Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MlÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Harðir skilmálar Maríu __________Bækur_____________ Björn Bjarnason Skilmálarnír hennar Maríu. Höf- undur: Nanna Rðgnvaldardóttir. Útgefandi: Iðunn, 1991. 201 bls., ljósmyndir. María Þorsteinsdóttir skipaði ser ung í hóp þeirra íslendinga, sem höfðu trú á Sovétríkjunum og litp til þeirra í von um að þar væri fram- tíðarríki sósíalisma og kommún- isma að rísa. Hún hefur einnig verið virk í þeim samtökum vinstri- sinna, er kenna sig við frið. María var um árabil burðarás í Menning- ar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Hefur hún sótt fjölmarga alþjóðlega fundi, sem efnt hefur verið tii undir friðarmerkjum kommúnista og sósíalista. í ævi- sögu Maríu er sagt frá þessum störfum hennar. Það er gert á ein- lægan hátt og án þess að um áreitni í garð andstæðinga sé að ræða. Bókin er ekki neitt varnarrit heidur trúverðug lýsing á lífi og störfum Maríu Þorsteinsdóttur. Eftir lestur þessarar skilmerkilegu bókar henn- ar og Nönnu Rögnvaldardóttur er mér Ijóst, að Maríu hafa verið sett- ir óvenjuharðir skilmálar i lífinu. Ég tek undir með bókarhöfundi í inngangi: „En hún hefur ekki látið dóma heimsins beygja sig.“ Furðulegt er, að María skuli aldr- ei hafa leitað styrks í kristinni trú í lífi sínu. Líklega hefur trúin á marxismann komið í hennar stað, en þó réð tilviljun því meira en ein- læg sannfæring, að hún greiddi kommúnistum atkvæði sitt í fyrsta sinn. Var hún þá formlega skráð í Framsóknarflokkinn. Hún segir frá því, að eiginmaður hennar, Friðjón Stefánsson rithöfundur, hafi sótt miðilsfundí eftir sviplegt andlát einkasonar þeirra. Þá segir hún: „Hann (Friðjón) var sannfærður um að það væri líf eftir þetta, en ég hef aldrei viljað trúa neinu, hvorki þessa heims né annars, sem ég hef ekki getað þreifað á, og hef reynt að mynda mér ekki skoðun fyrr en samviska mín segir mér að mér sé stætt á henni.“ Segir María þó frá yfirskilvitlegri reynslu, er tengist dauða manns hennar ann- ars vegar og ritun ævisögu hennar hins vegar, en þar kemur látin dóttir hennar við sögu. Tíminn á gangi í miðbænum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bragi Olafsson: Ansjósur. For- lagið 1991. Ljóð Braga Ólafssonar gerast á mörkum hversdagsheims og hugar- flugs. Venjulegt umhverfi og það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera sakleysisleg mynd borgarlífs til dæmis getur í einni andrá breyst í andhverfu sína eða orðið fáránleik að bráð. í ljóðum Braga sem leyna einatt á sér má búast við ýmsu. Eitt er víst að flest þeirra eru líkleg til að koma lesandanum á óvart. Mér hefur lengi þótt Bragi meðal athyglisverðari skálda þeirrar kyn- slóðar sem enn má kalla unga og nýja bókin, Ansjósur, fær mig ekki til að skipta um skoðun. Sjálfur tíminn nefnist eitt ljóð- anna, í styttra lagi og þess vegna heppilegt að grípa til: Sjáist hann ganga um götur miðbæjarins klúrum skrefum og allt að því fom eða sveitalegur má slá því föstu sem staðreynd að nú er ekki virkur dagur heldur helgi. En þessi maður - hvílíka voðalega ævi sem hann hefur lifað - er ekki hingað kominn til að sýna manni hvað tímanum liður hann er sjálfur tíminn og hræðilega litur hann illa út. Óneitanlega vel ort og nálægðin við_ yrkisefnið áhrifamikil. í mörgum ljóðanna í Ansjósum er glettni og glaðværð liggur mér við að segja, en ekki bara venjuleg fyndni. Alvarleg ljóð bregða allt í einu á leik, afhjúpa hátíðleikann og í ljós koma skoplegar hliða'r. Islenskí draumurinn í ritdómi mínum um íslenska drauminn eftir Guðmund Andra Thorsson sem birtist í blaðinu sl. laugardag féll út greinarmerkja- setning á nokkrum stöðum þannig að svo virtist sem ég væri að eigna mér setningar úr skáldsögunni. Svo er þó ekki og birtast hér tilvitnanir sem áttu að standa innan gæsa- lappa: „Þetta gerist allt í hausnum á mér.