Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.12.1991, Qupperneq 47
V. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 47 Af hverjju þarf raf- magn á Islandi að vera svo dýru verði keypt? eftír Dóru Magnús- dóttur Mikilvægi ferðaþjónustu á ís- landi hefur aukist jafnt og þétt á síðastliðnum áratug og nú er svo komið að tekjur af erlendum ferða- mönnum voru rúmlega 11 milljarð- ar á síðastliðnu ári og munar þjóð- arbúið um minna. Ef svo fer fram sem horfir má búast við að tekjur þessar eigi eftir að aukast á næstu árum, sérstaklega ef tekið er tillit til þeirrar landkynningar sem á undanförnum árum hefur tekið á sig margs konar myndir í þeim til- gangi að lokka fleiri ferðamenn til landsins. En það sem öðru fremur dregur útlendinga til íslands er landið sjálft og óspillt náttúra þess. Hrikaleg, ósnortin náttúrufegurð íslands heillar erlenda ferðamenn svo að þeir í mörgum tilfellum koma aftur og aftur og segja þar að auki ættingjum og vinum heima fyrir hvers konar undur Island hef- ur upp á að bjóða. Vinir og ættingj- ar gera sér far um að kíkja á ferðabæklinga um ísland, eitt leiðir af öðru og tekjur af erlendum ferð- amönnum aukast. Um þetta geta sjálfsagt allir verið sammála en hins vegar standa deilur um náttúruvernd sem að mati undirritaðrar er forsenda fyrir áframhaldandi ferðamannaþjón- Dreg’ið í happdrætti Ólympíu- nefndar Dregið hefur verið í happ- drætti Olympíunefndar Islands. Vinningar komu á eftirfarandi 7145 Daihatsu Applause, 10502 Chevrolet Blazer, 18035 Nissan Sunny, 20762 Nissan Micra, 39334 Citroen Ax, 49628 Nissan Micra, 54950 Volvo 940 GLT, 85667 Dai- hatsu Applause, 102559 Nissan Pri- mera, 147480 Nissan Pathfinder, 155000 Suzuki Swift, 163400 Suzuki Vitara, 164341 Citroén XM, 180900 Citroén Ax, 221441 Subaru Legacy, 295272 Suzuki Swift, 340149 Isuzu Trooper, 345543 Ford Explorer, 362189 Pontiac Grand Prix, 396593 Nissan Sunny. (Vinningar eru birtir án ábyrgð- ar.) Hefuröu litiö á ustu á íslandi. Landsvirkjun hefur nú í hyggju að reisa rafmagnslínu, svonefnda Fljótsdalslínu 1, um Ódáðahraun og Sprengisand á ein- um fallegasta stað hálendisins. Hér mætast náttúruverndarsjónarmið og „rafmagnssjónarmið"; þ.e. hvort svæði þetta eigi að fá að vera eins ósnert af manna völdum eins og hægt er eða hvort stórvirkar vinnu- vélar eigi að geta lagt svæðið und- ir sig um stund og hugsanlega skilið eftir sig óþarfa slóða, eyðil- agðar jarðmyndanir og mengun af völdum vinnuvéla og vinnuafls. Ekki þarf mikla mengun til að skaða svæðið því það er hátt yfir sjávarmáli, sumur eru stutt og öll rotnun er hæg. Þegar framkvæmd- um lyki yrðum við vitni að óafturk- ræfum skipulagsmistökum; vold- ugri rafmagnslínu sem veldur greinilegri sjónmengun á tilkom- umiklum ijallahring þessa svæðis. Það sem íslendingar verða að hafa í hugar er hvers konar svæði hér er um að ræða. Því miður hafa hlutfallslega fáir íslendingar komið inn á þennan hluta hálendisins en það gerir svæðið einmitt að spenn- andi kosti í framtíðinni fyrir íslend- inga sem hugsanlega fá sig ein- hvern tímann fullsadda af sólar- landaferðum. Það má segja sem svo að ein rafmagnslína „eyðileggi" ekki umrætt svæði en sú takmarka- lausa hrifning sem ferðamaðurinn upplifir á ferð sinni um Ódáðahraun