Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 59

Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 59 BÍÓHÖLLIN - BÍÓBORGIN - SAGA-BÍÓ Sjá auglýsingar frá Sambíóunum á næstu opnu fyrir framan Sigurbjörn Jónsson við tvö verka sinna. Sýnir í Gallerí 15 Nú STENDUR yfir í Gallerí G 15 á Skólavörðustíg 15 sýning á smámyndum eftir Sigurbjörn Jónsson. Sigurbjörn Jónsson fædd- ist á Akureyri 1958. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978-1982 og framhalds- nám við Parsons School of Design og New York Studio School of Painting á árunum 1984-1987. Þetta er önnur einkasýn- ing Sigurbjörns hérlendis, en sýning hans í Nýhöfn í nóvember 1990 vakti mikla athygli. Allar myndirnar á sýn- ingunni eru unnar með olíu á striga á þessu ári. Sýningunni lýkur 4. jan- úar nk. Gallerí G 15 er opið alla virka daga frá kl. 10-18.30 og á laugardögum frá kl. 10-16i ■ FIMMTUDAGINN 12. desember mun Elsa E. Guð- jónsson, deildarstjóri Textíl- og búningadeildar Þjóð- minjasafns Islands, endur- flytja fyrirlestur sinn um forn- leifar í þágu textílrannsókna, Fágæti úr fylgsnum jarðar. Sagt er frá nokkrum merkum fundum sem gerðir voru í Stóruborg og jafnframt rætt um fáeina fornleifafundi ann- ars staðar á landinu sem allir eiga það sammerkt að tengj- ast með einhvetjum hætti tó- skap, pijónj, vefnaði og klæðaburði, auk þes sem flestir eru einstakir í sinni röð meðal fornleifafunda á ís- landi. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og hefst hann klukkan 15.00. ■ ÚT ER komin bók um Fuglastríðið í Lumbru- skógi, en samnefnd kvikmynd er nú sýnd í Regnboganum. Bókin er myndskreytt og er í íslenskri þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar. í kynningu útgefanda segir: „Bókin er byggð á sam- nefndri teiknimynd og fjallar um tvo munaðarlausa fugls- unga sem teknir eru í fóstur af vingjarnlegum þresti og kolruglaðri uglu. Allt virðist slétt og fellt, grænar grundir með blómum í haga, en þegar fuglsungarnir, Ólíver og 01- afía komast að því að þeir eru munaðarlausir vegna þess að skelfir skógarins, Hroði, át foreldra þeirra í morgun- mat, ákveða þeir að gera uppreisn gegn harðstjóran- um. Fuglastríðið í Lumbru- skógi er saga um hvernig tveir litlir spörfuglar, með miklum látum og fjöri, ná að vinna á stórum rán- fugli.“ Frá sýningu Guðinundar Einarssonar á leirmunum. ■ LISTVINAHÚSIÐ, Skólavörðustíg 43, opnar sölusýningu á handunnum leirmunum eftir Guðmund Einarsson, sonarson Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal, þann 12. desember. Auk þess verða sýndir eldri munir frá 64 ára ferli fyrir- tækisins. Sýningin verður opin alla daga til jóla. ■ ÞRJÚ dansverk verða sýnd fimmtudaginn 12. des- ember í Gerðubergi kl. 20.30 og mánudaginn 16. desember í Kramhúsinu á sama tíma. Verkin eru Tóm eftir Guð- björgu Auðunsdóttur, turn on, turn off eftir Sharmila Mukeiji og Nóvember eftir Lilju Ivarsdóttur. Dansarar í sýningunni eru Marta Rún- arsdóttir, Guðbjörg Arnar- dóttir, Sharmila Mukerji og Lilja ívarsdóttir. ■ í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á teikningum eftir Brian Pilkington sem hann hefur gert við söguna um Bakkabræður. Einnig eru nokkrar myndir af þekktum persónunT úr vin- sælum barnasögum og æv- intýrum, m.a. Gilitrutt, Hans klaufa og Örkinni hans Nóa. Brian Pilkington er fæddur á Englandi en hefur verið búsettur á ís- landi í fimmtán ár. Hann lauk BA-prófi í teikningu og myndskreytingum (ill- ustration) frá Leicester Art College. Brian hefur myndskreytt fjölda bóka eftir íslenska höfunda, og hefur