Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 13
IMORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUH M' 1 í5DÐSEM'BBR't 1991 13 FLUG í STRÍÐIOG FRIÐI Bókmenntir Erlendur Jónsson Eggert Norðdahl: FLUGSAGA ÍSLANDS 1919-1945. 1. bindi. 280 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. 1991. Flugsögur hafa áður verið skráð- ar. Þessi er að því leyti ný að þarna er lofthernaðurinn á stríðsárunum ýtarlega rakinn. Og menjar eftir hann liggja víða. Sá sem leggur leið sína um fjöll og heiðar hér á suð-vesturhorninu gengur öðru hveiju fram á gamlar áltætlur. Það er langmest frá stríðs- árunum. Þar sem leynd hvílir jafnan yfir hernaði og útlendingar létu líf- ið í þessum flugslysum en íslend- ingar komu þar hvergi nærri datt manni varla í hug að saga þeirra yrði nokkru sinni skráð. Samt er hún nú komin. Þetta er engin vasabók heldur stórt rit og mikið. En bæri maður það á sér út um holt og móa mætti vafalaust komast að raun um hvað gerðist á hverjum stað þar sem þessar flugvélaleifar ber fýrir augu - miðað við að framhald ritsins verði jafnnákvæmt og það sem komið er. En hví öll þessi flök? Voru allar þessar vélar skotnar niður? Því fór fjarri. Flugslys urðu hér tíð annarra orsaka vegna. Njörður Snæhólm, sem ritar formála bókar- innar, tilgreinir »þjálfunar- og þekkingarleysi flugmannanna við þær aðstæður sem hér ríktu, svo sem veðurfar, lélega flugvelli og flughafnir, léleg fjarskipti, við- kvæma seguláttavita, segulskekkj- ur og vöntun á góðum hjálpartækj- um í landi.« Þá minnir hann á að »viðgerðir og daglegt eftirlit fór fram undir berum himni í rigningu og roki, snjókomu, ísingu eða hörkufrosti.« Aðeins rúmur þriðjungur bókar þessarar fjallar um hina eiginlegu íslensku flugsögu. Meirihlutinn seg- ir frá því sem hér gerðist tvö fyrstu stríðsárin. Þar er getið um heims- söguleg atvik eins og leitina að Bismarck. Fæst af því, sem frá er greint, tengist með nokkrum hætti íslenskri samgöngusögu. Landið og hafið umhverfís var þarna vett- Eggert Norðdahl vangur stórra viðburða án þess að þjóðin hefði minnstu áhrif á gang þeirra mála. Auðvitað hafði stríðið sín áhrif hér, bæði tæknileg, efnahagsleg og þá ekki síst huglæg. Hernám Breta vorið 1940 breytti íslandssögunni. Og styijöldin í Vestur-Evrópu var á tímabili háð að mestu leyti í lofti. Eftir ósigur Frakka hófu Þjóðveijar lofthernaðinn mikla yfír Brétlands- eyjum, en þó einkum suðurhluta Englands. Loftárásirnar á enskar borgir, sérstaklega á London, voru aðalfréttaefnið frá degi til dags. Var þá síst að furða þótt Reykvík- ingar, ogjafnvel aðrir þéttbýlisbúar hérlendis, tækju að ugga um sinn hag. Raunar tóku þeir að óttast SUNNUDAGINN 15. desember næstkomandi verður aðventu- kvöld í Flateyrarkirkju kl. 21. Á samkomunni flytur Hjördís Hjörleifsdóttir, skólastjóri i Holti, ræðu, Gréta Sturludóttir, kennari á Flateyri les upp, kirkjukórar Flat- .eyrar- og Holtssókna syngja saman jólalög, Bjögvin Þórðarson, tenór, syngur einsöng og Helga Dóra Kristjánsdóttir, sópran, og Steinþór Bjarni Kristjánsson, baritón, syngja loftárásir jafnskjótt sem Bretar stigu hér á land. Ekki leið heldur á löngu þar til þýskar flugvélar fóru að gera hér vart við sig. Þarna er frá því greint að sunnudaginn 3. nóvember 1940 klukkan rúmlega níu að morgni hafi þýsk flugvél í fyrsta skipti flogið yfir Reykjavík. Þar sem þetta bar upp á helgidag og Islendingar litu enn á sig sem útslitna erfiðisþjóð sváfu menn gjarnan til hádegis, jafnt í stríði og friði. Fór því svo að »loftvarnar- nefnd svaf á verðinum og ekkert loftvarnarmerki var gefið.