Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
45
svæðum. Markmiðið var að komast
að því hvað fólk, sem ekki hefur
haft sig í frammi varðandi málið,
hugsar um það. Niðurstaðan var að
Danir virðast vilja varðveita mál-
lýskur, þeim finnst málið í sjónvarpi
og útvarpi gott, þeir eru hvorki
áhyggjufullir yfir þróun málsins né
hræddir við enskuna. Við spurðum
einnig um hvort fólk áliti að það
ætti að stýra málinu, til dæmis í
kennslu og í gegnum málnefndina
og margir tóku undir það. Það er
því ekki aðeins íslendingum, sem
finnst við vera fijálslyndir í um-
gengni okkar við tungumálið."
Það má ætla að umhyggja Islend-
inga fýrir móðurmálinu stafi að hluta
til af þvi að þeim þyki vænt um
málið. Finnst Dönum málið sitt fal-
legt, þykir þeim vænt um það?
JL: „Nei, ekki á sama hátt og
ýmsum öðrum þjóðum. Norðmönn-
um fínnst málið sitt til dæmis yfir-
leitt gott. Það finnst Dönum ekki
og það er áhyggjuefni. Manni er
ekki eins mikið í mun að varðveita
það sem manni þykir ekki sérlega
gott eða fallegt. Danir vilja almennt
varðveita mállýskur, en þeim sem
tala mállýsku fínnst þeir yfirleitt
tala ljótara mál en ríkismálið. Á
norrænum fundum reyna Danir oft
að nálgast sænsku í framburði eða
nota sænsku tölumar, en enginn
Svíi reynir að leggja sig eftir dönsk-
um framburði. Danir eru sér líka
meðvitaðir um að aðrir Norður-
landabúar eiga erfitt með að skilja
dönsku. Þessi atriði hafa ömgglega
áhrif á að Danir em ekki eins upp-
teknir af að varðveita málið eins og
til dæmis íslendingar eða Norð-
menn.“
Umræður um Danmörku og
EB ýta undír áhuga á
menningu og máii
Þú nefndir áður að umræður um
Evrópubandalagið hefðu ýtt undir
umræður um menningu á mál í
Danmörku?
JL: „I kringum inngöngu Dana í
EB 1972 var mest andstaðan gegn
því yst á hægri og vinstri væng
stjómmálanna. Nú er andstaðan
bliknuð, jafnvel hjá Sósíalíska þjóð-
arflokknum. Það virðist vera að
verða útúr að tala um EB eða ekki
EB, heldur fremur hvemig Danir
vilja vera innan EB. En það er ekki
undarlegt að það skuli vera á ystu
vængjunum, sem andstaðan er, því
þar er oft að finna íhaldssamar
manngerðir.
Umræðan hefur tvímælalaust
gert Dani meðvitaðri um menningu
sína og beint huga þeirra að í hveiju
hún felist. Nú er til dæmis verið að
gefa út nokkurra binda verk um
sögu danskrar sjálfsímyndar, það
stendur til að gefa út stóra alfræði-
orðabók og bráðum kemur út ný
dönsk orðabók í sex bindum. Ég
held að eftir eina kynslóð verðum
við uppteknari af eigin menningu,
en íslendingar opnari fyrir menningu
annarra.
Þetta kemur líka fram í áhuga á
málinu. Danski kennslumálaráðherr-
ann hefur sett á stofn þijár nefndir,
sem snerta dönskuna. Það er
kannski gaman að geta þess að í
Frakklandi er sérstakur frönskuráð-
herra, en við emm ekki komnir svo
langt. Umræðan um Danmörku og
Evrópu hefur einnig ýtt undir tungu-
málakennslu, þó þar hafí ekki allt
farið sem best, því stefnan virðist
vera að gera tungumálakennslu að
einni allsheijar skemmtun. Það er
tæplega hægt að komast hjá því að
tungumálanám er vinna.“
Finnst þér sú stjórn sem er á ís-
lenskunni vera í samhengi við hvern-
ig farið er með aðra menningar-
strauma á Islandi?
JL: „Nei, og það vekur mér nokkra
undmn. Að ganga um Reykjavík að
kvöldlagi minnir meira á New York
en á Norðurlöndin. Svo er það ham-
borgaramenningin og sjónvarp rekið
á auglýsingum. Að vísu má segja
að margir Norðurlandabúar halda í
einfeldni sinni að ísland sé eins og
eitthvert byggðasafn, en ég get ekki
varist þeirri spumingu hvers vegna
það er haldið svo fast utan um mál-
ið, þegar er gefíð eftir í ýmsu öðm.
Hins vegar get ég ekki annað en
verið hrifinn af afrakstri íslensku
hreintungustefnunnar. íslenskan er
svo kjammikil.“
Texti:
Sigrún Davíðsdóttir
„Les nokkur í
þessum Biblíum?“
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Les nokkur í þessum Biblíum?
Oft emm við Gídeonfélagar spurð-
ir spurningar sem þessarar. Reynd-
ar spyijum við okkur sjálfa gjarnan
að slíkum spurningum á stundum.
Verður spurning sem þessi að telj-
ast afar eðlileg. Hveiju getum við
svarað? Að vísu er það svo að Gíde-
onfélaginu berast bréf og simtöl
frá fólki sem hlotið hefur blessun
við lestur í Biblíu eða Nýja testa-
menti sem við höfum gefið eða
komið fyrir einhvers staðar. Eru
þeir vitnisburðir og frásagnir þó
eflaust rétt einsog toppur af feikna
stómm ísjaka, sem hafið hylur að
öðra leyti.
