Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 49

Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 49 hafi komið mér í tengdaföður stað. Valur sonur minn, sem fæddist ári síðar, kallaði Kjartan ávallt afa Kjartan. Á brúðkaupsdegi okkar hjóna, kom það í hlutverk Kjartans að halda föðurlega ræðu í tilefni giftingar „dóttur hússins” eins og hann komst að orði. Af helstu einkennum Kjartans má nefna; vanafestu, hógværð, gott skap og ríka kímnigáfu. Vanafesta Kjartans var honum rótgróin og mátti stilla klukku eða telja viku- dagana eftir athafnaferli hans. Kjartan var einstaklega skapgóður maður og sá ég hann aldrei skipta skapi þau ár sem ég þekkti hann. Kjartan hafði ríka kímnigáfu og var ritfær í betra lagi. Það var því sér- stök ánægja í langdvölum okkar erlendis að fá reglulega bréf frá Kjartani með fréttir af heimaslóð- um. Þegar þau bréf bárust, var það eins og helgistund á heimilinu með- an þau voru lesin. Bréf þessi höfum við ávallt varðveitt. Jóna, kona Kjartans, er einnig gædd sömu góðu skapgerðarein- kennum og hann, og er erfitt að ímynda sér rifrildi á því heimili. Kjartan og Jóna voru sérstaklega náin hjón sem sjaldan voru í fjar- veru hvors annars. Það var sérstök ánægja að fá þau hjón í reglulegar heimsóknir á heim- ili okkar erlendis, aðallega í Nor- egi. Þær heimsóknir skilja eftir margar góðar minningar um góðar stundir og skemmtilegar ferðir sem við fórum með þeim um England, Skotland, Noreg og víðar. Kjartan og Jóna voru einstaklega þægileg í umgengni og við verið búsett á heimaslóðum. Kjartan var ekki heilsuhraustur maður og hafði hann þrisvar sinn- um legið alvarlega sjúkur á gjör- gæsludeild, „banalegurnar þrjár” ■eins og hann kallaði það. Hann henti að því í gamni að sú næsta yrði sú síðasta. Það lá yfirleitt vel á Kjartani og lét hann lítið á því bera að heilsufarið var ekki alltaf upp á það besta. Hann fór helst ekki til læknis nema honum væri ekið þangað í sjúkrabíl. Má segja að hin síðari ár, er líkaminn var farinn að gefa sig, að hann hafi fyrst og fremst lifað á þeim góðu andlegu eiginleikum sem hann hafði til að bera. Kjartan var elstur af átta systk- inum, sem öll eru á lífi. Mikil sam- heldni ríkti meðal þeirra systkina. Hjálpsemi þeirra við Kjartan og Jónu á síðustu mánuðum vill ég þakka sérstaklega. Ég vona að þessar fátæklegu lín- ur mínar nái að berast héðan af arabasöndum, á norðlægari breidd- argráður, þar sem ég get ekki ver- ið viðstaddur og vottað Kjartani mína hinstu kveðju við útförina. Jóna mín, þér votta ég mína inni- legustu samúð og megi minningin um góðan mann styrkja þig á þess- um erfíðleikatímum. Gunnar Birgisson, Kiyadh Saudi Arabíu. • Kjartan Guðnason var í fram- varðarsveit Sambands íslenskra berkla- og bijóstholssjúklinga í meira en fjóra tugi ára. Með honum er genginn einn af merkustu for- ustumönnum ftjálsrar félagsstarf- semi á íslandi. Berklaveikin vat' lævís sjúkdóm- ur hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar og hafði mörg andlit. Sjö ára strákur úr Reykjavík er sendur í sveit austur fyrir fjall, sem ekki væri hér í frásögur færandi nema fyrir það, að strákur þessi var Kjart- an. Árið