Morgunblaðið - 11.12.1991, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
mmmn
Hvar í ósköpunum keypt-
irðu þessi egg, Lena?
Með
morgunkaffinu
Við höfum aldrei kært okk-
ur um að kaupa hluti með
afborg-unum. Allt sem við
eigum höfum við staðgreitt.
Hvers vegna Saga-bíó?
Nýlega voru afhent verðlaun
fyrir nafngiftina „Saga-bíó”.
Fimmtán manns höfðu stungið upp
á þessu nafni og fékk einn þeirra
jeppa í verðlaun.
Hvað merkir orðið Saga-bíó?
Einhverjum kann að detta í hug
sögur, sagnir eða sagnfræði, jafn-
vel bókmenntaarfur þjóðarinnar.
En það er augljós misskilningur.
Þá héti bíóið Sögu-bíó, sagna-bíó
eða eitthvað á þá leið. Þarna hlýt-
ur að vera átt við sagir, þessi verk-
færi sem notuð eru við smíðar. í
fleirtölu beygist það sagir — sagir
— sögum — saga. í þeirri merk-
ingu er Saga-bíó rétt myndað ís-
lenskt orð og þar með löglegt heiti
á íslensku fyrirtæki. Það færi vel
á því að hafa sagir sem tákn bíós-
ins, t.d. eina hjólsög og eina bú-
sög, e.t.v. einnig bandsög —
kannski kjötsög!
Hvernig stendur á því að eigend-
ur bíósins og dómnefndarmenn
þeirra vilja kenna nýja bíóið við
verkfæri sem þessi? Líku máli
gegnir um menningarvitana sem
skýrðu kvikmyndafyrirtækið sitt
„Saga film” hér um árið. Getur
verið að þessi mætu menn hafi
misskilið málið hrapallega og hald-
ið sig vera að kenna fyrirtæki sín
við sögur eða sagnir, jafnvel forn-
sögurnar? Það gæti því aðeins
staðist að um útlensk fyrirtæki
væri að ræða sem ekki lytu íslensk-
um lögum. Mér skilst að í erlendum
Hættið að haga ykkur eins og
böm að leik í sandkassa. Verið
fullorðnir og ábyrgir gerða ykkar,
þjóðin þarf á slíkum mönnum að
halda. Að kenna öðrum um og
ásaka, leysir engan vanda, horfið
fram á við og vinnið ábyrgir að
störfum ykkar, þið vitið að ef þið
ætlið að stjórna landinu, þá verðið
þið að vinna saman, en ekki hver
gegn öðrum. Þetta er sannarlega
eins augljóst mál og sú staðreynd
að engin býkúpa yrði til, ef býflug-
umar ynnu ekki saman í félagsbú-
inu og eftir reglum samhjálparinn-
ar. Samvinna er ekki tilfinninga-
semi, hún er hagfræðileg nauðsyn.
málum fallbeygist orðið Saga ekki.
Er hugsanlegt að jeppa-verðlaunin
hafi verið veitt fyrir misskilning?
Þá er illt í efni.
Þorvaldur Örn Árnason
Tíminn er dýrmætur, en sannleik-
urinn er enn mikilsverðari. Við,
menn, notum aðeins 5% af heila
okkar, það ætti að duga ykkur,
ef þið notuðuð þau vel og rétt, og
eruð sannir.
Gangi ykkur vel að leysa verk-
efni ykkar fljótt og vel. Að vinna,
og vinna vel er málið. Saman
stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Ég er móðir og hef skilað mörg-
um sönnum og duglegum íslend-
ingum út í lífið hér á landi. Hend-
urnar sem rugga vöggunni stýra
framtíð heimsins. Nú er það ykkar
að_ stýra en ekki að rífast.
Islensk móðir og húsmóðir.
Til allra alþingis-
manna Islands
Þesslr bringdu . ..
Gefins kettlingar
Tveir kassavanir kettlingar fást
gefins á gott heimili. Upplýsingar
í síma 28747.
Of mörg leikrit á Rás 1
Gömul kona hringdi og vildi
spyrjast fyrir um það hvernig á
því stæði að leikrit væru stans-
laust flutt um miðjan dag og kvöld
á Rás 1. Hún sagði að það væri
byijað strax á morgnana að
kynna leikrit dagsins og jafnvel
spilaðar raddir úr verkunum og
sér fyndist það trufla dagskrár-
lesturinn. Svo væru þetta ekki
einu sinni ný verk heldur væri
um að ræða tuttugu ára gömul
leikrit eða eldri. Hún sagði að sér
fyndist leiklistin vera einum of
mikil og hún nennti ekki að hlusta
alltaf á leikrit á miðjum degi.
Myndavél tapaðist
Myndavél tapaðist laugardags-
kvöldið 7. des. nálægt miðnætti
í leigubíl. Um er að ræða Olymp-
us-vél. Finnandi vinsamlega hafi
samband við Ástu í síma 71860
eftir kl. 17 en einnig er hægt að
hafa samband í síma 601534 fyr-
ir kl. 15. Fundarlaunum heitið.
