Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
51
Guðmundur Torfa-
son - Minning
Fæddur 5. febrúar 1901
Dáinn 3. desember 1991
Hinn 3. desember sl. lést í Land-
akotsspítala frændi minn
Guðmundur Torfason á nítugasta
og fyrsta aldursári, og kveður þar
síðasta barn móðurafa míns og
ömmu Torfa Jónssonar og Guð-
bjargar Guðbjartsdóttur í Kollsvík
í Rauðasandshreppi sem eignuðust
13 börn á árunum 1883 til 1904.
Líkur þar starfsamri ævi elju-
manns sem áratugum saman helg-
aði starfi sínu efnisvörður Stál-
smiðjunar hf allan starfsdag sinn.
I heimsókn að sjúkrabeði hans fyr-
ir stuttu sagði hann við mig:
„Svona er nú lífið” og mátti greina
skilning hans á eðlilegri þróun lífs
og dauða sem ekki verður umflúin.
Fyrir fáum árum voru ennþá á
lífi 5 af þessum myndarlega syst-
kinahóp, öll á níræðisaldri. Heimil-
Aldarminning:
Jón Loftsson var fæddur að
Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 11.
desember 1891 og í dag eru því
100 ár frá fæðingu hans. Foreldrar
hans voru Loftur Jónsson trésmið-
ur og Ingibjörg Kristín Þórodds-
dóttir.
Jón var þjóðkunnur atorkumað-
ur og brautryðjandi á sviði bygg-
ingariðnaðar. Hann hafði brenn-
andi áhuga á<að efla íslenskan iðn-
að og nýta auðlindir landsins til
að renna stoðum undir efnahags-
lega afkomu þjóðarinnar. Jón var
því einn af ármönnum í íslenskum
iðnaði.
Jón ólst upp á heimili foreldra
sinna og kynntist þá bæði almenn-
um sveitastörfum og sjósókn eins
og algengt var á þeim tíma. Hann
var um tvítugt er hann gekk í
Bændaskólann á Hólum sem bend-
ir til þess að búskapur hafi verið
það lífsstarf sem hann stefndi að,
en hafa ber í huga að á þeim tíma
var ekki margra kosta völ um
skólagöngu. Um nokkurt árabil
stundaði Jón síldarútveg á Siglu-
firði en fluttist svo til Reykjavíkur.
Hann stefndi greinilega að
ákveðnu marki, dvaldist erlendis á
árunum 1925 og 1926 til að kynna
sér verslunarrekstur og strax árið
1927 stofnaði hann hið lands-
þekkta fyrirtæki sitt Jón Loftsson
hf. er hann rak til dauðadags. Með
stofnun Vikurfélagsins hf. 1937
má segja að hann hafi brotið blað
í iðnsögu þjóðarinnar er hann hóf
vikurnám undir Snæfellsjökli. Þar
byggði hann útskipunaraðstöðu og
setti jafnframt upp verksmiðju í
Reykjavík til framleiðslu á vikur-
plötum til einangrunar og holstein-
um til húsagerðar. Allt þetta var
unnið af þvílíkum áhuga, ósérhlífni
og dugnaði að aðdáun vakti. Án
efa minnast margir bændur og
aðrir íbúar á Snæfellsnesi vordag-
anna er unnið var hörðum höndum
við að fleyta og mala vikurinn til
útstypunar og eins þeir er tóku á
móti skipsförmunum í höfninni í
Reykjavík. Mikið lá við að allt
gengi eins og smurð vél enda vakti
Jón yfir hveiju skrefi.
Saga þessa merka fyrirtækis
verður ekki rakin hér en uppbygg-
ing þess og rekstur var enginn
dans á rósum og ekki heiglum
t hent að efna til slíks atvinnurekstr-
ar á þeim árum. Vert væri að halda
á lofti þessum merka þætti í ís-
lenskri iðnsögu.
En Jón kom víðar við í verslun-
arrekstri. Um langt skeið rak hann
jafnframt verslun með almennar
isfaðirinn Torfi Jónsson fórst í sjó-
slysi í Kollsvík frá sínum stóra
barnahóp árið 1904, en samheldni
og dugnaður fjölskyldunnar gerði
ekkjunni kleift að halda áfram
búskap og komust 11 börn til full-
orðins ára. Við þessar aðstæður
þurfti heimilið á öllum starfskröft-
um að halda, jafnt barna sem full-
orðinna, og sagt var að stúlkurnar
sem elstar voru, Halldóra, Guðrún
og Lovísa, hafi gengið af miklum
dugnaði að því sem þá voru talin
karlmannsverk við búskapinn, en
elsti sonurinn Jón hóf róðra á
barnsaldri með frændum sínum.