var 1920. Hann sagði sjálf- ur svo frá í viðtali sem birtist í bókinni SÍBS í 50 ár; „Það voru berklar á næsta bæ við þann sem ég dvaldi á. Þegar ég kom úr sveit- inni um haustið var ég orðinn eitt- hvað veikur og mér bannað að fara 1 skólann. Það voru mín fyrstu kynni af þessu. Þá var talað um berkla- 'skoðun en mér batnaði aftur í bili svo að ekki varð úr í það skiptið.” Það voru þó þessi veikindi sem mörkuðu síðar lífshlaup Kjartans þótt ekki létu þau ýkja mikið yfir sér þá. Árið 1945 var merkisár í sögu íslenskra heilbrigðismála fyrir þá sök að það ár voru landsmenn allir berklaskoðaðir. Miðað við aðferðir og skoðunartækni þess tíma var þarna á ferðinni stórmerkilegt átak sem ekki hefur verið leikið eftir síð- an. í þessari allsheijar berklaleit kom í ljós að Kjartan hefði vissu- lega sýkst af berklum en yfirunnið sýkinguna, samt talin hætta á að hún væri ekki að fullu úr sögunni. Það var því fylgst grannt nteð hon- um á Berklavarnarstöðinni Líkn, en ekki frekar aðhafst í bili, þar eð hann var einkennalaus. Svo ger- ist það, sem ekki var óalgengt á þeim árum, að eftir erfitt ferðalag árið 1948 veiktist Kjartan illilega og reyndist kominn með virka lugnaberkla. Hann lá á Vífilsstöðum í 9 mánuði, sem ekki telst langur tími ntiðað við það sem þá gerðist. Meðferðin var fólgin í legu og „blásningu”. Kjartan náði sérsæmi- lega á.strik en var þó „blásinn” áfram næstu 4 árin. Strax á næsta ári, 1949, er Kjart- an orðinn virkur í félagsskap ber- klasjúklinga, kominn í stjórn Berklavarnardeildarinnar í Reykja- vík, sem nú heitir SIBS deildin — Reykjavík. Hann var á meðal full- trúa á 7. þingi SÍBS sem haldið var á Reykjalundi árið 1950 og var þar kosinn varamaður í stjórn sam- bandsins. í stjórn SÍBS situr hann síðan óslitið til ársihs 1988, í 38 ár, varamaður í 6 ár, meðstjórnandi og síðar ritari í 18 ár og að lokum formaður í 14 ár. Á þessum árum stórefldist SíBS jók umsvif sín á Reykjalundi og kom á fót marvís- legri starfsemi og fyrirtækjum. Ætla mætti að það væri nægt verkefni af félagslefum toga hvetj- um manni, auk þess að sinna fullu starfi til lífsviðurværis, að taka þátt í stjórnarstörfum SíBS. Svo var þó ekki með Kjartan, heldur gegndi hann jafnframt margvísleg- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir sambandið. Hann sat í stjórn Reykjalundar árin 1950-1956 en á þeim árum risu margar af þeim byggingum sem nú eru á Reykjalundi og grunn- urinn var þá lagður að plastiðnaðin- um þar, sem í dag er stærstur sinn- ar gerðar hér á landi. Aftur sat Kjartan í stjórn Reykjalundar árin 1984-1986. Árið 1958 ákvað SíBS að koma á fót vinnustofu fyrir öryrkja í Reykjavík. Var Kjartan í undirbún- ingsnefnd vinnustofunnar sem hlaut nafnið Múlalundur. Reglugerð um Múlalund var samþykkt 22. jan- úar 1959, stjórn var skipuð og var Kjartan formaður hennar. Starf- semi vinnustofunnar hófst síðan 20. maí það ár í Ármúla 34. Múlalund- ur á þannig nú að baki sér 32 starfsár og hefur á þeim tíma gefið ótölulegum fjölda öryrkja kost á vinnu sem þeim hefði annars' ekki boðist. Kjartan var formaður stjórn- ar Múlalundar næstu árin á meðan framleiðslugreinarnar voru