“, „Hún var að hugsa. Hugs- aði hann. Hugsa ég.“ og „Ég er engu nær.“ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Bragi Ólafsson Þetta gildir ekki síst um prósa- ljóðin sem öll eru skemmtileg hvert með sínum hætti. Þau eru „koníak fyrir hjartað“ svo að stuðst sé við Ævisöguritun. Oft eru prósaljóðin (og reyndar hin ljóðin líka) svipmyndir úr er- lendum borgum, draga upp myndir frá ferðum skáldsins um heiminn. En þettá er ekki einhlítt því að jafn- vel er skroppið upp í Mosfellsdal. Algengari eru þó Ijóð með heitum eins og Borgin Zagreb og Nám- skeið í Lissabon. Borgin Zagreb tjáir þau sannindi að „eftir að hafa klæðst fötum frá ákveðnum stað er maður ekki leng- ur á sama stað“. í prósaljóðunum ,eru stundum þankar eilítið heim- spekilegir og svo er um fleiri ljóð Braga Ólafssonar. Þetta ætti þó ekki að fæla lesendur frá þeim. En ljóst er að Bragi er dálítið veikur fyrir svokölluðum aforismum eða kjamyrðum, ekki beinlínis speki- málum ef einhver skyldi halda að við þau væri átt. Það er víða þægilegur rabbtónn í Ansjósum, ekki síst í lengri ljóðun- um. Dæmi um þetta er Hótellykill sjöundu hæðar og Bréfberinn þorpsfíflið og glugginn. í þessum ljóðum koma fram þeir kostir skáldsins sem lýsa sér í óvæntum sjónarhornum eins og við þekkjum úr fyrri bók hans, Dragsúgi. En Bragi getur líka ort hnitmiðað og af myndvísi, samanber Festinguna: Ég horfi á borg í rigningu kjötskrokk hangandi í krók stúlku frá Ipanema vera leikna á sög úr vatni. í bókinni eru fjölmargir einstakl- ingar nefndir til sögunnar og er hún þannig með sínum hætti ómet- anleg heimild um þá, sem hafa verið virkir á pólitískum starfsvett- vangi Maríu. í bókinni er brugðið upp skuggalegri mynd af samfélagi íslenskra námsmanna í Leipzig í Austur-Þýskalandi undir lok sjötta áratugarins. Þessi námsmannahóp- ur varð frægur fyrir SIA-skýrslurn- ar svonefndu. Hann hefur verið til umræðu undanfarið vegna tengsla við Helgu Novak, þáverandi Stasi- njósnara. í þessari bók kemur hann svo enn við sögu með óskemmtileg- um hætti, svo að ekki sé meira sagt. Vegna skoðana sinna og sann- færingar hefur María marga hildi háð. Hún var um tíma starfsmaður Sóknar, þar sem Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir náði kjöri sem formaður 1976. Eitt fyrsta verk Aðalheiðar var að reka Maríu þremur dögum eftir þátttöku hennar í Keflavíkur- göngu. Þegar María tók virkan þátt í kosningabaráttunni til stuðn- ings Vigdísi Finnbogadóttur í for- setakosningunum 1980, var hún kölluð út af kosningaskrifstofunni og beðin að koma í kaffi á Mokka með alþýðubandalagskonu. Sú kvartaði undan því að María leyfði sér að vera á skrifstofunni, þar sem hún væri „svo stimpluð“. María varði sig með því að Vigdís hefði tekið þátt í starfi friðarhreyfíngar- innar, en frá þeirri þátttöku er ein- mitt sagt í bókinni. Fór svo að myndir sem teknar voru af þeim Maríu og Vigdísi saman á kosninganóttina voru sendar út um öll Nofðurlönd og sáu dætur Maríu þær í sænska sjónvarpinu. Þá segir María frá því, að undir jól 1980 hafi herstöðvaaridstæðingar ákveð- ið að efna til friðarfundar, þar sem Eyjólfur Friðgeirsson fískifræðing- ur yrði meðal ræðumanna. Hafi verið farið með tilkynningu um þetta á0Þjóðviljann en Kjartan Ól- Vegur Bókmenntir Kjartan Árnason Torgny Lindgren: Naðran á klöppinni. Skáldsaga, 109 bls. Hannes Sigfússon þýddi. Mál og menning 1991. „Þrennt undrast ég, og hið fjórða er mér ókunnugt um: Veg arnarins um loftið, veg nöðrunnar yfir klöpp- ina, veg skipsins um reginhaf og veg manns til konu.