Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 23

Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 23 Frá afhendingu tölvunnar, f.v.: Kristín Sjöfn Helgadóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Unnur Magnúsdóttir og Viktor Guðlaugsson skólastjóri Arbæjarskóla. Skáldskapur og tónlist á Borgimii LEIKUR, skáldskapur og tónlist verða á boðstólum á Borginni í kvöld og hefst upplesturinn klukkan 21, en húsið verður opn- að hálfri klukkustund fyrr og mun þá Elíabet Oddsdóttir píanó- leikari flytja verk eftir Schubert. A dagskránni, sem hefst klukkan 21 munu sjö rithöfundar lesa ljóð og sögur úr nýútkomnum bóum sín- um. Það eru skáldin Ásta Ólafsdótt- ir, Elísabet Jökulsdóttir, Gyrðir El- íasson, Illugi Jökulsson, Kristín Ómarsdóttir, Sigfús Bjartmarsson og Vigdís Grímsdóttir. Þá mun Valdimar Örn Flygenring leikari lesa eitt af meistaraverkum Einars Benediktssonar, Einræður Starkað- ar. Þetta kvöld verða tilkynnt úrslit í örleikritasamkeppni Bjart og Frú Emilíu, en fjöldi verka barst í keppnina. Fyrstu verðlaun eru 50 þúsund krónur, en síðan eru. mörg mærri verðlaun, m.a. sundferð með Kjartani Ragnarssyni leikstjóra. í frétt frá bókaforlögunum Bjarti og Viti menn segir að mikill áhugi hafi gripið um sig á örleikritum og leikkonurnar Bára Lyngdal og Harpa Arnardóttir hafi sviðsett þannig verk og leika fyrir áhorfend- ur. Lenco ■ SÉRKENNSLUMIÐSTÖÐ Ár- bæjarskóla hefur borist gjöf frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur nr. 2. Gjöfin sem er vönduð tölva ásamt prentara var afhent á kenn- arafundi í skólanum miðvikudaginn 20. nóvember sl. Sérkennslumiðstöð- in skipuleggur og hefur umsjón með allri sérkennslu við skólann og teng- ist náið öllu innra starfi hans. í vet- ur njóta um 60 nemendur sér- kennslu við skólann en heildarfjöldi nemenda er um 860. Tölvan verður staðsett í „opinni sérdeild” Árbæj- arskóla. Það var formaður klúbbs- ins, Sigrún Þórarinsdóttir, sem ásamt félögum úr stjórn klúbbsins afhenti skólastjóra Árbæjarskóla gjöfína. Smásögnr eftir Guð- mund Halldórsson BÓKATÚTGÁFAN Hildur hefur gefið út bókina Silfuráin heima, eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. í kynningu útgefanda segir: „í þessu smásagnasafni Guðmundar frá Bergsstöðum, áttundu bók sem út kemur eftir hann, er að finna margar sögur sem lesandanum verða ógleymanlegar. Eins og í fyrri bókum höfundar er sögusviðið mannlíf í dreifbýlinu, daglegt lífs- stríð þeirra sem það byggja, vonir og þrár. Heiti sagnanna í þessari bók eru: Langir eru dagamir, Reki og óska- steinar, Vorlæti, Vökunótt á Stóli, Heitur dagur, Stríðshestur menning- arinnar, Ástarskot á fjöllum, Brúð- kaupsafmæli og Silfuráin heima.” Guðmundur Halldórsson frá Bókin er 136 bls. Bergsstöðum Útvarp, geislaspilari, tvöfalt kassettutæki, tónjafnari. 100 watta magnari. 2 hátaiarar. Fjarstýring. Sértilboð: 29.950,- Munalán 39.950 Afborgunarskilmálar m/piötuspiiara Vönduð verslun UíEií£tMti FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 V, Pakkatilbod: Ýmsir: Landslagið Karl Örvarsson: Gldfuglinn Ýmsir: Stóru börnin leika sér Kr. 4.990,- Tne Great Classics 5 diskar í pakka CD: Kr. 2.490,- Hörður Torfa: Kveðja KS CD: Kr. 1.890,- f) Sálin hansjons mins KS/I.P CD: Kr. 1.890,- ■ ■s» Rto: landið fykur burt KS/LP CD: Kr. 1.890, Bubbi: Ég er KS/LP CD: Kr. 1.890, "3'^/ œw Ný dönsk: De Luxe KS/LP CD: Kr. 1.890,- v\\ Pakkatilbod: Ýmsir: Minningar Mezzoforte: I’ortissimos Sálin hans Jóns míns Kr. 4.990,- HAGKAUP '0m Pakkatilbod: Ýinsir: Forskol á sæluna EyjðlfurK.: Sattoglogið K.K.: LuckyOne Kr. 4.990,- Rokklingamir KS/LP CD: Kr. 1.990,- Incky o««

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.