að þró- ast og starfsemin að mótast. Árið 1982 fluttist starfsemi Múlalundar úr Ármúla 34 í nýtt húsnæði í Hátúni 10 í Reykjavík. Þar með var húsnæðið í Ármúlanum laust til annarra nota. Samstarf myndaðist milli SíBS, Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands og Samtaka aldraðra um að koma þar upp þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja. Þjónustumiðstöðin opnaði 6. janúar 1983 og hlaut nafnið Múlabær. Kjartan var fyrsti stjórn- arformaður hennar og var raunar fulltrúi SíBS í stjórninni allt til dán- ardægurs. Árið 1985 tókust samningar milli rekstraraðilja Múlabæjar annars vegar og Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og Reykjavíkur- borgar hins vegar utn að koma upp þjónustumiðstöð fyrir Alzheimer- sjúklinga. Hún tók til starfa árið 1986 og hlaut nafnið Hlíðarbær. Þar var Kjartan enn að verki og sat hann einnig í stjórn þeirrar þjón- ustumiðstöðvar til dánardægurs. Fleira mætti rekja af trúnaðar- störfum Kjartans fyrir SíBS og skulu hér aðeins tvö þeirra nefnd: Kjartan var árum saman fulltrúi SÍBS í stjórn Norræna berklavarn- arsambandsins (DNTC) sem stofn- að var á Islandi árið 1948. Nafni sambandsins var breytt 1971 til samræmis við þróun sem orðið hafði í áranna rás á starfsemi félaga berklasjúklinga á Norðurlöndum, heitir sú Nordiska Hjárt- och Lung- handikappades Förbund (NHL). Kjartan var allt fram á þetta ár tengiliður SÍBS við NHL. Árið 1950 stofnaði Katrín Páls- dóttir sjóð til minningar um dóttur sína, Hlíf Þórðardóttur hjúkrunar- nema, sem látist hafði úr berklum, Hlífarsjóð. Skyldi sjóðurinn vera í vörslu SíBS og gegna því hlutverki að styrkja þurfandi berklasjúklinga og aðstandendur þeirra. í mörg ár hefur Kjartan verið formaður stjórnar sjóðsins sem á starfstíma sínum hefur styrkt ófáa berkla- sjúklinga. Það sýndi hug Kjartans til stuðnings og aðstoðar af þessu tagi að fáum dögunt fyrir andlátið ræddi hann við mig um málefni tveggja einstaklinga sem hann taldi að Hlífarsjóður ætti að styrkja. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi framlag Kjartans til fé- lagsmála á vettvangi SÍBS. Eitt er þó ótalið: Á 26. þingi SíBS haustið 1988 féllst Kjartan á að taka kosn- ingu sem fúlltrúi þingsins í stjórn Reykjalundar, þá 75 ára að aldri, og var hann formaður stjórnar Rey- kjalundar frá því hausti til dánar- dags. Óll þessi félagsstörf lét Kjartan í té í sjálfboðavinnu. Nú má spytja: Gafst honum færi á að sinna brauð- stritinu? Brauðstritið heitir öðru nafni lífsstarf á máli okkar. Lífs- starf sitt vann Kjartan í Trygginga- stofnun ríkisins, einu stærsta opin- bera almenningsþjónustufyrirtæki þessa lands. Segja má að hér eigi við orðtakið: Skylt er skeggið hök- unni. Kjartan hóf störf í Trygginga- stofnuninni í ársbytjun 1954 og vann þar langan dag fram að starfs- aldursmörkum, og raunar eftir það í hlutastarfi sent félagsmálafulltrúi á skrifstofu tryggingayfirlæknis allt fram á þetta ár. Lífsstarf hans var þannig síður en svo óáþekkt félagsstarfi hans á vegum SíBS. Aðdáunarvert var hversu vel honum tókst að korna í veg fyrir að lífs- starfið og félagsstarfið rugluðust saman í eina sæng, sem vitaskuld