Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
BROTSJOR RIS
Lífssigling Einars Bjarnasonar
BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur
sent frá sér bókina „Brotsjór rís
— Lífssigling Einars Bjarnasonar
skipstjóra". Höfundur er Sveinn
Sæmundsson og er þetta níunda
bók hans um sjómenn. Hér á eft-
ir er birtur kafli úr bókinni og
segir þar frá atviki sem gerðist
út af Siglufirði haustið 1936.
Mannskaðaveður
Einar Bjamason hafði verið með
Brúna SI 7 á reknetaveiðum
sumarið 1936 og gengið vel. Hann
kunni vel við reknetin, afli var
góður og þetta síðsumar veiddu
þeir á Brúna sannkallaða „de-
mantssíld“ sem öll var söltuð á
Siglufirði. Þeir voru fimm á bátn-
um þetta sumar. Auk Einars voru
skipsmenn Edvard Sólnes vél-
stjóri, Ingvar Sigurðsson, Vigfús
Ámason og Sigurjón Jónsson.
Það var komið fram í septemb-
er. Menn sátu fram á lok sfldveiða
fyrir Norðurlandi. Hagstætt veður
. hafði á hinn bóginn stuðlað að
góðri vertíð og sjómenn og land-
verkafólk haft sæmilega afkomu
þrátt fyrir kreppuna, sem enginn
endir virtist á.
Síðdegis 15. september lagði
Brúni SI 7 frá landi á Siglufirði
og stefnan var sett út íjörðinn og
síðan í norðaustur. Einar ákvað
að fara ekki langt að þessu sinni.
Veðurspáin fyrir Norðurland og
miðin var sæmileg, en fyrir sunnan
var spáin slæm. í yfírliti Veður-
^ stofu Islands kl. 10.00 hafði veður-
fræðingurinn sagt frá víðáttumik-
illi lægð fyrir sunnan land en há-
þrýstisvæði yfír Bretlandi og
Norðurlöndum. Þó var spáð hægri
suðvestanátt um suðvestanvert
landið og ekki varð annað ráðið
af þessu veðuryfírliti en að fyrir
Norðurlandi yrði sæmilegasta veð-
ur. Veðurfræðingar létu þess getið
að lægð væri trúlega að myndast
suðvestur af Reykjanesi, en vegna
skorts á upplýsingum frá þessu
hafsvæði var erfítt að gera sér
grein fyrir hve djúp og hraðfara
hún myndi verða.
Aftur sendi Veðurstofan út veð-
urspá kl. 15.00 þann 15. septemb-
er og nú var komið í ljós að lægð-
in fyrir suðvestan Reykjanes hafði
dýpkað vemlega og stefndi hraðf-
ara í átt til íslands. Veðurstofan
varaði nú við stormi fyrir Suðvest-
ur- og Vesturlandi. Á Norðurlandi
og miðunum leit út fyrir sunnan
stinningskalda, hlýju veðri og lít-
illi úrkomu. Bátar við Faxaflóa
hættu margir við veiðiferð þegar
spáin var birt. Akranesbátar, sem
um þessar mundri veiddu sfld í
reknet voru á leið til miða í Mið-
nessjó þegar stormspáin var lesin
í útvarpinu. Þeir sem fyrst höfðu
lagt frá landi voru staddir við
Garðskaga. Skipstjórum þótti
veðurútlit hafa breyst til hins verra
á meðan þeir sigldu suður eftir
og þegar foráttu veðri var spáð
snéru þeir allir við til heimahafn-
ar. Stuttu síðar mættu nokkrir
þeira sem lengst voru komnir
glæsilegu seglskipi, sem var á leið
fyrir Garðskaga. Hér var franska
hafrannsóknaskipið Pourqoui pas?
á ferðinni. Það hafði farið frá
Reykjavík um hádegi þennan dag
og nú var ferðinni heitið til heima-
hafnar í Frakklandi, eftir vel
heppnaðan, sumarlangan rann-
sóknarleiðangur við Grænland.
Akranesbátamir komu til heima-
hafnar um það leyti sem hann
byrjaði að hvessa af suðvestri.