einkum fengist við að teikna í barna- og unglingabækur. Sýningin í Norræna húsinu stendur til desemberloka. Morgunblaðið/Sverrir Sophia Hansen afhendir Salome Þorkelsdóttir undirskriftalistana. Fulltrúar úr stuðn- ingshópi um málið fylgjast með. Tyrkneska forræðismálið: 35.166 undirskriftir SOPHIA Hansen, móðir tveggja telpna er haldið er af föður sínum í Tyrklandi, afhenti í gær í Alþingishúsinu, Salome Þorkelsdóttur forseta sameinaðs Alþingis, undir- skriftir 35.166 íslendinga víðsvegar af landinu, er krefj- ast þess að stjórnvöld vinni hratt og vel að því að fá telp- urnar heim. Fjórir lögfræðingar undirbúa að réttað verði í forræðismálinu í Tyrklandi snemma á næsta ári. Móðir telpnanna sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægð með þann stuðn- ing sem hún hefði fengið. „Undirskriftirnar eru orðnar gífurlega margar og yfirleitt hefur fólk verið mjög já- kvætt,“ sagði hún, en bætti við að nokkrir hefðu ekki sýnt málinu skilning. „En ég vona „Prakkarinn 2“ 1 Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir „Prakkarann 2“, fyrstu jóla- mynd ársins 1992, fimmtudaginn 12. desember. Aðalleik- arar eru John Ritter og Michael Oliver.' Leikstjóri er Brian Levant. í kynningu frá kvikmynda- húsinu segir að.^myndin sé beint framhald af jólamynd Laugarásbíós frá í fyrra. Söguþráðurinn er á þá leið að prakkarinn og fósturfaðir hans, Ben, eru að flytja í nýtt hús. Allar ógiftu konurnar í hverfinu líta Ben hýru auga og þar á meðal er Lawanda sem vill fá Ben fyrir 7. eigin- mann sinn. Prakkarinn þarf að byrja í nýjum skóla og þar kynnist hann Trixie, en hún er jafnoki hans í prakkara- strikum. Ur nýjustu mynd Lauga- rásbíós, „Prakkarinn 2“. að þessi hópur öðlist skilning á því hvað um er að ræða með því að kynna sér málið í fjölmiðlum." Aðspurð um stöðuna í for- ræðismálinu nú sagði Sophia að 4 lögfræðingar hefðu verið ráðnir til þess að vinna að málinu í Tyrklandi. Þar af væri 1 ráðinn af utanríksráðu- neytinu. „Þeir undirbúa nú að ég fái umgengnisrétt við börnin og geti hitt þau án þess að sæta ofsóknum á meðan á heimsókninni stend- ur. Ég er sannfærð um að þetta tekst. Kveðinn verður upp úrskurður á næstum dög- um og hann birtur," sagði Sophia. „Svo stefni ég að því að fá lögskilnað við manninn og forræði yfir börnunum. Unnið er að því að réttað verði í málinu strax eftir áramót í Tyrklandi." Sophia var spurð hvenær hún héldi að telpurnar myndu koma til landsins. „Ég plata svolítið sjálfa mig með því að vona að þær komi heim fyrir jól en ég held að það sé ekki raunhæft, frekar einhvern tíma strax eftir áramót," sagði hún. KRAFTAVERK ÓSKAST sýnd u. b, 7,9 11. VEGURVONAR Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð börnum innan 12 ára. HOMOFABER “ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NBO FRUMSÝNIR VERBLAUNAMYNDINA: Ó, CARMELA 19000 Borgarastyrjöldin á Spáni geysar árið 1938 þegar Car- mela og Paolino ásamt heyrnarlausum aðstoðar- manni skemmta stríðshrjáðu fólkinu. Pau eru hand- tekin af ítölum og umsvifalaust skellt í fangelsi fyr- ir pólitískar skoðanir sínar. Hrífandi mynd byggð á samnefndum söngleik í leik- stjórn hins eina sanna Carlos Saura. Aðalleikkonan, Carmen Maura fékk Felix-verðlaun- in árið 1990 fyrir túlkun sína á Carmelu. Leikst)óri: Carlos Saura. Aðalhlutverk: Carmen Maura, Andres Pajeres og Cabino Diego. Sýnd kl. 5,7,9 ÍU^íWjí Sýnd kl. 5 og 7. Miðaverð kr. 500. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aöalstrœti 6. sími 691150 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.