Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 64

Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 64
VÁTRYGGING SEM BRÚAR V SJOVi 'ALMENNAR FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: IBM AIX MORGUNBLADID, ADALSTl SÍMI 691100, FAX 691181, n 6, 101 REYKJAVÍK )STHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Raforka lækkar íReykjavík: Almennur taxti lækk- ar um 2,5% RAFORKUVERÐ til almennra notenda í Reykjavík lækkar þann 1. janúar n.k. um 2,3-2,5%. Hér er átt við heimilistaxtann sem nær til rúmlega 66.000 notenda í höfuðborginni. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnstjóri segir að með þessu sé verið að endur- skoða gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur m.a. í samræmi við breytta gjaldskrá Landsvirkj- unnar. „Við erum með þessu að breyta töxtum okkar innbyrðis og það er ánægjulegt að geta lækkað raf- orkuverðið hjá svo mörgum notend- um með þessu en almenni taxtinn nær til 53% af þeirri raforku sem við seljum eftir áramótin ,“ segir Aðalsteinn Guðjohnsen. „Þessi taxti nær til heimilisnotkunar og flestra minni og meðalstórra atvinnu-og þjónustufyrirtækja." Á móti þessari lækkun kemur svo • hækkun á afltaxta um 3-5% en þar er um stærri atvinnufyrirtæki að ræða, samtals um 225 talsins. Og hækkun á svokölluðum næturtaxta getur orðið allt að 3-10% en þar er um rúmlega 30 iðnfyrirtæki að ræða. *- Morgunblaðið/Kristján ÞJónsson Borgarísjakar í hafísjaðri Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug útaf Norðurlandi í gær. Borg- arísjakar voru inni í meginísnum á tveimur stöðum um 38 sjómílur norðvestur af Kögri. Hafísinn er 70-90% að þéttleika og liggui- annars vegar í suðvestur en hins vegar í norð-norðaustur. Helmingur hans er þunnur vetrarís en hinn helmingurinn nýmyndaður hroði. Um 52 sjómílur norður af Kögri liggja ísdreifur í austur frá meginísnum og ná 47 sjómílur norð- ur af Horni. Suðvestan 4-5 éljagangur var á svæðinu meðan á fluginu stóð. Skyggni milli élja var ágætt. Lækkanir á gengi hlutabréfa hjá verðbréfafyrirtækjunum: Markaðsvirði hefur lækkað um 2 milljarða síðan í ágúst MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa á skrá hjá Hlutabréfamarkaðnum HMARKI hefur fallið um nálægt 2 milljarða króna frá því í ág- úst. Er þá gert ráð fyrir að mark- aðsvirði bréfanna hafi verið um 37 miHjarðar í ágúst miðað við sölugengi en frá þeim tíma hefur svonefnd HMARKS-vísitala lækkað um 6%. Óvissa ríkir nú á hlutabréfamarkaðnum og lítil eftirspurn er eftir bréfum. Virð- ast bæði einstaklingar og stærri aðilar á markaðnum halda mjög • að sér höndum með kaup á bréf- um, að sögn verðbréfamiðlara. Mikil olíuverðslækkun í Rotterdam: Raunhæft að bensín og gasolía lækkí um áramót - segir Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs KRISTINN Björnsson forstjóri Skeljungs segir að raunhæft sé að bensín og gasolía lækki um áramótin svo framarlega sem opinberar álögur á þessar vörur hækki ekki. Skip lestaði olíuvörur í Rotterd- am í gærdag fyrir olíufélögin á mun lægra verði en síðasti farmur fékkst á. Þetta skip kemur til landsins á föstudag. Verð á olíuvörum hefur lækkað mjög hratt á markaðinum í Rotter- dam frá 1. nóvember sl. Á þessum tíma hefur gasolía lækkað úr 225 dölum tonnið niður í 179 dali og blýlaust bensín hefur lækkað úr tæplega 230 dölum tonnið niður í 198 dali. Að sögn Kristins Bjömssonar eru verðákvarðanir á olíuvörum enn háðar vilja Verðlagsráðs og Verðlagsstofnunnar og boðað laga- frumvarp um breytingar þar á mun ekki ná í gegnum Alþingi fyrir áramótin.