Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
p//in ht, *t*Qrn 1
;<S>s
JSK* "o
<$°e y
*%
3% P
*c <fy xj cfe' *u £>.
OýVíf ■á<’4z
BOKAMERKI
FAÐIR VOR OG ÆÐRULEYSIS BÆNIN, vönduð
bókamerki úr gullhúðuðu þunnu stáli. Vönduð gjöf sem
gleður og fellur ekki úr gildi.
TAKMARKAÐ UPPLAG. Tilvalin jólagjöf.
Hvert stk. kostar 980 kr. auk sendingar- og
bréfakröfukostnaðar. Sparið sendingar og kröfukostnað
með því að senda greiðslu með pöntun yðar.
VINSAMLEGA SENDIÐ MÉR
□ stk. Faðir vor bókamerki □ sendist í bréfakröfu
□ stk. Æðruleysi bókamerkis □ fullnaðargreiðsla fylgir kr.
Nafn
Heimili
Póstnr. og staður
KIRKJGFELL
Pósthólf 234, 270 Mosfellsbær, sími og fax 666566
Vanþekking eða hvað?
Athugasemdir vegna þyrlukaupa
eftir Albínu
Thordarson
í umræðum um þyrlukaup und-
anfarna daga hefur komið fram
mikið af röngum og villandi upplýs-
ingum. Hvort sem um er að ræða
viljandi rangfærslur eða vanþekk-
ingu er nauðsynlegt að leiðrétta
eitthvað af þeim.
Þessar villandi upplýsingar hafa
margar komið frá mönnum sem
telja sig sérfræðinga, þar á meðal
sumum nefndarmanna, sem á síð-
asta vori fóru til þriggja landa til
að kanna þyrlur á vegum fjármála-
ráðuneytisins. í umræðum á Alþingi
á mánudag mátti heyra að þær
höfðu borist til þingmanna, sem oft
eru ekki í aðstöðu til að meta sann-
leiksgildi þess sem við þá er sagt.
Á fundi í Grindavík um helgina
komu fram staðhæfingar um þyrl-
ur, sem flestar koma einnig fram
á miðopnu Morgunblaðsins sl.
þriðjudag.
Þar segir einn sérfræðinganna
að Sikorsky Pave Hawk þyrlur eins
og varnarliðið er að fá séu hættu-
legar yfir sjó þar sem þær hafi
ekki flotholt til að halda þeim á floti.
(Þess ber að geta að Sikorsky Black
Hawk, Pave Hawk og Jayhawk
þyrlur eru sömu gerðar, en með
mismunandi útfærslum.) Að sjálf-
sögðu hafa Sikorsky-þyrlur neyðar-
flotholt, eins og aðrar þyrlur, til
þess að fólk komist út. Það vita
hins vegajr flestir að þegar þyrla
nauðlendir á sjó er það flugslys.
Hún er nefnilega ekki bátur, heldur
flugvél, og sekkur fljótlega eins og
aðrar flugvélar. Þyrlur eru þannig
gerðar að meginhluti þyngdar er
ofan á þeim, mótorar, gírkassi og
þyrilhaus og því hvolfir þeim við
litla hreyfingu. Þetta á sérstaklega
við háar og mjóar þyrlur eins og
Super Pumu. Sjómenn vita það
manna best að flytji maður aðal-
vél, gír, öxul og skrúfu upp á stýris-
hiís Kio-lír Kkinið ekki lengi á réttum
kili. Hvorki Sikorsky-þyrlum né
öðrum er hægt að sigla um Atlants-
hafíð.
Því hefur einnig verið haldið fram
að lítil reynsla sé af afísingarbún-
aði á Sikorsky-þyrlum. Sérfræðing-
arnir hafa þó fengið upplýsingar
um að afísingarbúnaður sé „stand-
ard" á öllum þeim 1600 Hawk þyrl-
um, sem framleiddar hafa verið til
þessa. Þær hafa verið notaðar eftir
allri strandlengju Bandaríkjanna,
frá Flórída í suðri til Alaska í norðri.
Þær eru einnig notaðar í 20 öðrum
löndum og má þar nefna Tíbet í
Himalayafjöllum og á Kóreuskaga,
en á báðum þessum stöðum er nóg
af ísingu.
í ferð sinni í vor fór sérfræðinga-
nefndin til Noregs til að kynna sér
þyrlunotkun þar og þá sérstaklega
afísingarbúnað Super Pumu, sem
nýlega fékk flughæfnisvottorð í
Noregi.
Þeir kynntu sér m.a. fyrirtækið
Helikopter Service, sem árum sam-
an hefur unnið að tilraunum með
afísingarbúnað á Super Pumu.
Þetta fyrirtæki stundar fólksflutn-
inga til olíupalla við strendur Nor-
egs og notar til þess 39 þyrlur, þar
af 12 af gerðinni Super Puma. Það
notar nú afísingarbúnað á aðeins
tveimur af Puma flutningaþyrlum
sínum. Hann þyngir þyrluna um
200 kíló, eða sem nemur meira en
tveimur farþegum, auk þess sem
oftar þarf að skipta um þyrilblöð.
