Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 25

Morgunblaðið - 11.12.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR lí. DÉáEMBER 1991 25 Jól til sölu eftir Braga Skulason Um 5 ára skeið var ég búsettur vestra, í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Komst ég þá í snertingu við ýmsa siði, sem voru mjög ólík- ir íslenskum siðum. Þetta var sér- staklega áberandi í sambandi við jólahaldið. Jól í Bandaríkjunum Þannig háttar til í Bandaríkjun- um, að þar er haldin hátíð eftir 20. nóvember, sem köluð er Þakk- argjörðarhátíð (Thanksgiving) og er hún fjölskylduhátíð mikil, jafn- vel meiri en jólahátíðin þar í landi. Eftir þakkargjörðarhátíðina komu jólaskreytingar upp í búðum að fullu og jólatré voru skreytt á heimilum. Það þótti Islendingnum mér nokkur undarlegt. Enn undar- legra fannst mér þó, þegar jólatij- ánum var hent á 2. í jólum! En 2. í jólum er virkur dagur þar í landi. Það er nefnilega svo, að ekki allar þjóðir lengja hátíðir sínar eins og Islendingar. Aðventuna upplifði ég vestra sem allt öðruvísi tíma en hér heima. Þar voru engir 13 jólasvein- ar, skór voru ekki settur út í gluggann í von um góðgjörðir, aðventukvöld í kirkjum með sama sniði og hér upplifði ég þar aldrei og aðventuljós sáust þar ekki í gluggum. Aðfangadagur jóla var virkur dagur og fólk keypti jólagjafir fram á kvöld, en á jóladagsmorgun voru gjafir opnaðar. Þrettándinn var ekki haldinn hátíðlegur, nema hann bæri upp á sunnudag, en þá var hann tengdur við komu vitringanna til Jesú, er þeir færðu barninu gjafir. Kirkj- umar minntust þess sérstaklega í sínum boðskap. En engir sérstakir siðir tengdust deginum. Raunar má segja, að þrettándinn sé sífellt minnkandi að vægi hér á landi, nema kannski á stað eins og t.d. í Vestmannaeyjum. Nágranni minn einn, Vestur- íslendingur, hafði jólaseríumar hangandi utan á húsinu sínu allt árið, því hann vildi ekki þurfa að setja þær upp í vetrarkuldanum í desember! Forskot á sæluna Kem ég þá kannski að tilefni þessara skrifa, sem blasir við í búðum bæjarins á síðasta sunnu- degi fyrir 1. sunnudag í aðventu: Kaupmenn hvetja okkur til að taka jólin snemma, taka forskot á sæl- una, hvetja okkur til að versla sem fyrst og sem mest. Sú hugsun hefur læðst að mér, hvort við íslendingar, undir for- ystu kaupmannanna, stefnum nú í amerískt jólahald. Tíminn fyrir skreytingarnar í verslunum passar alla vega alveg. Sums staðar er jólasveinninn eini, sanni, ameríski, farinn að sjást. Og kannski eigum við eftir að verða svo þreytt á öllu pijálinu, sem við blasir svo snemma, að við endum á því að fleygja öllu út á 2. í jólum og leggj- Bragi Skúlason „Sú hugsun hefur læðst að mér, hvort við Is- lendingar, undir for- ystu kaupmannanna, stefnum nú í amerískt jólahald. Tíminn fyrir skreytingarnar í versl- unum passar alla vega alveg.“ um daginn af sem dag hátíðar. Restin má síðan fara sömu leið! Ég skil það svo sem vel, að menn séu blankir í kreppunni á Islandi. En einhvern tíma minnist ég þess, að um það hafi verið tal- að í fullri alvöru, að manneskjunni væri nauðsynlegt að geta hlakkað til einhvers. Og óþolinmæði hefur að mínu viti ekki talist til höfuð- dyggða. Kannski verður það næsta skref, að láta seríurnar á Lauga- veginum og í Kringlunni vera uppi allt árið, eins og hjá vini mínum vestra. Þá þurfa menn ekki að standa í uppsetningu í nepjunni í nóvember! Jólin núna Fleiri hátíðir en jólin eiga undir högg að sækja í nútímanum og eru í vaxandi mæli að verða versl- unar- og skemmtanahátíðir. Sífellt minna fer fyrir helginni, því sem heilagt er og skapar hátíð. Við verðum að halda vöku okkar, ef við ætlum ekki að glata því, sem mikilvægast er. Fyrir nokkru bar það við, að Jesús rak víxlara og kaupmenn út úr musterinu. Kannski er kom- inn tími til að „hreinsa“ jólahátíð- ina. Kannski er kominn tími til að spyija hverra hátíð jólin séu og hvers vegna. Guð gefi okkur öllum eftirvænt- ingarfull og tilhlökkun á aðvent- unni. Höfundur er sjúkrahúsprestur Ríkisspítala. Spádómarnir rætast 1 w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.