Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 SKÁLDSKAPUR: Ég hef aldrei haft það mikið að segja að ég hafí þurft að bulla upp bækur. omið er framyfir há- Kdegi, riddarar hring- borðsins horfnir en hafa skilið eftir sig óhreina diska og glös. „Þetta er hálf subbulegt,“ segir síðasti riddarinn með sinni frægu djúpu röddu, „við skulum færa okk- ur yfir á annað borð.“ Um áramótin hreinsaði Indriði borð sitt á ritstjómarskrifstofu Tímans og ég spyr hvað hann hafí nú verið að hugsa á því augnabliki? „Það var nú lítið,“ segir hann. „Ég tók bara mína einkapappíra, var feginn að vera hættur. Ég ætl- aði að hætta í haust, en svo komu þessi sameiningarmál upp þannig að ég ákvað að hætta í síðasta lagi um áramótin. Þetta gekk ekki leng- ur og ég gat ekki hugsað mér að Tíminn sameinaðist Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum.“ TÍMINN Menn hafa velt því fyrir sér hvað það sé sem geri Indriða G. Þor- steinsson svona áberandi og sér- stakan. Stundum komist að þeirri niðurstöðu eftir heimspekilegar vangaveltur að það sé röddin djúpa, rólega fasið, þótt maðurinn sé ann- ars kjaftfor, og útlitið. Þverslaufan, hatturinn og einhver ákveðinn svip- ur sem gárungar segja að minni á mafíuforingja. Er þá ekkert verið að íjölyrða um rithöfundinn, ritstjórann og manninn sem átti stóran þátt í að koma fótunum undir íslenska kvik- myndagerð. Um það eiga allir að vita. Kannski vita færri, að frá því að smásagan „Blástör" eftir Indriða, þá ungan og óþekktan Skagfírðing, birtist í tímaritinu „Samvinnan" árið 1951 hefur maðurinn verið landsþekktur og umdeildur. „Það var einhver frumkraftur í þeirri sögu,“ sagði maður nokkur. Skáldsögur Indriða sem seinna komu út, eins og til að mynda „79 af stöðinni“ og „Land og synir“ áttu sennilega stærstan þátt í frægð hans hér á landi og voru þær báðar kvikmyndaðar. Indriði varð áber- andi í fjölmiðlum þegar hann var framkvæmdastjóri þjóðhátíðar- nefndar og með ritstörfum vann hann sem blaðamaður, skrifaði meðal annarra „Svarthöfða" fyrir Vísi. Ritstjóri Tímans hefur hann verið með hléum í sautján ár. Fyrst á árunum 1960 til 1972, og tók aftur við ritstjóm hans árið 1987 og síðan. „Ég var þá atvinnulítill," segir hann, „hafði unnið við að skrifa ævisögu Kjarvals og bók um þjóð- hátíðina, skrifað skáldsögur og smásagnasafn, en það var ekkert sérstakt framundan svo ég sló til þegar mér var boðin staðan. Ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Þegar NT-hnykkurinn var liðinn árið 1985 tók ég við ritstjórn aftur og bjóst við að það færi að rofa til þótt svo yrði ekki.“ Ég spyr Indriða hvað hefði þurft að breytast til að blaðið næði sér á strik aftur eftir „NT-hnykkinn“, og hann segir að það hefði þurft að fá nýja menn inn og frið fyrir áfall- andi uppákomum. „Við vorum að drukkna í vafstri og skuldum eftir fyrra blað, myndasögumar vom reyttar af okkur og blaðið náði engri útbreiðslu, það var jafnvel erfítt að verða kaupandi að Tíman- um. - Vomð þið ekki studdir fjár- hagslega af samvinnuhreyfingunni? „Samvinnuhreyfíngin hefur ekki stutt okkur síðustu árin. Við höfum að vísu verið samvinnulega sinnað- ir, talið okkur hafa hugsjón að verja, en einnig sagt kost og löst á þeirri hreyfingu og hún aldrei verið sem handjám á okkur." - Nú var Tíminn