Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
59
Innlifunin ríkti á sviðinu.
í þéttskipuðum salnuin skemmtu menn sér vel.
Morgunblaðið/Börkur Amarson
Menningarhátíð í London vekur athygli:
Skrokkabönkurum
boðinn plötusamningur
VIÐBRÖGÐ manna við íslensku menningarhátiðinni i London hafa
verið í réttu samræmi við yfirskrift hennar Fire & Ice. Blaðamaður
Morgunblaðsins var viðstaddur setningu hátíðarinnar í Gulbenkian
Gallery og varð þar vitni að hinu umdeilda atriði Human Body Perc-
ussion Ensemble, eða skrokkabanki, eins og sumir kalla það. Önnur
atriði sem þarna voru flutt liafa óverðskuldað fallið í skugga þess
fyrst talda. Skemmst frá að segja fór þessi hátíð ny'ög vel fram og
var að mati blaðamanns hin fjörlegasta landkynning. Neikvæð við-
brögð fóru leynt, hafi þau einhver verið.
Linda Pétursdóttir er fyrirsæta á mörgum myndum á sýningunni í
Oriel Galleríi.
Laugardagskvöldið 30. nóv. var
opnuð ljósmyndasýning í tengslum
við hátíðina í Oriel Gallery í
Chelseahverfi í London. Meðal
gesta voru Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra og Helgi
Agústsson sendiherra. Á sýning-
unni eru ljósmyndir af íslenskum
stúlkum, m.a. margar eftir Bonna
af Lindu Pétursdóttur fyrrum al-
heimsfegurðardrottningu, sem var
þarna stödd. Jakob Magnússon
menningarfulltrúi og formaður ís-
lendingafélagsins í London sagði í
ávarpi að þessi ljósmyndasýning
væri hin fyrsta af nokkrum fyrir-
huguðum í sal í kjallara Oriel Gall-
erís. Þar verður opið hús með ýms-
um listrænum uppákomum fyrir
íslendinga á laugardagskvöldum
framvegis.
Sunnudaginn 1. desember héldu
íslendingar uppá fullveldisdaginn
með því að fjölmenna á menningar-
hátíðina í Gulbenkian Gallery. Þeg-
ar blaðamaður mætti á staðinn var
allt á ferð og flugi. Söngvarar og
hljóðfæraleikarar voru að æfa sig
sitt á hvað og verið var að koma
síðustu listaverkunum fyrir í sýn-
ingarsalnum. Mikil eftirvænting
ríkti meðal gesta meðan þeir biðu
í anddyri sýningarsalsins, sem rek-
inn er af Royale Academy of art
og ber nafn þekkts „Lundúnakar-
akters” sem bjó alla ævi á hinu
fræga Ritzhóteli.
Hinn kunni skosk-íslenski sjón-
varpsmaður Magnús Magnússon
og pakka jólgjöfum.
Miðvikudaginn 4. desember kl.
17.30 verða ljósin tendruð á stóru
jólatré, blágreni úr Hallormsstaðar-
skógi, sem gefið er af Bygginga-
vöruverslun Kópavogs. Börn úr
fimm ára bekk Isaksskóla kveikja
á ljósunum á trénu. Skólakór Kárs-
ness syngur við jólatréð undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur. Einnig
koma Rokklingarnir og Dengsi í
heimsókn.
Eins og undanfarin ár verður
Bamaspítala Hringsins afhentur
hélt ræðu. Hann lauk miklu lofsorði
á framlag Jakobs Magnússonar og
sagði í samtali við blaðamann á
eftir: „Menn búast við einhverju
áhrifamiklu frá íslandi og við verð-
um að sýna að við séum óvenjuleg.
Kynni mín af hugmyndum Jakobs
hafa breytt mínum íhaldsömu og
svolítið gamaldags skoðunum og
sannfært mig um að við þurfum
að koma með eitthvað nýtt, frum-
legt og spennandi á þessu sviði.
