Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
KNATTSPYRNA
Hlynur æfir
með Brann
HLYNUR Stefánsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu frá
Vestmannaeyjum, fertii norska
liðsins Brann í vikutíma eftir
áramótin til æfinga og gerist
hugsanlega leikmaður með lið-
inu í f ramhaldi af þvi.
Forráðamenn norska liðsins
höfðu samband við Hlyn í vik-
unni og buðu honum að koma. „Ég
fer strax eftir áramótin, æfi í viku
og sé svo til. Ef þeir bjóða mér eitt-
hvað gott iæt ég kannski slag
brim
FOLK
■ MICHAEL Thomas hjá Arse-
nal, sagði; Nei, takk - við að fara
til Liverpool í gær. Félögin voru
búin að koma sér saman um sölu-
FráBob
hennessy
í Englandi
verð á honum - 1,5
millj. pund. Saming-
ur Thomas við
Arsenal rennur út í
vor og hefur hann
hug á að fara til Italíu. Samp-
doría hefur sýnt honum áhuga.
Arsenal mun aðeins fá 500 þús.
pund fyrir hann, þegar samningur
hans rennur út. Reiknað er með að
Graeme Souness geri aðra tilraun
til að fá Thomas.
■ STEVE McMahon er á förum
frá Liverpool. Allt bendir til að
hann fari til Man. City á 700 þús.
pund. McMahon er óánægður hjá.
Liverpool.
■ PAUL McStay hjá Celtic vill
fara frá félaginu. Everton og
Liverpool hafa áhuga á að kaupa
hann á 2,3 millj. pund. Everton er
tilbúið að láta Pat Nevin til Celtic
í skiptum. McStay neitaði í gær
að skrifa undir samning upp á fjög-
ur ár við Celtic, sem hefði gefið
honum 1,2 millj. pund í vasann.
■ ALLIR 28 leikmenn Oxford
„eru komnir á sölulist. Maxwell-fjöl-
skyldan á félagið, sem tapar nú
50 þús. pundum á viku. Menn sem
hafa lagt peninga í félagið vilja fá
þá til baka. Einn þeirra er maður
sem lánaði tvær millj. pund. Fyrsti
leikmaðurinn var seldur í gær —
Lee Nogan fór til Watford á 275
þús. pund. Aðrir eiga eftir að fara
frá Oxford næstu daga. Félagið er
í neðsta sæti í 2. deild.
■ ÞÝSK knattspyrna varð fyrir
enn einu áfallinu í UEFA-keppninni
í gær. Hamburger tapaði þá, 1:4,
fyrir Sigma Olomouc í Tékkósló-
vakíu og er úr leik.
standa. En tilboð þeirra verður að
vera gott til að ég fari að rífa mig
upp með fjölskylduna,“ sagði Hlyn-
ur við Morgunblaðið í gær.
Þess má geta að Hlynur lék
sumarið 1986 í Noregi, með 3.
deildarliðinu Nydelfalken frá
Þrándheimi. Hann á að baki sjö
A-landsleiki og 88 leiki í 1. deild
með ÍBV og Víkingi, en með
Reykjavíkurliðinu lék hann eitt
sumar. Hlynur hefur gert 19 mörk
í 1. deild.
Hlynur Stefánsson
Skotar koma ekki
Skoska landsliðið í knattspyrnu
leikur ekki vináttulandsleik
við ísland á Laugardalsvelli í byrj-
un júní á næsta ári eins og talað
hafði verið um. Að sögn tals-
manns skoska knattspymusam-
bandsins fellur æfingaleikur á
þessum tíma ekki inní æfmgaá-
ætlun landsliðsins fyrir úrslita-
keppni Evrópumótsins, sem verð-
uríSvíþjóð oghefst lO.júnín.k.
Skotar sögðust vera reiðubúnir
til að leika á íslandi kæmust þeir
í úrslitakeppni EM, en nú eru
þeir á öðru máli. Þeir fara til
Bandaríkjanna um miðjan maí og
leika þar tvo leiki á tveimur vik-
um, en lokaundirbúningurinn
verður síðan í Skotlandi. David
Morris, sem sér um erlend sam-
skipti hjá skoska sambandinu,
sagði við Morgunblaðið að Banda-
ríkjaferðin hefði ekki sett strik í
reikninginn heldur væri talið að
ekki væri rétt að leika leik svo
skömmu fyrir EM. „Því miður
verður þessi leikur því ekki í júní,
en reynt verður að koma honum
á síðar,“ sagði Morris.
Snorri Finnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, sagði í gær
að verið væri að reyna að fá ann-
að lið til að koma til landsins í
sumarbyrjun — sterkt Iið, og helst
eitthvert þeirra sem yrði í úrslita-
keppni Evrópumótsins í Svíþjóð í
júní.
Islendingar gegn Rússum
eða Úkraínumönnum?
Júgóslavneska landsliðið á eftir að riðlast mikið fyrir keppnina í HM
Úkraínumaðurinn Mikhailichenko.
Hvað fagnar hann lengi í leik með
Sovétríkjunum?
„VIÐ getum engin svör gefið.
Það er mikil óvissa hér og við
vitum ekkert meira en þú,“
sagði talsmaður hjá sovéska
knattspyrnusambandinu, þeg-
ar Morgunblaðið sló á þráðinn
til sambandsins ígær, og
spurst var fyrir um hvaða ríki
kæmi til með að leika fyrir hönd
Sovétríkjanna í HM-keppninni
fknattspyrnu, ef Sovétríkin liðu
undir lok sem ríkissamband,
eins og alit stefnir í.