Harðar hryðjur gengu yfír. Það
dimmdi í lofti og myrkur fór að.
Þeir á Brúna SI 7 lögðu netin
í djúpinu norðaustur af Siglufírði.
Hafíð var blýgrátt og spegilslétt.
Loft alskýjað. Kyrrð á miðum fyr-
ir Norðurlandi. Þeir urðu varir við
aðra báta, því flestir voru á sjó
þennan dag. Þaraa voru sjómenn
frá Akureyri, Ólafsfírði og Siglu-
fírði við veiðar. Þegar þeir á Brúna
höfðu lokið við að leggja og ganga
frá var vélin stöðvuð og nú lá
skipið á lognsléttum sjónum án
þess að hreyfast. Menn fengu sér
kaffí og spjölluðu saman um
stund, uns þreytan sagði til sín,
sjómennimir hölluðu sér í kojur
og brátt sigraði svefninn flesta.
Þögn á hafínu nema marr í köðlum
þar sem netatrossumar voru súr-
raðar við bátinn. Húmið fór að og
þegar septembemóttin lagðist yfír
Brúna og hafið umhverfís var frið-
sæld um lög og láð.
Einar skipstjóri Bjarnason
vaknaði um nóttina og leit til lofts.
Það var tekið að skíma. Ennþá var
logn en nú var loftið annað en
Þennan dag, 16. september
lönduðu tveir togarar, Garðar GK
og Þórólfur RE, karfa á Siglu-
fírði. Karfínn var veiddur á Halan-
um, en unninn á Siglufírði, þar
sem lifrin var búin til útflutnings,
en sjálfur fískurinn bræddur í Síld-
arverksmiðjum ríkisins. Þegar
ofviðrið skall á, en allir bátar frá
Siglufírði á sjó, kom formaður
Slysavamadeildarinnar á staðnum
að máli við skipstjóra togaranna
og bað þá að fara að huga að
bátunum, sem fólk var hrætt um
í slíkum veðurham. Togarinn
Garðar GK 25 var fyrr af stað.
Þeir sigldu út fjörðinn og norður
í Eyjafjarðarál. Skyggni var lítið
vegna særoks en áfram var hald-
ið. Vökul augu togaramanna
rýndu út í sortann.
Einar Bjamason og Edvard
Sólnes voru í stýrishúsi Brúna
þegar þeir sáu móta fyrir skipi í
Sveinn Sæmundsson
tog. Það var Einar EA 426 frá
Akureyri. Þegar veðrið skall á
höfðú skipveijar þar haldið af stað
til lands, en stuttu síðar kom mik-
ill leki að bátnum, þannig að skip-
veijar höfðu ekki við. Það varð
Vélskipið Brúni með brotið stýri í óveðri norðaustur af Siglufirði 16. september 1936. Þessa einstæðu
mynd tók Guðbjartur Ásgeirsson skipsmaður á Garðari. Guðbjartur var í áratugi matsveinn til sjós og
mikilvirkur Ijósmyndari.
áður. Skýjabólstrar þeyttust um
himininn. Honum leist ekki á blik-
una, ræsti mannskapinn og byij-
aði að draga netin. Þeir voru langt
komnir þegar fyrstu vindsveipir
fóm um hafflötinn og síðan snögg-
hvessti. Einar lét setja netin í lest-
ina. Venja var að hrista úr en
honum bauð í gran að betra væri
að hafa hraðan á. Þeir gengu
tryggilega frá öllu ofan þilfars og
brátt var Brúna SI7 snúið á stefnu
til lands. Nú var komið suðvestan
rok og sjó stærði fljótt. Einar stóð
við stýrið, hann ákvað að fara með
rúmlega hálfri ferð. Veðrið gaf
ekki tilefni til skjótrar heimferðar.
Þeir höfðu siglt í rúmlega
klukkustund. Fárviðrið var í ham
þar sem Brúni SI 7 hálsaði sjóina.
Allt í einu fann Einar að skipið lét
ekki að stjórn, stýrið hafði brotnað
í átökunum og bátnum sló flötum.
