Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Hrun sovéska miðstjórnarvaldsins
Finnar viðbún-
ir breytingum í
Sovétríkjunum
Helsinki. Frá Lars Lundsien, fréttaritara Morgunblaðsins.
PAAVO Vayrynen, utanríkisráðherra Finnlands, seg'ir að Finnar
séu fyllilega undirbúnir að taka þeim hugsanlegum breytingum sem
nú eru á döfinni í hinu gamla Sovétveldi. Að sögn Vayrunens hafa
Finnar þess vegna upp á síðkastið haldið áfram viðræðum jafnt
við ráðamenn Rússlands sem utanríkisþjónustu Sovétstjórnarinnar.
Fulltrúar Finna og Sovétmanna
staðfestu nýjan vináttusamning
þjóðanna í Moskvu á mánudaginn
og er honum ætlað að koma í stað
vináttu- og aðstoðarsamningsins
frá árinu 1948. Þrátt fyrir fréttirn-
ar um nýtt bandalag slavneskra
þjóða innan Sovétríkjanna héldu
Finnar sinni stefnu í þeim samn-
ingamálum. Hins vegar þykir nú
óvisst hvort samningurinn verði
formlega undirritaður ef Sovétrík-
in eru úr sögunni sem samningsað-
ili.
Finnsk stjórnvöld ítrekuðu á
mánudag þá skoðun sína að kom-
andi stjómvöld -á því landssvæði
sem nú eru Sovétríkin verði að
fylgja öllum þeim samningum sem
núverandi stjórn sambandsríkisins
hefur samþykkt. Esko Aho, for-
sætisráðherra Finna, sagði hins
vegar á mánudaginn að sér fyndist
æskilegt að endi yrði bundinn sem
fyrst á óöryggi og óstöðugleika í
sovéskum stjómmálum. Aho vildi
þó ekki taka undir með Carl Bildt,
forsætisráðherra Svía, sem hefur
beinlínis lýst yfir áhyggjum sínum
vegna öryggis smáþjóða í nágrenni
Sovétríkjanna.
Anatolíj Sobtsjak, borgarstjóri
Pétursborgar, sagði á mánudag í
Helsinki að nýtt ríkjabandalag
hinna þriggja slavneskra lýðvelda
Eng'in borg
jafn stalín-
ísk og Mínsk
Mínsk. The Daily Telegraph.
MÖRGUM kom á óvart að for-
setar Rússlands, Úkraínu og
Hvíta-Rússlands skyldu hafa
sniðgengið borgir eins og Kíev,
Moskvu og Pétursborg þegar
þeir ákváðu hvar höfuðborg
samveldisins ætti að vera. í sam-
anburði við þessar borgir þykir
Mínsk harla litlaus og hallæris-
leg.
Forsetamir hefðu ekki getað
valið borg, sem er nær Vestur-
Evrópu, og það gæti verið vísbend-
ing um vilja þeirra til að taka þátt
í sammna Evrópuríkja.
Borgarbúar hafa ekkert hreyft
við Lenín-styttu á aðaltorgi borg-
arinnar. Mínsk var því sem næst
algjörlega lögð í rúst í heimsstyij-
öldinni síðari og var því að mestu
leyti endurreist á valdatíma Stal-
íns, enda er almennt litið svo á
að engin borg sé jafn stalínísk og
Mínsk. Byggingarnar við helstu
umferðargötuna, Lenín-breiðgöt-
una, þykja dæmigerðar fyrir ro-
kókó-stflinn, eða óhóflegt skraut-
ið, sem einkennir byggingar frá
Stalíns-tímanum.
Mínsk kom einnig^ talsvert við
sögu byltingarinnar. Arið 1898 var
þar til að mynda haldið fyrsta þing
flokks bolsévíka.
væri ekki að fullu frágengin hug-
mynd. Vildi Sobtsjak kynna sér
málið nánar áður en hann færi að
dæma um það. Borgarstjórinn hitti
æðstu ráðamenn Finna að máli
m.a. til þess að ræða matvælaað-
stoð við íbúa Pétursborgar í vetur.
Þokuðust þeir samningar áfram
en erfitt þykir að finna markaði
fyrir þann varning sem Rússar vilja
nota til þess að borga fyrir matinn.
Yfirmaður CIA:
Reuter.
Mikill skortur er nú á matvörum í Moskvu og hefur Míkhaíi Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hvatt
forystumenn lýðveldanna til að tryggja matarsendingar til borgarinnar svo koma megi í veg fyrir fjöld-
amótmæli. A myndinni má sjá nokkrar eldri konur bíða í ríkisrekinni verslun í Moskvu í gær.
Alvarlegar óeirðir líkleg-
ar í Sovétríkjunum í vetur
Washington. Reuter.
ROBERT Gates, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA)
telur að ástandið í Sovétríkjunum sé mjög óstöðugt og gera megi
ráð fyrir alvarlegum óeirðum í vetur. Gates sagði á fundi með
hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að hætta væri á
því að efnahagslegir og félagslegir örðugleikar kipptu fótunum
undan lýðræði í ríkjasambandinu sem nú virðist vera að leysast
upp.
Að sögn Gates er ástandið nú
ótryggara en nokkurn tíma síðan
bolsévikkar rændu völdum í land-
inu fyrir rúmum sjö áratugum.