Einstök upplifun
í júlí 1990 átti ég þess kost að
sækja aðalfund og alþjóðamót
Gídeonfélaga sem haldið var í
Kansas City í Bandaríkjunum
ásamt þ.v. forseta Gídeonfélaga á
Islandi, Geir Jóni Þórissyni frá
Vestmannaeyjum. Flogið var til
New York þar sem við gistum á
íslensku gistiheimili í eina nótt. Á
gistiheimilið komum við seint um
kvöld og þurftum að yfírgefa New
York um miðjan dag daginn eftir.
Um morguninn vöknuðum við
snemma og ákváðum að taka neð-
anjarðarlest niður á Manhattan,
en til New York hafði hvorugur
okkar komið áður. Tveir menn sem
gist höfðu um nóttina á gistiheimil-
inu ákváðu að slást í för með okk-
ur, þar sem þeir áttu erindi á
Manhattan.
Á leiðinni í neðanjarðarlestinni
voru þeir að spyija um Gídeonfé-
lagið og starf þess. Þótti þeim
starfið athyglisvert fyrir margra
hluta sakir, en sáu þó ástæðu til
þess að spyija: „En les nokkur í
þessum Biblíum og Nýja Testa-
mentum sem þið emð alltaf að
gefa eða dreifa?“ Hveiju átti ég
nú að svara svo vit væri í. Staddur
í milljónaborginni New York og
það í neðanjarðarlest. Það vom
margar hugsanir sem fóm í gegn-
um huga minn á örskammri
stundu. Þá er mér litið upp, á
móti okkur situr ung kona dökk á
hömnd, sem var að lesa í lítilli
Jólatón-
leikar i
Keflavík
Fimmtudagskvöldið 12. des.
fara jólatónleikar Tónlistarskól-
ans í Keflavík fram í Keflavíkur-
kirkju. Hefjast þeir kl. 20.30 og
er aðgangur ókeypis.
Tónleikar þessir hafa, fyrir
margan Keflvíkinginn, fýrir löngu
skipað sér sess sem hluti af jólaund-
irbúningnum. Bæjarbúar hafa
ávallt fyllt kirkjuna og stundum
hafa færri komist að en vildu.
Á tónleikunum í ár koma fram
allar starfandi hljómsveitir skólans,
þ.e. léttsveit, lúðrasveit og strengja-
sveit auk ýmissa annarra samspils-
hópa. Einnig munu kórar skólans
syngja þ.e. kór söngdeildar, barna-
kór og kór forskóla 2 og nokkrir
nemendur leika einleik.
Miðvikudaginn 18. desember
verða litlu jólin haldin hátíðleg í
skólanum og hefjast þau með tón-
leikum yngri nemenda og síðan
verður jólaball á eftir.
Nemendur Tónlistarskólans í
Keflavík eru nú um 220 talsins og
starfið hið blómlegasta.
(Fréttatilkynning)
„Benti ég samferða-
mönnum mínum á kon-
una og sagði eins og
ekkert væri sjálfsagð-
ara: „Þarna er nú ein
að lesa í Nýja testa-
mentinu sínu“.
blárri bók. Ég hélt að ég væri að
Sjá ofsjónir. A bókinni sá ég merki
Gídeonfélagsins, ég kannaðist
strax við bókina. Þetta var Nýja
testamentið. Eftir að hafa áttað
mig á því hvað var að gerast benti
ég samferðamönnum mínum á
konuna og sagði eins og ekkert
væri sjálfsagðara: „Þama er nú
ein að lesa í Nýja testamentinu
sínu“. Þeir svöruðu: „Nú já, það
er sem sagt lesið í þessum Nýja
testamentum.“
Þetta atvik hafði sterk áhrif á
okkur alla, ekki síst á mig sjálfan.
Ekki veit ég hvað þeir félagar
hugsuðu en þeir spurðu ekki mikið
Sigurbjörn Þorkelsson
eftir þetta.
Eftir þessa einstöku upplifun
komu í huga minn orð Jesú úr
Lúkasarguðspjalli 21:14-15: „Ver-
ið ekki fyrirfram að hugsa um,
hvernig þér eigið að veijast, því
ég mun gefa yður orð og visku.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á Islandi.
#
BUCK&
OFLUGAR 0G
ENDINGARGÓÐAR
HANDRYKSUGUR
BUCKC DECKEA
handryksugur.
Fást í ölium helstu raftækja-
verslunum og stórmörkuðum.
SKEIFAN 8 - SÍMI812660
ATHUGIÐ
AUKATÓNLEIKAR
17. desember: Ný dönsk
18. desemben Sáffn
hans Jóns míns
F0RSALA AÐGONGUMIÐA:
ReykjavíktSfánar, Laugavegi 24, Qlæsibæ, Strandgata 37, Mjódd. Borgarkringlunni
og Auj^Frstræti; Skífan, Kringlunni, Laugavegi 33,Laugavegi 96 og Laugavegi 26.
Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Húsavík; Simi 96-41362. Akureyri: KEA-Hljómdeild.
Neskaupstadur: Tónspil. Selfoss: Verslunin Ösp. Akranes: Bókaskemman.
Skagafirdi: Kaupfélag Skagfiróin§a. Hornaftrði:KASK. ísafjördur: Hljómborg.
Keflavík:K-Sport.
Einnig er hægt aó panta mióa í síma 91 -677750. Gírósedill verdur sendur um hæl og er hann hefur
verið greiddur verða miðarnir sendir m tiæl. Hílunið að greiða strax. *
Skrifstofa Borgarfoss hf., Geröubergi 1, sími 677750.
Flugleiðir bjóða 35%
afslátt af flugi og 50%
afslátt af gistingu.
Verð 3.500 í stæöi,
aöeins 3.800 í sæti.
14 ára aldurstakmark.
Áfengisneysta bónnuð.
i 24, Glæsibæ, Strandgata 37, Mjódd, Borgarkringlunni