Jakob hefur byltingarkenndar hug-
myndir og hefur fengið meiri fjöl-
miðlaumfjöllun um þessi mál en ég
hef fengið í 60 ár.”
Umrædd uppákoma fór þannig
fram að Sigurður Rúnar Jónsson,
Ragnhildur Gísladóttir og Sverrir
Guðjónsson birtust fáklædd á sviði
kjallara gallerísins og hófu að beija
sér á bijóst og maga, söngla, stynja
og kveina svo úr varð hinn sérkenni-
legasti flutningur á gömlum og
þjóðlegum stefjum. Það er greini-
lega ekki heiglum hent að taka
þátt í slíkum samsöng því ég sá
votta fyrir þremur marblettum á
maga eins flytjandans. Fljótlega
voru þeir allir orðnir eldrauðir á
bringu og maga eftir högg og slög
í hita leiksins. „Við reynum að nota
allan líkamann og fínna fjölbreytt
hljóð. Dýpstir tónar fást með því
að beija á bijóstkassann og
skemmtilega syngjandi tóna má fá
með því að beija á tóman og
strengdan maga. En margvísleg-
ustu tónarnir fást með því að beija
afrakstur þess, sem viðskiptavinir
hafa kastað af smápeningum í gos-
brunna Kringlunnar á þessu ári.
Verslanir í Kringlunni verða opn-
ar sunnudagana 15. og 22. desem-
ber frá kl. 13 til 18, föstudaginn
20. desember og laugardaginn 21.
desember verður opið til kl. 22. Á
Þorláksmessu eru verslanir í Kringl-
unni opnar til kl. 22 og aðfangadag
er opið frá kl. 9 til 12.
(ÍJr fréttatilkynningu.)
á höfuðið,” sagði Diddi. Hann gat
þess einnig að þeim félögum hefði
boðist plötusamningur í Bretlandi
hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í
sérkennilegri tónlist. Einnig hefur
atriði þeirra verið tekið inn í enskan
sjónvarpsþátt um fólksmergðina í
London.
Margt góðra atriða var á menn-
ingarhátíðinni í London. Hljóm-
sveitin Todmobile flutti þar þrjú lög
við feikigóðar undirtektir. Með ör-
yggi sýndu þau Andrea Gylfadóttir,
Eyþór Arnalds og Þorvaldur Þor-
valdsson hvernig þau slá á hina
nýrri strengi í þjóðarsálinni. Tónlist
Todmobile var skemmtilega ólík
öðrum tónlistaratriðum hátíðarinn-
ar, sem voru í eldri og þjóðlegri
stfl. Svo sem rímnasöngur Sigurðar
Rúnars og kynning hans á lang-
spili og gamalli íslenskri fiðlu, lög
Engel Lund sem Sverrir Guðjónson
söng með sinni óvenju háu og fögru
tenórrödd og verk eftir Jón Leifs,
sem Jónas Sen píanóleikari lék lista-
vel, sem og verk Franz Liszts.
Framlag þeirra félaga var sannkall-
að eyrnayndi.
Verk myndlistarmannanna Guð-
jóns Bjarnasonar og Guðrúnar Ein-
arsdóttur, sem nú eru sýnd í Gul-
benkian Gallery, eru mjög ólík. Að
sögn Guðjóns er hann fulltrúi hins
myrka: „Eg þótti heppilegur fulltrúi
hinna svartari afia vegna þess
hvemig verk mín eru unnin.” Þar
á hann m.a. við fjórar ferhyrndar,
mikilfenglegar og útskornar stál-
súlur. Dimmleitar myndir hans eru
æði frábrugðnar hvítum akryl-
myndum Guðrúnar. „Ég reyni að
túlka hið hreina og tæra,” sagði
hún. „Þetta hefur allt verið merki-
leg reynsla, því ég hef aldrei sýnt
erlendis áður.”