eitt sinn gefinn út í svipuðu upplagi og Morgunblað- ið. Hvað gerðist eiginlega, keyptu bara flokksmenn sín blöð? „Ekki var það nú ástæðan ein- göngu. Menn áttu það að vísu til að segja upp sínu flokksblaði þegar þeir vom illir út í flokkinn, en einn- ig var það landlægt hjá sumum trúnaðarmönnum flokksins að vera að hæla sér af því að þeir keyptu ekki Tímann. Það hafði auðvitað sín áhrif. Ég vildi að flokk- urinn færi frá þessu fyrirtæki, vildi gefa út blað sem væri þannig að almenn- ingur teldi sig ekki vera að kaupa flokksblað.“ KROSSFARI GEGN KOMMUM Ég spyr hann hvort það hafí ekki verið kominn tími á Tímann og hann ansar dræmt. Seg- ist ekki vita það. Bætir svo við þann- ig að heyrist út í hvert hom: „Það var nú svo ömurlegt að fara að samein- ast Þjóðviljanum.“ - Þú hefur verið krossfari gegn kommúnistum, er það ekki? Hann reisir sig aðeins í stólnum og segir: „Ég hef haft mikið við þá menn að tala, því þeir hafa ætíð logið að þjóðinni. Kommún- isminn er hruninn um allan heim en hér á íslandi hafa þeir enn tuttugu prósent fylgi. Þetta er eitthvert ragl í þjóðfélaginu. Tími til kominn að rekja sögulega þetta app- arat þeirra, sýna hvemig þeir höguðu sinni pólitík. Það er lúalegt að leggja undir sig heilu þjóð- félögin með þessum harðsvímðu kenn- ingum. Khrústsjov, sem var með mildari foringjum þeirra og sá fyrsti til að afhjúpa Stah'n, sagði að betra væri að vera rauður en dauður. Þetta slagorð er enn í gildi hér heima. Merkilegt. Það er vitnisburð- ur um þjóðfélagið.“ Blæs frá sér reyknum: „Löngu eftir að rauðir em dauðir.“ Indriði segir að í pólitískum skrif- um hafi verið sagt að hann sæti á grindverki. Hann væri ritstjóri Tímans en á móti kommum. „Það sýnir hvernig farið hefur verið með Framsóknarflokkinn ef Alþýðu- bandalagið á að vera einhver móð- urhugmyndafræðingur fyrir vinstri menn. Þegar menn em í milliflokk- um eins og Framsóknarflokki geta þeir setið á grindverki. Það miðast við að hafa annað augað á Jónasi frá Hriflu, vita hvemig hann sner- ist við hlutunum. Hann hefði ekki talið heppilegt að styrkja kommana með framlagi Tímans." EINFARI En hvers vegna hefur hann aldr- ei farið í pólitíkina, eins pólitískur og hann nú er? „Ég hef engan áhuga á því, póli- tík er list þess mögulega. Það þýð- ir að menn verða að skipta um skoðanir. Það átti ekki við mig,“ segir hann og lagar þverslaufuna. „Mér fannst nóg að vera áhorf- andi. Ég var heldur aldrei beðinn og veit ekki hverju ég hefði svarað ef til þess hefði komið. Ég man að þegar ég var blaðamaður á Tíman- um var ég sendur út um sveitir til að halda ræður. Þar sem ég hafði engan áhuga á pólitík og þingsetu, bað ég þá um að láta þá tala sem höfðu áhuga á því og láta mig í friði.“ - Hvort var betra að vera blaða- maður eða ritstjóri, að laununum slepptum? „Eg var í ritstjórastarfinu laun- anna vegna. Mér hefur aldrei þótt gaman að segja öðmm fyrir verk- um. Áður fyrr var það metnaðar- mál fyrir menn að vera ritstjórar. Um 1970 voru fjórir eða fímm ritstjór- ar á Tímanum. Sumir voru að spila lomber og hafa það huggulegt. Ég vann flest verkin og sætti mig við það því ég hafði hærri laun. En þó fannst mér of langt gengið þegar ég var skammaður fyrir ókominn leiðara sem þeir áttu að vera búnir að skrifa. Ég var einfari