Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 33

Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 33 fltotgisiifyfofrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Tilraun sem verður að takast Um áramótin 1989/1990 var verðbólga hér landi rúm- lega 20% og kaupmáttur 12—15% íægri en verið hafði um áramótin 1987/1988. Þjóð- arsáttin í byijun febrúar síðast- liðið ár tók mið af þessari stöðu og þeim efnahagsveruleika sem við blasti almenningi og at- vinnuvegum. Marmkið hennar var að stöðva kaupmáttarhrap- ið, sem verið hafði og fyrirséð var að öllu óbreyttu, stuðla að stöðugleika í þjóðarbúskapnum og fyrirbyggja víðtækt atvinnu- leysi. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, sagði m.a. í áramóta- hugvekju, „Tilraun sem tókst“, og birt var hér í blaðinu á gaml- ársdag fynr tæpu ári: „Þegar staðan er metin nú, um það bil ári síðar, má með réttu segja að tilraunin hafi tek- izt. Verðbólga er í meginatrið- um sú sama sem gert var ráð fyrir.“ Síðar í grein sinni sagði for- seti ASÍ: „Þó náðst hafi betri árangur en flestir bjuggust við er nauð- synlegt að muna að tilraunin stendur enn. Hvort árangur verður varanlegur á eftir að koma í ljós. Ennþá er nauðsyn- legt. að fylgja markmiðum samninganna vel eftir og veita aðhald...“ Senn er eitt .ár liðið frá því forseti ASÍ festi framanrituð orð á blað, ár mikilla efnahags- þrenginga, sem því miður er sýnt að vaxi fremur en hjaðni á komandi ári. Samkvæmt end- urskoðun Þjóðhagsstofnunar á helztu þjóðhagsstærðum líðandi árs, dagsettri 27. nóvember síð- astliðinn, er talið að landsfram- leiðsla líðandi árs dragizt saman um 3,6%, að útflutningur vöru og þjónustu dragizt saman um rúm 5% og hallinn á viðskiptum við önnur lönd verði rúmir 18 milljarðar króna. Ekki bætir halli ríkissjóðs úr skák en hann stefnir í 8—10 milljarða króna á þessu ári. Ekki horfir heldur björgulega til komandi árs. í nýútkominni skýrslu Seðlabanka íslands um horfur í peningamálum, gjald- eyrismálum og gengismálum er ráðgerður aflasamdráttur 1992 og frestun ál- og orkuversfram- kvæmda metin til 3,5% sam- dráttar í landsframleiðslu og með og ásamt rýrnun viðskip- takjara til 6% lækkunar þjóðar- tekna. En það er, þrátt fyrir allt, viðblasandi ljós í skammdegi íslenzkra efnahagsmála: þjóðar- sáttin, sem gerð var í febrúar 1990, það er árangur hennar í hjöðnun verðbólgunnar. Sam- kvæmt útreikningum Kauplags- nefndar er framfærsluvísitalan í desembermánuði þetta ár 0,1% lægri en í síðastliðnum mánuði. Ef tekið er mið af verðlagsþróun síðustu þriggja mánaða er verð- bólga, miðað við heilt ár, 4,4%. Ef miðað er við verðþróun síð- ustu tólf mánaða er verðbólgan 7,5%. Verðbólga hefur ekki áður mælst svo lítil hér á landi síðan á dögum viðreisnarstjórnarinn- ar 1959-1971. Það er öllum gjörhugulum mönnum ljóst, að þjóðarsáttin hefur tryggt jafnvægi og stöð- ugleika í atvinnu- og efnahags- lífi okkar, að því marki sem erfiðar ytri aðstæður og svokall- aður fortíðarvandi hafa frekast leyft. Þjóðarsáttin hefur í senn bægt annars viðblasandi at- vinnuleysi frá þúsundum lands- manna og komið í veg fyrir annars fyrirsjáanlegt kaup- máttarhrap, ef verðbólgan hefði hlaðizt upp með svipuðum hætti og þá verst gegndi á áttunda og níunda áratugnum. Á fimm ára tímabili, 1977—1982, var verðbólguhraðinn að meðaltali yfir 