Ef svo yrði myndi eitt nýju lýð-
veldanna leika í staðinn fyrir
Sovétríkin og koma Úkraína og
Rússland þá helst til greina, en
landslið Sovétríkjanna hefur verið
byggt upp á leikmönnum frá þess-
um ríkjum. Þeir fjórtán leikmenn
sem hafa leikið síðustu tvo lands-
leiki Sovétríkjanna koma frá Rússl-
andi (sjö), Úkraínu (fimm), Hvíta-
Rússlandi (einn) ogGeorgíu (einn).
Undanfarin ár hefur hefur verið
miklar hræringar í sovéskri knatt-
spyrnu. Fyrir tveimur árum drógu
lið frá Georgíu, eins og Dinamo
Tbilisi, Lanchkhuti og Erevan, sig
út úr sovésku deildarkeppninni.
í Júgóslavíu
Ameðan óbreytt ástand varir í Júgósiavíu verða engir landsleikir í
knattspyrnu í landinu. FIFA staðfesti þetta um helgina og fylgdi
þar með fordæmi UEFA, sem hefur bannað Evrópuleiki landsliða og fé-
lagsliða í Júgóslavíu.
Evrópuleikir Júgóslavíu hafa að undanförnu farið fram í Austurríki.
„Sé ekki annað en við þurf-
um að ganga á varasjóðinn“
- segir Elías Hergeirsson, gjaldkeri KSÍ. Litlirtekjumöguleikar í sambandi við HM
Þetta var alis ekki drauma-
dráttur gjaldkerans. Ég sé
ekki fram á annað en við þurfum
að ganga á varasjóð okkar,“ sagði
Elías Hergeirsson, gjaldkeri
Knattspymusambands Islands,
um dráttinn í heimsmeistara-
keppninni. „Það er ekki hægt að
reikna með sjónvarps- eða auglýs-
ingatekjum í sambandi við leikina.
Það er einna helst leikurinn gegn
Grikkjum sem kemur til með að
gefa okkur einhveijar tekjur.“
„Nú hefur það komið fram sem
við óttuðumst og bentum á - á
ársþingi KSÍ; að ekki væri tíma-
bært að skerða fasta tekjustofna
sambandsins." Á ársþinginu var
samþykkt að fella niður 5% miða:
gjald af leikjum í 1. deild til KSÍ
og breytingar voru gerðar á
skráningagjöldum. Þetta skerðir
tekjur KSI um 3,3 milljónir á
næsta ári.
„Menn voru of bráðlátir. íslend-
ingar eru eitt sinn þannig. Það
þarf að eiða öllu, sem búið pr að
afla - og það sem fyrst. Nú þurf-
um við að sitjast niður og endur-
skoða fjárhagsáætlun sambands-
ins. Við sjáum fram á mikil út-
gjöld í sambandi við ferðakostnað
og annað, en litla innkomu. Við
verðum að vona að strákarnir
okkar standi sig vel, þannig að
áhorfendur fjölmenni á völlinn til
að sjá þá leika í keppninni. Góður
árangur hefur mikið að segja.
Aðsókn á heimaleiki eru mestu
tekjumöguleikar okkar,“ sagði
Elías.
Elías sagði að ef vel myndi
ganga í HM, væri gott að eiga
góðan varasjóð - t.d. til að senda
landsliðið í æfingabúðir.
Georgía er með eigin deildar-
keppni, landslið og Georgíumenn
óskuðu eftir því við FIFA að þeir
fengu að taka þátt í HM með sitt
landslið, eins og Eystrasaltsríkin
Eistland, Lettland og Litháen, en
ósk þeirra var hafnað.
Úkraína hefur nú dregið sig úr
sovésku deildarkeppninni og stofn-
að eigin deild með 12 félagsliðum,
eins og Dynamo Kiev og Dneprop-
etrovsk Dnepr, tvö of sterkustu lið-
um Sovétríkjanna undanfarin ár.
Úkraínumenn ætla að tefla fram
eigin landsliði, en þess má geta að
ellefu leikmenn frá Úkraínu léku í
„Spútnikliði“ Sovétmanna í HM í
Mexikó 1986.
Tímamót einnig
hjá Júgóslövum
Ástandi í Júgóslavíu er lítið betra
en í Sovétríkjunum. Landslið Júgó-
slava á eftir að riðlast. Flestir leik-
menn liðsins eru Serbar, en einn
er Slóvani, Srecko Katanec hjá
Sampdoría og fjórir eru Króatar -
Robert Prosinecki hjá Real Madrid
og Boban, Jarni og Suker, en allir
þessir fjórir leikmenn voru lykil-
menn í unglingaliði Júgóslavíu, sem
varð heimsmeistari 1987.
Aðeins selt í sæti:
„Vonumst
eftir und-
anþágu
ií
Við höfum átt fund með mönnum
frá FIFA og UEFA vegna
ákvörðunar um að aðeins yrði leyfi-
legt að selja miða í sæti í heims-
meistarakeppninni. Þeir skildu
sjónarmið okkar og sögðu að við
gætum átt von á að fá undanþágu,
þannig að við gætum einnig selt
miða í stæði,“ sagði Elías Hergeirs-
son, gjaldkeri KSÍ.
„En til þess að fá undanþágu
verðum við að sýna fram á að það
séu fyrirhugaðar framkvæmdir til
úrbóta á Laugardalsvellinum. En
ef þeir hjá FIFA eru harðir á að
aðeins sé leyfilegt að selja eingöngu
miða í sæti, stöndum við ráðþrota.
Við gætum þá aðeins selt tæplega
3.500 miða á heimaleiki okkar.
Við höfum rætt við borgar-
stjórann um þessi mál og fengið
góðar móttökur," sagði Elías.