Landkynningarkvikmynd byggð
á ljósmyndum Páls Stefánssonar
með texta eftir Thor Vilhjálmsson
hefur ugglaust kveikt heimþrána í
bijóstum margra viðstaddra og ekki
dró úr þeim áhrifum þegar Kór ís-
lendinga í London söng á eftir ætt-
jarðarlög undir stjórn Aagot Ósk-
arsdóttur og mönnum var boðið að
bragða á réttum Rúnars Marvins-
sonar sem er gestakokkur á hinum
fræga fiskréttastað Wheelers í til-
efni af menningarvikunni í London.
í samtali við blaðamann sagði
Jakob Magnússon að hann væri í
heild ánægður með hvemig til hefði
tekist á þessari fyrstu íslensku
menningarkynningu sem hann hef-
ur staðið að. „Það er mikil vinna
fólgin í svona kynningu. Ekki að-
eins að finna atriði og setja saman
dagskrána heldur einnig að kynna
hana í fjölmiðlum. Þessi menningar-
hátíð hefur fengið mikla umfjöllun
í fjölmiðlum bæði hér ytra og á
Islandi. Mér finnst það af hinu góða.
Þetta hefur orðið mér hvatning til
dáða og ég er strax farinn að safna
nýjum hugmyndum m.a. fyrir
Barbican-hátíðina næsta ár. Sú
gagnrýni sem fram hefur komið
vegna þessarar hátíðar nú kemur
lítið við mig að öðru leyti en því
að hún hefur vakið með mér þá
spurningu hvort íslenska þjóðin
hafi algerlega tapað kímnigáfunni.”
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra kvaðst vera ánægð-
ur með menningarhátíðina í Lon-
don. „Hún var skemmtileg og fjöl-
breytt,” sagði hann. „Mér finnst
alltaf gaman að hlusta á Magnús
Magnússon sérfræðing í víkingaöld
og hugmyndasmið um sögu íslend-
inga. Myndasýningin var mjög vel
gerð og tónlistin var skemmtilejg,"
bæði hin sígilda og alþýðlega. Eg
hafði hina bestu skemmtum af
„búktali” Didda og félaga. Ég hef
heyrt út undan mér að fjöldi fólks
sé hneykslaður vegna þessa og jafn-
vel viðhaft orð eins og „smánar-
blettur á menningu okkar”. Auðvit-
að má hver hafa sína skoðun á því
en þegar menn sjá þetta í sam-
hengi kemur allt annað á daginn.
Þetta segir fyrst og fremst sína
sögu um fjölmiðla. Ef frá þessu
hefði verið sagt sem kynningu á
gömlum þjóðlögum hefði enginn
haft áhugá, en af þvi þetta var tengt
við nekt þá varð þetta spennandi.”
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir.
VANNÞIN
FJÖLSKYLOA?
Heildarvinningsupphæðin var:
150-209.104 kr.
48. lelkvika ■ 30« nóvember 1991
Röðin : 112-11X-21X-2122
13 réttir: 31 raðir á 1.308.270 - kr.
12 réttir: 738 raöir á 34.600 - kr.
11 réttir: 8.780 raðir á 3.070 - kr.
10 réttir: 64.222 raðir á 880 - kr.
Útborgun vinninga getur ekki hafist fyrr en á
þriðjudagsmorgni því frændur okkar Svíar þurfa að fara yfir
marga seðla meö handafli. Fullrúra ráöuneytis þar í landi hafa
ekki úrskurðaö um kaffiblettamiða fyrr en á mánudagskvöld.
Kringlan:
Kveikt á jólatré
JÓLATÍÐIN er hafin í Kringlunni og er húsið komið í jólabúning.
Jólaskreytingar hafa venð settar upp ásamt verkstæði jolasvein-
anna, þar sem jólasveinn og dvergar eru önnum kafnir við að útbúa