Edvard vélstjóri var í stýrishúsinu
með Einari. Þeir rýndu út í sort-
ann en skyggni var lítið vegna
særoks. Nú var fátt til bjargar ef
skip yrði ekki á leið þeirra. Brúna
hrakti undan veðri og sjóum. Hann
myndi á skömmum tíma hrekja
norður af venjulegum siglingaleið-
um skipa. Mennimir sem höfðu
verið frammi í lúkamum komu upp
og þeir settu upp merkjaflögg þess
efnis að beðið væri um aðstoð.
Brúna hafði rekið undan
fárviðrinu í næstum tvær stundir
og sjólagið versnaði eftir því sem
þeir fjarlægðust land. Utlitið var
vægast sagt tvísýnt. Þeir rýndu
út í sortann en þar var ekkert að
sjá nema hvíta öldufalda og sæ-
rokið.
Einar Bjarnason skipstjóri.
sortanum. Það sem meira var,
skipið virtist stefna í átt til þeirra.
Þegar það kom nær þekktu Einar
og félagar hans að þama fór tog-
arinn Garðar GK 25 frá Hafnar-
fírði. Skipstjóri á Garðari var
Siguijón Einarsson, frægur afla-
maður og afburða sjómaður.
Siguijón sigldi Garðari áveðurs við
Brúna og Einar kallaði til hans
hvernig komið væri fyrir bátnum.
Mennimir höfðu hraðar hendur við
að draga línuna og dráttartaug
yfir og setja fast. Garðar GK hélt
nú á hægri ferð til lands með
Brúna í togi. Þetta var betra en
menn höfðu þorað að vona. Það
var einstök heppni að Garðars-
menn skyldu fínna Brúna í þvílíku
veðri og sorta.
Þeir höfðu farið í um það bil
klukkustund þegar Siguijón skip-
stjóri á Garðari tók annan bát í
þeim til lífs að skipstjórnarmenn
á Garðari komu auga á bátinn, sem
þá var orðinn siginn. Skipsmenn
á Einari EA vora teknir um borð
í togarann en báturinn í tog. Garð-
ar hélt nú áfram til lands með
bátana tvo. Það varði þó ekki lengi,
því Einar EA sökk eftir litla stund.
Dronning Alexandrine sökkvir
Brúna SI7
Það var fyrirhyggja hjá Sigur-
jóni Einarssyni skipstjóra á Garð-
ari að taka karlana af vélbátnum
Einari um borð í togarann. Bátur-
inn sökk svo snögglega að hætt
er við að ekki hefðu allir komist
frá borði.
Þeir voru að komast í landvar,
þannig að þar sem skipin voru nú
á hægri ferð í átt til Siglufjarðar
var sjólag betra þótt veðurofsinn
væri síst minni. Einar Bjamason
og Edvard Sólnes vélstjóri hans
vora í stýrishúsi Brúna SI 7. Þeir
ræddust við um viðgerðina sem
nú þurfti að fara fram á stýri
bátsins. Aðrir í áhöfninni vora
frammi í lúkarnum. Þeir sáu þá
hvar stórt skip kom siglandi að
sunnan. Þeim sýndist skipið hafa
stefnu á milli Garðars GK og
Brúna, en nokkuð langt var í drátt-
artauginni vegna veðursins. Þetta
skip hafði rokið á bakborðshlið og
Einari leist ekki á, þar sem afdrift
hlaut að vera mikil í slíku veðri.
Hann kallaði mennina sem voru
frammí á þilfar.
Skipstjómarmenn á Garðari GK
höfðu líka tekið eftir skipinu, sem
virtist vera á mikilli ferð og
nálgaðist ört. Einnig þeim sýndist
þetta skip, sem þeir þekktu nú að
var Dronning Álexandrine, eign
Sameinaða Gufuskipafélagsins í
Danmörku, ætla á milli skipanna
tveggja. Siguijón skipstjóri á
Garðari GK sló vélsímanum á
stans og lét slaka dráttartauginni,
þannig að Dronning Alexandrine
gæti siglt yfír hana án hindranar.
Dronning Alexandrine hélt
óbreyttri stefnu og ferð, Einar
Bjarnason og félagar hans á Brúna
sáu ferlíkið nálgast og nú varð
þeim ljóst að dagar bátsins þeirra
vora taldir nema kraftaverk gerð-
ist. En kraftaverkið gerðist ekki.