Helikopter Service áætlar að það
kosti um 1.000 krónum norskum
meira á klukkustund að hafa afís-
ingarbúnaðinn um borð í apríl-júní-
hefti tímaritsins Helicopter World.
Þar segir einnig að Helikopter
Service hafi aðeins notað afísingar-
búnaðinn í 350 klukkustundir. Hvar
telja sérfræðingarnir að reynslan
sé mest?
Því hefur einnig verið fleygt að
Sikorsky Hawk-þyrlur hafi ekki
sjálfstýribúnað sem henti til björg-
unarstarfa. Það vita allir, sem eitt-
„Bandarísk stjórnvöld
frétta það nú frá ís-
lenskum sérfræðingum
að Sikorsky-bj örgnnar-
þyrlur, sem þau töldu
þær öflugustu í heimi,
séu óbrúklegar til
björgunarstarfa á sjó.”
hvert vit hafa á flugvélakaupum,
að það er kaupandinn sem ákveður
tegund af sjálfstýringu á sama hátt
og kaupandi ræður því hvort hann
kaupir aflstýri í nýjan bíl eða Loran
í nýjan bát.
Sérfræðingar sem ekki vita ann-
að eins grundvallaratriði eins og
það, að kaupandi ræður búnaði
þyrlu sem hann kaupir, eru tæpast
starfi sínu vaxnir. Þá er huggun
harmi gegn að ríkisstjórn Islands
hefur aðgang að íjölda annarra
sérfræðinga í þyrlumálum, svo sem
hjá 15 ríkjum í Atlantshafsbanda-
laginu.
Við ítrekaðar prófanir hafa Sik-
orsky Black Hawk og Jayhawk,
eins og bandaríska strandgæslan
notar, komist 300 sjómílur á haf
út og tekið þar upp 12 menn og
flogið til baka. Því fleirum er hægt
að bjarga sem vegalengdin er
styttri. Enginn sérfræðingur hefur
haldið því fram að Super Puma
geti þetta.
í skýrslu sérfræðinganna frá því
í vor er því haldið fram að Sikorsky
Jayhawk geti aðeins tekið um borð
6-8 menn í 250 mílna fjarlægð frá
eldsneytisstöð og þar geti Super
Puma tekið upp 14 menn. Þetta
stafi af skorti á gólfplássi fyrir
sæti. Samkvæmt skýrslu þeirra er
gólfpláss í Black Hawk 8,18 fer-
metrar, en 9,18 í Super Puma. Á
þessum eina fermetra, sem munar
ætla þeir að hafa 6-8 menn.
Kjami málsins er hins vegar sá,
að björgunarþyrlur eru ekki hafðar
fnllar af siptum ban vnom til trof-
Merrild setur brag
á sérhvern dag
Langar þig í
fallega kaffídós ?
Merrild kaffiö er afar vinsælt og
það á sér góðar og gildar ásæður:
Hin frábæra fylling og mýkt í
bragðinu helst lengur í munni en þú
átt að venjast. Kaffið er drjúgt og
milt en aldrei rammt eða súrt. Það
leynir sér ekki að það er blandað og
brennt úr heimsins bragðbestu
kaffitegundum frá Kólombíu, Brasilíu
og Mið-Ameríku.
Klipptu strikamerkið af rauða
Merrild pakkanum og fáðu
kaffi-dós eins og þá sem þú
sérð hér til hliðar.
Allt sem þarf að gera er að
geyma strikamerkin af 6
pökkum af rauðum Merrild 500
gr. og senda til okkar. Þá
sendum við þér Merrild kaffidós
þér að kostnaðarlausu. Einnig
getur þú skipt strikamerkjunum
í peninga ef þú vilt ekki
kaffidósina.
2 strikamerki = 40 kr.
4 strikamerki = 80 kr.
6 strikamerki = 120 kr.
Góð kaffiráð
Gott hráefni er aðalsmerki Merrild
kaffisins og mjúki pokinn tryggir að
gæðin haldist svo að þú færð alltaf
sama ilmandi kaffið og frábæra
kaffibragðið.
Tæmdu aldrei pokann í dós. Settu
kaffipokann ofan í Merríld kaffí-
dósina. Þannig kemst hvorki
súrefni né birta að
kaffinu og
ilmurinn,
bragðið og
ferskleikinn
haldast til síðasta
dropa.
K
K
K
« //
tf
K
jf&hitd
Já, takk.
Q (krossið við) ég vil gjarnan fá eina Merrild kaffi-
dós og sendi hér með 6 strikamerki af rauðum Merrild
500 gr.
Q (krossið við) ég vil gjarnan fá greitt fyrir meðfylgjandi
stk. strikamerki samtals kr.
Hámark 1 umslag og 6 strikamcrki á heimili.
Nafn
Heimilisfang
Póstnr./bær _
Umslagið sendist til Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124' Reykjavík
Síðasti innsendingar-
dagur er 31. janúar
1992.
Svona lítur strikamerkið
út. Þú finnur það aftaná
rauðum Merrild pakka.
Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík.
4