hefði ekki að öllu leyti verið tilhlýði- legt. Á hinn bóginn duldist engum að í persónu hans sameinuðust fé- lagsgarpurinn og hinn trúverðugi opinberi starfsmaður, aðskildir í tíma og rúmi, en þó naut hvor unt sig góðs af þekkingu og reynslu hins. Að miklum verðleikum sæmdi forseti íslands Kjartan riddara- krossi fálkaorðunnar árið 1988 fyr- ir störf hans að félagsmálum og í opinberri þjónustu. Kjartan var léttur í viðmóti, bón- góður og fjaslaus með afbrigðum. Hann afgreiddi mál án vafninga og gætti þess að verða ekki kerfis- þræll, hikaði ekki við að túlka regl- ur skjólstæðingum í vil ef því var að skipta og hann vissi að þörfin var meiri en kaldur bókstafurinn leyfði í þröngri túlkun. Enn má spyrja hvaðan Kjartan hafði andlegu og líkamlegu orkuna til að sinna jöfnum höndum viða miklum opinberum störfum og um- fangsmiklum félagslegum trúnað- arstörfum. Ástæður eru án efa fleiri en ein. Hvað sem öðru líður má fullyrða að ekki hefði þetta getað gengið upp áratugum saman hjá Kjartani fremur en öðrum án dyggi- legs stuðnings eiginkonu hans. Þau Kjartan og Jóna Jónasdóttir gengu í hjónaband árið' 1951 og stóðu saman í fjörutíu ár að -hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Án Jónu sér við hlið hefði frantlegð Kjartans ekki orðið slík sem hún varð. Skerfur hennar þar er stór. Um leið og ég flyt hér þakkir meðlima SíBS fyrr og síðar fyrir áratuga óbrotgjörn störf Kjartans til heilla fyrir öryrkja og fatiaða í þessu landi, flyt ég Jónu og vensla- mönnum þeirra Kjartans innileg- ustu samúðarkveðjur. Haukur Þórðarson Nafni minn er dáinn. Ég á enn erfitt nteð að trúa þessu. Ég var nefnilega farinn að trúa því að nafni væri ódrepandi, því oft í gegnum tíðina hefur hann orðið alvarlega veikur er sprottið jafnharðan eins og stálfjöður upp frá veikindum. Því var það að í síðustu viku þegar faðir minn tilkynnti mér að nú ætti nafni mjög stutt eftir þá neitaði ég að trúa því. En þar sem faðir minn er læknir og ekkert sérlega svart- sýnn í þessum málum þá neyddist ég til að leggja trúnað á orð hanS og ég grátbað Guð um að kalla ekki nafna heim. Daginn eftir heim- sótti ég .nafna rninn og þegar ég sá hversu kvalinn hann var þá hvarf eigingirnin fyrir skynseminni enda fann ég til viss léttis þegar mér var tilkynnt að þjáningar hans væru á enda og viss þakklætis til Guðs fyrir að láta hann ekki þjást lengi. Ég umgekkst nafna rnikið í æsku og mínar sterkustu æskuminningar tengjast honum og því sem við bröll- uðum eins og t.d. sunnudagsbíltúr- arnir okkar þegar við fórum til hans Marinó í Kópavoginum og nafni fékk sér alltaf hálfan bjór hjá honum sem fyrir tuttugu árum var nú ekki á allra borðum svo ég hélt alltaf að Marinó væri mjög voldug- ur maður. Þessa sunnudagsbíltúra okkar enduðum við nafni alltaf hjá besta vini nafna, Friðfinni heitnuin Ólafssyni, bíóstjóra í Háskólabíói. Á meðan nafni og Friðfinnur sátu inni á skrifstofu hjá Friðfinni og spjöll- uðu um iandsins gagn og nauðsynj- ar eða spiluðu rommý og mátti þá ekki tnilli sjá hvor svindlaði meira á hinum, þá var mér komið fyrir inni í bíósalnum. Þessar bíóferðir voru oft heilmikil ævintýri fyrir mig því