og Sprengisand vegna þess full- komlega náttúrulega umhverfis sem við blasir, er eyðilögð þegar voldug rafmagnslína — tákn um framkvæmdagleði mannsins á 20. öldinni — brýtur upp þá náttúru- legu ímynd sem ferðamenn sækjast jafnan eftir á hálendi Íí?lands. Hrifningin sem vaknar í bijóstum ferðalanga verður ekki mæld í hag- vexti eða tölfræði um öruggt raf- magn. En þar liggur einmitt hund- urinn grafinn; þó svo að við íslend- ingar eigum margar perlur í náttúru landsins megum við ekki rýra þær stórkostlegustu ef hægt er að komast hjá því. Ekki bara okkar vegna heldur ekki síst vegna þeirra erlendu ferðamanna sem sækja okkur heim og skilja sífellt meiri peninga eftir sig, peninga sem styrkja stöðu þjóðarskútunnar sem nú siglir í stórsjó, peninga sem ýta undir hagvöxt. Þetta fólk kem- ur til íslands til að sjá staði sem það getur ekki séð heima hjá sér, staði sem ekki er hægt að sjá ann- arstaðar í Evrópu og jafnvel ekki í heiminum. Það svæði sem nú á að verða leiksvið nýrra fram- kvæmda á vegum Landsvirkjunar er stærsta óbyggða svæði Evrópu. Fjölmargir Evrópubúar sækjast eftir óbyggðum íslands vegna þess að ekkert er þar að finna sem minnir á athafnasemi mannsins utan lélegs vegarslóða og í mesta lagi skáli hér og þar fyrir ferða- menn. Svæði eins og Ódáðahraun og Sprengisandur eru þess vegna auðlindir rétt eins og jökulvatn og jarðhiti. Möguleikar þessarar auðlindar eru ekki þekktir, ekki er hægt að fá verkfræðinga til að mæla framleiðslugetu aðdáunar erlendra ferðamanna á hálendinu og fá svo hagfræðinga til að mæla tekjur í þýskum mörkum. Þessa auðlind verðum við að nýta eins skynsamlega og hægt er, en um leið vernda með öllum tiltækum ráðum. Ekki er hægt að byggja upp ferð- amannaþjónustu á Islandi ein- vörðungu með því að einblína á byggingu salerna við Gullfoss og aðstöðu fyrir ráðstefnugesti. Líta verður á hlutina í samhengi; útlend- ingar koma ekki til íslands til að ’ nota salemi við Gullfoss (sem þó eru vissulega nauðsynleg og tíma- bær!) heldur til þess að njóta ós- nortinnar náttúru. Nú mætti spyija: Hvað er „ósnortin náttúra", hvar eru mörkin? Strangt til tekið er umrætt svæði ekki fullkomlega ósnortið vegna þeirrar umferðar sem þar er en þó svo, að fólk kemst þangað ef það ætlar sér og lætur hrífast. í Morgunblaðinu 20. nóvember (bls. 12) má finna grein þar sem Dóra Magnúsdóttir „Hrifningin sem vaknar í brjóstum ferðalanga verður ekki mæld í hag- vexti eða tölfræði um öruggt rafmagn.“ m.a. þau rök til stuðnings fram- kvæmdum koma fram að ósnortin náttúra sé auðlind sem ekki á að fela heldur nýta, því þurfi að af- marka hvar leyfa skuli umferð og mannvirkjagerð. Að mati undirrit- aðrar fara mannvirkjagerð og ósnortin náttúra einfaldlega ekki saman, svæðið er fullnýtt með þeirri umferð ferðalanga sem þar fer á sumrin. Mannvirkjagerð í of- análag getur ekki skilið eftir sig ósnortna náttúru, þvert á móti yrði hún verulega „snortin". í sömu grein segir orðrétt: „Náttúruvernd snýst ekki um að láta náttúruna ósnerta því hún býr yfir niðurrif- söflum sem raunar eru mun öflugri hér en þau náttúruöfl sem virka til uppbyggingar. Staðreynd er að oft fegrum við landið með því að grípa inn i gang náttúrunnar til þess að veija hana fyrir sjálfri sér og beinum henni í annan farveg en hún leitar sjálf... Náttúruvernd er fólgin í beislun náttúrunnar, rétt eins og nýting hennar.