Eigin dugnaður og samhjálp vina
og venslafólks gerði afkomuna
mögulega í upphafi þessarar aldar,
félli fyrirvinna heimilisins frá
barnahóp í ómegð. Þetta dugmikla
fólk vann hörðum höndum við
sveitabúskap, við útróðra á smá-
bátum frá verstöðvum útvíkanna
byggingavörur svo sem timbur,
járn og sement en einnig hóf hann
innflutning bifreiða árið 1946 og
byggði upp í tengslum við það al-
hliða þjónustu. Öll þessi starfsemi
var rekin á Hringbraut 121 þar
sem Jón byggði hið glæsilega
verslunar- og iðnaðarhús sem enn
er við hann kennt. Á löngum tíma
urðu þeir margir er störfuðu hjá
Jóni Loftssyni og margir þeirra til
fjölda ára. Er ég sannfærður um
að þeir minnast hans með mikilli
virðingu sem góðs vinnuveitanda
enda gerði hann sér far um að
fylgjast með störfum þeirra og
framgangi.
En Jón Loftsson hafði einnig
áhuga fyrir öðrum málum sem
hann taldi að til heilla horfðu fyrir
land og lýð svo sem slysavarnamál-
um og skógrækt. Þegar Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur var stofnað
var hann kosinn í stjórn þess og
sinnti störfum gjaldkera til dauða-
dags. Hann sá glöggt hve mikils
virði skógræktin gæti orðið þessu
landi og hann lét ekki sitt eftir
liggja að veita því máli lið er hann
mátti.
Jón var einnig mjög áhugasam-
ur um allt er snerti öryggismál
bæði á sjó og landi. Hann var á
stofnfundi Slysavarnadeildarinnar
Ingólfs og kjörinn í stjórn hennar
og síðar í varastjóm Slysavarnafé-
lags íslands. Lagði hann málefnum
þessara samtaka lið svo um mun-
aði.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
örfáum meginþáttum í athafnalífi
merks manns sem ritað hefur með
framsýni sinni og dugnaði nafn
sitt á spjöld sögunnar og lagði jafn-
framt lið merkum félagslegum
verkefnum.
Ég sem þessar línur rita hugsa
með þakklæti og virðingu til tengd-
aföður míns. Hann var einstakur
maður, sívinnandi, hjálpfús og
greiðvikinn. Sérstaklega minnist
ég myndarheimilisins á Hávalla-
götu 13 sem þau hjónin Brynhildur
Þórarinsdóttir og Jón byggðu íjöl-
skyldunni en þar varð og sama-
staður margra ættmenna um
lengri eða skemmri tíma. Þar var
gott að koma og vel tekið á móti
tengdasonum og tengdadætrum er
bættust í íjölskylduna en þeir
fyrstu börðu að dyrum upp úr
1950. Brynhildur er einstök hús-
móðir og allt var gert til að börnum
og gestum liði sem best. Það var
vakað yfir velferð bamanna sex
og Iögð áhersla á heilbrigt líf,
vinnusemi og trúmennsku og séð
og einnig við veiðiskap allan, þar
með í fuglabjörgunum. Sem ungl-
ingur kynntist ég frábærum hæfi-
leikum Jóns í bjargferðum til að
klífa það sem ófært virtist, og mun
hann hafa erft það frá föður sínum
að vera „fær” í bjargi enda næg
tækifæri til að þjálfast í því á unga
aldri og nauðsyn bar til að slíkum
hættustörfum væri sinnt, þarna
lögðu allir hönd á plóginn jafnt
ungir sem gamlir, yngri bræðurnir
strax og þeir höfðu aldur til urðu
slyngir veiðimenn. Við þessar að-
stæður ólust börnin í Kollsvík upp,
líkt og tíðkaðist víða á barnmörg-
um bæjum, við mikla vinnu algjör-
lega fyrir heimilið til þess að fjöl-
skyldan gæti haldið saman og
sundraðist ekki. Húsmóðirin þekkti
stórijölskyldulíf sjálf því hún var
ein af 19 börnum foreldra sinna.
Af börnum Guðbjargar og Torfa
voru yngstir bræðurnir Guðmund-
ur, f. 1901, og Samúel, f. 1902.
Eftir tvítugt hleyptu þeir heim-
draganum og héldu suður til að
afla sér verkmenntunar, lögðu fyr-
ir sig járnsmíðar og vélstjóranám
í Reykjavík og Hafnarfirði. Svo
náin var samfylgd þeirra bræðra
í vitund okkar fyrir vestan, að
til þess að koma börnum til
mennta.
Á milli Jóns og systkina hans
fimm var náið samband en tvær
systur eru enn á lífi, þær Anna
og Jórunn.
Jón Loftsson andaðist 27. nóv-
ember 1958, en Brynhildur býr nú
á heimili sínu Miðleiti 5 hér í borg.
Börn þeirra eru: Ingibjörg (látin),
eiginmaður Árni Björnsson (lát-
inn), Sigríður, eiginmaður Ásgeir
Guðmundsson, Loftur, eiginkona
Ásta Hávarðardóttir, Katrín,
Gunnhildur, eiginmaður Gunnar
M. Hansson, og Þórarinn, eigin-
kona Anna Þórðardóttir. Afkom-
endur þeirra Jóns og Brynhildar
eru_ nú 31 talsins.