« Flugsaga þessi er mikið ná- kvæmnisverk og lofsverð sem slík. Flugvélategunda er ekki aðeins getið með nafni heldur fylgja tölur og einkennisstafir sem tilgreina nánar gerð og uppruna. Fjöldi mynda er í bókinni. Að sjálfsögðu er það allt í svarthvítu. Höfundur er enginn mælskumað- uf og ekkert sérlega lipur á almenn- an texta. Inngangur hans fremst í bókinni er t.d. hálf svona klaufaleg- ur. Betur tekst til þegar verið er að lýsa eða segja frá beinhörðum staðreyndum. Og þar sem bókin byggist langmest upp á þess háttar efni kemst höfundurinn, yfir heild- ina litið, vel frá verki sínu. Þetta er tæknisaga og ber að sjálfsögðu að meta hana sem slíka. Gagnaöfl- un sú, sem að baki liggur, hlýtur að hafa verið geysivíðtæk og tíma- frek, það fer ekki á milli mála. Og það sannar líka hin langa og ýtar- lega heimildaskrá sem prentuð er á eftir megintextanum. Bókinni lýk- ur svo með Tegundaskrá flugvéla sem fyllir tvær síður, þéttprentaðar. tvísöng og einsöng. Þá flytja nem- endur í Tónlistarskóla Flateyrar samleik á selló og píanó ásamt kenn- ara sínum. Loks syngur stúlknakór skólanna í Holti og á Flateyri, undir stjórn skólastjóra Tónlistarskólans. Samkomunni lýkur með almennum söng við kertaljós. Þá verður aðventusamkoma í Holtskirkju í Önundarfirði 22. des- ember kl. 16. Þar verður ræðumaður Valdimar Gíslason, skólastjóri á Núpi. AÐ VENTU S AMKOM A Tolistióraembættió tilkynnir: Nýtt telef axnúmer 625826 Tollstjórinn í Reykjavík STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Skinnfóðraðir ökklaskór. Litir: Svart og brúnt. Stærðir: 36-46. Verð áður kr. 5.995,- Verð nú kr. 4.495,- Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. DOMIIS MEOICA, KRINGLUNNI, TOPPSKÓRINN, Egilsgötu3, Kringlunni 8-12, Veltusundil, sími 18519. sími689212. sími21212. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ BA«MRA -m feartland Ást að láni Barbara Cartland ÁSTAÐLÁNI Gilda neyöist til að leika hlutverk hinnar vinsœlu systur sinnar, Heloise, í samkvœmislífi Lundúna. En fljótlega dregst hún inn í njósnamól og fleiri atburöir gerast, sem hún hafði ekki fyrirséö. Eva Steen ÍLEITAÐ ÖRYGGI Flestar ungar stúlkur líta björtum augum fram ó veginn, en þaö gerir húnekki. Hún horfir til baka — til hinnar glötuðu bernsku sinnar, þegar hún ótti félaga, sem hún hafði samskipti viö, og þegar foreldrar hennar höfðu tíma fyrir hana, Erik Nerlöe SIRKUSBLÓÐ Hún elskaði líf sitt sem listamaður og var dóö sem sirkusprinsessa. En dag einn dróst hún inn í annars konar heim og varö aö velja ó milli þess að vera sirkus- stjarnó ófram eöa gerast barónessa ó stóru herrasetri. Theresa Charles ÖNNUR BRÚÐKAUPSFERÐ Maura haföi þróö þennan dag.þegarungi maður- inn, sem hún hafði gifst með svo litlum fyrirvara, kœmi heim eftir sex óra fangavist í erlendu fangelsi. En só Aubrey, sem nú vildi endi- lega fara meö hana í „aöra brúðkaupsferð” til fiskiþorps, þar sem þau höföu fyrst hitst, virtist gersamlega breyttur maöur. Else-Marie Nohr AÐEINSSÁSEM ELSKAR ER RÍKUR Þegar Anita var fimmtón óra gömul samdi Lennart Ijóö handa henni, sem hann nefndi „Aðeins só semelskar erríkur”. Mörgum órum seinna fékk Lennart tœkifœri til aö minna Anitu ó þessi orð. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.