“ Þannig komst Salómon Davíðsson að orði í orðs- kviðum sínum. Sögumaður þessarar sögu er Jó- hann Jóhannsson, kallaður Janni gortari; orðum sínum beinir hann til Drottins. Miklir atburðir og vo- veiflegir hafa gerst í lífi Janna og saga móðurfjölskyldu hans hefur verið píslarsaga hin mesta. Hún hófst þegar afi hans, fyrir sakir hrekkleysis og lítillar fyrirhyggju, glutraði jörð sinni í hendur kaup- manni sveitarinnar, fjölskyldan varð í einni hendingu leiguþý og uppá náð kaupmanns og yfirvalda komin, ekkert fé til í koti; það var fátt til ráða. Þá stingur kaupmaður uppá greiðsluhætti sem síðar var viðhafður frammí næsta ættlið: dóttirin á bænum, Tea móðir Janna, skyldi greiða leiguna með því móti sem félaus kona getur greitt manni skuld. Þannig varð Eva til. Að kaupmanni látnum tekur son- ur hans, Karl Orsa, við umsýslu föður síns og viðhefur sömu inn- heimtuhætti og sá gamli. Þannig verður Tilda til, en hún er hálfsyst- ir Evu sem jafnframt er hálfsystir föður hennar „og að auki föðursyst- ir systur sinnar og nánast eins kon- ar mágkona sinnar eigin móður“. Þannig spinnst sagan áfram í kyrr- látum stíl, það er eins og sögumað- ur sé að reyna að átta sig á þeim atburðum sem gerst hafa. En það býr eitthvað undir þessu kyrra yfir- María Þorsteinsdóttir afsson ritstjóri neitaði að birta hana. Þá fór María sjálf til fundar við ritstjórann og sagði Eyjólf ekki ætla að minnast á alþjóðamál eða sósíalísk ríki. Síðan segir: „Það var alveg sama. Eyjólfur hafði haldið fyrirlestur hjá MÍR 7. nóvember og farið fögrum orðum um Sovét- ríkin, og eftir slíkan væri ekki hægt að birta neitt.“ Þetta eru næsta ótrúleg dæmi og veita mikla innsýn inn í hræðsl- una og hræsnina sem ríkt hefur í röðum vinstrisinna og alþýðu- bandalagsmanna við eigin stefnu og pólitískan uppruna á undanförn- um árum. Eftir þetta samtal við Þjóðviljaritstjórann ákvað María að segja skilið við Alþýðubandalagið við fyrsta tækifæri og það fékk hún, þegar Kvennalistinn kom til sögunnar. Um þann stjórnmála- flpkk segir María.meðal annars: „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Konurnar sem mótuðu Kvennalist- ann hugsuðu allt öðru vísi en fólk í Alþýðubandalaginu. Þær voru ekki með neina sjálfkrafa tor- tryggni gagnvart einu eða neinu.“ Kvennalistinn höfðaði þannig til þeirra sem töldu sig ekki eiga leng- ur heima í Alþýðubandalaginu vegna róttækni sinnar eða hollustu við hin sósíalísku ríki. Svo sem kunnugt er hefur síðan kvarnast úr Alþýðubandalaginu með brott- hvarfi fólks þaðan til Alþýðuflokks- ins, fólks, sem sættir sig ekki við dáðleysi forystunnar í uppgjöri við hina kommúnísku fortíð. Bókin um Maríu vekur því meðal annars þessa pólitísku spurningu: Er Al- þýðubandalagið aðeins rótlaus hentistefnuflokkur sem þorir í senn hvorki að eiga neina pólitíska fort- íð né gera upp við hana? Ævisaga Maríu Þorsteinsdóttur er unnin af vandvirkni. Ekkert er undan dregið í lýsingum á því, sem á daga hennar hefur drifið. Les- andinn hlýtur að virða þrautseigju Maríu og þolgæði á mörgum erfið- leikastundum. Hann hlýtur einnig að finna til með henni vegna þess sem á hana hefur verið lagt jafnt í einkalífi og á pólitískum vett- vangi. Undir bókarlok segir María með- al annars: „Þegar ég horfi á at- burði dagsins í dag líður mér stund- um eins og manneskju sem hefur barist og beðið ósigur. Ekki fyrir það að sósíalisminn er hruninn, heldur vegna þess að mér þykir illa horfa um frið í heiminum, þrátt fyrir allt tal um slökun og afvopnun ... Þegar ég horfi á þessa þróun finnst mér stundum eins og allt það sem ég hef verið að beijast fyrir seinustu fjörutíu til fimmtíu árin sé til einskis. Eigi að síður mundi ég beijast fyrir því enn á ný - og reyna að láta bátinn halda horfi.