Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 21 urgreiðslum inn á nýjar brautir fram hjá reglum EES. Það er gegn öllum líkum, að vænta þess, að þeir, sem hafa notið þessarra niðurgreiðslna muni gefa þá hagsmuni eftir. Þjóðhetjurnar frá Lúxemborg hafa reynt að telja mönnum trú um að þeir hafi samið um 30.000 tonna loðnuveiði við Grænland gegn 2.600 tonna þorskígildum, aðallega í lang- hala og kolmunna, innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Þetta er rang- færsla eðæ blekking, því að íslend- ingar hafa alltaf fengið þessi veiði- réttindi endurgjaldslaust, þar sem EB hefir ekki getað notað þau. Það tók LÍÚ aðeins ein dag að mæla með þessum ónauðsynlegu veiði- heimildum, sem nú verða hugsan- lega nýttar af Spánveijum og Portú- gölum, óprúttnustu veiðimönnum heims sem nýlega voru reknir frá öllum veiðum við Kanada og Ný- fundnaland, eftir að hafa unnið þar óbætanlegt tjón á veiðislóðunum. Samt krefst LÍÚ afnáms veiðiheim- ilda Belga og Færeyinga. íslendinga vantar ekki fleiri skip til veiða innan íslenskrar fískveiði- lögsögu. Okkur vantar þvert á móti að senda flota góðra veiðiskipa á aðrar veiðislóðir. Þetta er eina leiðin til að nýta offjárfestinguna í físki- skipum, sem útgerðarmenn hafa stofnað til á eigin ábyrgð. Og þetta verður að gerast, hvað svo sem LÍÚ segir. Núverandi fískveiðistefnu verður að breyta með það í huga, að ofljárfestingin skili sér í aukinni framleiðslu, sem standi undir kostn- aðinum. Það er Alþingis að taka hér í taumana. Það eru alþingismenn, sem hafa umboð þjóðarinnar, og eiga að axla ábyrgðina. Ekki hagsmunak- líkur eða ráðherraklíkur. Markaðs- setning á fiskafurðum er ekki okkar vandamál, því að eftirspum innan EB og utan er miklu meiri en fram- boð í náinni framtíð. Með þetta í huga eiga Islendingar að sameinast um andstöðu við aðild að EES, og er þá sérstaklega vísað til alþingismanna, sem fara með umboð þjóðarinnar í þessu máli. Ein- faldast er að meirihluti alþingis- manna sameinist um að stöðva það ofurkapp, sem nokkrir menn hafa haft í frammi um aðild að EES og fella öll frumvörp um hana. Mjög mikil átök eiga sér nú stað gegn aðild að EES í Noregi og á írlandi, og jafnvel í Bretlandi, sem hefur nú misst verulegan veiðirétt með úr- skurði dómstóls EB. Aðild að EES er ekki bara mál nútímans og stund- arhagsmuna, heldur afsal íslenskra réttinda til langs tíma, e.t.v. um langa framtíð. Þótt sumum fínnist e.t.v. rétt að lúta valdinu og kyssa vöndinn, verða Islendingar þó að vona, að alþingismenn beri gæfu til að standa á rétti þjóðarinnar í svo afdrifaríku máli. Ilöfundur er fyrrverandi forsljóri. Bók eftir Magneu frá Kleifum KOMIN er út hjá Máli og menn- ingu barnabókin Sossa sólskins- barn eftir Magneu frá Kleifum. í kynningu útgefanda segir: „Bókin er um litla, duglega og framkvæmdasama stúlku sem elst upp í stórum systkinahópi í sveit. Sossa kemur öllum í gott skap í kringum sig, enda er hún hug- myndarík og ófeimin. Sagan er fjörlega skrifuð og gefur lifandi mynd af lífí barna fyrr á þessari öld. Þóra Sigurðardóttir mynd- Magnea frá Kleifum. skreytti bókina sem er unnin í Odda. Norðmannsþinur, barrheldna jólatréð iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii LANDSBYGGÐAÞJÓNUSTA Sendum jólatré hvert ó land sem er uiiiiiuuimmiimmmmimiiimimmmiimummmtimmmummmmmmmmu rtatímabil ______________________ft. JÉ Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.