Góð póstþjónusta
Lesandi hafði samband og
sagði menn iðulega vera að kvarta
yfir slælegri þjónustu opinberra
fyrirtækja en sjaldnar væri getið
um það sem vel væri gert. Þess
vegna langaði hann að segja frá
því að póstmenn gætu haft hraðar
hendur mitt í jólaönnunum. Hann
sagðist hafa fengið bréf frá Bret-
landseyjum sem stimplað var 3.
des. og það var komið í hans hend-
ur 5. des. Hann vildi því færa
póstmönnum bestu þakkir og óska
þeim gleðilegra jóla.
Telpuhjól í óskilum
Lítið telpuhjól er búið að vera
í óskilum nokkra daga í garðinum
að Hólmgarði 17. Upplýsingar í
síma 37583.
Listi yfir launagreiðendur
Launþegi hringdi og var með
uppástungu um það að birtur yrði
listi með þeim launagreiðendum
sem borguðu lægstu launin. Þetta
yrði þá listi svipaður þeim sem
birtir hæsta og lægsta vöruverð.
Hann taldi að svona listi gæti
orðið til þess að þeir launagreið-
endur sem lægetu launin borguðu
tækju sig þá á og hækkuðu launin.
Víkveiji skrifar
Samkvæmt starfsáætlun Alþing-
is, sem forsætisnefnd þess
kynnti á liðnu sumri, er ætlunin að
ljúka þingfundum fyrir jól nú í þess-
ari viku. Ýmsir spá því, að ekki
verði unnt að standa við þessa
áætlun, þótt vilji sé til þess í öllum
flokkum. Áður fyrr var sagt, að
ríkt tillit hefði verið tekið til hags-
muna bænda við skipulag þing-
starfa. Þingtími hafi í raun ráðist
af önnum til sveita. Þetta sjónar-
mið ræður ekki lengur ferðinni. Ef
einhver einn hópur er þverpólitískur
nú á Alþingi með sama hætti og
bændur fyrr á árum, eru það kon-
ur. Þær eiga það til dæmis sameig-
inlegt með öðrum húsmæðrum að
vilja fá sem mest tóm til að und-
irbúa jólin. Dragist þinghald með
nætur- og helgarfundum fram und-
ir aðfangadag, verður þetta tóm af
skornum skammti, svo að ekki sé
meira sagt.
Fyrir því eru að sjálfsögðu engin
sérstök rök, að þingmenn fái lengra
jólaleyfi en aðrir. Líti menn þannig
á, að því aðeins séu þingmenn að
störfum að efnt sé til funda í sölum
þinghússins, er eðlilegt, að þeim
vaxi í augum að nokkurra vikna
hlé sé gert á fundunum um jólin.
XXX
egar rætt er um starfshætti
Alþingis finnst Víkveija
mestu skipta, að þingtíminn sé sem
best nýttur. Töluverðar umræður
hafa orðið um einmitt þetta undan-
farið. Þar beinist athygli að því,
hvort einstakir þingmenn séu bein-
línis að spilla þinghaldinu. Auðvitað
er erfitt að kveða upp dóm um þetta
atriði, þar sem ekki gerist oft, að
þingmenn gangi í berhögg við þing-
sköp. Þó hefur verið bent á, að þing-
menn misnoti ákvæði þingskap-
anna, sem veita rétt til að fá tafar-
laust orðið um þingsköpin sjálf, það
er þær reglur, er gilda um störf
Alþingis. Hafa mál þróast í þessa
átt á síðustu árum og ætti þing-
mönnum að vera kappsmál að þess-
ari misnotkun verði hætt.
Mikla athygli vakti á dögunum,
þegar Salóme Þorkelsdóttir, forseti
Alþingis, benti Ólafi Ragnari
Grímssyni, formanni þingflokks Al-
þýðubandalagsins, á að hann færi
á svig við þingsköpin, þegar hann
tók upp á því í umræðum um frum-
varp til laga um eftirlaun aldraðra
að lesa úr tímaritsviðtali við Jón
Baldvin Hannibalsson, formann Al-
þýðuflokksins. Víkveiji verður ekki
var við annað en þetta framtak
forseta, sem var rækilega kynnt í
fjölmiðlum, hafi almennt mælst vel
fyrir. Þá gat almenningur séð,
hvernig ýmsir þingmenn leitast við
að misnota málfrelsið.
XXX
Allir þátttakendur í félagsstörf-
um vita, hve lamandi áhrif
það hefur á fundi, ef flestir ræðu-
menn á þeim eru illa undirbúnir og
stíga í ræðustól án þess að gera
sér glögga grein fyrir upphafi ræðu
sinnar eða hvernig þeir ætla að
ljúka henni. Þannig virðist háttað
um margar ræður, sem fluttar eru
á Alþingi, eins og þeir vita, er hafa
fylgst með hinum langdregnu ræðu-
höldum, sem þar geta hafist, á
stundum eins og-típp úr þurru. Úr
kæruleysi eða tímasóun af þessu
tagi verður ekki bætt nema með
reglum, er takmarka ræðutíma.
Skyldi þurfa að fjölga slíkum regl-
um á hinu háa Alþingi?