Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 43
reer naaMasaa .rr íruoAauaivaiM oigajhvíudhom
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGURTr. DESEMBER' I99T
43
Þingmenn eiga
síðasta orðið
eftir Jóhannes
Gunnarsson
Ráðherrar í ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar hafa við ýmis tækifæri
tjáð sig við fjölmiðla um gildi neyt-
endastarfs og áhuga sinn á því að
standa vörð um hagsmuni neytenda.
Við sem störfum að neytendamálum
undruðumst það því mjög þegar ljóst
varð að ríkisstjómin hyggst skerða
ijárveitingti til Neytendasamtak-
anna um 70 af hundraði á næsta
ári. Ljóst er að þessi niðurskurður
mun hafa veruleg áhrif á gæði og
umfang þeirrar þjónustu sem sam-
tökin hafa veitt neytendum.
í flárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að fjárveiting til NeytendasEim-
takanna á næsta ári verði ein og
hálf milljón króna í stað fimm millj-
óna á þessu ári. Fyrr á árinu ósk-
uðu Neytendasamtökin eftir rúm-
lega 13 milljónum króna í styrk frá
ríkinu á næsta ári. Við sóttum ein-
göngu um styrk við þá þætti í starf-
semi samtakanna sem telja verður
sjálfsagða þjónustu við almenning.
Eg nefni til dæmis kvörtunar- og
leiðbeiningaþjónustu, fræðslustarf-
semi, gerð kannana af ýmsu tagi
og hagfræðiþjónustu. Ríkisvaldið
_______Brids________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Franskt par vann
Philip Morris
FRANSKT par, Annes og Protat, vann
Philip Morris Evróputvímenninginn
með 76,92% skor. Tvímenningurinn
var spilaður samtímis í öllum Evrópu-
löndum í lok nóvember með þátttöku
26.000 spilara.
í frétt frá mótshöldurum kemur
fram að 636 íslenskir spilarar hafi
tekið þátt í mótinu, eða yfir 20% af
öllum skráðum spilurum landsins.
Flestir þátttakendur voru í Frakk-
landi, eða rúmlega 7.000. íslendingar
náðu þó ekki að blanda sér í efstu
sæti en stigahæsta íslenska parið var
með rúmlega 68% skor.
í öðru sæti í heildina voru þýsk
hjón, Oezensel að nafni, með 76,50%.
Önnur pör í 10 efstu sætunum komu
frá Frakklandi, Ítalíu, ísrael, Belgíu
og Austurríki en austuríski spilarinn
kunni, Jan Fucik varð í 10. sæti ásamt
Richard Lemer.
starfrækir og/eða kostar rekstur
þessarar þjónustu í nágrannalönd-
um okkar.
Norðurlöndin og við
Neytendavemd og þjónusta við
neytendur em óumflýjanlegir þættir
í samfélagi þar sem markaðsöflin
leika að miklu leyti lausum hala.
Þessir þættir eru raunar meðal for-
sendna þess að sem flestir geti unað
við slíkt skipulag. Og vitaskuld ætti
að teljast sjálfsagt að veita neyt-
endastarfi forgang í landi þar sem
líf landsmanna snýst svo mjög um
neyslu. íslendingar eru neytendur í
efsta stigi miðað við flesta aðra jarð-
arbúa. Stjómvöld á öðmm Norður-
löndum hafa skilning á mikilvægi
neytendastarfs og þau sýna skilning
sinn í verki. Dönsk stjórnvöld veija
til dæmis 105 krónum á hvem íbúa
til neytendastarfs. Norsk stjómvöld
veita 110 krónum til þessa mála-
flokks á hvem íbúa og Svíar enn
hærri upphæð. Láti íslensk stjórn-
völd verða af fyrirhuguðum niður-
skurði lækkar framlag þeirra til
neytendamála úr 29 krónum á íbúa
í 15 krónur.
Áhersla á hagsmuni neytenda?
Á sama tíma leggja ráðherrar
Bridsfélag Hreyfils
Nú er sveitakeppni félagsins rúm-
lega hálfnuð. Tólf sveitir taka þátt í
keppninni, og em spilaðir 32 spila leik-
ir, allir við alla. Höro barátta er á
toppnum, en að loknum 6 umferðum
er staða fjögurra efstu sveita þessi:
Sveit Óskars Sigurðssonar 131
Sveit Daníels Halldórssonar 130
Sveit Áma Kristj ánssonar 117
Sveit Sigurðar Olafssonar 115
Næsta umferð, og jafnframt sú síð-
asta á þessu ári, verður spiluð í Hreyf-
ilshúsinu mánudaginn 16. desember,
og hefst kl. 19.30.