Farþegaskipið Dronning
Alexandrine sigldi með mikilli ferð
á Brúna SI 7 miðjan og risti bát-
inn langt inn í lest. Þeir sáu neta-
belgina fljóta út um leið og bátur-
inn byijaði að sökkva.
Nú loksins virtust skipstjórnar-
menn á stjómpalli Dronning Alex-
andrine ranka við sér og sjá í hvert
óefni var komið. Vél skipsins hafði
verið stöðvuð og síðan látin vinna
afturábak en það naut skriðsins
og ýtti Brúna á undan sér. Skipið
bakkaði nú frá Brúna, skipsmenn
á Dronning Alexandrine komu
fram á bakkann og litu niður á
sökkvandi bátinn og mennina, sem
nú vora voðanum ofurseldir. Einar
Bjamason kallaði upp til þeirra
og bað þá að henda út kaðli, sem
skipbrotsmennirnir gætu haldið
sér í. Um leið og kaðlinum var
kastað til þeirra sökk Brúni SI 7.
Allir skipveijar af bátnum náð
taki á kaðlinum, en nú varð bið á
frekari björgunaraðgerðum.
Mennimir fímm hengu á kaðlinum
við stefni farþegaskipsins, sem
hefaði á öldunni og sjórokið blind-
aði og gerði erfítt um andardrátt.
Þeim kólnaði illa í sjónum og Ein-
ar ákvað að reyna að komast upp
í skipið. Hann var sjóbúinn, í ol-
íukápu og uppháum sjóstígvélum,
sem nú vora full af sjó og níð-
þung. Hann lét þetta ekki aftra
sér, en handstyrkti sig upp kaðal-
inn og með því að neyta ýtrastu
krafta komst hann upp í farþega-
skipið. Hann komst inn fyirr borð-
stokkinn og leit um leið til baka.
Hann sá hroðalega sjón. Einn
maðurinn hafði losnað af kaðlinum
og hélt sér í lífbelti, en annar virt-
ist vera meðvitundarlaus og vatn-
aði yfír andlitið. Vigfús Árnason
háseti hrópaði upp, hvort þeir
ætluðu að drepa þá alla. Einar sá
hvar skipstjóri farþegaskipsins
stóð á brúarvængnum án þess að
hafast að. Hann hrópaði til danska
skipstjórans hvort hér væru ekki
til björgunarbátar. Hann virtist
lítið vita hvað fram fór og sagði
ekki orð en stýrimaður af Dronn-
ing Alexandrine og íslenskir far-
þegar á skipinu gengu í að setja
út einn lífbát skipsins og slaka
honum í sjó. Þeir réru fram með
skipinu til mannanna. Þá vora
tveir horfnir en tveir vora lifandi
og þeim var bjargað um borð í
Dronning Alexandrine.
Þeir sem þarna drakknuðu vora
Edvard Sólnes vélstjóri og Ingvar
Sigurðsson matsveinn. Einar
Bjamason, Vigfús Árnason og
Siguijón Jónsson, sem eftir lifðu
af áhöfn Brúna, fóra með Dronn-
ing Alexandrine til Siglufjarðar,
en skipið var á leið þangað. Marg-
ir íslenskir farþegar vora með
skipinu, þeirra á meðal Eldeyjar-
Hjalti, frændi Einars Bjarnasonar.
Siguijón Einarsson skipstjóri á
Garðari GK 25 og menn hans
höfðu horft á ásiglinguna og þau
mistök sem dönsku skipstjómar-
mönnunum á Dronning
Alexandrine urðu á. Þeir sáu Ein-
ar Bjarnason lesa sig upp eftir
kaðlinum sem skipsmenn á farþeg-
askipinu höfðu kastað til skip-
brotsmanna. Siguijón skipstjóri
hafði orð á því við þá sem voru
með honum á stjómpalli að þessi
maður sýndi ótrúlega karl-
mennsku.
Þegar þeir á Garðari GK hífðu
inn dráttartaugina kom framhluti
Brúna upp.