50% á ári, og náði hámarki milli áranna 1982—1983, 84,3%. Hefði sá verbólguhraði sett mark sitt á næstliðin erfið- leikamisseri væri staða mála í dag trúlega svipuð og á kreppu- árunum 1930-1940. Það skiptir meginmáli við ríkjandi aðstæður að draga verulega úr ríkissjóðshalla og opinberri lánsfjáreftirspurn, ef raunvaxtalækkun, sem aðilar vinnumarkaðarins gera kröfu til, á að verða annað og meira en orðin tóm. Gengisfestan, sem felst í yfirlýsingum ríkisstjórn- arinnar, gerir og kröfuna um aðhald í þróun útgjalda og eftir- spurnar enn mikilvægari. Þetta tvennt er eins konar bakland þjóðarsáttarinnar, sem treysta verður í sessi, til að unnt verði að ná þjóðarskútunni upp úr öldudal þeirra þrenginga í þjóð- arbúskapnum, sem við verður að stríða næstu misseri. Þjóðarsáttin og hjöðnun verð- bólgunnar eru stefnuvísandi leiðarljós í skammdegi íslenzkra efnahagsmála. Það á að vera forgangsverkefni hjá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvald- inu að það ljós megi lifa og visa veginn í tilraun sem verður að takast. EFNAHAGSRAÐSTAFANIR RIKISSTJORNARINNAR Hugmyndir um skerðingu sjómannaafsláttar: Fullur sjómamiaafslátt- ur er 241.000 kr. á ári SJÓMANNAAFSLÁTTUR er nú 660 krónur á dag, sem dregst frá tekjuskatti í staðgreiðslu. Fullur sjómannafsláttur getur numið 20.400 krónum á mánuði, eðá 240.900 á ári, hjá sjómanni sem er lögskráður á skip, því hann nýtur nú afsláttar alla þá daga sem hann þiggur laun eða aflahlut, þar með talið orlofsdagar. Hjá beitingamönnum er hins vegar miðað við starfsdaga, og verði sjómannaafsláttur afnuminn hjá þeim, eins og ríkisstjórnin stefnir að, þyrftu þeir að greiða 16.500 krónum meira í skatt á mánuði ef starfsdagar þeirra eru 25. Ríkisstjórnin leggur til að reglu- gerð um sjómannaafslátt verði breytt þannig, að einungis verði miðað við starfsdaga á sjó við úthlutun sjó- ma'nnaafsláttar. Forsvarsmenn sjó- manna hafa sagt, að þessar tillögur ríkisstjórnarinnar geti þýtt allt að þriðjugs skerðingu á sjómannaaf- slætti, eða um 80 þúsund krónur hjá sjórnanni. í núgildandi reglugerð segir, að hjá sjómanni á fiskiskipi skuli miða við þá daga sem hann er lögskráður á skipið, að viðbættum þeim dögum þegar hann þiggur laun eða aflahlut sem sjómaður, t.d. þá er skip liggur í höfn vegna tímabundinni tafa frá veiðum vegna viðgerða eða þegar skipt er um veiðarfæri, enda sé hann háður ráðningarsamningi og á laun- um sem sjómaður við útgerðina á því tímabili. Sama eigi við þá daga sem sjómaður fái greiðslur fyrir hjá útgerðinni þegar hann sé í orlofi eða veikur, en frídagar án launa teljast ekki með. Aðrir sjómenn, t.d. í áhöfn farm- skipa, farþegaskipa og varðskipa, fá sjómannaafslátt fyrir þá daga sem þeir eru lögskráðir að viðbættum þeim dögum sem þeir halda launum sem sjómenn. í reglugerðinni segir, að hluta- ráðnir landmenn, þ.e. beitingamenn á línubát, skuli njóta sjómannaaf- sláttar þótt þeir séu ekki lögskráðir. Sá afsláttur skuli svara til þeirra starfsdaga, sem þeir séu í fullu starfi. í því frumvarpi um tekju og eigna- skatt, sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gærkvöldi, er ekki gert ráð fyrir að frádráttarliðir frá tekju- skatti hækki um áramótin. Þannig verði sjómannafsláttur áfram 660 krónur á dag, og persónuafsláttur áfram 23.922 krónur á mánuði fram að 1. júlí á næsta ári, eins