Bridsfélagið Muninn
Síðastliðinn miðvikudag var spiluð
íjórða umferð í Haustsveitakeppni fé- lagsins.
Sv. Gunnars Guðbjömssonar 78
Sv. Ameyjar 67
Sv.KarlG.Karlssonar 65
Sv. Jóhanns Benediktssonar 59
Sv.HalldórsAspar 30
Sveit Ingimars sat hjá í fjórðu um-
ferð og sveit Ameyjar situr hjá í
fimmtu umferð sem spiluð verður mið-
vikudaginn 11. desember kl. 19.30.
ríkisstjómarinnar gjama í ljós
áhuga sinn á neytendamálum.
Morgunblaðið kynnti starfsáætlun
ríkisstjómarinnar til dæmis undir
fyrirsögninni: Áhersla á markaðs-
láusnir og hagsmuni neytenda.
(Mbl. 11. október). Á hinn bóginn
hefur það verið haft eftir forsætis-
ráðherra að hann telji að samtök
eins og Neytendasamtökin eigi ekki
að njóta stuðnings úr sameiginleg-
um sjóðum.
Það er fróðlegt að skoða þessi
ummæli forsætisráðherra í ljósi þess
að á öðmm Norðurlöndum og víðar
em neytendamál álitin svo mikilvæg
og svo fjárfrek að það er ekki talið
á færi frjálsra félagasamtaka að
annast þau sómasamlega. Því leggja
stjómvöld þar fram svo vemlega
fjármuni til þess að tryggja rétt
neytenda og veita þeim nauðsynlega
þjónustu. Því má bæta við að for-
ystumaður neytenda í Eistlandi,
margfalt stærra samfélagi en okk-
ar, telur að neytendastarf geti aldr-
ei orðið nægilega kraftmikið þar í
landi án öflugs stuðnings frá stjóm-
völdum. Neytendasamtökin hafa
ekki látið sér detta í hug að þjón-
usta við neytendur eigi að vera í
verkahring íslenska ríkisins. Við
teljum hins vegar sjálfsagt að ríkið
taki þátt í kostnaði við rekstur þess-
arar þjónustu og höfum haldið að
þar fæm skoðanir okkar og stjóm-
málaflokkanna saman. Samtök okk-
ar em líklega þau öflugustu sinnar
tegundar í heimi miðað við stærð
þjóðfélagsins, en starfið er kostnað-
arsamara en svo að félagsgjöldin
ein standi undir því.
Jón veldur vonbrigðum
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
minnti réttilega á það í viðtali við
Neytendablaðið síðastliðið sumar (3.
tbl.) að styrkurinn við Neytenda-
samtökin hefur aukist jafnt og þétt
í ráðherratíð hans. „Enda er ég
þeirrar. skoðunar að það sé betra
fyrir okkur að styrkja þessi fijálsu
félagasamtök en að byggja upp
stofnanaveldi eins og gert er í stærri
löndum. Engu að síður hefur mál-
efnum neytenda verið gert allt of
lágt undir höfði og ég vil bæta úr
því,“ er svo haft eftir Jóni í sama
blaði.
Jón ítrekaði þessi sjónarmið sín
í viðtali við Jóhönnu Harðardóttur
í Sjónvarpinu nýlega, en lét sig þó
engu að síður hafa það að veija
Jóhannes Gunnarsson
„Dönsk stjórnvöld verja
til dæmis 105 krónum á
hvern íbúa til neytenda-
starfs. Norsk stjórnvöld
veita 110 krónum til
þessa málaflokks á
hvern íbúa og Svíar enn
hærri upphæð. Láti ís-
lensk stjórnvöld verða
af fyrirhuguðum niður-
skurði lækkar framlag
þeirra til neytendamála
úr 29 krónum í 15 krón-
ur á hvern íbúa.“
fyrirhugaðan niðurskurð á þeirri
forsendu meðal annarra að um al-
mennan niðurskurð sé að ræða.
Staðreyndin er þó sú að styrkir
til félagasamtaka haldast yfirleitt
óbreyttir í krónutölu milli áranna
1991 og 1992. Það getur hver sann-
reynt sem nennir að lesa Qárlaga-
frumvarpið. Auk þess er ekki úr
vegi að geta þess að kostnaður við
rekstur viðskiptaráðuneytisins mun
aukast verulega verði frumvarpið
að lögum. Hann er satt að segja
afar vandfundinn þessi almenni nið-
urskurður í íjárlagafrumvarpinu.