„Að vísu höfum við heyrt ávæning af því að á fundi Verðlags- ráðs á föstudag muni koma fram breytingar á þessu fyrirkomulagi og því bíðum við spenntir eftir þeim fundi," segir Kristinn. Verðlagsráð ákveður nú verð á svartolíu, gasolíu og 92 oktana bensíni. Kristinn segir að ekki sé að vænta lækkunar á svartolíu um áramótin. Sem kunnugt er af frétt- um gat rússneska ríkisolíusalan ekki staðið við samninga sína um svartolíusölu og þurftu því olíufé- lögin að kaupa síðasta svartolíu- farm af einkasölufyrirtæki í Rúss- landi á markaðsverði, sem var nokkuð hátt á því augnabliki þegar kaupin fóru fram. I máli Kristins kemur ennfremur fram að verðlækkun á gasolíu og bensíni sé háð því að vegagjöld hækki ekki um áramót. Sem stend- ur er ekkert að finna í fjárlaga- frumvarpinu um slíka hækkun. Framboð hefur á hinn bóginn verið talsvert og var gripið til þess ráðs hjá HMARKI sl. fimmtudag að hætta kaupum á hlutabréfum og lækka kaup- gengi á flestum bréfum þannig að munur á milli kaup- og sölu- gengis er nú allt. að 10-12% en hefur að jafnaði verið nálægt 5%. í gær var aftur lokað fyrir við- skipti hjá HMARKI. Þá hafa önn- ur verðbréfafyrirtæki verið að lækka gengi hlutabréfa að und- anförnu. Hjá Verðbréfamarkaði Fjárfest- ingarfélagsins var gengi hlutabréfa lækkað í sl. viku á ýmsum bréfum m.a. í Eimskip, Flugleiðum, olíufé- lögunum, Sjóvá—Almennum, Skag- strendingi, og Almenna hlutabréfa- sjóðnum. Þannig lækkaði t.d. kaup- gengi hlutabréfa í Eimskip úr 5,77 í 5,71. Þá lækkaði kaupgengi bréfa í Flugleiðum úr 2,39 í 2,10. Nú eru hlutabréf aðeins keypt gegn stað- greic/slu í Fjárfestingarfélaginu, Almenna hlutabréfasjóðnum og Skagstrendingi. Önnur bréf eru ein- göngu tekin í umboðssölu. Hjá Kaupþingi hefur einnig kom- ið fram kauptilboð á mörgum félög- um á tilboðsmarkaði fyrirtækisins. Þannig var kaupgengi bréfa í Eim- skip skráð 5,35 í gær samanborið við 5,75 þann 5. desember. Þá var kaupgengi hlutabréfa í Flugleiðum skráð 1,95. Til samanburðar má nefna að kaupgengi hlutabréfa í Flugleiðum var skráð hæst 2,45 í ágúst þannig að lækkunin er ná- lægt 20%. Kaupgengi Eimskips var skráð 5,86 hjá Kaupþingi í ágúst og hefur því lækkað um 8,7%. Aft- ur á móti hefur sala hlutabréfa í útboði Marels sem hófst um sl. mánaðamót gengið vel. Útboðið var að nafnvirði 15 milljónir og var það selt á genginu 1,8. í gær höfðu á sjöunda tug einstaklinga og ann- arra aðila keypt um 80% af bréfun- um. Hjá Landsbréfum var gengi í nokkrum félögum ennfremur lækk- að í lok síðustu viku í kjölfar gengis- lækkana hjá öðrum verðbréfafyrir- tækjum. H.H.I.: Enginn fékk 45 milljónir DREGIÐ var í 12. flokki í Happdrætti Háskólans í gær. Hæsti vinningurinn var 5 milljónir króna. Ef einhver hefði átt miðann nífaldan hefði hann fengið 45 milljónir króna. Hins vegar var aðeins einn einfaldur miði seldur af númerinu en trompmiðinn og þrír einfaldir miðar voru í eigu happdrættis- ins. Handhafi selda miðans er Reykvíkingur og fær hann 5 milljónir í sinn hlut. Sjá vinningaskrá á bls. 35 Og 41.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.