og hann er nú. Skattleysismörk almennings verða því áfram tæplega 59 þúsund krónur á mánuði, og rúmlega 111 þúsund hjá sjómönnum fái þeir fullan sjómannaafslátt. Tillaga ríkisstjórnarinnar um skerðingn sjómannaafsláttar: 3 þingmenn Sjálfstæð- isflokks verða á móti Sjómannafélög efna til mótmælafunda og boða hörð viðbrögð ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa sig algerlega andvíga tillögu ríkisstjórnarinnar um skerðingu sjómannaafsláttar. Guðmundur Hall- varðsson, sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, og Matthías Bjarnason þingmaður á Vestfjörðum, segjast ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni og einnig hefur komið fram að Einar Guðfinsson er andvígur tillögunni. Fleiri þingmenn munu hafa efasemdir um tillög- una og er ekki talið víst að meirihluti sé í stjórnarflokkunum til að tillagan náist í gegn eins og hún hefur verið kynnt. Árni Johnsen segist hafa barist fyrir því að sjómannaafslátturinn yrði ekki skertur en ætli að standa með ríkisstjórninni og styðja 180 millj. skerðingu ef samstaða verði um málið með fyrirvara um úlfærslu á skerðingunni. Forsætisráðherra og ijármálaráð- herra hafa lýst yfir að þeir telji að þingmeirihluti sé fyrir tillögunum. Alls þurfa fimm þingmenn úr stjórn- arflokkunum að snúast gegn tillög- unni til að meirihluti ríkisstjórnarinn- ar með málinu sé fallinn. Talið ér að á þetta muni fyrst reyna við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Andstaða og efasemdir Árni Johnsen sagði að í ljós hefðu komið ákveðnir vankantar á sjó- mannaafslættinum hefði viðgengist og mikilvægt væri að skerðingin kæmi niður þar áður en gengið yrði að kjörum sjómanna. „Eg er algjörlega á móti skerðingu sjómannaafsláttar og mun aldrei greiða atkvæði með henni. Löggjaf- inn hefur viðurkennt að sjómanna- stéttinn eigi að hafa þetta og það er síst ástæða til að hverfa frá því á tímum þegar afli er skorinn niður. Þetta er heilagt mál fyrir sjómanna- stéttinni og ég ber alltof mikla virð- ingu fyrir henni til að ég ljá atkvæði mitt til þess að níðast á henni,“ sagði Matthías Bjarnason. Ingi Björn Albertsson sagðist vilja sjá málið í heild sinni áður en hann gæfi upp afstöðu sína. „Prinsippaf- staðan er þó sú að skerða ekki áunn- ar launatekjur manna,“ sagði hann. Guðjón Guðmundsson alþingis- maður á Vesturlandi sagði að af- staða sín kæmi í ljós þegar málið yrði afgreitt á Alþingi. Sagðist hann greina frá skoðun sinni í þingflokki sjálfstæðismanna en vildi ekki greína frá henni opinberlega nú. Gunnlaug- ur Stefánsson Alþýðuflokki vildi heldur ekki ræða afstöðu sína í sam- tali við Morgunblaðið. „Allar þessar aðgerðir eru á viðkvæmu stigi á meðan þær hafa ekki náð fram að ganga á þinginu,“ sagði hann. Guðmundur Ilallvarðsson sagðist ákveðið ætla að greiða atkvæði gegn skerðingu sjómannaafsláttarins. Mótmæli sjómanna Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands íslands, segir mikla reiði ríkjandi meðal sjó- manna vegna ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar að skerða sjómanna- afsláttinn og segir að vel komi til greina að sjómenn sigli í land. Segir hann líklegt að skerðing sjómannaaf- sláttarins sé nálægt 30% eða um 500 milljónir kr. Afslátturinn nemi að jafnaði um 15% af launum undir- manna á flotanum og því geti skerð- ingin þýtt um 5-6% samdrátt