun, sem
þau hafa verið í lengi, hafa einnig
lagt sinn skerf af mörkum til lausn-
ar gíslunum og ríkisútvaipið í Te-
heran sagði í gær, að fyrir milli-
göngu Sameinuðu þjóðanna hefðu
tekist um það samningar í Damask-
us á laugardag að sleppa gíslunum
fjórum, sem enn eru í haldi, fyrir
áramót. Sagði Farouq aí-Shara,
utanríkisráðherra Sýrlands, að
Bandaríkjamönnunum yrði sleppt í
næstu viku.
„Ég er að vonum ánægður með,
að þessu skuli lokið og vcnast tií
að geta farið að lifa lífinu að nýju,”
var eitt af því fyrsta, sem Joseph
■ MÍLANÓ - Hlutabréf ítalska
hjólbarða- og kaplafyrirtækisins Pi-
relli lækkuðu um hartnær fjórðung
í verði í gær. Stjórn fyrirtækisins
hafði varað við miklum rekstrarhalla
á árinu eftir að samningaviðræður
þess við þýska hjólbarðafyrirtækið
Continental AG um samvinnu höfðu
runnið út í sandinn.
I ALMA-ATA - Núrsúltan
Nazarbajev varð fyrsti þjóðkjörni
forseti Sovétlýðveldisins Kazakh-
stans í kosningum á sunnudag. Hann
var einn í framboði og fékk 98,8%
atkvæða. Hann sagði eftir að úrslitin
voru kunngerð að hann myndi beita
sér fyrir sjálfstæði lýðveldisins ef til-
raunir Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét-
forseta til að halda Sovétlýðveldun-
um saman mistækjust en hins vegar
kæmi aðskilnaður frá Sovétríkjunum
ekki til greina. Hann sagði þetta
„tvennt ólíkt”. Nazarbajev var áður
þingkjörinn forseti.
Cicippio sagði við fréttamenn í
gær. Hann hafði ekki séð dagblað
eða annað lestrarefni i fimm og
hálft ár og mannræningjarnir voru
sífellt að flytja hann af einum staðn-
um á annan. Cicippio var fjármála-
stjóri Bandaríska háskólans í Beirut
þegar honum var rænt og lét hann
jafnan lítið fyrir sér fara. Vogaði
hann sér til dæmis aldrei út á götu
í sjálfri borginni fyrr en daginn, sem
Stokkhólmi. Reuter.
GUNN Hellsvik, dómsmálaráð-
herra Svíþjóðar, fyrirskipaði á
sunnudag rannsókn á því hvers
vegna lögreglan ákvað að koma
í veg fyrir að sænskir þjóðernis-
sinnar efndu til árlegs útifundar
í Stokkhólmi og Lúndi á laugar-
dagskvöld.
Lögregluyfirvöld höfðu sagt að
þau hefðu bannað útifundina til að
afstýra átökum milli þjóðernis-
sinnanna og fólks, sem hafði safn-
ast saman við fundarstaðina til að
mótmæla árásum á innflytjendur
að undanförnu. Eftir að útifundirn-
ir voru bannaðir börðust ungir ný-
nasistar við lögreglumenn og mót-
mælendur.
Um 150 manns voru handteknir
í hvorri borg. Lögreglan náði vopn-
um af fólkinu, meðal annars heima-
tilbúnum sprengjum og fánastöng-
um með beittum oddum. Fjórir lög-
mannræningjarnir náðu honum.
Cicippio er kvæntur líbanskri konu
og hafði tekið íslamstrú tveimur
árum áður en honum var rænt. í
gíslingunni hótuðu mannræningj-
arnir, Byltingarsinnuðu réttlætis-
samtökin, að taka hann af lífi og á
myndbandsupptöku, sem dreift var
til fjölmiðla, kvaddi hann konu sína
og bað hana að minnast sín ævin-
lega.
Gíslarnir, sem enn eru í haldi,
eru Terry Anderson, fréttaritari
AP-fréttastofunnar, en hann hefur
verið lengst allra eða frá því í mars
1985; Alann Steen, prófessor við
Háskólann í Beirut, en hónum var
rænt í janúar 1987; Thomas
Kemptner og Heinrich Striibig, báð-
ir þýskir. Þeim var rænt í maí 1989
í borginni Sídon.
reglumenn særðust í Lundi og einn
nýnasisti var fluttur á sjúkrahús í
Stokkhólmi.
Gunn Hellsvik fyrirskipaði rann-
sókn á aðgerðum lögreglunnar.
„Það er algjört frumskilyrði að fólk
hafi tjáningarfrelsi. Án þess getum
við ekki sagt að við búum við lýð-
ræði,” sagði dómsmálaráðherrann.
Fyrr um daginn hafði lögreglu-
maður skotið nýnasista til bana í
Malmo og sært annan.
Þetta er í fyrsta sinn sem lögregl-
an hefur komið í veg fyrir árlega
útifundi sænskra þjóðernissinna 30.
nóvember. Fundirnir eru haldnir til
að minnast Karls XII Svíakonungs,
sem lést þennan dag á vígvellinum
í stríði Svía gegn Rússum, Dönum
og Norðmönnum árið 1718. Samtök
sænskra þjóðernissinna hafa staðið
fyrir fundunum en á undanförnum
árum hefur borið æ meira á ungum
nýnasistum á þeim.
Svíþjóð:
Rannsókn á lög-
regluaðgerðum
gegn nýnasistum
ÞRJAR BÆKUR
SEM LEIFTRA AF ORÐSNILLD
OG SKARPRI HUGSUN
s
I bókinni Manngerðir eftir Þeófrastos
(372-287 f. Kr.), er ljallað um 30 sérkenni í siðum
manna sem hljóta að teljast vafasöm s.s. smjaður,
illmælgi og blaður, stimamýkt, fruntaskap og
dindilmennsku. Manneðlið breytist ekki og þótt
2000 ár séu liðin frá ritun bókarinnar er ekki
ólíklegt að margur kannist við persónur í þessum
skemmtilegu mannlýsingum. Bókin er ríkulega
skreytt lyndislestrarmyndum.
Hver er heimssýn heimskunnar og hvaða
hlutverk ætlar hún sjálfri sér? í bókinni Lof
heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam (1469-
1536), lætur höfundurinn heimskuna rausa
gáleysislega um alvarleg efni. Hún sér margt
kyndugt í fari manna og skopast að áráttu þeirra til
að sýnast merkilegri en þeir eru.
Stephen W. Hawking er einn af fremstu
eðlisfræðingum samtímans og í bókinni Saga
tímans bregður hann upp heimsmynd nútima
eðlisfræði og setur fram frumlegar tilgátur um
uppruna, þróun og eðli alheimsins. Hann gerir sér
grein fyrir takmörkum eðlisfræðinnar og spyr
áleitinna spuminga s.s. „Hvað blæs lífsanda í
jöfnumar og fær þeim heim til að lýsa?“. Bókin er
metsölubók um víða veröld.
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG
SlÐUMlll.121 • PÓSTHÓLF 8935 • 128 REYKJAVlK • SÍMI91-679060
M
■f'
1816 Tr 1991
SIEMENS
Við opnum í dag heimilistækjaverslun
okkar að nýju eftir gagngerar endur-
bætur og stækkun.
Verið velkomin!