“ Að mínu mati snýst náttúruvernd hins vegar um verndun þess sem er í náttúr- unni, verndun þeirra afla sem 'byggja upp og rífa niður, svo að manneskjan geti notið og fylgst með eðlilegum ferði hennar. Einnig kemur fram í umræddri grein að tillögur um að leggja nýj- ar línur samhliða byggðalínu séu vafasamar þar sem öryggi verði mun minna þegar allar línur geta rofnað samtímis vegna staðbund- inna áfalla. Hvað tryggir það að staðbundið áfall eins og til dæmis fárviðri ijúfi ekki einnig hálend- islínuna? Staðreyndin er sú að svæðið er fremur einsleitt og engin trygging er fyrir því að hálendislína verði ekki fyrir áföllum ef byggða- línan bregst. Hið sama gildir um jarðskjálfta, engin trygging er fyr- ir því að hálendislínan verði ekki fyrir sama tjóni og byggðalínan ef um öflugan jarðskjálfta er að ræða. Eitt helsta niðurrifsafl náttúr- unnar, a.m.k. það sem mest hefur verið í deiglunni, er gróðureyðing, en hafa verður í huga að frumorsök gróðureyðingar er búseta manns- ins. Þær framkvæmdir sem stuðla að gróðurvernd og landgræðslu eru aðeins tilraun nútímamannsins til að vernda þann gróður sem fyrir er og gefa landinu aftur hluta þeirr- ar gróðurþekju sem forfeður okkar (og húsdýr þeirra) eyðilögðu. Mörg svæði sem girt hafa verið og lokuð fyrir beit hafa náð sér á undraverð- um tíma án afskipta mannsins. Friðun lands og landgræðsla er í flestum tilfellum fegrun lands þar sem maðurinn að hluta grípur inn „i gang náttúrunnar til að veija hana sjálfri sér“ en hið sama gildir ekki um uppsetningu rafmagnslínu. Ekki getur undirrituð skilið hvernig náttúruvernd á að felast í beislun náttúrunnar því að beislun hlýtur í eðli sínu að vera í andstöðu við náttúruvemd. Vissulega þurfum við íslending- ar á báðum þessum þáttum að halda til þess að geta lifað á okkar afskekkta hijóstruga landi og vandinn felst í að sameina þessa tvo þætti. Vegna vaxandi hlutverks ferðamannaþjónustu hlýtur náttúruvernd að vera ein skynsam- legasta „nýting“ hálendiSins. Að lokum vil ég minna á 1. grein laga um náttúruvernd (nr. 47 1971): Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun ís- lenskrar náttúru eftir eigin lögmál- um og verndun þess sem er sér- stætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda íslensku þjóðinni um- gengni við náttúru landsins og auka kynni af því. Höfundur er Ieiðsögumaður og leggur stund á lnndafræði við Háskóla Islands. CORAL GÓLFBÚNAÐUR CORAL GÓlFBÚNAÐUR iCORAL GÓLFBÚNAÐUR ▲ oc 3 Q < CORRl HREINSISVÆÐI -hindrar að óhreinindi berist inn Coral hreinsisvæði er sérstakur gólfbúnaður sem fangar óhreinindi og bleytu. Hver fermetri af Coral getur sogað upp 61 af vatni eða 5 kg af götuskít. Coral gólfbúnaður burstar óhreinindin aí og þegar gengnir hafa verið 6 metrar af Coral verða að jafnaði 90% óhreininda eftir á hreinsisvæðinu. Coral gólfbúnaður lækkar ræstingarkostnað, eykur hreinlæti og bætir útlit. KJARAN Gólfbúnaður > SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 < 3 m Ll_ _l 'O o _J < cc o o tr 3 Q < 2 O m U_ _J o o —I < DC O O CORAL GÓLFBÚNAÐUR# CORAL GÓLFBÚNAÐURáCORALGÓLFBÚNAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.