á laun- um þeirra en það þýðir um 80 þús- und kr. á hvern sjómann á ári skv. upplsyingum benedikts valssonar, framkvæmdastjóra FFSÍ. Hólmgeir segir að sjómannafélög- in vítt og breitt um landið séu að boða til funda vegna málsins og ætlar hann að kalla framkvæmda- stjórn Sjómannasamtakanna saman þegar texti frumvarpsins liggur fyr- ir. „Við erum mótfallnir þessu og finnst þessi aðgerð mjög óréttlát. Sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum sjómanna og þarna er verið að ráðast á kjör einnar stéttar. Það hljóta menn að taka mjög óstinnt upp,“ sagði Hólmgeir. Hann sagði að aðrar aðgerðir rík- isstjórnarinnar eins og tekjutenging barnabóta snertu sjómenn eins og aðra en því til viðbótar væri nú geng- ið sérstaklega á kjör sjómanna. Því yrði svarað með mjög hörðum við- brögðum. Hann var spurður hvort ekki væri réttlætanlegt að miða afsláttinn ein- göngu við starfsdaga á sjó. „Nei, því það er líka skerðing. Samkvæmt lögunum eiga hlutaráðnir sjómenn að fá sjómannaafslátt fyrir hvern dag sem þeir stunda sjómannsstörf. Þau eru ekki aðeins stunduð út á sjó heldur þurfa til dæmis sjómenn á bátaflotanum að útbúa skip í byrj- un vertíðar og ganga frá þeim í lok vertíðar. Auk þess eiga þeir rétt á sjómannaafslætti í veikindafríum og í orlofi. Þetta er allt klippt út,“ sagði hann. Hólmgeir sagði að þar sem kjara- samningar eru lausir væru sjómenn að undirbúa sig fyrir samningavið- ræður en þetta mál hefði hefði óhjá- kvæmilega áhrif á þær. Ríkisstjórnin hefur lagt til að sjómannaafslátturinn verði bund- inn við starfsdaga á sjó en ekki lögskráningardaga eins og núverandi reglugerð kveður á um. Oljóst um aðflutn- ingsgjöld bifreiða í NÝJUM fjárlagatillögum ríkisstjórnarinnar er m.a. gert ráð fyrir að hækka aðflutningsgjöld á stærri bilum og er talið að þetta geti skilað ríkissjóði 100 milljóna króna hærri tekjum á næsta ári. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hversu mikil hækkunin eigi að vera. Að sögn Indriða Þorlákssonar lyá fjármálaráðuneytinu eru aðflutningsgjöldin nú á bilinu 16% til 66% af innflutningsverði og fer það eftir stærð bifreiðanna. Indriði sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri aðflutningsgjald á stærri bifreiðum allt upp í 66%, og í tillögunum væri gert ráð fyrir að auka það enn frekar. Hvorki hefur verið ákveðið hver hækkunin eigi að verða né hversu þungar bifreiðarnar verði að vera og segir Indriði að verið sé að undirbúa reglugerðarbreytingu þess efnis. Sigfús Sigfússon, framkvæmda- stjóri Heklu hf., segist ekki vera ánægður með þessar tillögur. „Bílasal- an í ár hefur verið góð, eða eins og í meðal ári, en nú síðustu þijá mánuði hefur sala verið mjög léleg og ef hækka á aðflutningsgjöld þá minnkar salan bara enn meira, þannig að þeir fá ennþá minna inn í kassann," segir Sigfús. Guðmundur Ágúst Ingvarsson framkvæmdastjóri Ingvars Helgason- ar hf., segist ekkfert geta tjáð sig um málið vegna þess hversu óljósar þess- ar tillögur séu. Aform um skerðingu niðurgreiðslna á mjólkurdufti: Leiðir til tugprósenta hækkunar á sælgæti - segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda „ÞARNA er verið að fjalla um sparnaðarráðstafanir undir því yfirskyni að draga úr útgjöld'um til landbúnaðar, en allar afleiðingarnar bitna á þriðja aðila sem er sælgætisgerðin. Þetta mun leiða til