“ Fyrir andstæðinga sósíalisma og kommúnisma er ástæðulaust að hafa uppgjör eins og þetta í flimt- ingum. María stendur hér í sömu sporum og milljónir manna, sem hafa trúað á blekkingar kommún- ismans og ágæti Sovétríkjanna. Hún gerði rétt í því að fara að óskum látinnar dóttur sinnar og skrá ævisögu sína af þeirri hrein- skiptni sem henni er eðlislæg. í því efni sýnir hún enn á ný meira hug- rekki en þeir samheijar hennar, sem þora hvorki að horfast í augu við pólitíska fortíð sína né samtíð. manns tíl konu Torgny Lindgren borði, þótt „allt sé einsog það er“ líkt og sögumaður er óþreytandi við að segja, þá liggur eitthvað ógn- vænlegt í loftinu, mann grunar að ef til vill dragi hann eitthvað undan í tali sínu við guð, en varla nema af því honum er ekki fullljóst hvern- ig atburðir hanga saman; það renn- ur þó upp fyrir honum eftir því sem tali hans við Drottin vindur fram. Þessi efí sögumannsins er aldrei orðaður fremur en margt annað í sögunni — en er þar samt. Þessi saga er raunar full af einhveiju sem ekki er beinlínis sjáanlegt; knappur og orðvar stíll sér fyrir því. En það er þarna samt. Tilvitnanir í hina helgu bók eru tíðar í textanum, þar á meðal í Salómon og þar er líka mikil músík — danslög og sálmar. Það er undir hveijum og einum les- anda komið að skiljá og skynja það sem hann ekki sér. Þannig er iífið kannski líka: Fullt af einhveiju sem er ekki þar en er þar þó samt. Hvernig getur lítilmagni varist yfirgangi valdsmanns? „Á náðir hvers gátum við leitað?" spyr Janni aftur og aftur. Þessir bjargarlausu leiguliðar voru með öllu háðir lánar- drottni sínum, kaupmanninum. En það reyndist gagnkvæmt. í raun tilheyrði þetta fólk allt Sömu fjöl- skyldu, bæði í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. Karl Örsa gerði Evu hálfsystur sinni barn: „Dreng- urinn hennar Evu mun eiga móður- bróður sinn að föður, sagði mamma. Og hann verður bróðir móðursystur sinnar. Og Eva verður bæði móðir hans og föðursystir. Og hajin verð- ur systkinabarn sjálfs sín.“ En mik- ið vill meira; þegar Eva og Tea eru horfnar af sjónarsviðinu vill Karl Orsa að kona Janna geri upp skuld- ina. En þar gekk hann of langt og græðgi hans leiðir til voðaverks sem í fyrstu virðist ekki ætla að hafa neinar afleiðingar en þá grípur Jörðin í taumana, æðstu yfirvöld, Drottinn sem Janni var allan tímann að tala við. Eða hvað? Naðran á klöppinni er afar ein- föld saga en sérkennilega marg- brotin og stórbrotin í einfaldleika sínum, ágeng, mögnuð. Stíllinn er laus við flúr, hlutlægur, án toppa og dala; minnir dálítið á sögur Antti Tuuris af Hakala-feðgum, þótt Lindgren sé úr Vesturbotni en Antti úr Austurbotni. Spurning sem eftir stendur: Hver er naðran á klöppinni? Kaupmaður- inn, folinn og' yfirvaldið Karl Orsa eða sögumaðurinn, Jóhann Jó- hannsson, kallaður Janni gortari (af hveiju gortaði hann?) sem aldrei svaf hjá nema einni konu? Flug arnarins fyllir okkur lotn- ingu, sigling skipsins aðdáun, skrið nöðrunnar ótta en eftir stendur þetta: Hver er vegur manns til konu? En spurning þessa verks er stærri; hún spyr: Hver er vegur manns til annarra manna? Og sneið- ir nokkur vegur framhjá mönnun- um? Þýðing Hannesar Sigfússonar er framúrskarandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.