Enn væri ekki ljóst hvort Borís
Jeltsín Rússlandsforseta tækist að
hrinda af stokkunum djörfum
áætlunum sínum um efnahagsum-
bætur. „Það er ekki hægt að úti-
loka að við slíkar aðstæður gæti
einræðisstjórn tekið við — hvort
sem það yrði undir forystu umbót-
asinna sem reyna í örvæntingu að
afla fólki matar til að koma í veg
fyrir allsheijarupplausn eða þjóð-
emissinna sem stjórnast af hug-
myndum um föð-
urland sitt er
byggjast á út-
lendingahatri og
afturhvarfi til
•fjarlægrar fortíð-
ar,“ sagði Gates.
Hann taldi þó
sumt í þróun
mála að undanf-
örnu, einkum frá
valdaránstilraun harðlínuafla í
ágúst, gefa verulegt tilefni til
bjartsýni.
Gates sagðist álíta að vörnum
Sovétríkjanna héldi áfram að
Gates
hnigna og hann gæti ekki ímyndað
sér að Sovétríkin eða þau ríki sem
við tækju á landsvæði þeirra
myndu ógna nágrannaríkjunum
hernaðarlega næsta árið. A hinn
bóginn væri ástæða til að hafa
áhyggjur af því hvað yrði um
30.000 kjarnavopn landsmanna og
jafnframt að kjarnavopn yrðu ef
til vill seld til annarra landa síðar.
ón.
íbúar borgarinnar eru um millj-
Samveldi slavnesku ríkjanna:
Onnur lýðveldi kunna
að sjá sér hag í aðild
Moskvu. The Daily Telegraph.
TALIÐ er líklegt að leiðtogar minni lýðvelda Sovétríkjanna kom-
ist að þeirri niðurstöðu að þau geti ekki staðið utan samveldis-
ins, sem forsetar Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands ákváðu
að stofna á sunnudag. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
lands, telur að Armenía og „nokkur önnur lýðveldi“ gangi í sam-
veldið og kveðst vona að nokkur fyrrverandi aðildarríki Varsjár-
bandalagsins í Austur-Evrópu, svo sem llúmenía og Búlgaría,
sjái sér einnig hag í aðild.
Talið er að nokkur af þeim lýð-
veldum, sem eru undir stjórn
umbótasinna, kunni að ljá máls á
inngöngu í samveldið einfaldlega
vegna þess að Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseti átti ekki hugmyndina
að því. Fari svo reynist að Gorb-
atsjov hafa hindrað einingu Sovét-
lýðveldanna þrátt fyrir örvænt-
ingarfulla viðleitni hans til að
halda þeim saman. Til að mynda
þykir líklegt að umbótasinnaðir
leiðtogar Armeníu telji hag sínum
borgið með nánum tengslum við
slavnesku lýðveldin, meðal annars
■ /
vegna þess að Gorbatsjov hefur
stutt Azera í deilunni um héraðið
Nagorno-Karabakh, en Jeltsín
Armena.
Ennfremur er talið líklegt að
fimm lýðveldi í Mið-Asíu gangi í
samveldið. Minnkandi viðskipti
þeirra við önnur Sovétlýðveldi
hafa komið illa niður á þessum
vanþróuðu lýðveldum.
Þá þykir ekki ólíklegt að Eyst-
rasaltsríkin sjái sér hag í einhvers
konar efnahagstengslum við sam-
veldið. Hið sama má segja um
fyrrverandi aðildarríki Varsjár-
bandalagsins, einkum þau fátæk-
siri, svo sem Búlgaríu og Rúme-
níu, sem eru háð viðskiptum við
Sovétlýðveldin. Hins vegar er ólík-
legt að stjómvöld í Póllandi, Ung-
veijalandi og Tékkóslóvakíu ljái
máls á nýjum tengslum við Sovét-
lýðveldin.
Óvíst er hvaða afstöðu leiðtogar
Moldovu, Azerbajdzhans og Ge-
orgíu taka. Mircea Snegur, for-
seti Moldovu, kynni að sækjast
eftir nánari tengslum við slav-
nesku lýðveldin til að friða rúss-
neska minnihlutann í lýðveldinu
en hins vegar gætu herskáir þjóð-
emissinnar, sem vilja að það sam-
einist Rúmeníu, komið í veg fyrir
inngöngu. Fátt bendir til þess að
stjórnvöld í Azerbajdzhan og Ge-
orgíu ljái máls á aðild að samveld-
inu, þótt þau kunni að neyðast til
þess vegna efnahagslegra hags-
Maxwell-málið:
Ekkert vit-
að um hvarf
300 millj-
óna punda
London. Reuter.
ENN hefur ekki komið í ljós
hvað orðið hefur um meira
en 300 milljónir sterlings-
punda, jafnvirði rúmlega 30
milljarða ÍSK, sem horfið
hafa úr lífeyrissjóðum fjölm-
iðlasamsteypu Roberts Maxw-
ells, að sögn aðila sem vinna
að rannsókn málsins.
Ferðabanni var í gær aflétt
af Ke.vin Maxwell, syni fjölmiðl-
akóngsins látna, til að hann
gæti farið til New York tii að
freista þess að bjarga blaðinu
New York Daily News frá gjald-
þroti. Verður hann að vera kom-
inn til London á sunnudag og
sett voru takmörk fyrir persónu-
iðgum útgjöldum hans í ferð-
inni. í fyrradag var hánn settur
í farbann meðan á rannsókn á
hvarfi úr sjóðum fjölmiðlasam-
steypunnar stæði.
Tekist hefur að rekja rúmlega
helming upphæðarinnar sem
talið er að Robert Maxwell hafi
tekið úr lífeyrissjóðunum, eða
um 400 milljónir punda, en bú-
stjórar bús samsteypunnar
sögðu óljóst í gær hvort takast
mundi að hafa uppi á peningun-
um.