Á þessum degi minnast eigin-
kona, afkomendur, tengdafólk og
ættmenni elskulegs eiginmanns,
föður, afa og velgjörðarmanns og
samstarfsmenn, vinir og viðskipta-
menn minnast merks athafna-
manns með þakklæti og virðingu.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Ásgeir Guðmundsson
væri annars getið, var nafn hins
venjulega nefnt í sömu andrá.
Áhugamál þeirra voru svipuð, oft
tengd veiðiskap, sem upphaf mátti
rekja til unglingsáranna í Kollsvík,
en þróaðist síðar til laxveiða, sem
varð þeirra mesta unun. Meðan
heilsa leyfði voru frístundir Guð-
mundar aðallega bundnar trillu-
bátnum hans og ferðum út á Faxa-
flóa með byssu, net eða færi, en
sumarleyfa notið að Árbakka,
æskuheimili Þórhildar konu hans.
Þeir bræður festu ráð sitt og kvon-
guðust árið 1938. Þeir keyptu sam-
an tveggja hæða íbúðarhús á
Njálsgötu 36 í Reykjavík. Þar leit-
aði ég ungur þeirra ráða er ég
hugðist fara í þeirra slóð og stefna
að vélstjóranámi, og báðum á ég
þeim þakkarskuld að gjalda frá
þeim árum.
Guðmundur var stakur reglu-
maður, ekki af mætti samtaka,
heldur af eigin ákvörðun, og í því
sem öðru miðaði að því að gera
það sem góð og heilbrigð skynsemi
teldi rétt og eðlilegt. Það sem ein-
kenndi hann öðru fremur var ein-
stök reglusemi, jafnt í starfi sem
í frístundum við spil eða í veiði-
stöð. Hann þekkti af eigin raun
nauðsyn þess að vinna til þess að
öðlast viðunandi afkomu og var
einlægur stuðningsmaður róttækr-
ar verkalýðsbaráttu á fyrrihluta
þessarar aldar. Hann fylgdist af
áhuga með högum okkar systkina-
barna sinna, og spurði mig meðal
annars í áðurnefndu samtali um
daginn hvort ekki værí nú tími til
kominn fyrir okkur að fara að
flytja heim aftur.
Á Njálsgötu 36 hafa þau Guð-
mundur og kona hans Þórhildur
Jakobsdóttir búið allan sinn bú-
skap, yfir 50 ár, alið þar upp sín
ágætu börn, Sigurlaugu, Torfa og
Jakob, og nú er upp kominn hópur
myndarlegra barnabarna. Þangað
hefur verið gott og gagnlegt fyrir
okkur að koma, og fyrir stundirnar
þar þökkum við bæði, ég og Guð-
finna kona mín.
Við biðjum Guðmundi blessunar
við heimkomu hans til sinnar stóru
foreldrafjölskyldu, sem á undan er
gengin, og sendum Þórhildi, börn-
unum og öllum vandamönnum ein-
lægar samúðarkveðjur.
Grimsby, 6. desember 1991
Ólafur Guðmundsson
SAGA SELFOSS
- Frá landnámi til 1930
eftir Gudmund Kristinsson.
Saga Selfoss segir jarðsögu
byggðarinnar þar sem höfuð-
skepnurnar mótuðu landið meira
en í nokkrum öðrum kaupstað,
með jarðeldum, ísaldarjökli og
árflóðum. Bókin skiptist í 27
meginkafla. Þar segir frá örn-
efnum og aldarfari, bændum í
300 ór, Laugardælakirkju og
prestum i 400 ár, Laugardæla-
ferju, póstferðum og órflóðum
1888 og 1889. Sagt er frá
aðdraganda og smíði Ölfusár-
brúar, Suðurlandsskjálftum,
Þjóðtrú og búskap á Selfossbæjum, Laxveiði og farandmönnum. Þá er
sagt fró upphafi nútíma byggðar, gestgjöfum í Tryggvaskála, konungskom-
um 1907 og 1921, fyrstu iðnaðarmönnum, upphafi verslunar, veitinga-
tjaldi Daníels, Verslun í Sigtúnum og Höfn, og lýkur þessu bindi með
lýsingu á árflóðinu 1930. Þetta er stórstórfróðleg saga af innreið nútímans
í líf Sunnlendinga og hvernig byggðin við Ölvusárbrú tók smám saman
við hlutverki Eyrarbakka sem höfuðstaður Suðurlands. Bókin er prýdd
184 Ijósmyndum sem margar hafa aldrei áður birts og nafnaskrá 1261
manns sem við sögu koma.
FftST HIÁ BÓKSÖLUM UM LAND ALLT.
Selfosskaupstaður
áipill
■éi w'ÆM
> . . : " '■
Níðsterkt og þvottekta úrþykku
plastefni rneð upphengi.
Jólatitboðsverð kr 700.-
Fœst einungis í Kortaverslun
Landnuetínga íslatuls, Laugavegi 178.
Stærð: 60x50 cm.
VDMÆUl
ÍSLAAID.
'DS
SÍMI: 680 999
Jón Loftsson
stórkaupmaður