Það þarf ekki að orðlengja að af-
staða Jóns Sigurðssonar hefur vald-
ið okkur í Neytendasamtökunum
verulegum vonbrigðum. Samstarf
okkar við Jón og hans ráðuneyti
hefur verið með mestu ágætum og
Jón er sá ráðherra sem hefur sýnt
neytendamálum hvað mestan
áhuga. Eins og fyrr segir hefur
styrkurinn við Neytendasamtökin
aukist jafint og þétt í ráðherratíð
hans.
Tímaskekkja
Ég vil nefna þrennt sem gerir það
sérstaklega að verkum einmitt nú
að þessi áform um niðurskurð geta
í besta falli kallast tímaskekkja. í
fyrsta lagi hafa stjómvöld verið að
búa almenning undir þrengingar í
efnahagsmálum og minnkandi
kaupmátt launa. Á slíkum tímum
er mikilvægara en ella að haldið sé
uppi öflugu neytendastarfi.
I þessu sambandi vii ég nefna að
Neytendasamtökin leggja nú ríkari
áherslu á það en áður að veita heim-
ilunum flárhagsráðgjöf og hafa ráð-
ið til sín dýran starfskraft í þessu
skyni. Svíar hafa talsverða reynslu
af slíkri ráðgjöf og þeir fullyrða að
hún hafi verulegan spamað í för
með sér fyrir samfélagið. Færa má
rök fyrir því að vönduð ráðgjöf af
þessu tagi myndi spara sveitarfélagi
eins og Reykjavíkurborg milljónir
króna á hveiju ári.
I öðm lagi gerir fjárlagafrum-
varpið ráð fyrir að starfsemi Verð-
lagsstofnunar dragist saman og
breytist þannig að stofnunin muni
leggja minni áherslu á verðgæslu
en áður. Þetta ætti að vera sljóm-
málamönnum tilefni til þess að
styrkja Neytendasamtökin enn frek-
ar en áður.
EES og neytendur
í þriðja lagi er það yfirlýst stefna
ríkisstjómarinnar að ísland verði
aðili að evrópsku efnahagssvæði.
Það er reyndar hárrétt sem komið
hefur fram í viðtölum við viðskipta-
ráðherra að EES knýr stjómvöld ti'-
þess að bæta íslenska neytení'
alöggjöf. Engu að síður er ljóst að
aðild okkar að EES kallar á mun
öflugra neytendastarf en okkur er
kleift að starfrækja nú og gildir
raunar einu úr þessu hvort við tök-
um þátt í EES eða ekki. Samræm-
ing á ýmsum sviðum virðist hvort
eð er óumflýjanleg. Með því að
draga úr mætti Neytendasamtak-
anna gera stjómvöld neytendum enn
erfiðara fyrir en ella að aðlagast
hinum nýju aðstæðum í Evrópu.
Okkur er kunnugt um að í öðram
aðildarríkjum EFTA er nú lögð auk-
in áhersla á neytendastarf einmitt
vegna aðildar að EES.
Þjónustan sem Neytendasamtök-
in veita í dag er í raun lágmarks-
þjónusta og má þó litlu muna ef
endar eiga að nást saman í rekstri
samtakanna. Niðurskurður getur
því haft afdrifaríkar afleiðingar fyr-
ir neytendastarf í landinu og valdið
varanlegum skaða. Við höfum gert
alþingismönnum ítarlega grein fyrir
málavöxtum svo þeir munu ekki
geta borið við vanþekkingu á mál-
inu. Þetta snýst ekki aðeins um
nokkrar miljónir króna. Alþingis-
menn eiga síðasta orðið og munu
með atkvæði sínu sýna hug sinn til
neytendastarfsins í landinu. Félags-
menn í Neytendasamtökunum munu
fylgjast grannt með málalokum.
Höfundur er formaður
Neytendasamtakanna.
Við bjóðum nú takmarkað magn afþessum gæðatækjum frá TOSHIBA
á einstöku verði.
■ • Textavarpsmóttaka MEÐ ÍSLENSKUM STÖFUM.
• NICAM STEREO móttaka (Stereoútsendingar hefjast um áramót).
• Flatur, kantaður skjár með fínni upplausn (625 línum).
> Tölvustýrð litgreining (CAI), skarpari skil milli lita.
• Fullkomin fjarstýring, allar aðgerðir birtast á skjánum, en hverfa að
5 sek. líðnum.
• SUPER VHS og SCART tengi fyrir myndbandstæki, hljómtæki,
tölvurog gervihnattamóttöku.
Þetta er tímamótatæki á einstöku verði, búið öllu því nýjasta!
TOSHIBAÍ
* Stadgreiðsluverð
Afborgunarverðerkr. 119.900
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28-3 622901 og 622900