í blaðamennsku, reyndi aldrei að boða öðmm blaða- mönnum fagnaðarerindið." - Þú varst nú baneitraður penni. „Það hefur kannski verið sagt um mig þegar ég var á Vísi. Þá var Þorsteinn Pálsson ritstjóri. Góður drengur. En þegar Vísir og Dag- blaðið sameinuðust var ég talinn óþarfur maður. Það glaðnaði yfír mörgum þegar þeir fréttu að ég væri farinn af DV. Einn hringdi alveg óðamála í mig og þegar hann heyrði að það væri rétt, kom létt stuna úr símanum. Ég fékk líka leynihringingar, spurt hvort ég ætl- aði ekki að flytja til Ástralíu. íslend- ingar kunna illa við að talað sé til þeirra." - Það er sagt að margir vinstri- sinnaðir hafi elskað að hata þig og að þú hafír haft gaman af. Gefíð þeim eiturstungur af og til? „Elskuðu að hata mig, það getur vel verið,“ segir hann og hlær ein- hvers staðar djúpt ofan í sér. „En þegar sú tíð kemur að allar lygarn- ar og kjaftæðið kemur fram í dags- ljósið, þá verður gaman. Mjög gam- an.“ BULLí BÓKUM Indriði var afkastamikill skáld- sagnahöfundur á ámnum 1951 til 1981 en seinni árin hefur hann einn- ig skrifað ævisögur og frásagnir af einstökum atburðum. Hafa sum- ir sagt það synd að fá ekki meira af skáldsögum eftir hann. „Menn verða að búa við það,“ segir hann þegar ég hef orð á þessu. „Þeir hafa þennan afrakstur. Ég var á launum í ár þegar ég skrifaði um þjóðhátíðina og Þjóðviljinn sagði að ég væri alltaf á launum við að skrifa. Þeir urðu nú alveg vitlausir þegar Davíð Oddsson, sem þá var framkvæmdastjóri Kjarvalsstaða, fékk mig til að skrifa Kjarvalssögu. Menn sem töldu sig umboðsmenn Kjarvals og lista gátu ekki sætt sig við það. Þeim tókst að gera fjöl- skyldu Kjarvals andsnúna, það var ekki nokkur leið að hafa samskipti við hana vegna bókarinnar. Sveinn Kjarval hótaði mér málssókn áður en verkið kom út. Ég hef aldrei verið ástríðufullur rithöfundur. Ég hef aldrei haft það mikið að segja að ég hafí þurft að bulla upp bækur. Þetta er eins og brennivínsástríða hjá sumum, ég hef aldrei haft slíkar tilfínningar. Ég á frekar erfitt með að byija á bók, og ég geng lengi með bók- ina. Meðgöngutíminn hjá mér er ein fimm ár. Bækur flestra núna eru fósturlát. Og bullið eftir því.“ Við erum ein í salnum. Stúlkurn- ar eru að hreinsa borðin eftir hádeg- ismatinn og dekka á nýjan leik fyr- ir kaffið. - Jæja, svo þú hefur borðað hér í hádeginu í tuttugu ár, ertu alltaf með sömu borðfélagana? Hann segist nú halda það og tel- ur upp nöfn þeirra heiðursmanna. „Stundum drekk ég líka kaffi, en það er á borðinu við hliðina. Annar hópur.“ - Hvers vegna heldurðu í þennan sið? „Ég geri það til að fá félags- skap.“ - Ertu selskapsmaður? „Nei nei!“ hrópar hann skelfdur. „Það er svo fjarri mér, ég fer aldr- ei nokkurn skapaðan hlut. Ég vil bara helst vera heima hjá mér.“ Líklegast horfí ég á hann með opinn munn því hann hallar sér fram og verður einlægur: „Ég geng ekki einu sinni í gallabuxum, sem er mjög fúlt.“ - Ég veit nú ekki hvort ég á að spyija þig, byija ég. „Gerðu það bara.“ - Er það rétt að þú sért núna í tygjum við æskuvinkonu þína, þessa sem þú skildir eftir í „Landi og sonum“ þegar þú fórst með rút- unni suður? Hann hneigir höfuðið og muldr- ar: „Já, já, nú, nú,“ segir svo með virðuleik og áherslu: „Vilmundur heitinn landlæknir orðaði þetta ágætlega með stúlkuna í „Landi og sonum“. Hann sletti bara í góm og sagði: Hann þykist vera að skilja hana eftir í Skagafírðinum, en það stendur ekkert um það að hún náði t honum á Blönduósi?! Já. Þar með er því ævintýri lok- ið.