það kom jú oft fyrir að það var verið að sýna bannaða'mynd og því þurfti nafni að smygla mér inn 'í salinn í tnyrkri og hafa sama hátt- inn á þegar hann náði í mig. Það er mér minnisstætt hversu fallegur vinskapur ríkti milli nafna og Friðf- inns og eflaust verða fagnaðarfund- ir með þeim núna. Ég gæti viðhaft hér rnörg orð urn mannkosti Kjartans Guðnason- ar en þess er ekki þörf, þeir sem kynntust honum vita allt um þá. Ég læt mér nægja að segja að þó að nafni hefði ekki gjört nema helm- ing af því sem hann afrekaði á sinni ævi þá væri honum samt vistin tryggð í himnaríki. Foringinn minn hefur verið kall- aður heim en ég veit að nafni minn mun samt halda áfram að vaka yfir mér eins og hann hefur gert alveg síðan Jóna hélt mér undir skírn og ég varð þess heiðurs að- njótandi að vera skírður í höfuðið á honum. Elsku Jóna, mikill er miss- irinn en til hughreystingar höfum þá orð Cyprianusar í huga: „Hinir látnu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan.” Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Kjartani Guðna- syni. Ég bið góðan Guð að blessa minningu míns góða frænda. Kjartan Guðjónsson Pétur „Ég hafði þurft að taka inn blóðþynningarmeðal að læknis- ráöi í langan tíma, þegar ég byrjaði að borða ALLIRICH- hvítlaukinn með LECITHINI (glasið með græna miðanum). Ég þakka því nú, að með mikilli og daglegri neyslu ALLIRICH-hvítlauksins hefur orðið þvílík breyting á heilsu minni að við reglulega skoðun hjá lækni kom í Ijös, að blóðþrýstingurinn er orðinn eðlilegur. Fyrir mér hefur ALLIRICH -hvítlaukurinn sannað áhrifamátt sinn. Frábær náttúruafurð, sem stendur undir nafni." Grétar „Já, ég læt mér líða vel með ALLIRICH. Það er ótrúlegt hvað ALLIRICH hvítlaukurinn gerir mann allan friskari og hressari í lífi og starfi. Áður vissi ég ekki einu sinni að ALLIRICH væri til. Ég borða ALLIRICH daglega. Það er málið. Ég hvet alla, sem hugsa vilja vel um heilsuna, að byrja á ALLIRICH lyktarlausa hvítlauknum ekki seinna en núna. Þið finnið muninn, það gerir ALLICÍNIÐ.“ 1 „Ég er búinn að reyna allar þessar hvitlaukstegundir á jjÚ&" ' markaðinum og ALLIRICH slær þeim öllum við. Það er M \ Wf’&m maM , örugglega ALLICÍNIÐ sem gefur manni svona mikinn kraft »1 f 09 vel|íðan- Ég tek ALLIRICH daglega með lýsinu og gæti m " M “X* f Þess að missa ekki dag úr. Ég hlakka til að reyna þann nýja, CARLIC TIME, sem væntanlegur er bráðleqa. ALLIRICH heilsuvörur mæla með sér sjálfar." Þórhallur Linda „í minni íþróttagrein, fimleikum, reynir á þolið og einbeit- inguna. Þess vegna borða ég ALLIRICH lyktarlausa hvítlaukinn daglega og árangurinn er ótrúlegur. Ég er miklu hressari, andlega og líkamlega, auk þess sem námið verður skemmtilegra. Ég sleppi aldrei degi úr, tek 2-4 hylki með morgunmat. Meiri háttar kraftur." MUNDU AÐ ALLIRICH HVÍTLAUKURINN HEFUR MEIRA ALLICÍNINNIHALD EN NOKKUR ÖNNUR VÍTAMÍNAFURÐ. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL. -BYRJAÐU STRAX Í DAG Á ALLIRICH. Fæst I apótekum, heilsuhúsum og verslunum um land allt Laukrétt Danberg - heildverslun, ákvÖrÖUn Skúlagötu 61, 105 Reykjavík, sími 626470.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.