hækkunar a inn- lendri sælgætisframleiðslu svo nemur tugum prósenta," sagir Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda um þau áform ríkisstjórnarinnar að skerða niðurgreiðslur á mjólkurdufti. Hann segir að þetta muni hafa í för með sér verulegan samdrátt í umsvifum og framleiðslu íslenski-a sælgætisframleiðenda. Að sögn Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra íjármálaráðuneytis- ins, er í áformum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að niðurgreiðslur á mjólkurdufti verði skertar um 100 milljónir, en á móti því sem þetta mundi rýra samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu- yrði lagður jöfn- unartollur á innflutt sælgæti, sem gæti numið 30 milljónum króna á næsta ári. Ólafur Davíðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að láta sælgætisframleiðsluna líða fyrir þá landbúnaðarstefnu að leyfa ekki innflutning á mjólkurdufti á heimsmarkaðsverði, sem væri tífalt lægra en verð innlendu framleiðslunn- ar, og umræddar niðurgreiðslur væru því iðnaðinum óviðkoamandi. „Þegar eitt mikilvægasta hráefnið tífaldast í verði þá hlýtur það að kalla á mjög mikla röskun á framleiðsl- unni. Þetta gjörbreytir öllum skilyrð- um greinarinnar, og er miklu meiri breyting en nokkur sanngirni er að leggja á eina grein. Sérstaklega af því að þetta er afleiðing og áhrif af allt annari aðgerð. Við höfum ekki fengið nákvæmar fregnir af því hvern- ig þetta á að gerast, en ef jafnframt verður leyfður innflutningur á mjólk- urdufti þá er það það sem við höfum alltaf lagt til. Framleiðendur eru af- skaplega uggandi út af þessu, en við höfðum alltaf treyst því að þær breyt- ingar sem kynnu að verða gerðar yrðu með þeim hætti að við fengjum að fylgjast með og bregðast við þeim, en þarna virðist þetta gert í skynd- ingu. Við viljum því sjá nákvæmlega hvað þarna er um að ræða, áður en við segjum álit okkar endanlega um það,“ sagði Ólafur. Stéttarsamband bænda: Seinkun greiðslna mótmælt STETTARSAMBAND bænda hefur sent frá sér mótmæli vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að lengja svonefndar beinar greiðslur til sauðfjárbænda, þannig að þær standi yfir í tólf mánuði í stað tíu, en samkvæmt þessu flyst sjötti hluti greiðslna ársins 1992 yfir á árið 1993, eða 295 millj. kr. Stéttarsam- bandið segir þessi áform ekki vera í samræmi við búvörusamninginn, sem gerður var síðastlðið vor, og tryggja átti sauðfjárbændum greiðslur fyrir framleiðslu sína á sjálfu framleiðsluárinu. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stjórn Stétt- arsambandsins ætti eftir að ræða þessi áform ríkisstjórnarinnar sér- staklega, en almennt séð væri þeim að sjálfsögðu mótmælt. „Þetta er ekki í samræmi við þann búvörusamning sem gerður var, og við hörmum að ríkisstjórnin skuli grípa til þessa. Það verður hins vegar að segjast eins og er að það eru ekki komin nein búvöruleg sem kveða á um þessar greiðslur, og því vitnum við til þess að þetta sé ekki í sam- ræmi við þann búvörusamning sem gerður var. Þetta er sjötti hluti af beinum greiðslum til sauðfjárbænda og því samsvarandi seinkun á launa- greiðslum til þeirra," sagði hann. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: Sættum okkur ekki við að ráðskast sé með tekjustofna sveitarfélaga „VIÐ getum alls ekki sætt okkur við það að verið sé að ráðskast með tekjustofna sveitarfélaga og verkaskiptingu, eins og framkomnar hug- myndir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir, og við hljótum að mótmæla því harðlega að það sé gert,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga, um þær tillögur ríkissljórnarinnar í efnahagsmálum, sem hafa munu í för með sér verulegan útgjaldauka fyrir sveitarfélögin í landinu á næsta ári. Þá mótmælti borgarráð Reykja- víkur á fundi sínum í gær harðlega framkomnum hugmyndum rikisstjórn- arinnar um efnahagsráðstafanir. Borgarráð telur þær hafa í för með sér um eins milljarðs króna útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin, og þar af megi gera ráð fyrir að Reykjavíkurborg beri að minnsta kosti um 400 milljónir króna. „Við erum nýlega búnir að ganga í gegnum mikla umræðu og umfjöllun um tekjustofna og verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga, en lög þar að lút- andi tóku gildi 1. janúar 1990, og við getum hreinlega ekki sætt okkur við það að það sé verið að btjóta það samkomulag þessara aðila sem lá að baki þessum lögum með nánast ein- hliða ákvörðunum ríkisvaldsins,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði áform ríkisstjórnarinn- ar koma sveitarstjórnarmönnum alveg í opna skjöldu, og ef það væri mat ríkisvaldsins að sú siðferðisskylda hvíli á sveitarfélögum að útvega tæp- lega einn milljarð sem lið í lausn efna- hagsvandans, þá væri það algjört frumatriði að ríkisstjórnin gerði betur grein fyrir afstöðu sinni og ætti við- ræður við forsvarmenn sveitarfélaga um þessi mál eins og samstarfssamn- ingur ríkis og sveitarfélaga og sveitar- stjórnarlög gerðu ráð fyrir. Ljóst væri að sveitarfélögin ættu við vanda að stríða eins og ríkisvaldið, og mörg þeirra stæðu frammi fyrir verulegum fjárhagslegum örðugleikum. í því sambandi mætti nefna þá fjárhags- legu ábyrgð og þátttöku, sem mörg sveitarfélög væru knúin til vegna at- vinnuástandsins, en opinberir sjóðir, lánastofnanir og atvinnulífið sjálft gerði kröfur til þess að sveitarstjórnir kæmu til aðstoðar hvað varðar upp- byggingu atvinnulífsins. „Þá hefur ríkisvaldið á undanförn- um tveimur árum verið að setja aukn- ar fjárhagslegfar kvaðir á sveitarfé- lögin með tilkomu nýrra laga eins og laga urn grunnskóla og leikskóla, og reglugerða um umhverfiverndarmál og á öðrum sviðum. Þar fyrir utan verða svo sveitarfélögin að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem þeim er ætlað að sinna. Svigrúm sveitarfélag- anna er því ákaflega lítið, og það verður ekki séð hvernig þau geta mætt þessum óskum eða fyrirskipun- um ríkisins nema með verulegum niðurskurði. Það væri mjög slæmt varðandi öll framtíðarsamkipti ríkis og sveitarfélaga ef skilið yrði við þetta mál með þeim hætti að því yrði bara ýtt í gegn. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna ræði þessi mál með formlegum og skipulegum hætti, og kanni það hvort og þá hvernig sveitar- félögin komi inn í þessa mynd,“ sagði Vilhjálmur. I fréttatilkynningu frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins kemur fram að síðastliðið sumar hafi orðið 12% samdráttur í sauðfjárræktinni, sem jafngildi 12% tekjurýmun innan grein- arinnar. Um 17% tilfærsla á tekjum sauðfjárbænda gæti komið niður á síðari hgluta fyrirhugaðra uppkaupa ríkisins á fullvirðisrétti úi sauðfjár- rækt næsta