“ , UM ASTARSENUR Indriði átti stóran þátt í að gera íslenskar kvikmyndir að veruleika. Kvikmyndagerð hefur oftast verið talin ævintýramennska á íslandi og því sennilega þurft góðar taugar til að leggja út í slík fyrirtæki í tví- gang. - Þú hefur ætíð þurft að sjá sög- urnar þínar á filmu? segi ég. Tengd- ist fyrst kvikmyndafyrirtækinu Edda film og þá var skáldsagan þín „79 af stöðinni“ kvikmynduð, og síðan kom ísfílm og sagan „Land og synir“ fest á filmu? „Já, en sú tilviljun," segir hann undrandi. „Það var nú Guðlaugur Rósinkranz sem var með Edda fílm, ég sat bara uppi með fyrirtækið. Það var nú þannig að þegar hann var ungur í anda og glaðbeittur hann Guðlaugur Rósinkranz, besti þjóðleikhússtjóri sem við höfum átt, fékk hann hugmyndir sem hann varð að framfylgja. Hann gerði sér lítið fyrir, skrif- aði handrit, rótaðist í Dönum, reif þá til íslands, mér var boðið upp á kaffi í Glaumbæ þar sem allt var fullt af Dönum sem töluðu í allar áttir og svo var farið að filma „79 af stöðinni“. Ég bara trúði þessu ekki. En myndin varð til, ég orti ljóð við lag Sigfúsar Halldórssonar sem varð þekkt, horfði á filmuna og fannst hún góð, en gat ekki sætt mig við hvemig vinur aðalpersón- unnar varð í meðfömm leikstjórans. Mér fannst hann of blautlegur. Þetta voru einhver sérstök mistök hjá leikstjóranum. Nú, það voru senur þama, urðu skrif útaf þessu. Leikaramir stóðu sig vel í ástarsenunni, en af því hún var svo löng á kona sem var í bíó í Keflavík að hafa stunið upp: Ósköp er maðurinn lengi að þessu. Og ég var henni alveg sammála. Já, það var sagt að þetta væri klám, en danski leikstjórinn svaraði því til að íslendingar ættu víst ekki að kippa sér upp við það. Honum fannst við þessleg." - Mér skilst að smásagan þín „Blástör" hafi fengið svipuð við- brögð? „Já, ég er vanur klámtali. Í grein sem skrifuð var um mig var ég kallaður náttúmmikill rithöfundur." Honum er skemmt og rifjar upp vísu sem ort var af þessu tilefni: „Blá er blástarasagan, blár er höfundurinn. Blátt verður blaðið af henni, en biáust þó dómnefndin.“ Hann strýkur hökuna og segir: „Já, menn hömuðust á mér, þá voru kommamir ekki byijaðir. Miðað við nútímann liggur við að skrif mín hafí verið guðsorð. Af þessu sést hvernig tíminn fer með mann.“ - Er ekki eitthvað í fasi þínu sem hefur þessi áhrif á menn? Þú ert mjög áberandi karakter, hefur alltaf verið það. „En ég reyni að láta fara eins lítið fyrir mér og ég get,“ segir hann í fullum trúnaði. „Reyni að vera ekki fyrir neinum. En ég verð oft var við mikla heift úti í hornum og hef ekki hugmynd um hvers vegna.“ - Er það ekki penninn? „Það er nú margt skrifað á mig.“ - Þeir segja að þú sért forpokað- ur íhaldsmaður? „Það þykir mér vænt um að heyra,“ segir hann innilega. „Allt vil ég frekar vera en útflennt karl- mannsprik í félagsmálavafstri sem engan vanda leysir." - Mér skilst að íhaldssemin eigi við um listir? „Það er nú svo, að sumt af því sem kallast list er ekki merkilegt. Ef ég andmæli snillingunum er ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.