sumar, og þar með spillt þeim lokaáfanga í aðlögun greinarinn- ar að hagkvæmara rekstrarumhverfi. Hjón Einstæðir foreldrar Barnafjöldi og aldur Fyrir Eftir Barnafjöldi og aldur Fyrir Eftir 1 barn 8 ára 28.917 8.886 1 barn 8 ára 86.755 66.725 1 barn 5 ára 57.834 37.803 1 barn 5 ára 86.755 66.725 2 börn, 8 og 10 ára 72.295 36.477 2 börn, 8 og 10 ára 173.510 137.684 2 börn, 3 og 5 ára 130.129 94.311 2 börn, 3 og 5 ára 202.427 166.601 2 börn, 5 og 8 ára 101.212 65.386 2, börn 5 og 8 ára 202.427 166.601 3 börn, 5, 8 og 10 ára 144.590 92.969 3 börn, 5, 8 og 10 ára 289.182 237.561 Ofangreind tafla sýnir nokkur dæmi um barnabætur eftir fjölskylduað- stæðum og stærð, fyrir og eftir þá breytingu sem frumvarp rikisstjórn- arinnar gerir ráð fyrir. Barnabótaauki er ekki meðtalinn í upphæðun- um. Tekið skal fram að útreikningarnir eru Morgunblaðsins. 36 þúsund króna lækkun bóta með tveimur börnum SAMKVÆMT frumvarpi um breytingar á lögum um tekju- og eigna- skatt, sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöldi, lækka barnabætur hjóna með einu barni úr 28.917 á ári, eins og þær eru nú, í 8.886 kr., eða um 20.031 kr. Bætur með börnum hjóna umfram eitt lækka úr 43.378 kr. í 27.591 eða um 15.795 kr.. Hins vegar verður óbreytt upphæð bóta, sem leggst á þessar upphæðir ef börnin eru yngri en 7 ára, og verður áfram 28.917 krónur. Upphæð barnabótaauka hækkar úr 68.680 í 89.284 eða uni 20.604 krónur. Barnabætur einstæðra foreldra skerðast um sömu krónutölu og bætur hjóna. Einstæðir foreldrar fá nú 86.755 kr. með fyrsta barni hvort sem það er yngra en sjö ára eða ekki, og sú upphæð lækkar um 20.031 kr. í 66.725 kr.. Með hveiju barni umfram eitt eru nú greiddar 86.755 kr. en sú upphæð lækkar um 15.795 í 70.960 og ef það barn er undir 7 ára aldri bætast 28.917 við, eða 99.855 alls. Barnabótaauki hækkar eins og áður sagði um 30% í 89.284 kr.. Barnabóta- aukinn er tekjutengdur og skerðist í hlutfalli við tekjur og barnafjölda. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- ráðuneytinu byijar barnabótaaukinn að skerðast við 1.098.000 kr. árstekj- ur hjóna á þessu ári og 732.000 kr. árstekjur einstæðra foreldra. Skerðingarhlutfall barnabótaauk- ans er 7% fyrir fyrsta barn, 6% fyrir annað barn, 5% fyrir þriðja bam og 4% fyrir fjórða barn og fleiri. Sam- kværnt því missa hjón með eitt barn barnabótaaukann á næsta ári við um 2,3 miilj. kr. árstekjur á þessu ári, hjón með tvö börn missa barnabóta- aukann alveg við um 2,5 millj. kr. tekjur á þessu ári, og hjón með 3 böm missa barnabótaaukann við um 2,8 millj. kr. tekjur á þessu ári. Á sama hátt missa einstæðir for- eldrar með eitt barn barnabótaaukann við 1,95 millj. kr. tekjur á þessu ári, foreldrar með 2 böm missa aukann við 2,15 millj. kr. tekjur, og með 3 börn við 2,45 millj. kr. tekjur. Barnabótaaukinn byijar einnig að skerðast ef eignarskattstofn hjóna nemur tæpum 8 millj. kr., og ein- stæðra foreldra tæpar 6 millj.kr.. Að sögn Indriða H. Þorlákssonar skrifstofustjóra fj ármálaráðuneyisins, var ákveðið að hafa ofangreinda að- ferð við skerðingu barnabótanna til að jafna áhrifin rnilli fjölskyldna með fá börn og fjölskyldna með mörg börn. Með þesu móti áætlar fjármálaráðu- neytið að greiða út 518 millj. kr. minna í barnabætur á næsta ári en þessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.